Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Ný gengisfelling eftir kosning ar, ef stjórnarflokkarnir ráða í útvarpsumræðunum í gær kvöldi töluðu þeir Eysteinn Jónsson, Sigurvin Einarsson og Ásgeir Bjarnason af hálfu Framsóknarflokksins. Fer hér á eftir örstuttur útdráttur eða kaflar úr ræðum þeirra: Eysteinn Jónsson, formaður Framsó'knarflokksins tók fyrstur til máls. Rakti hann kosninga- loforð stjórnar- flokkanna fyrir síðustu kosning- ar, „efndirnar“ á þeim og hvem- ig komið er hag almennings eftir hinar harkalegu aðgerðir. Þrátt fyrir stórkostlega vaxandi þjóðartekjur vegna óvenjulegra aflabragða og hagstæðs verðlags, hefur ríkisstjórnin tekið með fjandskap hverri tdraun almenn- ings til að rétta hlut sinn, þótt útyfir tæki þegar ríikisstjórnin felldi gengið á nýjan leik sumarið 1961 í hefndarskyni gegn kaup- hækkun, sem atvinnuvegir sann- anlega gátu borið. En sú ráðstöfun verkaði sem olía á dýrtíðarbálið og síðan hef- ur ríkisstjómin ekki ráðið við neitt, mé gert tilraun til þess. Treysti sér ekki til að lækka geng- ið aftur í sumar, sem leið, vegna þe9g hve komið var nálægt kosn- ingum. Á hinn bóginn virðist ríkis- stjórnin litið hafa lært af skipbroti sínu og óförum, því enn linnir ebki yfirlýsingum um að okurvext irnir og aðrar ámóta jafnvægisráð- stafanir verði að standa, og því einu kennt um ófarirnar að al- menna kaupgjaldið sé of hátt. Menn vita því á hverju þeir eiga von eftir kosningar, ef stjórnar- flokkarnir fá að ráða. Viðreisnin á að halda áfram, og það þótt hún hafi beðið algert skipbrot og það játað af forsætisráðherranum sjálfum. En það er í þessu einn punktur, sem ekki er mikið talað um á torg- um en þeim mun meira innan fjögurra veggja í herbúðum stjórn arinnar. Þeir telja þar, að við- reisnin hafi beðið skipbrot og allt •mistekizt með jafnvægið og verð- bólguna, vegna þess að samdrátt urinn, sem átti að verða, komst ekki nema að litlu leyti í fram- kvæmd. Aflauppgripin sáu fyrir því og síðan fjárfestingarpaník, sem upp kom á sjðasta ári, þegar menn sáu að ríkisstjórnin réði ekki við neitt og viðreisnin var komin út um þúfur. Viðbótarfiskafli upp á nærri 800 milljónir miðað við árið 1958 sog- að til sín vinnuaflið og sparifjár- frystinguna og aðrar samdráttar- ráðstafanir ríkisstjórnarinnar megnuðu ekki að vega á móti þess- um uppgripum. Það jókst því eft- irspurn eftir fólki í stað þess að viðreisnarplanið byggðist blátt á- fram á því, að eftirspurnin eftir fólki minnkaði. Þetta telur ríkis- stjórnin orsöik þess að hún réði ekki við að halda kaupgjaldinu niðri eins og hún ætlaði sér og svo það að Samvinnufélögin hafi svik- ið með því að ljá máls í hóflegum kauphækunum árin 1961 og 1962- Kauphækkunum, sem að vísu eng- an veginn nægðu til að mæta kjaraskerðingunni, en voru mið- aðar við það, sem hægt var að borga án þess að valda röskun. Aflamokið í fyrra og hitteðfyrra gerir það, að menn hafa ekki enn þá séð viðreisnina eins og hún átti að verða og þykir þó sumum nóg. En menn ættu að reyna að gera sér í hugarlund, hvað skeð hefði, ef