Tíminn - 11.04.1963, Side 17

Tíminn - 11.04.1963, Side 17
Landbúnaður f ái sömu fyrirgreiðsl í ríkisbönkum og sjávarútvegurinn Þeir Ágúst Þorvaldsson, Ás- geir Bjarnason, Ólafur Jó- hannesson, Jón Skaftason, Gísli Guðmundsson og Hall- dór Ásgrímsson hafa flutt til- lögu til þingsályktunar í sam- einuðu Alþingi um að ríkis- bankarnir sjái landbúnaðinum fyrir nauðsynlegum afurða- og rekstrarlánum. Kveður til- lagan á um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því, að ríkis- bankarnir láti landbúnaðinum í té nauðsynleg lán til jafns við það, sem sjávarútvegurinn nýtur í ríkisbönkunum. M. a. með því að kaupa afurðalána- víxla vegna landbúnaðaraf- urða frá þeim fyrirtækjum, sem annast sölu þessara af- urða, að því marki, að þessi fyrirtæki geti greitt bændum þegar við móttöku afurðanna það verð, sem gert er ráð fyr- ir í verðlagsgrundvelli á hverj um tíma. í greinargerð meS þessari til- iögu segja flutningsmenn: Allar launþegastéttir í land- inu munu fá kaup sitt greitt annaðhvort viku eða mánaðar- Þingsályktunartillaga 6 þingmanna Framsóknarflokksins lega. Það mun vera samnings- atriði við atvinnurekendur á hverjum stað, að þeir standi í skilum með kaupið á vissum út- borgunardögum. Það er mjög eðlilegt, að hver maður verði að fá vinnu sína greidda svo að segja jafnharðan, svo að hann geti keypt lífsnauðsynjar sínar og staðið í skilum með opinber gjöld. Engum mun detta í hug, ; að þetta geti öðruvísi verið. ! Lánastofnanir munu þvi yfir- I leitt hjálpa þeim atvinnurekend i um, með lánum, er þess þurfa, ' svo að þeir geti staðið í skilum við starfsfólk sitt á umsömdum útborgunardögum. Bændur landsins hafa fyrir löngu verið viðurkenndir eins konar launþegar, þar sem lög gilda um afurðaverð þeirra og um kaup þeim til handa með þeim fyrirmælum, að það skuli vera í sem nánustu samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta. Afurðaverðið er ákveðið sam- kvæmt áætlun um, hvað mikið þurfi til að borga rekstrarkostn- að við meðalbúið, og er vinna bóndans ákveðinn hluti þar af. Til þess að geta rekiö búið þarf bóndinn allmikið fjármagn. Hann þarf t. d. samkvæmt nú- gildandi verðgrundvelli að kaupa áburð og fóðurbæti fyrir um 37 þús. kr. Hann þarf til viðhalds húsum'og girðingum 10 þús. kr. Hann þarf til rekstrar og við- halds véla um 17 þús. kr. 1 flutn- ingskostnað fara 8600 kr. í vexti af skuldum þarf rúmlega 6 þús. kr. í ýmsan rekstrarkostnað fara 6 þúsund kr. Og svo þarf að borga út um 14 þús. kr. fyrir aðkeypta vinnu. Þetta gerir tæp- ar 99 þús. kr., sem bóndinn þarf að snara út úr búi sínu. En auk þess á hann svo sjálfur að fá út úr búinu til eigin persónulegra þarfa fyrir vinnu sína 94576 kr. og vexti af eigin fé 18600 kr. Þetta allt saman eru tæplega 212 þúsund kr. Það eru að mestu leyti afurðir af nautgripum og sauðfé, sem eiga að standa undir þessum útgjöldum, eða 110 þús. kr. af nautgripum og 75 þús. kr. af sauðfé, en auk þess nokkrar tekjur af garðrækt. o. fl. Tekjurnar af nautgripunum, þ.e.a.s. mjólkin er greidd mán- aðai'lega að rúmlega % hlutum'; en tæplega Va, verðsins kemur ekki í hendur bóndans fyrr en hér um bil hálfu öðru ári eftir að innlegg vörunnar hefst. Um sauðfjárafurðirnar er það að