Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 8
Björnsson, Geitaskarði: Hvert stefnir í sveitabyggðumj ? tssa íslenzkt, réttsýnt, þjóðhollt mannvit hiýtur ag skilja og við- ui’kenna, að eitt af alvarlegustu vandamálum þjóðar okkar ei' það ástand, þær horfur, sem nú eru að skapast í mörgum íslenzkum landbúnaðai’héruðum. Ástand, sem horfir til uppgjafar fjölda land- bænda og auðnar stóira svæða, er áður hafa verið talin lífvænleg til framleiðslu og framfæris mörgu fólki. Hvað veldur hér vandræð- um? Hví flýr fólk frá góðsveitum til borga, bæja og þorpa, nú á yfir standandi, og raunar um margra ára, góðára skeið? Hví vill fólkið losna frá lífsstörfum, er áður voru talin eftirsóknaiverð, nú þegar búskaparaðstaðan virðist í fljótu bragði séð um svo margt mikiu betri en fyrr var? Já hvað veidur brotthvarfinu? Ofanskráðum spuiningum er raunar í höf uðdráttum auðsvarað. í fyrsta lagi: Það er rangskilningur og rangmat ráðamanna þjóðfélags- ins gagnvart öllum þeim, er jörð yrkja og á grasi búa. í öðru lagi er það yfirboðsmáttur í kaup- gjaldsmálum, ásamt ýmsum lífs- nautnagyllingum, sem borg og sjáv arsíðuframleiðendur, sökum upp- gripafengs fisks og síldar undan- gengin ár, sjá sér fært að bjóða. Það eru þessi stórkaupstilboð, á- samt glansfríðindum, er stöðugt eru auglýst í blöðum og útvarpi er freista, einkum ungs fólks í dreifbýlinu og bændur hafa ekki fjármátt né aðra aðstöðu til að keppa við. Hitt er svo annað mál, hversu þessu burt flogna æsku- fóiki verður handfastur hinn mikli peningafengur eða holl umhverfis og aðbúðarahrifin reynast því, er til lengdar lætur. En hitt er aug- ljós staðreynd, að margir bændur, einkum þeir eldri og lúnari, eru neyddir til uppgjafar, sakir skorts lijálpandi handa við bústörfin og vonleysi um, að vig taki býli og búi, sonur eða dóttir. Þessar fram antöldu ástæður eru aðalorsök þess ástands, er nú er að skapast í sveitum landsins. Morgunblaðs- handhafar hafa nú upp á síðkastið þann hátt upn tekið að láta frétta- þuklara sína stikla þvert um land með þá fyrirsögn að heimsækja stönduga bændur vítt um héruð og fiska hjá þeim fréttir af þeirra eigin búskaparhorfum og annarra í viðkomandi sveitum. Við þenn- j an frétta-fróðleik, er þessir út- j sendarar saína í fræðaskjóður sín ! ar, er fyrst það að athuga, að það j eru aðeins þeirra flokksfylgjaiar,; sem heimsóttir eru. í öðru lagi j eru þessir aðspurðu bændur gjarn | ast menn, sem ef til vill hefir skap azt sérstaða, t. d. að þeir hafa j orðið á undan versta dýrtíðarfarg-! aninu með stórar framkvæmdir í byggingum og ræktun, og í þriðja lagi geta þeir ef til vill geit sér vcnir um, að við taki býli og búi, sonur eða úóttir, sem þó gerist æ sjaldgæfara i sveitum landsins. í Jjórða lagi eru þessir aðspurðu bændur sérstakir dugmenn, er all margir eru til í öllum sveitum landsins, sem betur fer. Af ofan- greindum ástæðum eru bæjardyra viðhorf þessaia bænda allt önnur en þeirra, er aðra hafa aðstöðu og lakari. Svc seinheppnir gerðust þeir nú, þessir Morgunblaðsins bjartsýnu menn, á sveitalífs og bænda og búskaparhoifurnar, að þeir birta viðtal við Strandaklerk, er segir allt í lagi þar. Þó ættu þeir líklega að vita, því að svo teija þeir sig fylgjast með hag og horfum sveitanna, að á Ströndum eru heilir hreppar, ágætir að ýms- um búkostum, yfirgefnir með öllu. Nei, það þýðir ekki á þessum 1 fviðum, frekar en öðrum, að ganga fram hjá eða horfa yfir staðreynd ir, og staðreyndirnar eru þær, að sðstaða, margvísleg og horfur til; búlífs í sveitum hafa farið hrað- versnandi hin síðari ár, þrátt fyr ' ir gott árferði frá náttúrunnar hálfu. Hitt er skylt og sjálfsagt að skyggnast til beggja hliða, gá til þeirra möguleika, er fram- undan kynnu að vera og til úr- bóta