Tíminn - 18.04.1963, Qupperneq 3

Tíminn - 18.04.1963, Qupperneq 3
RAJAKOVIC FASTUR í VÍN NTB—Vínarborg 17. april. Erich Rajakovic, fyrrum SS- foringi og tal'inn aðstoðarmað- ur Adolfs Eichmanns, gaf sig í dag fram við lögregluna í Vínarborg til að sýna fram á sakleysi sitt, en hann var þegar í stað handtekinn. Lögreglan í Vín hefur Raja- kovic grunaðan um morð og að hafa leigt aðra til ag fremja morð. Hann var yfirheyrður í hálfa aðra klukkustund í da.g, og rannsóknardómarinn til- kynnti að yfirheyrslunni lok- inni, að rannsókn málsins myndi að ölum líkindum taka margar vikur, og fyrst að henni lokinni gætu ákæruyfirvöldin ákveðið, hvort höfða skuli mál gegn honum. Annar talsmaður ákæruvaldsins sagði, að rann- sókn gæti tekið tvo eða þrjá máluði. Hann benti á, að rann saka þyrfti starfsemi Rajakovic í Hollandi á stríðsárunum, en talið er að hann beri ábyrgð á morði mörg hundruð þúsund Gyðinga þar í landi. Rajakovic, sem er 58 ára að aldri, skaut skyndilega upp koll inum í dag, eftir að hafa verið týndur í sex daga. Lögfræðing ur hans sagði, að Rajakovic hefði verið stöðvaður í Suðvest ur-Þýzkalandi um páskana og hefði ekki komið til Austur- ríkis fyr en á þriðjudagskvöld. Rajakovic var fölur yfirlitum, þegar hann birtist á lögreglu- stöðinni, og að yfirheyrslunni lokinni var hann færður td fangaklefa, sem hann á að byggja þar til rannsókn málsins lýkur. Yfirmaður skjalasafns Gyð- inga í Vínarborg, Simon Wies- enthal, hefur sagzt hafa undir höndum skjöl, er sanni að Raja- kovic hafi átt mikinn þátt í Gyðingamorðum nazista. Wies- enthal sagði frá því í dag, að Rajakovic hefði fengið með- mæli frá Adolf Eichmann, þar sem tekið hefði verið fram, að hann hefði sérstaka hæfileika til ag vera í SS. í stormsveit- unum hlaut Rajakovic höfuðs- mannstign og hann er talinn hafa stjórnag tortýmingu Gyð- inga í Hollandi og Belgíu. — Wiesenthal sagði Rajakovic hafa búið í Vínarborg fyrst eft- ir stríðið, en síðan hefði hann farið til móts við Eichmann í Argentínu. Þegar Juan Peron forseti þar var settur af, fór Rajakovic til Ítalíu og sótti um innflytjendaleyfi til Austurrík- is. Árið 1956 setti hann á fót verzlunarfyrirtæki í Vín, sagði Wiesenthal. Wilhelm Harster, sem var yf- irmaður örygislögreglu nazista í Hollandi á árunum 1940—43, var í dag settur frá stöðu sinni í fjármálaráðuneyti Bæjara- lands. Harster sagði í blaðavið- tali í síðustu viku, að Rajakovic hefði verið undirmaður sinn í Hollandi og engan þátt átt í flutningi hollenzkra Gyðinga til aftökubúða í Austur-Evrópu. Blöð í Hollandi hafa talið Harster bera mikla ábyrgð á Gyðingaofsóknum þar í landi. Hann var dæmdur í 12 ára fang elsi af hollenzkum dómstól árig 1947, en látinn laus eftir átta ár. Ég er ekki pólitískur flóttamaöur segir Askenazí á blaðamannafundi í Bretlandi Arabasamband formlega stofnað NTB, 17. apríl | Sýrlandi, Atassi ! sagði í ræðu við hátíðahöldin i i Damaskus í dag, að nú hefði verið lagður grundvöllurinn að nýju arabaríki meg 140 milljónum íbúa Þar með hefði grundvöllurinn að ein- ingu Araba í mið-austurlöndum verið