árferði hefði verið í meðallagi og því vantað inn í útflutning 700 —800 milljónir eða svo, samdrátt- arráðstafanirnar því heppnazt, kaupgjald staðið óbreytt og menn orðið að láta sér nægja dagvinnu eina í bezta falli til að standa undir viðreisnarverðlaginu. En einmitt þetta er það, sem menn eiga eftir að horfast í augu við eftir kosningarnar, ef stjórnar- flokkarnir merja meiri hlutann. Einmitt þetta ásamt viðeigandi gengisfellingu og öðrum þvílíkum ráðstöfunum til jafnvægis. Þegar stjórnin sá að hún ]óði ekki við neitt hvort sem var á síð- asta ári, ákvað hún að láta vaða á súðum fram yfir kosningar, bætti. erlendu kosningaláni meira að segja ofan á, þótt erlendar lán- tökur væru fordæmdar áður, og segir stjórnin eins og kerlingin: „Ég ætlaði ofan hvort sem var.*’ Einmitt sem mestar framkvæmdir hafi alltaf verið hennar höfuð- keppikefli. En eftir kosningar kemur annað hljóð í strokkinn, og þá verða gerðar öflugar ráðstafanir til þess að rétta viðreisnina við með gamla laginu, og þá ekki gleymt að setja undir lekann, sem þeir telja hafi öllu spillt, en það er of mikil eftirspurn eftir vinnuaflinu. Jú, en er ekki aðalmálið núna framkvæmdaáætlun, stórhuga framkvæmdaáætlun. Var ekki að- almálið fyrir síðustu kosningar stöðvun dýrtíðar án nýrra skatta og leiðin til bættra lífskjara. Og hvað skeði svo þegar búið var að kjósa. Halda menn kannske að það sé hrein tilviljun að framkvæmda- áætlunin sjáLf, sem búið er að bjóða í mörg ár, nær svo ekki þeg- ar til kemur yfir þetta ár, kosninga árið sjálft með enska kosninga- láninu. Fyrir næstu ár kemur al- menn þjóðhagsáætlun, sem stjórn- in kallar og um hana segir stjórn- in sjálf: „Þessar áætlanir eru al- menns eðlis. Þær fjalla ekki um þróunina í einstökum atriðum og fela ekki í sér ákvarðanir um framkvæmdir." Enn fremur segir stjórnin um þessa sína áætlun: „Þjóðhags- og framkvæmda- áætlun 1963—66, sem gerð hefur verið grein fyrir hér að framan, hefur ekki að geyma sundurliðað- ar áætlanir um framkvæmdir þess lopinbera á þessu tímabili né um Frá útvarpsumræðunum í gærkvöldi fjárhagslega aðstoð þess við fram- kvæmdir einkaaðila." Þessir snjöllu fyrirvarar við hina marglofuðu stórhuga áætlun er engin tilviljun. Nú á semsé að hafa vaðið fyrir neðan sig. Það á með þessu að gera áætlun- ina gersamlega skothelda, þótt öllu verði snúið við sem í henni stendur — það þarf ekki að standa við neitt. — Á hinn bóginn er gott að lofa fólki að heyra eitt og annað úr henni — fyrirvararn- ir standa fyrir sínu á eftir. Enda má hér ekkert um fyrir- varann mistakast af þeirra hendi, sem nú ætla að heyja kosningar undir framkvæmdafána — en meina að viðreisnin hafi farið út um þúfur af því eftirspurn eftir vinnu varð of mikil — samdráttur inn í heild hafi mistekizt — og! hafa það efst í huga, að bæta úr því. Góðærið hefur nú undanfarið gengið í lið með fólkinu í stríð- inu við kjaraskerðingastefnu stjórnarinnar. Útfærsla landhelg- innar, sem gerð yag . í trássi við Sjálfstæðisflokkinn, uppbyggingi#: geysivíðtæk fyrir.; ,',v8|reisnw og aflauppgripin hafa