bentu. Það er nú upp á síðkastið farið a5 færa orð að því af sumum, j að helzt mundi til ráða gegn þeim : vanda, er nu blasir við í sveitum landsins. Eg tel að eitt af stóru vandkvæðunum sé skortur á vinnu hjálp, einkum á hinum stærri bú-; um, sem víða eru rekin, og sá skortur hafi skapazt af ýmsum þeim ástæðum, er að framan er á minnzt, það er vinnumáttur sem skortir, líklega enn þá tilfinnan- legar en fjármátt. Svo vík ég þá aftur orðum að ýmsum þeim ástæðum, er ég tel til þess liggja, að svo horfir sem er, um hag og verandi ástand ís- lenzkra sveita. Það veiður varla talið til neinnar furðu, þótt erfið sé nú aðstaða íslenzkrar bændastéttar, svo skiln mgsvana og ranglát hefir ýmis að búð verið, frá hálfu ýmissa ráða- manna þjóðfélagsins í garð þeirra, er sveitir byggja og langt fyrir neðan þær hagsmunalegu fyrir- greiðslur og aðstoð, er hinn aðal- atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarút vegurinn, hefir notið . . . Á undangengnum árum hefir setningunni jafnvægi í byggð landsins, verið hátt hampað, en i bverju hefir ágæti þessarar hljóm andi setningar sýnt sig til hags og fcóta fyrir islenzkt sveitadreifbýli? 1 engu. Hitt vilja ef til vill sumir færa undir þessa nýmóðins-setn- mgu, að milljónum á milljónir ofan hafi verið varið til ýmissa mann- virkja-framkvæmda vítt með strönd. Þess geríst raunar ekki þörf að fara grannt út í lýsingar þeirra staðreynda, er sýna, hvert horfir fyrir íslenzkum landbúnaði og hverjar ástæður til liggja, það hef- ir nýskeð gert Hermóður Guð- mundsson bóndi í Árnesi, með ágætri sannlýsandi grein í Tíman- um nú fyrir skemmstu, þar sem nann rökvist og rakleitt beinir skrifum sínum inn á þann vettvang er skýrt blasa við þau sannindi hversu íslenzk bændastétt hefir verið rétti rúin í verðlagsmálum landbúnaðarafurða, og harðsvíruðu i'anglæti beitt með gengisfelling- um og stórhækkuðu verð'i allra iandbúnaðarvéla, nýjum skattaálög um og mörgu fleira, er til óhag- ræðis stefnir íslenzkri bændastétt. Það virtist svo sem ekki fast iiuður stigið né langt skrefað um árið, þegar fslenzkum landbændum var kaup sniðið með landbúnaðar- vöruverði, til jafns við reykvískan verkamann, er hefði 7—8 stunda vinnudag og ber ábyrgg og heimtir daglaun að kvöldi og hlýtur frí- daga marga, og fríðindi ýmis, án kaupskerðingar. En bóndinn get- ur í flestum tilfellum ekki komizt hjá að skila 14—16 stunda vinnu- dögum. Á engan frídag vísan og engra fríðinda von. Á þess utan ada sína afkomu undir duttlungum ■veðurfars. „Á allt sitt undir sól og regni“. En þrátt fyrir það, er ekki einu sinni svo vel, ag tióndan- um hlotnist kaup til jafns við reyk vískan verkamann. Þótt minnzt sé á hina hagsrnunalegu ágalla, sem ísienzkt bændafólk hefir orðið að búa við, þá er aðbúnaðarsaga þétt- býlislýðs í gaiti bændafólks, ekki þar með öll sögð. Sá lítilsvirðingar- sónn, er við kveður að baki og brjósti íslenzkra bænda, er svo há- vær orðinn og ósvífinn, að varla getur réttmætt talizt yfir að þegja með öllu. Svo hátt stígur ósvífni, skammsýni og heimska sumra manna í fullyrðingum, en þeir segja, að engu máli skipti fyrir hegsmunalega og menningarlega af komu þjóðai okkar, í bráð né lengd þótt íslenzK bændastétt yrði með öllu útþurrkuð. Slíkum upphróp- unum og fullyrðingum um gildis- leysi íslenzkra bændastéttar fyrir nútíð og framtíð sleppa þeir frá tungum sínum, æði margir und- anfarna tíma og má svo sem rekja íeril slíkra skoðana og skrifa til hins yfirborðslofaða Gljúfrasteins- skálds, er fyrir allmörgum árum hóf níðskrif sín um íslenzka bændastétt og taldi Kleppsvarn- íng, sem ríkinu væri heijtara að gefa með en láta þá í fáfræði sinni og aumingjaskap paufast við búskap. Á þessa leið fórust honum orð þessum manni, þetta gat hann látið á