Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 15
Þér getið treyst JOHNSON ut- anborðsmótornum bæði á sjó og vötnum. Mörg hundruð JOHNSON utan- borðsmótorar eni í notkun hér- lendis, bæði hjá síldveiðiflot- anum og í skemmtibátum. Vegna tollabreytinga hækka ut- anborðsmótorar í verði eftir 1. maí n.k. JOHNSON utanborðsmótorar fyrirliggjandi og væntanlegir næstu daga við lægra verðinu. Stærðir: 8 ha., 5% ha., 8 ha., 10 ha., 28 ha., 40 ha. JOHNSON utanborðsmótorarn- ir eru sérstaklega útbúnir fyrir síldveiðiflotann með dráttar- skrúfu og löngum „Iegg“. Viðgerðarþjónusta. Gunnar ásgeirsson h.f. Suðurlandsbraut 16. Sími 35200 Smábíll P-70 módel 1957 í góSu lagi til sölu við góðu verði. Upplýsirtgar í síma 18982 eftir klukkan 6 í kvöld. Skák Framhald af 5. síðu. Bragi Björnsson með tvo vinninga. Að þessu sinni kepptu bæði 1. og 2. flokkur saman og varð Ólaf- ur Björnsson sigurvegari með 5V2 vinning. I unglingaflokki sigraði Jón Briem — hlaut 6V2 vinning. Nærri mun láta að keppendur á þessu skákþingi hafi verið um 70 talsins og heppnaðist framkv. mótsins vel. Mótstjórar voru þeir Gísli ísleifsson og Eiður Guð- mundsson. Hraðskákmót íslands fer fram um næstu helgi og verður teflt í Breiðfirðingabúð. í gærkvöldi var aðalfundur Skák sambands íslands haldinn og var Ásgeir Þór Ásgeirsson endurkjör inn forseti sambandsins. Aðrir í stjórn eru Baldur Pálmason, Þor- vaidur Jóhannsson og Gísli ísleifs son. LJÓSAVÉL Höfum til sölu ljósavél, í fullkomnu lagi c.a. 10 kíló- vött, með mælaborði, og vönduðum kassa. Mikið öryggi fyrir fyrirtæki eða sveitabýli. Auðveld og fljótleg gang- setning. WB RAUÐARÁ iir SKÚLAGATA 55 —SÍMÍ 15813 Ný Hollywood í Rémaborg Framliald al 7. síðu ia Cardinale, Marcello Mastro- ianni og aðrar stjörnur væru stór um mikilvægari fyrir velferð heimsins en þeir Krustjoff og Kennedy. Eins og nú standa sak- ir snýst allt um væntanlega kvik myndaframleiðslu á árinu og þá framtíð, sem hennar bíður. MENN eru mjög leyndardóms- íullir um mynd Fellinis, „Hálfur níundi“, eða Völundarhúsið, eins og hún kann að verða nefnd. Það verður aftur á móti ekki sagt um myndir Monicellis „Comp- agni“ og „Fall rómverska keis- aradæmisins“, þar sem Mastroi- anni og Sophia Loren fara með aðalhlutverkin, svo að ekki sé minnzt á þá myndina, sem menn gera sér mestar vonir um en það er „Hlébaiðinn“, gerð eftir sam nefndri skáldsögu Giuseppe Tom asi de Lampedusa fursta (II Gattopardo). Sagan vakti alheims athygli og hefir verið gefin út í miklum fjölda eintaka á 30 tungumálum. Luchino V'inconti hefir sett mynd ina á svið fyrir félagið Titanus í Róm. Hann hefir lagt sig mjög fram og hvergi sparað fé til þess að myndin gæti orðið jafn vin- sæl og sagan. Hlébarðinn er dýr- asta kvikmynd, sem nokkurt ítalskt kvikmyndafélag hefir gert. Hún hefir kostað jafn mik- ið og þriðjungur árlegrar kvik- myndagerðar í Þýzkalandi, 28 milljónir þýzkra marka. Haft er á orði, að frumsýningin verði látin fram fara í frægustu salar- kynnum á Ítalíu, Scala óperunni í Mílanó. Minna má ekki gagn gera. Ferniingaföt Ný efni — margir litir DRENGJAJAKKAFÖT frá 6—14 ára STAKiR DRENGJAJAKKAR ný efni DRENGJABUXUR allar stærðir ÆÐARDÚNSÆNG er nytsöm fermingargjöf VÖGGUSÆNGUR DAMASKVER KODDAR DÚNHELTLÉREFT Pattons-ullargarnið fræga LITEKTA — hleypur ekki yfir 50 litir Patons-crepgarn í finor KVENPEYSUR Crep sokka-buxur á börn og unglinga NÆLONSOKKAR án lykkjufalla. Mikið af vörum með gömlu verði. Sendum gegn póstkröfu Vesturgötu 12 Sími 13570 Hörplötur - Harðtex N ý k o m i 3 : Ilörplötur 8, 12, 16, 20 og 22 mm. Gaboonplötur 16, 19, 22 og 25 mm. Harðtex 5’, 7”x9 og 4x8’ Trétex lk“ Bipan 18 og 22 mm. Novopan 19 og 22 -mm. Birkikrossviður 3, 4, og 5 mm. Brennikrossviður 4 mm. Gyptex 10 mm. Múrhúðunarnet ÞAKKARÁVÖRP Eg þakka innilega öllum þeim, sem færðu mér góðar gjafir og árnaðaróskir á sextugsafmæli mínu þann 22. marz 1963. Bjarni Th. Guðmundsson, Akranesi Eg þakka innilega öllum þeim fjær og nær, sem á ýmsan hátt gerðu mér 75 ára afnvælisdaginn ánægju- legan, 1. apríl 1963. Guðs blessun fylgi ykkur. Guðrún J. Guðmundsdóttir, Eyri, Gufudalssveit Þökkum innilega alla samúð og hjálp viS andlát og jarðarför Pálfríðar Blönda! Stafholtsey. Sérstaklega þökkum vifi kvenfélaginu 19. júní hina fögru blóma- skreytingu. Páll Blöndal, SigríSur Blöndal, Sigurður Sigfússon og börn. Ámundi Sigmundsson * Kambi, Villingaholtshreppi, verSur jarðsunginn frá Hraungerðiskirkju laugardaglnn 20. þ. m. kl. 14,00. — Húskveðja að heimili hans kl. 13,00. Börn, tengdabörn og barnabörn. tkkertnýttumor- sakir fíngslyssins Rannsókn slyssins, er Hrímfaxí fórst vig Fornebuflugvöll, er stöð- ugt haldið áfram. Flugfélag fs- lands hafði tvisvar samband við Osló í dag, en rannsóknirnar hafa ckki Ieitt neitt nýtt í Ijós, sem ástæða þykír að gefa upp. Enn er eftir að rannsaka fjöldamörg at- riði, sem mun taka marga daga. Öm O. Johnsson, forstjóri Flug- félags íslands, sendi blaðinu eftir- ferandi athugasemd til birtingar: Vegna forsíðufréttar i dagblað- inu Vísi í dag, með fyrirsögninni „Tæknileg bilun Hrímfaxa talin Litir úr jöröinni Framhald af 16 síðu er þó þarna nema brot af því, sem Einar málaði um dagana, málverk hans eru víða dreifð, og á Listasafn íslands eitt. Einar Jónsson fæddist á Fossi í Mýrdal 1863 (bróðir hans var Eldeyjar-Hjalti). Hann lærði fyrst húsasmíðar, og fyrst að því loknu hélt hann til Kaup- mannahafnar til að læra teikn- ingu og málaraiðn. Hófu þeir skólanám saman þar, hann og Einar Jónsson myndhöggvari, á árunum 1894—’96; Einar frá Fossi 31 árs, en nafni hans frá Galtafelli tvítugur. Snemma byrjaði Einar frá Fossi ag mála myndir, og gerði alla tíð, en treysti sér ekki til að lifa af því og lærði húsamálun, lagði fyrir sig skreytimálun húsa. Eftir námið í Höfn settist hann fyrsta ð á Sauð'árkróki, en flutt ist nokkrú síðar til Akureyrar og vann þar mikið að því að mála hús og myndir. Hann bjó á Oddeyrinni þegar bruninn mikli varð þar árið 1906, og missti hann allar eigur sínar í brunanum, þ.á.m. margar mynd ir. Árið eftir fluttist hann til Reykjavíkur, byggði sér húsið Skólavörðustíg 27, og stóð lengi skráð á vesturhlið þess „Einar Jónsson málari“, en það var lengstum eina húsið í bænum, sem gekk undir nafninu Hús málarans. Hann gerði skraut- málverk í nokkur hús hér í bæ, t. d. fossamyndir yfir dyrum hússins Sólvallagötu 12 (Hús- mæðraskólahúsið). gerði leik- tjöld, m.a. í Fjalla-Eyvind, — málaði margar kirkjur víðs veg ar um land. Á þeim ferðum fékk hann fyrirmyndir að mörg um málverkum sínum. „En hann ferðaðist líka oft út um land til þess