AUKA VERÐUR STUÐNING- INN VIÐ LANDBÚNAÐINN VIÐ umræð'ur, sem urðu í efri deild fyrir nokkrum dögum um breyting á lögum um Stofnlána- deild flutti Ásgeir Bjamason ræðu og gerði grein fyrir þeim breytingatillög- um, seiri Fram- sóknarmenn flytja við frum- varp stjórnarinn- ar um hækkun á túnstærðarmörk- um varðandi hið sérstaka jarðræktarframlag. Með- al annars leggja Framsóknarmenn til, að framlag hins opinbera til íbúðahúsabyggingar í sveitum hækki í 60 þús. krónur. Ásgeir sagði, að hvort tveggja væri, að byggingarkostnaður hefur hækkað mjög mikið og svo hitt, að lánin frá Stofnlánadeildinni eru svo mikig óhagstæðari nú en áður var og ber því brýna nauðsyn til að hækka framlag þess opinbera til íbúðarhúsa, svo að þeir, sem standa í þessum framkvæmdum, komizt léttar frá þeim en ella. Vaxtahækkunin úr 3%%, eins og hún var, áður en núverandi stjórn kom 1;il valda í 6%, hækkar árs- greiðslu af 42 ára lánum úr 4,6% á ári í 6,6%, eða hvorki um íneira né minna en 44% hækkun, sem þessi ársgreiðsla veldur á ári hverju. Ofan á þetta kemur síðan 1% skattur á bændur til Stofn- lánadeildarinnar og nemur hann rúmlega 2000 kr. á hvern bónda í landinu, ef miðað er við verðlags- grundvallarbúið eins og það er á- kveðið fyrir yfirstandandi ár, 1962 —1963. Bændur verða því að fá einhverjar tekjur á móti þessum sífelldu skatta- og vaxtabyrðum og því höfum vig lagt til, að hækk að framlag til íbúðarhúsabygging anna úr 40 þús. kr. eins og það er nú í 60 þús. kr. Önnur meginbreyting okkar er að auka styrkinn til jarða með ónóga túnstærg og til nýbýlinga. Við teljum nauðsynlegt og eðli- legt að miða túnstærðina vig það bú, sem verðlag bænda miðast við. Það mun vera nærri 20 hekturum. Hin síðari ár hefur það færzt mjög í vöxt, ag bændur beita fé sínu og nautpeningi á ræktað land og mun það verða tíðara í framtíð- inni en verið hefur. Þessi hækk un á hektarafjöldanum er líka þeim mun nauðsynlegri, sem rík- isframlag samkv. jarðræktarlögum til bænda er orðig harla lítig eða aðeins 1224 kr. á hektara, þegar kemur yfir 10 hektara ræktun. S. 1. vor kostaði grasfræið um 90 kr. kílóið, svo að þetta framlag borg- ar vart þriðjung af því grasfræi, sem þarf í hektarann, hvað þá meira, svo að ljóst má öllum vera, hversu lítill þessi styrkur er orð- inn samanborið við allar þær hækk anir, sem orðig hafa. • Þá leggjum við til, að þátttaka þess opinbera í heildarkostnaði við ræktun, hækki úr 50% í 65% af kostnaði jarðræktar. Jarðræktin er sá grundvöllur, sem búskapur- inn byggist á. Miðað vig svipaða fólksfjölgun hér á landi í framtíð- inni og verið hefur undanfarandi ár mun íbúum íslands fjölga sem næst um 37 þús. á árunum 1961 til 1970 — eða í 214 þús. — og eigi landbúnaðurinn að verða sínu hlutverki jafnvel vaxinn í framtíð- inni og verið hefur, þarf fram- leiðsluaukning að verða mjög mik- il og jöfn á næstu árum. Sá sam- dráttur í framræzlu lands og rækt- un þess, sem jarðræktarskýrslur bera með sér, að verið hefur hin síðari ár, spá ekki góðu um fram- tíðina í þessum efnum. Þess vegna ber okkur skylda til þess gagnvart landi og þjóð að búa svo vel að þessum framkvæmdum að þær fari vaxandi í stag þess, að þær hafa minnkað hin síðari ár. Skortur á eigin fé og lánsfé háir mjög bændastétt laudsins. Þess vegna ieggjum við til, að ríkið taki meiri þátt í iarðræktarkostn- aði en verið hefur, svo ag geta bæpda vaxii á ný til þessara nauð- synlegu framkvæmda. Við leggjum til, að ríkið greiði hverju sinni þá fjárhæð, sem laga setning þessi hefur í för meg sér. Yrðt j.