Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 2
Nú er tíminn til nð skipta á blómunum Þær, sem ekki eru enn búnar að skipta um mold á pottaplöntunum, verða að fara að vinda bráðan bug að því. Þegar sólin er komin þetta hátt á loft fer vaxta- tími plantnanna í hönd, og það getur orðið þeim alvar- legur vaxtarhnekkir ef skipt er á þeim of seint. Leirpottar eru enn taldir beztu pottarnir, þótt ýmsar aðrar gerð- ir komi vel til greina, en efnið í pottunum má ekki vera vatns- og loftþétt. Reyndar eru leirpott ar fallegir við grænar plönturnar og þar sem allt í nýtízkuhúsbún- aði stefnir að því, að notuð séu sem einföldust og upprunalegust efni við alla skreytingu, ætti leir- inn að sóma sér þar vel. Gamla potta á að þvo vel úr sápuvatni, áður en þeir eru notað ir, en nýir leirpottar eiga að liggja í vatni þar til þeir eru gegnblautir þvi að annars sýgur leirinn of mikið vatn frá plönt- unni úr moldinni. Áður en skipt er á plöntunni á að vökva hana vel, sumir vilja að það sé gert daginn áður en skiptingin fer fram, en séu ræturnar vel rakar, er hún betur undir flutninginn bú in. Potturinn á að vera hæfilega stór og leirbrot sett yfir gatið í botninum. Moldin er hrist vel úr rótarkekkinum og rotnaðar, dauðar rætur á að skera í burt með beittum hníf. >ó verður að varast að taka of mikið af rótar- öngunum. Ef vel ætti að vera, skyldi hver planta fá sína sér- stöku moldarblöndu, mismikinn sand í moldina o. s. frv., en fæst- ir hafa þekkingu og tækifæri til þess. Mold er seld hér í öllum biómabúðum og gróðurhúsum og reynist oftast vel. Séu einhver óþrif í henni, svo sem sveppir eða skordýr, má hita hana í ofni upp í 100° og sótthreinsa hana með þvi. Eftir að skipt hefur verið um mold, á plantan að standa á skuggsælum stað í a. m. k. sól- arhring og lengur, ef hún réttir sig ekki strax upp. Það á ekki að vökva hana mikið fyrst á eft- ir, og alls ekki með áburðarvatni í nokkrar vikur á eftir. Plantan þarf að festa vel rætur, áður en hún þolir áburð. En það sem eft- ir er vaxtartímabilsins eiga plönt urnar að fá áburð á 10—14 daga fresti. Moldin má ekki vera þurr, þegar þær eru vökvaðar með á- burðarvatni, því að þá geta ræt- HÚSRÁÐ VIKUNNAR ÞÓ AÐ EKKI sé hægt að nota afgangs eggjahvítur strax, þurfa þær ekki að fara til ónýtis. Látið þær þorna á flötum diski og skafið þær síðan af, þegar þær eru þurrar. Geymið þær svo í glasi og þegar þið þurfið að nota þær, má leysa þær upp með því að blanda þeim í volgt vatn. Þurrkaðar eggjahvítur má geyma mjög lengi, jafnvel i mörg ár, ef einhver óskaði eftir því! SUMUM gengur illa að' láta rennilásinn fara vel. VHf því er til gott ráð, sem saumakonur brosa nú kannski að, en vlðvaningar ættu að reyna. Saumurinn, sem lásinn á að vera á, er þá saumaður alveg upp úr, lásinn festur á heilan saum.inn og saumnum sfðan sprett upp — og þar situr lásinn þráðbeinn eftir! HREINGERNINGIN endar venjulega með öllu hreinu inn- anhúss, frá lofti niður á gólf. Það er aðeins eitt, sem hefur orðið verulega óhreint á öllu umstang- inu og það eru neglurnar á hús- móðurinni. Það er hægt að koma í veg fyrir það, með því að klóra vel í sápustykki áður en hafizt er handa. Ef þykkt sápulag er undir nöglunum, festast óhrein- indin ekki undir þeim. ÞAÐ GENGUR yfirleitt vel að þeyta rjómann núna hér í Reykja- vík, svo að við gátum ekki reynt þetta ráð, áður en við birtum það. En ein af orsökunum fyrir því, að rjóminn þeytist illa, er sú, að rjóminn er of fitulítill — þó að það eigi víst ekki að geta komið fyrir hér í Reykjavík, þar sem allt er undir eftirliti. En sé það því að xenna, má reyna að setja lítinn smjörbita í skálina. urnar sviðnað af sterkum áburðm um. Afleggjara er hægt að láta skjóta rótum í vatni og í rakri mold. Séu þeir látnir standa í vatni verður að skera þá nokkru lengri en ef þeir eiga að standa í mold, og þegar þeir hafa mynd- að rætur, eru þeir settir í hæfi- lega stóra potta — en pottarnir mega ekki vera of stórir, því að hætt er við rótarfúa, ef plantan getur ekki komizt yfir allt vatn- ið úr moldinni. Séu þeir settir strax í mold, þurfa þeir að standa á hlýjum stað, helzt í 15— 20 stiga hita, og er bezt að það sé undirhiti, t. d. ofan á mið- stöðvarofni. Moldin á að vera jafn rök allan tímann, og til að byrja með verður oft að hafa gler yfir, svo að útgufunin verði ekki of mikil. Þess verður að gæta vel, að taka burt veika og dauða afleggjara, svo að þeir sýki ekki út frá sér með rotnun. Stundum verður að nota sveig- Framhald á 13 siðu