eins og mála mynd ir, og fór þá oft á reiðhjólinu sínu“, sagði Hjalti sonur hans við fréttamann Tímans í dag. En myndir málaði hann bæði til sjós og lands, og eru nokkr- ar myndir af hafinu á sýning- unni. Hann fékk áhuga á ís- lenzkum leir til málningargerð ar, og er ein mynd á sýning unni máluð með litum. er Ein- ar tók bemt upp úr jörðinni kringum Geysi í Haukadal. Sýningin í Freyjugötusaln- um verður opin í tíu daga, kl 14—22, og er aðgangur ókeypis. ÍHróttir Framhald af 5. síðu. í 3. deild er Northampton i efsta sæti með 50 stig eftir 38 leiki. Swindon er í öðru sæti með 48 stig og sama leisjafjölda, en Peterbro hefur 47 stig og hefur leikið einum leik meira. Oldham er i efsta sæti ' 4 deiid með 53 stig og Brentford í öðru sæti með 51 stig. vafalaus", leyfi ég undirritaður mér að taka fram eftirfarandi: 1. Það er eitilæg von allra, að tak- ast megi að finna orsakir þessa sorglega slyss. Nefnd sérfræð- inga hefir verið falig að ráða þá gátu, en hún hefir enn ekki kom ‘ izt að neinni niðurstöðu, sem ekki er heldur við að búast, þar sem svo skammt er um liðið, en verkefni nefndarinnar marg- slungig og flókið. Ber því mjög að víta allar ábyrgðarlausar full- yrðingar um orsakir slyssins á þessu stigi málsins, og ég full- yrði að ég mæli fyrir munn allra heiðvirðra manna þegar ég staðhæfi að slíkt sé öilum í óþökk. 2. Þá ber cinnig að harma annai smekkleysi, sem fram kemur í fyrrgreindri grein í Vísi í dag atriði, sem auðveldlega gæti valdið misskilningi og sársauka hjá aðstandendum þeirra sem fórust. Reykjavík, 17. apríl 1963 Örn Ó. Johnson forstjóri Flugfélags íslands h.f. Erlendar skuldir Framhald ai i siðu. komuna út á við í framsöguræðu sinni fyrir þjóðhagsáætluninni, er hann sagði, að nú stæði svo vel, að engin þörf væri á að leggja á- herzlu á gjaldeyrisstöðuna eins og gert hefði verið. f árslok 1958 stóð miklu mun betur eins og áður S'-'gir, en þegar „viðreisninni" var dembt yfir þjóðina og hin gífur- lega kjaraskerðing hófst, var sagt að afkoma landsins út á við væri svo slæm, að landið væri bókstaf lega að fara á hausinn!! Hefur forsætisráðherra því sjálf ur staðfest og viðurkennt að for- sendur „viðreisnarinnar" voru hreinar falsanir og blekkingar. T|ón af éveðri Framhald at 1 síðu Veðrið skall hér á á þriðjudag- inn, en náði hámarki sínu aðfara- nótt föstudagsins. Þá var mikið frost, 12—14 stig, snjókoma og ofsarok. Þá um nóttina fauk þak af íbúðarhúsinu í Hólkoti, og allt járn og pappi. Hlaða og áföst rjárhús í Böðvarsholti, sem byggð voru úr timbn og járni, fuku aiveg i burtu og nokkuð af heyi, sem í hlöðunni var. Nokkru af því tókst að bjarga með því að strengja net yfir. í (iárhúsunum voru þrjá- tiu kindur og nokkur hross, og varð ekki tjón á þeim. Þá fuku nokkrar plötur af fjár- húsi í Vatnsholti, 15 plötur fuku af nýju íbúðarhúsi á Lýsuhóli margar plötur á Hraunsmáia og þak af hlöðu í Hoftúni, en hey b.iargaðist. FL0KKSÞING 13. FLOKKSÞING Framsóknar- ntanna hefst í Reykjavík, sunnu- daginn 21. apríl n. k. kl. 1,30 e.h. AHir fundh flokksþingsi«s verða haldnir i súlnasalnum í Bændahölllnni. Aðgöngumlðar fyrir gesti verða afbentir á skrifstofu flokksins, Tjarnargötu 26, næstu daga. T f M I N N , fimmtudaginn 18. apríl 1963 — 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.