Tíminn - 11.04.1963, Qupperneq 7
Séð yfir meginhluta fundarsalsins á aðalfundi MBF að Flúðum í fyrradag.
(Ljósm.: Jónas G.).
mmM
ÍÍI;*
>•>
Stefán Björnsson, forstjóri Mjóikur-
samsölunnar f Reykjavík flytur
skýrslu um reksturinn.
sjóðs um Egil Thorarensen, hinn
látna forystumann samvinnusam-
ta‘kanna á Suðurlandi og stjórnar-
formann búsins um langa hríð. í
fyrra veitti aðalfundur búsins 100
þús. kr. stofnframlag til sjóðsins
og kvað Sigurgrímur stjórnina
leggja til, að sama upphæð yrði
Jón Gíslason, fyrrverandi alþingis-
maður f Norður-hjáleigu, einn full
trúa á fundinum, flytur ræðu.
veitt á þessu ári. Væri nú unnið
að samningu reglugerðar fyrir
sjóðinn og til ætlazt, að félags-
mönnum yrði sent frumvarp að
henni á komandi hausti, svo að
þeim gæfist tækifæri til athugun-
ar, en síðar yrði gengið frá henni |
og endanlegri stofnun sjóðsins áí
næsta aðalfundi. Var tillaga um |
þetta framlag samþykkt einróma.
Einnig var samþykkt einróma til-j
laga stjórnarinnar um framlag tilj
kynbóta- og tilraunabúsins í Laugj
ardælum.
Að síðustu fóru fram umræður
um önnur mál og flutti Pétur
Guðmundsson bóndi á Þórustöðum
þá tvær tillögur, sem voru sam-
þykktar einróma. Voru þær á þessa
! leið:
„Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
j manna haldinn að Flúðum 9. apríl1
j 1963 krefst þess, að bændur á fé-
jlagiSsvæði MBF fái greitt fyrirj
j mjólk sína sama verð og þeir
bændur fá, sem flytja mjólk sína
til Mjólkurstöðvarinnar í Reykja-
: ví'k og mjólkurbúsins á Akranesi". j
Hin tillagan var á þessa leið:
„Aðalfundur Mjólkurbús Flóa-
manna telur sjálfsagt og réttmætt,
; að flutningskostnaður á mjólk frá j
j heimilum bænda til mjólkurbúanna I
j í landinu verði tabnn sem kostn- j
j aðarliður við dreifingu og vinnslu!
j mjólkur og bændum greitt fullt j
grundvallarverð fyrir mjólkina i
komna á bíúsapalla".
Að síðustu þakkaði varaformað-j
ur mjólkurbúsins, Sigurgrímur j
; Jónsson, fulltrúum og fundarmönn |
um öðrum góða þátttöku í fund-!
j inum og sleit fundi.
Eins og fyrr segir var fundur- j þar húsrými nóg fyrir þetta fjöl
inn haldinn í hinu stóra og glæsi- j menni og vel fyrir fundarmönn
lega félagsheimili að Flúðum. Var i um séð. Konur sveitarinnar önn-
Jón GuSbrandsson, dýralæknir, ræS-
Ir um efnarannsóknastofu MBF.
Konur I Hrunamannahreppi önnuSust miklar og rausnarlegar veitingar á aSalfundinum. Hér sjást þær, sem sáu um framlelSslu og matseld viS
eitt langborSanna veizlubúiS.
! uðust miklar og góðar veitinga-r,
j sem fram voru reiddar og allir
j nutu í boði mjólkurbúsins að
I venju. — A-K.
; ,Græna lyftan'
á Selfossi
Leikfélag Selfoss er að verða
fimm ára. Að vísu er það ekki
i hár aldur, en Selfoss sem þorp,
i hefur heldur ekki af svo ýkja há-
um aldri að státa. Með tilliti til
þessa má teljast undra mikið þrek
virki að hafa starfrækt leikhús
áhugamanna i fimm ár. Við sem
> fyrir utan stöndum, og njótum
! ávaxtanna, hugsum tíðast lítig út
í það hvílíkt firna starf hér
! er unnið af^ tiltölulega fáum, og
; hversu mikla fórnfýsi og félags-
| þroska þarf til slíks.
Að þessu sinni er það „Græna
lyftan“ eftir Avery Hopwood, sem
varð fyrir valinu, er fagna skyldi
fimm ára starfi og kveðja vetur.
Með hlutverkin fóru: Billy
og Laura — Ólafur Ólafsson og
Elín Arnoldsdóttir. — Jack og
Blanny — Axel Magnússon og
Erla Jakobsdóttir. — Phillip —
Sig. Símon Sigurðsson. — Tessie
— Guðrún Erlingsdóttir. — Harri
i gan og Pets — Halldór Magnússon
i og Gunnar Grans.
Þessi gamansami fimmhyrningur
— í þrem þáttum — hefur fyrr
j komið mér í gott skap, og það
gerði hann svo vissulega einnig að
þessu sinni. Leikendurnir stóðu sig
prýðisvel og samvinnan var með
ágætum. Þeir héldu gamninu ó-
slitið til enda með hæfilegum und
irtón af alvöru, eins og vera ber.
Áhorfandinn getur hvílt sig þeg-
ar hann hefur hlegið sig máttlaus
an, en það getur leikarinn ekki,
ef leikurinn á ekki að verða mis-
lukkað grín. Hér er erfiði gaman
leikarans og snilli. Þessa prófraun
stóðust leikarar „Grænu lyftunn-
ar“ allir saman með prýði. Það
varð enginn þeirra undir lyftunni.
— Eg þakka þeim öllum fyrir á-
nægjulegt kvöld og óska þeim og
leikhússtýrunni Áslaugu Þ. Símon
ardóttur, til hamingju með árin
þau fimm og það ágæta starf, sem
unnið var til þess að gleðja.
Marteinn.
T f M I N N, fimmtudagurinn 11. apríl 1963
7