Tíminn - 11.04.1963, Síða 18

Tíminn - 11.04.1963, Síða 18
em KyrrBln yfirgnæfir daginn. Bak vKS dökk fjöli sefur sólin. Döggln leggsf til hvíldar á krónum blómanna. Nótt. Það Á heiðarbrúninni blasti Hrúta fjörðurinn við. Þótt það hafi litlð út fyrir regn, þá hékk hann þurr, en svört skýin þrút- in af vorregni sigldu djúprist um tinda og fjöll. Vig vorum á leiðinni í heimsókn í Reykja- skóla, — þennan fræga ungl- ingaskóla, sem reistur var árið 1931. Dagurinn hefur llðið við starf og lelk. 100 plftar og stúlkur hvílast í nætursvefni eftir erfiðan dag, sem hefur skllað þeim feti lengra í átt tll þroska og manndóms. — Ljóðið er eftlr Gunnar Frimannsson, sem er skólaskáldið þessa veturna. Hrútafjörðurinn er mjög kyrr, og ber fátt með sér, sem minnir á að hann tilheyri vit- stola hafi. Hann er eins og Ikyrrt fjallavatn og ofan af heiðinni er Reykjaskóli eins og höll. Höll á vori. Aldan sem fæddist þegar steinninn d'tt ( vatnlð dó f logninu. fæðist hún aftur? Skólaskáldið var því miður veikt þennan dag, svo við fengum ekki áheyrn, heldur aðeins þessl tvö kvæði, sem hér birtast. Gott er til þess að vita, að enn er Ijúfur sársauki og arnsúgur I hugsun æskunnar — næmt auga fyrlr feg urð og góðum skáldskap. — Ef til vlll seglr þetfa lltla Ijóð meira um tilfinningarnar sem hér verða árvissar: Skóhljóðið, sem deyr hvert vor á mölinni fyrir fram. an, hjörtun, sem eru að springa af cffirvæntingu hvert haust: Að koma og fara. ævintvri likast — Heimsókn í Reykjaskóla í Hrútafirði REYKJASKÓLI Ævintýrið um Reykjaskóla hófst í rauninni árig 1929, seg- ir Ólafur H. Kristjánsson, skóla stjóri Reykjaskóli okkur, þegar við höfðum hedsað. Ævintýri var það sannarlega. Það hófst með því, að ungmennafélagið við Hrútafjörð gekkst fyrir byggingu sundlaugar, sem var vígð vorig 1929 af Jónasi Jóns- syni ráðherra. Og svo var hafizt handa um byggingu skólahúss vorið 1930. Það var stórhugur í mönnum í þá daga og ekki hikað, þótt léttir væru sjóðir. Það kann nú að vera, að mönnum þyki í dag lítið koma til þess, að skólakassi sé reist- ur í syeit, en í þann tíð — fyrir þrjátíu árum, var það hreint ævintýri. Að hugsa sér, að þag skuli vera risinn fram- haldsskóli fyrir unglinga í Strandasýslu og Vestur-Húna- vatnssýslu. Skólinn var vígður 7. janúar 1931 og þá settur í fyrsta sinn, að viðstöddu fjölmenni. Menn fluttu langar ræður um ísland og fólkinu fannst vissulega miklum áfanga náð. Þennan vetur hófum við nám hér, elztu nemendur þessa skóla. Bókstaflega allt var ó- gert. Baklausir bekkir, ómálað- ar stofur, múrryk og ótal margt annag mátti setja út á, en á- huginn var logandi, svo að það var ekki verið að setja fyrir sig smámuni. Þetta ár voru 15 nemendur ílskólanum. Næsta ár. næsta vetur voru nemendur 34, enda hafði þá ver ið lokið að fullu vig skólahús- ið I þeirri mynd, sem ætlað var í upphafi, þótt vitanlega væru aðrar kröfur gerðar en núna er. STRÍÐIÐ Á næstu árum mátti segjá, að nokkuð dofnaði áhu.ginn Mannaskipti voru tíð. var þp.ð til tjóns fyrlr skólahaldið. en þó þokaðist nokkuð áleiðis. 