YMISLEGT ÞÓTT fólki geti liðið vel með því að neyta ófullkominnar og rangrar fæðu, er ekki séð fyrir afleiðingarnar síðar meir. í tíma ritinu ,Food and Nutrition News’ er grein um fólk, sem þjáist af margs konar kvillum löngu eft- ir að það hafði neytt óheppilegr- ar fæðu. Meðal þeirra sjúkdóma, sem þar voru taldir upp, má nefna skemmdar tennur, munn- bólgu, offitu, hægðatregðu, höf- uðverk og alls konar meltingar- örðugleika. Sumt af þessu kom ekki í Ijós fyrr en mörgum ár- um seinna. FLYSJIÐ eplin og takið kjarn- | húsið úr þeim. Skerig þau í | sneiðar og veltið upp úr kanil og d sykri. Síðan eru sneiðarnar steiktar þar til þær eru ljósbrún- | ar og meyrar í smjöri á pönnu. Borið fram volgt með þeyttum rjóma, sem hefur verið kryddað- ur með svolitlum kanil. í stað kanils má nota engifer. LENGI vel var naglalakkið eina neyðarúrræðið, þegar lykkju fall kom á nælonsokkana. En nú er komið á markaðinn erlendis lykkjufallastanzari, sem hefur þann kost, að festast ekki við húðina og vera þar að auki ósýni legur. Þetta efni getur sparað drjúgan skilding, ef hægt er að uppgötva lykkjufallið nógu tím- anlega. HattaframleiSendur í Vín héldu nýlega sýningu á hattatízkunni í vor og í sumar. Austurríki stendur orðiS mjög framarlega í röðinni sem tízkuland og föt þaðan þykja sérstaklega smekkleg og falleg. Hatt. arnir á áðurnefndri sýnlngu voru flestir óvenjulegir og mjög sumar- legir. Bowler-hatturinn, sem vinsælastur var á síðasta ári, hefur orðið að víkja fyrir nokkurn veginn húfulöguðum höttum með smáderi og nokkuð háum kolli. Blóm, ávextir, borðar og bönd eru notuð til skreyt- ingar og strá er vinsælasta hráefnið. Aðallitirnir er gulur, blár, grænn og rauður og öll afbrigði af „beige". KVENNASÍÐA TÍMANS Kosningaáætíun Nú er hin mang'lofaða o«g rómaða framkvæmdaáætlun Ioksins komin. Ríkisstjórnin lofaði upphaflega, ia'ð liún ætti að koma til framkvæmda á ár- inu 1961 og síðan hefur hún haldið áfram að lofa því, að hún sé alveg að komia. Auð- vitað var aldrei meiiningin að hún kæmi fyrr en rétt fyri? kosningar eins og raunin hefur nú orðið á. Þetta átti aldrei að verð'a annað en kosningapési, sem kostiaður yrði af almanna- fé — koaningaáætlun stjómar- flokkanna. Nú er hún loks komiin, enda komið fast að kosningum. Marg boðað hafði verið, að þetta yrði 5 ára fram- kvæmdaáætlun. Og ekki er hún nú sérlega beysin. Þetta er framkvæmdaáætlun fyrir að- eins hálft ár eða til Ioka þessa árs — og svo drög að þjóðhags áætlun fyrir 3 og hálft ár eða til 1966. Hagfræðiingarnir, sem unnu að þessiu segja svo auk þess í skýrslimni — líklega til að bjarga vi® einhverju af em- bættisheiðri sínum, — að þessa þjóðhagsáætlun sé ekkert að marka, þetta sé allt breytingum og ákvörðunum stjómarvalda undirorpið og margs konar öðr- um ástæðum. Sem sagt þetta er allt jafn laust og óákveðW, hvort sem þetta plagg er lagt fram eða ekki. Gegnum slík Potemkin-tjöld og þessi gagnsæja kosningaáætl unin er hlýtur þjóðin að sjá. Brugðið upp hiflingum Nú er ríkisstjórnin hefur í 4 ár leitt þjóðina um eyðimörk vi'ðreisnarinnar, á að reyna að blekkja hana til að baldia þess- ari eyðimerkungömgu áfram undir handleiðslu núvera.ndi stjómarflokka með því að bregða upp hillingum. Fyrri loforS og efndir Núverandi stjórnarflokkar hafa fyrr lofað öllu fögru og lofor'ðum þeirra í síðustu kosn- ingum eru menn ekki búnir að gleyma. Þá lofuðu þ€ir stöðvun dýrtíðar og bættum lífskjör- um. — Menn þekkja efindirnar. Þeir lofuðu cinnig þá hátíð- lega og Iögðu við dremgskap sinn, að þeir myndu aldrei semja um nokkurs komar und- anþáigur eða undanslátt við Breta í landhelgismálinu. Menn muna einnig hvernig það var efnt. Nú berja þeir sér á brjóst og segja, að aldrei muni koma til mála að framlengja undan- þágurnar til Breta, þegar þær eiga að f.alla úr gildi. Hvernig verður það loforð efnt? Á sömu lund og hin fyrri? Þegar þeir sverja Nú segjia stjórnarflokkarnir að efnahagsbandalagsmálið sé úr sögunnni — þvert ofa.n í allar staðreyndir. Þeir láta einniig mikið yfir því, að þeir vilji ekki semja um neins kon- ar réttindi útlendingia hér, og það hafi aldrei hvarflað að þeim að senda umsókn um að- ild fslands að EBE, — þvert ofan I staðreyndir, sem liggja skjiallega fyrir. Miðað við fyrri reynslu, ættu menn að vita, Iivað slíkir svaj- dagar geta þýtt. Þeir afneita með vörunum því sem hjart- anu er næst, þyí það eru kosn- Framhald a 13. síðu. T f MI N N , fimmtudaginn 18. apríl 1963 — 2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.