Tíminn - 11.04.1963, Qupperneq 13

Tíminn - 11.04.1963, Qupperneq 13
] Framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar ekki annað en Ríkisstjórnin hefur í nokkur ár boðaS Framkvæmdaáætlun til fimm ára. Nú leggur hún fram framkvæmdaáætlun, en hún er aðeins fyrir hluta úr árinu 1963, og almenna þjóð- hagsáætlun fyrir fjögur ár. Skýrslu ríkisstjórnarinnar um þetta var útbýtt í gær á Al- þingi, |>egar fjórir vinnudag- ar eru eftir af þingtímanum. Engin frumvörp eða tillögur til afgreiðslu fylgja í sambandi við áætlanirnar. Skýrslan hefur að geyma: -k Almenna þjóðhagsáætlun fyrir 4 ár 1963—1966. — Um hana segir ríkisstjórnin sjálf í greinargerðinni: „Þessar áætlanir eru al- menns eðlis. Þær fjalla ekki um þróunina í einstökum at- riðum og fela ekki í sér á- kvarðanir um framkvæmdir." Enn fremur segir ríkis- stjórnin um þessa almennu þjóðhagsáætlun sína: „Þjóðhags- og framkvæmda- áætlun áranna 1963—1966, sem gerð er grein fyrir hér að framan, hefur ekki að geyma sundurliðaðar áætlanir um framkvæmdir hins opinbera á þessu tímabili, né fjárhags- lega aðstoð þess við fram- kvæmdir einkaaðila". NÚ Á SEM SÉ ALLT AÐ VERA Á HREINU MEÐ FYR- IRVARANA! Þá er einnig í skýrslunni hin eiginlega framkvæmda- áætlun. En hún nær eingöngu til þess, sem eftir er af þessu ári — 1963. Þar eru settar inn framkvæmdir samkvæmt fjárlögum og öðrum lögum, sem ríkisstjórnin og Alþingi hafa í vetur verið að taka ákvarðanir um. Eru þessar framkvæmdir mun meiri en í fyrra vegna enska kosninga- lánsins, sem tekið hefur ver- ið af ótta víð Framsóknarflokk inn. Þessi áætlun um opinberar framkvæmdir 1963 og útveg- un lánfjár og annan stuðning við f járfestingarframkvæmd- ir nú í sumar og haust, er hlið- stæð því, sem gert er á hverj- um vetri í sambandi við fjár- öflun til framkvæmda og fjár- festingar iánasjóða. Á hinn bóginn er það nýmæli að prenta slíkar áætlanir og skrifa um langar ritgerðir eins og nú er gert. Á' Ríkisstjórnin afsakar að framkvæmdaáætlunin sjálf nær ekki lengra en til hluta úr ári, m. a. þannig: ,Hins vegar krefst gerð slíkra áætl- ana langvarandi undirbúnings af hálfu þeirra stofnana, sem um opinberar framkvæmdir sjá, og mikilla breytinga á starfsháttum þeirra frá því, sem tíðkazt hefur hér á landi". Enn fremur segir ríkisstjórn in sér til afsökunar: „Ætlast ríkisstjórnin til að þau ráðuneyti og stofnanir, sem standa fyrir opinberum framkvæmdum taki, undir hennar torustu, smátt og smátt upp þau vinnubrögð, sem áætfanagerð krefst. Fyrsta skrefið í þá átt er áætl- un, sem unnin hefur verið fyr- ir árið 1963 og að nokkru leyti fyrir 1964 um helztu tegund- ir opinberra framkvæmda og starfsemi opinberra fjárfest- ingarsjóða og fjáröflun vegna þeirra . . . Jafnframt því, sem unnið hefur verið að þessari áætlun, hefur undirbúningur áætlana fil lengri tíma verið hafinn". Þetta er sem sé orðið úr þeirri hátiðlegu yfirlýsingu forsætisráðherrans og fleiri um stórhuga framkvæmda- áætlun til fimm ára. YRAMKVÆMDfc r'AftTLUN*"^ KOSNÍUGA'AR. Nu lATUM v HANA FARA |t f M I N N, fimmtudagurinn 11. apríl 1963 FRAMKVÆ WA'A'CTl. KEMUlQ Ma62 pb»mkv*mpa>æu‘ ÞA-D GU COIM I -Ð> N O KOSNINGU K R M

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.