prent fara, þessi uppaln- ingur íslenzkrar sveitar, þessi blóð arfi íslenzks bændafólks. Á þenn- an veg virðast hinir laxnesku hugs- anafylgjendur hugsa og breyta nú er þeir hróna og skrifa: „Burt með íslenzka bændastétt." Þetta hóf- sama, vinnuíúsa fólk, þessa stétt, er aftan úr öldum hefir trúlegast barizt fyrir lífi og viðhaldi þess- arar þjóðar, mennirnir er skáldið segir um, með réttu, að geri úr melum gróandi t.eig, að gu?sríki íslenzka haga. Það hefir stundum verið tæpt á því af ýmsum hátt talandi og stórt skrifandi Reykvíkingum, að gott samkomulag og réttskilningur ætti að ríkja með öllum stéttum þjóð- félags okkar, að stéttarígur og ill- kvittni frá einni stétt til annarrar ætti og mætti ekki til vera. Vissu- lega er hér rétt sagt og ákjósan- lega, ef svo gæti verið, og það sýnast engin ólfkindi til, að þær tvær stéttir, verkamenn og bænd- ur, gætu skilið hvor annarrar að- stöðu og baráttu til brauðs, og lífs- þurfta. Þetta fólk, er lifir á erfiði sinna handa, en því miður gefur reynslan annað í skyn, því að hevranlegt er af orðræðum og sjá- anlegt af skrifum, að andúðarmenn og illhuga á íslenzk bændastétt fáa slíka, sem framámenn svokallaðs jafnaðarmannaflokks. Það reynist mér torskilin staðreynd, hvað vald ið getur andúð og ásóknarhug þess ara manna í garð íslenzkra bænda. Þessir menn, er skipazt hafa í skjól, þess í eðli sínu göfuga heit- is, jafnaðarmennska. og hvflíkar óraleiðir. þeir þessir nafnkæfðu nienn eru, komnir frá marki hinn- ar sönnu iafnaðarmennsku-hug- sjónar, er þeir nú hafa á margan hátt í orðum og verkum reynt að h’tilsvirða, og torvélda réttlátan framgang vmissa þeirra hagsmuna mála, er íslenzka bændastétt varð- r.ði miklu. Þessi hugsunarháttur, þessi framkoma hinna svokölluðu jafnaðarmannaleið'toga, og annarra þeirra, er þcim svipaðan hafa hugs anagang í garð bændastéttar þessa lands, verður því torskildari. þeg- ar vitað er. að íslenzk bændastétt á hér enga sókn til áreitni. né rneð andúðarháttum neinum. hvorki í garð íslenzks verkalýðs né annarra stétta. fslenzk hændastétt mun enn muna þá iafnaðarmannaforkólfa er haustið 1959 hugðust með á- gengnis og ósvífnisháttum geta skert hagsmunarétt íslenzkra j bænda um 3,2%, þótt þeirra bilaði mátturinn þar til. Víst mætti íslenzkt bændafólk þess enn minnugt, er heim bár- ust fréttir frá Genfarráðstefnunni frægu, er harðast var barizt um 12 mílurnar, og sem betur fór endaði með sigurfeng. En hitt var peim Rv. manna hóp, er fram sótti ; tii sigurs i landhelgismálinu, ó- | þarft að auvirða svo íslenzka bændastétt og landbúnað, er þeir fullyrtu, að engin lífvænlegheit væru til í þessu landi önniir en fiskur úr sjó. íslenzkur landbúnað- ur var að þeirra dómi einskis verð- ur og ekki nefnandi á nafn, hvað snerti lífsmöguleika, þjóðarhag og farsæld. Man ég enn þá er Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráðherra, þessi tungulipri og hálsliðamjúki maður. dáðist ag því frá ráðherra- sæti sínu og hafði lagleg orð um, hve gleðilegt og gott væri til þess að vita, að nú yrðu heim heimt úr Dananna höndum hin merkilegu menningarverðmæti, handritin ! frægu, sá lofsöngur var með lík- mdum, og réttmætur, en á hinu brenndi hann ekki sitt fína skinn, a'ö sveigja aó því einu orði, að það voru íslenzkir bændur, íslenzkir grasbýla-búendur, fyrri tíða, ei hér áttu stærstan hlut til, það voru þeir, er skráð höfðu hin stór- merku rit. Eða var ekki Snorri bóndi, og aðrir merkustu hand- rítaskráendur í sveitum landsins? Hér drep ég aðeins á örfátt af því marga, er sýnir hugsanagang- inn og skilning í garð íslenzkra bænda. Svo að síðustu vil ég þetta til ykkar segja, mínir kæru stéttar- bræður, og til bændafólks alls. Eg veit, að þig eruð engir skapleys- ingjar og geymið enn þá í brjósti Bergþóruskapið, það að vilja ekki þógulir við taka hvers kyns aðkasti og lítilsvirðingum, án þess ag bera hönd fyrir höfuð og láta nokkuð á ir.