1933 var til dæmis reist íeik- fimihús, og svo kom stríðið. Brezki herinn tók skólahúsið til sinna þarfa og þar meg var starfið rofið, unz striðinu lauk. Þá var húsum og mannvirkjum skilað aftur — stórskemmdum og ber skólinn þessar stríðs- minjar enn þann dag í dag. NÆST REZTI HÍRAÐS- SKÁT.ASTA Í)I TRINN — Jónas Jónsson, ráðherra hringdi til mín þegar ég tók vig skóianum fvrir fáeinum ár- um. Hann sayði. að líklega væri þetta næst bezti staðurinn á iandinu fvrir skólahald af þessu tagi. Aðeins Laugarvatn væri hetri. Hér er jarðhiti, stutt til aðdrátta, sléttir leikvellir og Húsbændurnir í Reykjaskóla, Ólafur H. Krlstjánsson, skólastjóri og frú Sólveig Krlstjánsdóttlr. Þau kenna bæðl við skólann. Hafa þau hjón mlkla reynslu í þvl vandasama verkl — að ganga 100 ungllng. um I foreldrastað, eða allt að þvi, en þau hafa undanfarna tvo ára- tugi starfað vlð héraðsskóla. Fyrst að Núpi í Dýrafirði og ( Hrúta- firði síðan 1956. — Aðrlr kennarar við skólann eru: Ragnar Þorstelns- son, sem kennir tungumál; Aðalbjörn Gunnlaugsson, sem kennlr sögu og íslenzku; Magnús Ólafsson, iþróttakennarl og Haukur Kristjáns- son, sem kennir handavlnnu, trésmíði og fleira. Allir unglingar taka bilpróf i skólanum, þegar þelr hafa aldur til. Er það vinsæl námsgrein og kemur sér vel á bilaöldlnni. .— Formaður skólanefndar er Þor- valdur Böðvarsson, bóndi á Þóroddsstöðum. sjór, ef við kynnum að nota okkur það. Ég er viss um, að hér mætti kenna undirstöðuat- riði góðrar sjómennsku, aðeins ef tæki væru fyrir hendi. Fjörð urinn er mjög lygn. Nemendur eru skiljanlega flestir héðan úr nágrenninu. Það er þróttmikið æskufólk og myndarlegt og er fúst tíl starfa og afreka. í rauninni er það ekki mjög erfitt að stjórna þessu fólki, það er að segja, ef það hefur nóg að gera. íþróttir, tómstundastarf og skemmtanir, sem það gengst fyrir sjálft, er ásamt náminu nóg fyrir lífs- glátt, heilbrigt fólk. Við höfum okkar reglur hér — ströngu reglur, og eftir þeim er farið undantekningarlítíð. Okkar vandamál eru miklu fremur bar áttan fyrir skipulagsmálum skólans. Fé er af skornum skammti og því er það ekki eft- irsóknarvert fyrir unga kennara að setjast að. Vont húsnæði og lág laun fæla flesta frá starf- inu. í raun og veru lít ég á skólann sem afl, sem ekki er einvörðungu bundið við að kenna mönnum hagnýtar náms greinar, heldur einnig lotning una fyrir mannfélaginu. Kenna nemandanum að vinna með fjöldanum, bera virðingu fyrir félögum sínum og skapa á þann hátt frjálsa. æsku. HÚSASMÍÐI OG FRAMFARIR Hér eru nokkur hús í smíð- um. Fimleikahús, sem jafn- , fram má nota fyrir leikhús. Húsið hefur verið tekið í notk- un nú þegar, þótt vitaskuld sé margt ógert enn þá. Það hefur bætt aðstöðuna stórlega. Þá er hér á staðnum í smíðum byggða safn fyrir sýslurnar. Það er komið undir þak nú þegar og vitanlega gerir það skólanum stórgagn þegar fram í sækir. Tengslin vig hina fornu menn- ingu sveitanna mega ekki rofna, þótt ný sé sköpuð. Þótt ungling arnir hérna séu margir úr sveit, þá er aldur þeirra svo lágur, að margvísleg tækni og verk- menning er þeim ókunn, vegna þeirra umskipta sem orðið hafa í sveitum á síðustu áratugum. 18 T f M I N N, rniðvikudagurinn 10. apríl 1963

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.