lagður. Utvarpig í Bagdad skýrð'i frá því, að miðvikudagur og fimmtu- aagur væru opinber'ir frídagar og um leið var tekið fram að menn skyldu ekki verða óttaslegnir, þótt 1 dag fóru fram mikil hátíðahöld með skrúðgöngum og fallbyssu- skotum í Kairó, Damaskus og Bagdad, eftir að því liafði verið m y"r, « rikisstjórnir EgípU. j ?, lands, Sýrlands og Iraks hefðu ákveðið að mynda arabískt sam- bandslýðveidi. Samkvæmt yfirlýs- ingunni koma þessi þrjú ríki á hjá sér stjórnarfyrirkomulagi, sem minnir mjög á Bandaríki Norður- Ameríku. Hig nýja sambandslýðveldi mun hafa þing í tveimur deildum, full trúadeild og öldungadeild, og á það að fjalia um tillögur ríkis- sijórnarinar og kjósa þrjá vara- forseta, sinn úr hverju landi eða landshluta. Þingið á einnig að kjósa forseta lýðveldisins, sem fær umfangsmikil völd. Ríki sam- bandslýðveidisins munu reka sam eiginlega utanríkisstefnu, hafa sameigmlegan her og efnahagsáætl anir, sameiginlega menningar- og útbreiðslustarfsemi og félagsmól verða samræmd. í yfirlýsiogunni er fátt, sem kem ur á óvart. Ákvæði hennar um fyr- i,____ , . , ,, . ■ hann hafði skyrt fra bvi, írkomulag loggjafarvalds, fram-. ' 1 kvæmdavalds og dómsvalds eru j hin sömu og í stjórnarskrá Banda-j ríkjanna. Eitthvert athyglisverð- j asta ákvæði plaggsins, sem er meira en 1000 orð á lengd, er um mikil völd forsetans um 20 mánaða skeið frá því, að stjórnarskráin hefur verið' samþykkt meg þjógar- atkvæði í öilum löndunum þar til sambandsstjórnin hefur tekið við völdum að fullu. Þennan tíma er gert ráð fyrir því, að forsetinn stýri ríkinu með aðstog ráðs og ríkisstjómar og mun hann sjálf- ar tilnefna ráðherrana. í Kairó telja stjórnmálafrétta- níarar að ákvæðið um tuttugu rnánaða tímabilið^ sé sett til að gefa Sýrlandi og frak tóm til að íaga sig að hinum nýju aðstæðum og undirbúa stofnun sambandsrík- isins í þeim löndum. Æðsti maður byltingarráðsins í hershöfðingi, þeir heyrðu fallbyssuskothríð; þar væru á ferg aðeins gleðiskot. — NTB-Liverpool, 17. apríl Sovézki píanóleikarinn Vladi mir Askenazí, sem ásamt konu sinni, Þórunni Jóhannsdóttur, hefur ákveðið að búsetja sig í Bretlandi, sagði á blaða- mannafundi í Liverpool í dag, að það væri f jarstæða, að hann hefði sótt um hæli sem póli- tískur flóttamaður. Hann kvaðst hafa rætt málið við sendiráð Sovétríkjanna í London, og það hefði virzt skilja aðstæður hans og ekkert haft á móti því, að hann settist að ,í Bretlandi. Askenazí kvaðst einnig hafa áfram sovézkt vegabréf og geta því snúið heim, hvenær sem hann kynni að vilja það. Þórunn tók það fram, að þau væru núna í leyfi og vildu fá að hvílasl í friði. Hún kvað ekk ert hafa enn verið ákveðið um hljómleika i framtíðinni. Þórunn kvag meginástæðu þess, að Askenazi hefði fengið dvalar- leyfi í Breiiandi, vera þá, að sjálf hefði hún slíkt dvalarleyfi fyrir, en hún hefur verið' búsett í Lond- on í 17 ár og er ekki nema 23 ára gömul. Askena’zí lagði mikla álierzlu á það, ag ákvörðun hans hcfði pkki verið tekin af stjórnmálaástæðum. — Mér þykir vænt um land mitt og vil feginn fara þangað aftur til að halda