Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.04.1963, Blaðsíða 7
ttttt Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Fraraikvæmdastjóri: Tómas Árnason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Hetgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur Bankastræti 7: Af- greiðslusími 12323. Auglýsingar, sími 19523. — Aðrar skrif- stofur, sími 18300. — Áskriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — Gott mál misnotað Það hefur lengi verið áhugamál margra manna á landi hér, að gerð yrði áætlun um framkvæmdir, sem ættu að ganga fyrir öðrum til þess að tryggja sem bezta notkun þess fjármagns sem þjóðin getur varið til fjárfestingar. Framsóknarmenn hafa oft flutt um þetta tillögur á Al- þingi. Af þessum ástæðum, var því yfirleitt vel tekið, þegar núv. rikisstjórn tilkynnti fyrir meira en þremur árum að hún yrði að láta semja slíka áætlun. Jafnframt var gefið til kynna, að síðari ár yfirstandandi kjörtímabils yrði unn- ið eftir þessari áætlun. Svo hefur þó farið, að hvert árið hefur liðið eftir annað án þess að umrædd áætlun hafi birzt. Fyrst nú í þinglok- in, þegar tæpir tveir mánuðir eru eftir til kosninga, er hún látin sjá dagsljósið. Þá kemur jafnframt í ljós, að hér er um allt aðra áætl- un að ræða en menn höfðu átt von á. Þegar undan eru skildir þeir níu mánuðir, sem eru eftir af þessu ári, er ekki að finna í áætluninni neina sundurliðun á framkvæmdunum, svo að menn eru jafn ófróðir um það eftir sem áður, hvaða verkefni skuli sitja í fyrirrúmi á komandi árum. Þá er ekki heldur að finna neinar tillögur um það, hvernig framkvæmdir skulu tryggðar. M. ö. o.: Menn eru einskis vísir um framtíðina eftir sem áður. Hvað snertir áætlunargerðina fyrir níu mánuði þessa árs, er það að segja, að þar er ekki heldur um neina nýjung að ræða. Svipað yfirlit hefur verið gert árlega um langt skeið. Eini munurinn er sá, að nú er þetta yfirlit birt opinberlega með skrumi og hvalablæstri og reynt að láta líta svo út, eins og hér sé eitthvað nýtt og stórmerkilegt á ferðinni! Sannleikurinn er sá, að ríkisstjórnin hefur gefizt upp við að láta gera hina raunverulegu framkvæmdaáætlun. en reynir í staðinn að blása út hið árlega framkvæmda- yfirlit, sem lengi hefur verið gert, tii þess að blekkja menn fyrir kosningar. Hér er illa haldið á gagnlegu máii. Raunhæf og vei unnin framkvæmdaáætlun gæti verið mjög gagnleg. En núv. ríkisstjórn, hefur bersýnilega ekki áhuga fyrir slíkri áæílun. Hún hefur bersýnilega aldrei ætlað sér annað en að nota þetta mál til kosningaáróöurs. Undanþágurnar Morgunblaðið iátar i forustugrein 11. þ.m., að í Bret- ■andi séu ,,ákyeðnir hagsmunahópai- sem vafalaust myndu vilja gera slíka kröfu“ þ. e að fá rramlengdar undan- bágurnar tii veiða fyrir brezka togara innan fiskveiði- landhelgi íslands Hingað til hefur Mbl. neitað því. að slíkar kröfur yrðu gerðar Það er ekki aðeins, aNð framangreindir hagsmunahópar séu til í Brgtlandi. heldur jiefur það hvað eftir annað «ýnt sig, að þeir eru svo ráðamiklir að brezka stjórnin hefur gengið ennda þeirra, nú semast í deiiunni við kæreyinga. Það er því enein fjarstæða að gev'a ráð fvrir bví, að ^öfur um framlenginÞU