óti koma. Látið ekki bugast í baráttu hinna yfirstandandi erfiðu tíma, þótt óvænlega horfi nú. Treystið þvi, að til umböta verði stefnt. Treystig því, að sá guð er „ættjörð skýldi áður“, og leiddi islenzkan bændalýð gegnum hörm- ungar elds og ísa, hungurs og helj- arpesta, ófrelsis og fátæktar, treyst ið því, að hinn sami máttur muni enn leiða ykkur út úr erfiðleik- um yfirstandandi tíða, ef ykkur brestur ekki þorið, þolið og þraut- seigjuna. kdrinn Polyfónkórinn hélt samsöng í Gamla bíói þ. 9. apríl s. I. undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar- Þessi kór hefur starfað nokkur undanfarin ár og náð sérstæðum og oft fallegum heildaráhrifum. Enda leggur söngstjórinn áherzlu á það verkefnaval, sem gerir slík- an söngstíl mögulegan. Efnisskrá kórsins var að þessu sinni allt frá 16. öld til dagsins í dag. Margt sérstæðra og fagurra verka flutti kórinn og má þar nefna verk eftir Orlando Di Lasso, Hans Leo Hassler, Carlo Gesualdo og T. Moorley. Allflestir eru þetta veraldlegir söngvar, sem þá fjalla aðallega um ástina. Gerði kórinn þeim nokkuð mismunandi skil, en margt var samt prýðilega gert. Sex söngvar eftir P. Hindemith við yndisleg ljóð Rainer-Maria Rilke er sérstætt og innilegt verk. i Formið er hjá höfundinum afar breytilegt, en þó fast og gerir það sitt til að auka fjölbreytni verks- ins. Flutningur þessara ljóða var mjög áheyrilegur en söngvarnir eru annars vandmeðfarnir og við- kvæmir Smástef Þorkels Sigurbjörns- sonar yið örstutta lífsspeki eftir Thomas á Kempis kom áheyranda þægilega á óvart með einfaldri byggingu og jafnri stígandi á ekki lengri leið en þessar tvær ljóðlínur rúma Söngfólkið virtist nokkuð hikandi og dró það nokk- uð úr heddaráhrifum. Að lokum söng svo kórinn nokkra negra- sálma úr óratóríu eftir brezka tón- skáldið Micheal Tippett. einsöngv arar þar voru Svala Nielsen. Guð-I finna D. Ólafsdóttir, Sigurðurj Björnsson og Halldór Vilhelmsson. Gerðu þau öll sínum hluta ágæt skil og söngfólkið virtist yfirleitt hafa gleði af að túlka þetta verk. Ingólfur Guðbrandsson hefur æft og þjálfað Polyfónkórinn og eru söngkraftarnir mestmegnis ungt fólk og ríkir þar bæði birta og heiðríkja. Samt virðist kórinn hafa komizt í tímaþröng hvað snertir æfingar og betur hefði þurft að hlúa að ýmsum smáatriðum, sem svo ungir og efnilegir söngkraftar sem þarna eru hafa alla möguleika á að betrumbæta undir jafn góðri handleiðslu og kórstjórn Ingólfs Guðbrandssonar er. Unnur Annórsdóttir. Messías Þessi þróttmikla og gegnfallega óratóría Hándels var uppfærð að nýju á pálmasunnudag s 1. eftir 20 ára hvíld frá fyrstu kynn- ingu hér í bæ, en einmitt árið 1942 voru liðin 200 ár frá frum- uppfærslu verksins, sem höfund- ur stóð sjálfur að á sínum tíma. Alltaf er þetta verk jafn heill- andi og aðlaðandi, og eru margir þættir þess gæddir svo sterku lífi, að hlustanda finnst það hafa boðskap að tjá hverju sinni. Text- ann hefur Handel tekið úr Davíðs sálmum, Opinberunarbók Jóhann. esar og ýmsum stöðum úr Nýja testamentinu og raðað saman, þannig, að óratóría verður verkið að nokkru leyti í óeiginlegri merk ingu. Verkið samanstendur af þrem þáttum og nær verkið hámarki sínu í hinum volduga Halelújakór í lok annars þáttar. Að þessu sinni fluttu verkið söngsveitin Fílharmonia og Sin- fóníuhljómsveit íslands undir stjórn Róberts A. Ottóssonar. Að kórinn hefur verið ve] og mikið æfður leyndi sér þarna ekki. Ör- yggi. festa og ekkert hik var ár- angur þessara æfinga. Stjórnand- Framh a 13 siðu 'r f MIN N, fimmtudaginn 18. apríl 1963 — 8

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.