opnað ýmsum undankomuleiðir í bili, sem þó er dýruverði keypt, því leggja verð- ur nótt með degi og útivinnu hús-! mæðra og barna svo vinnuþrælk- un er stórfellt þjóðfélagsvanda- mál — en átta stunda vinnudagur orðinn allt í einu fjarlægur draum ur. En þessari undankomuleið er ætlun ríkisstjórnarinnar að loka, ef hún má ráða eftir kosningar, því einmitt hún er talin orsök ó- faranna. Hitt virðist ekki hvarfla að þeim, að orsök ófaranna er sú, að þeir leita aldrei annarra ráða „til jafnvægis“ sem þeir kalla, en þeirra, að magna dýrlíðina eins og gengislækkunin 1961 er ömur- legasta dæmið um. En einmitt það, sem þá gerðist, sýnir glöggt muninn á stjórnarstefnunni og þeim vinnubrögðum, sem Fram- sóknarmenn vilja viðhafa. Þá var tækifæri til að fika sig inn á nýjar og heppilegri leiðir en það var eyðilagt með gengis- lækkuninni og olíu hellt á eld- Ræðu sinni lauk Eysteinn Jóns- son með þessum orðum: Hvar verður komið íslenzku efnahagslífi og afkomu almenn- ings í landinu, ef ríkisstjórnin og flokkar hennar fá í vor meirihluta á Alþingi til að halda áfram þeirri stefnu, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið játað í Gamlársræðu sjálfs forsætisráðherrans, að hafi leitt í ógöngur við hagstæðustu aflabrögð, sem þjóðin hefur nokkru sinni átt við að búa? Hvar verður komið fullveldis- málum þjóðarinnar eftir f jögur ár, ef ríki'sstjórnin fær í vor að- stöðu til að móta eins og hennr einni sýnist, afstöðuna til Efna- hagsbandalags Evrópu, þar með stefnuna í sjávarútvegsmálum og landhelgismálum? Þessar spurningar verða menn að leggja fyrir sig nú þegar og svara þeim í vor. Eftir fjögur ár verður það orðið of seint, og þá verður ekki aftur snúið. Sigurvin Einars son rifjaði upp loforð stjórnar- flokkanna fyrir síðustu kosning- ar og hvernig þau hefðu verið efnd. Launþegar biðu lengi með mótað- gerð'ir gegn hinni gífurlegu kjara- skerðingu og er loks undir for- ystu samvinnumanna tókst að hækka kaupið nokkuð, reiddust goðin og hleyptu yfir þjóðina nýrri gengisfellingu, sem var hrein hefndarráðstöfun. í hvítu bokinni „Viðreisn", sem ríkisstjórnin gaf út á kostnag al- mennings var þjóðinni heitið því, að kjaraskerðingin yrði ekki nema 3% — og hún yrði alls engin hjá fjölskyldu með 3 börn eða fleiri, ef tékjur hennar næðu 60 þús. krónum yfir árið. Nú sýna skýrslur hagstofunnar, að nauðsynjar 4 manna fjölskyldu kosta um 72 þús. eða um 23 þús. krónum meira en fyrir 4 árum, þó er húsnæðiskostnaðurinn, opinber gjöld og fleira ekki talin þar með. Og hvermg hefur „viðreisnin“ svo leikifl unga fólkið. Þar er eitt fyrsta og mikilvægasta verkefni ungra hjóna að eignast þak yfir \ hofuðið. Litil íbúð kostar nú 556 þús. krónur í byggingu skv. hinni opinberu byggingarvísitölu eða 150 þús. krónum meira en hún kostaði í febrúar 1959. Hámarks- lán húsnæð'ismálastjórnar, 150 þús. fer því allt í viðreisnarhækkunina. Miðað við það, að ungu hjónin hafi lagt fram 100 þús. krónur s.rálf og tekið afganginn að láni til að koma upp lítilíi íbúð, þurfa þau að greiða 39 þús. krónur í vexti á 1. ári eða 18 þús. krónum rneira en fyrir 4 árum. Beinir skáttar eru orðnir um 10.500 krónur hjá vísitölufjöl- skvldu eða um 1.000.