á svipaður háttur á hafður. ÁGÚST ÞORVALDSSON — fyrsti flutningsmaSur tillögunnar. segja, að margir bændur munu fá % verðsins nokkru eftir af- hendingu afurðanna, en y3 fá þeir ekki fyrr en 8—12 mánuðum siðár. Þetta orsakast af því, að stofnanir þær, sem taka þessar vörur af bændum til sölumeð- ferðar, skort}r fjármagn til þess að geta borgað þær því veröi við móttöku, sem gert er ráð fyrir að bændur eigi að fá, og engar peningastofnanir hafa viljað lána út á vörurnar fullnægjandi upphæðir. Seðlabankinn lánar rösklega helming af væntanlegu verði vörunnar, og hefur sú upp hæð lækkað hlutfallslega hin síðari ár. Verzlanir og afurða- sölufélög bænda hafa yfirleitt ekki átt aðgang að viðbótaraf- urðalánum. í þeim löndum, þar sem frjáls viðskipti peningástofnana tíðk- ast, sækjast bankar eftir því að hafa viðskipti við afurðasölu- stofnanir bænda. í Danmörku og Noregi fá bændur strax að lokinni afhendingu búsafuröa útborgað það verð, sem þeim ber, og standa þeir af þeim sök- um miklu betur að vígi við bú- skapinn en stéttarbræður þeirra hér á landi, sem verða aS reka bú sín og heimilishald að veru- legu leyti með ; lausaskuldum, enda í mörgum tilfellum undir hælinn lagt, hvort bændum tekst að útvega sér nauðsynleg rekstrarlán. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir, að ríkisstjórnin hafi forgöngu um, að ríkisbankarnir leysi þann vanda, sem hér er á ferðinni. Með ríkisbönkunum er átt við: Seðlabanka Islands, Landsbanka íslands, Útvegs- banka íslands og Búnaðarbanka íslands. Virðist sanngjarnt, að allir ríkisbankamir taki þátt í að ráða bót á miklu vandamáli eins aðalatvinnuvegar þjóðarinn ar, enda þótt eðlilegt megi telj - ast, áð hlutur Seðlabankans verði þar stærstur. Jafnframt verður að álíta, að ríkisstjórnin geti, ef vilji er fyrir hendi, markað réttláta stefnu ríkis- bankanna í þessu máli. KÆRKOMIN FERMINGAR- GJOF ISKINNBANDI MED LAS HeUdsöIiibirgðir: h/r Sími 2-37-3T Auglýsið í TÍMANUM ★★ 1 gær var í sameinuðu Alþingi kosin hlutfallskosningu fimm manna úthlutunarnefnd listamannalauna. í nefnðina voru kjörnir af lista stjórnarflokkanna, þeir Birgir Kjaran, Bjart- mar Guðmundsson og Helgi Sæmundsson, af lista Framsókn- arflokksins Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli, og af lista Al- þýðubandalagsins Sigurður Guðmundssón ritstjóri. ★★ i gær var felld í neðri deild tillaga frá Skúla Guðmundssyni um að leyfðir skyldu áfram heimagrafreitir. Var viðhaft nafnakall um tillöguna, og var hún felld með cins atkvæðis mun, 16 atkv. gegn 15. Sekt við greftri í heimagrafreit er 500 krónur! ★★ Hlé var gert á þinghaldi í gær fram yfir páska. Kemur þing aftur saman þriðjudaginn 16. apríl. Eldhúsdagsumræður, út- varpsumræður, fara fram 17. og 18. apríl. Ekki er enn vitað, hve lengi þinghald muni standa. T f M I N N, fimmtrfdagurinn 11. apríl 1963 17

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.