hijómleika, sagði hann, — en ég hef engar ráðagerðir um shkt núna. Kona mín vill vera í Bretlandi og ég vil ekki fara frá henni. Líði henni vel, þá verð ég hér feginn kyrr, sagði hann. Á blaðamannafundinum skýrði Þórunn frá því, að hún ætti von á barni í nóvember. Fyrir eiga þf.u hjón einn son, Vladimir, árs- gamlan. V0N LEGS OVENJU- SUMARS NTB-Tokio, 17. apríl. Það má búast við óvenjulegu sumri eftir hinn kalda vetur á norðurhveli jarðar, segja vís- indamenn við stjörnuathugunar- stöðina í Tokio. Þeir segja einnig, að snúningshraði jarðar hafi ver- ið óvenjumikill síðan um áramót og telja að það geti verið orsök kuldanna í vetur. Stjörnufræðing- arnir telja, að samsetning loft- þrýstingsins geti hafa þrýst lofti og sjó í átt frá miðbaug til norður heimskautsins og það valdið hin- um aukna snúningshraða. AÐSUGUR GERÐUR AÐ SENDIRÁÐI SPÁNVERJA NTB—Brusselles, 17. apríl. Spánskir útlagar brustust í dag inn í sendiráð Spánar í Brussell Beita heilaþvotti NTB—Bonn, 17. apríl. Óháða biaðið Der Mittag í Diiss eldorf bar í dag sendiráð Egypta lands í Bonn þeim sökum, að hafa beitt heilaþvotti og ógnunum gegn ungum egypzkum múhameðstrúar manni, sem vill taka kaþólska trú. Egyptinn, sem er 22 ára gam- all, fékk lögregluvernd eftir að að hann væri í lífshættu vegna trúarskipta sinna, og í gær var skýrt frá því, að hann hefði farig í felur. Der Mittag segir í grein sinni, að sendi rágið hafi gengið of langt. Það hafi fengið manni einum það hlut- verk á hendur að ræna Egyptan- um, og slíkar aðferðir á þýzkri grund verður að fordæma harð- lega, segir blaðið. Lögfræðingur Egyptans og þúsráðandi sögðu á blaðamannafundi í gær, að hon- um hefði verið haldið klukkutím um saman í sendiríðinu og hótað lífláti, ef hann breytti ekki á- kvörðun sinni. til að mótmæla réttmhöidunum gegn verkalýðsleiðtoganum Julian Grimau Garcia, en hann hefur st áð í fangelsi í Madrid síð'an í nóv. Lögreglan í Madrid heldur því franj, að Garcia eigi sæti í mið- stjórn kommúnistaflokksins, sem er bannaður á Spáni. Réttarhöld gegn honum hefjast á fimmtudag fyrir herrétti, og er haft eftir ör- uggum heimildum ag saksóknar- inn muni krefjast dauðarefsingar fyrir þau afbrot, sem Garcia er á- kærður fyrir að hafa framið, með an á borgarastyrjöldinni stóð, og auk þess er saksóknarinn talinn muni krefjast þrjátíu ára fangels isdóms fyrir þau afbrot ,sem Garcia á að hafa framið, eftir að hann sneri aftur til Spánar fyrir nokkru. Garcia var handtekinn í nóvember og þá særðist hann al- varlega, þegar hann stökk niður af svölum aðallögreglustöðvarinn- ar í Madrid. í mótmætunum í Bruxelles tóku þátt um hundrað Spánverjar, Hér að neðan birtist mynd af bandaríska kjarnorkukaf bátnum Tresher, sem fórst fyrir helgina í Atlantshafi og með honum 129 menn. Þjóðarsorg var lýst yfir í Bandaríkjunum vegna slyss ins, og fánar voru í hálfa stöng á öllum opinberum byggingum og ölum banda- rískum skipum frá föstudegi, en þá var kafbáturinn opin- berlega talinn af, til mánu- dags. TIMINN, fimmtudaginn 18. aprfl 1963 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.