— krónum hærri en fyrir 4 árum. Viðhald. fyining og opinber gjöld af íbúð eru nú kr. 8.500,—. þegar fjölskyldubætur hafa verið dregnar fra eru útgjöldin hjá 4 manna fjölskyldu um 123 þús. kr. og er þá afborgunum af lánum á íbúðinni algerlega sleppt en hjá þeim kemst fólk ekki að sjálf- sögðu. Þannig reyndist leiðin til bættra lífskjara! Þetta eru efndirnar á loforðunum. Svo augljósar eru þessar stað- reyndir orðnar, að jafnvel steinarn ir eru farnir að tala: í Alþýðublaðinu 31. marz s.l. s.'gir annar aðalritstjóri og ábyrgð srmaður Alþýðublaðsins í bréfi til flokksbróður síns, orðrétt á þessa leið: „Taktu nú eftir Helgi, að hinn 1. mai n.k. verður farið með spjöld um bæinn og krafizt 8 stunda vinnudags, og taktu enn- fremur eftir því, að allir aðilar munu loka augunum fyrir þeirri staðreynd, að 8 stunda vinnudag- ur er óhugsandi á fslandi í dag því að óbreyttur borgari, sem ynni 8 stunda vinnudag, yrði hungurmorða". Ríkisstjórnin lætur svo banka stjóra Scðlabankans hóta þjóð- inni því i útvarp, ag ný gengis- felling verði framkvæmd ef menn ætli að reyna að svara óðadýrtíð stjórnarflokkanna með kauphækkun. Heildarálögur á þjóðina nema nú sem svarar 61 þús. kr. á hverja 5 manna fjöl- skyldu í iandinu, en núverandi stjómarflokkar hafa hækkað heildarálögurnar um hvorki meira né minna en 1400 milljón- ir króna síðan þeir komu til valda. Sigurvin iauk máli sínu með því að' benda á, hverju menn mættu eiga von á, ef stjómarflokk smir héldu meirihluta sínum í kosningunum. Ásgeir Bjamason ræddi sérstak- lega landbúnaðarmálin og sagði m.a. að afleiðing stjórnarstefn- unnar væri sú, að ungt fólk hvorki gæti né vildi eiga afkomu sína undir sól og regni og stunda landbúnað, með- an jafnilla er bú- ið að því og hjá núverandi ríkisstjórn. Dýrtíðin og gengisfelling ofan á gengisfell- ingú með margföldum skattaálög- um va-lda því, að ungir bændur horfa vonsviknum augum á af- komu sína í framtíðinni. Þetta skilur hæstvirt rí'kisstjóm ekki og gerir því ekki neitt til að bæta úr í þessum efnum, nema ef síður væri, vitandi vits, að á meðal bænda eru fjölda margir, sem ald urs vegna treysta sér ekki til að halda áfram búskap og verða að hverfa frá sínu, án þess að von sé til, að nokkur geti tekið við þeirra ævistarfi eða losað þá á sóma- samlegan hátt við jarðnæði og mannvirki þau, sem þeir hafa lagt sig í sölurnar fyrir. En á sama tíma býður hver í kapp við annan í lóðir i höfuðborg landsins. Það er uggvænlegt, hver hugs- un o-g þróun er að verða í þess- um málum nú undir forystu íhalds og krata. Það er kaldhæðni ör- laganna, þegar hæstvirtur land- búnaðarráðherra. Ingólfur Jóns- son, -ber sér það í munn. að við- reisnin og batnandi hagur bænda fari saman. Sannleikurinn er sá. að viðreisnin og versnandi hagur bænda fer saman. Ræðu Ásgeirs verður nánar get- ið í næsta blaði. TÍMINN, fimmtudaginn 18. apríl 1963 — 6

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.