undanþáganna verði bornar ^m: begar bær eiga að falla úr gild' á næsta ári. Orf hver ?etur bá trevst ríkisstmrn. sem einu sinn’ hefur veitt þessar undanþágur0 Eina iirugga ráðið til að afstýra framlengingu, er að steypa snorninni úr stóli. THE9 FíNDAHL: i" " ■■■ ■■■ ■ ” ■■ Ný Hollywood í Rdmaborg Ævintyralegur vöxtur ítölsku kvikmyndageröarinnar, Á ÍTALÍU er 'hinn mikli upp- gangur ítalskrar kvikmyndagerð ar settur í beint samtoand yið ævintýralega þróun iðnaðarins almennt í landinu eftir stríðið. Ef til vill kynni einhver að segja, að þetta væri sönnun þess, að kvikmyndagerðin sé hreinn iðn- aður og ekkert annað. ftalir vilja þó ógjarnan sjálfir flokka kvik- myndagerðina undir skemmtiiðn að. Þeir vilja flokka hana undir hinar fögru listir, en þó er þeim ljóst, að í engri listgrein gegn- ir iðnaðurinn, vélarnar og tækn- in, jafn mikilvægu hlutverki og í kvikmyndagerðinni. Óhjákvæmilegt er að hafa fyrsta flokks vélar til að gera fyrsta flokks kvikmynd. Hi-n sterka aðstaða ítala stafar ekk‘ sízt af því, að þeir geta boðið kvikmyndafélögunum, bæði ítölskum og erlendum, allan tæknibúnað, sem til kvikmynda- gerðarinnar þarf. En maður má ekki gleyma, segja ítalir, að mikilvægustu „hráefni" til kvikmyndagerðar- innar eru listrænir hæfileikar, smekkur og hugmyndaflug. Skýr ínguna á því „kraftaverki", að ítalskar kvikmyndir eru heims- frægar í dag, er að finna í góð- um útbúnaði, frábærum lista- smekk, ágætu skipuiagi á sölu og auglýsingastarfsemi og vin- samlegri stefnu af hálfu ríkis- ins í garð kvikmyndaiðnaðarins. Kvikmyndir eru mikilvægur út- flutningui- á Ítalíu o-g gefa mik- inn erlendan gjaldeyri í aðra hönd. KVIKMYNDAGERÐARBÆR- inn Cinecittá er miðstöð kvik- myndagerðarinnar á Ítalíu. Þar eru 18 kvikmyndaver. Tvö þeirra reisti Mussolini árið 1937. Þau eyðdögðust í -síðari heimsstyrj- öldinni, en voru endurbyggð á árunum 1950—1960. Tvö kvikmyndaveranna eru geysistór. 12 miðlungsstór og 4 lítil. Auk þessa er opið svæði. 300 þús. fermetrar að stærð. Þar eru þrjú gríðarstór tjarn- stæði, þar sem teknar eru orr- ustumyndir í stórum kvikmynd- um, bæði af orrustum landhers og sjóhers. Alexandría Faróonna, Rómaborg keisaranna, borgir frá miðöldum og endurreisnartíman um hafa verið byggðar og rifnar aftur hvað eftir annað i Cine- cittá. Þessi mikla miðstöð, sem hvergi á sinn líka í Evrópu, er í eigu ítalska ríkisins. í Róm eru margar minni stöðvar í einkaeign og alls eru 48 kvik- myndaver í landinu. í CINECITTÁ er allt á ferð og flugi vor, sumar og haust. Komið hefur fyrir, að þar hafi verið starfað að töku þrettán kvikmynda samtíipis. Leikararn- ir geta dvalið í bænum dag eftir dag, ef þörf krefur. Beztu stjörn urnar hafa fallegar þriggja her- bergja íbúðir til umráða, en þeir leikarar, sem minna eru frægir. verða að láta sér nægja þrengra húsrými. En allir njóla nútím3 þæginda. Að vetrinum er hljótt og kyrrt í Cinecittá, en segja má. að enn kenni enduróms gaura- gangsins frá því að verið var að taka stórmyndina Kleópötru ár- >n 1961 og 1962. Enn er talað um Elizabetu Taylor. sem kom fram ítalska kvikmyndaleikkonan Sophia Loren sem hin sanna drottning Egypta- lands, — hvað sem Nasser nú- tímans leið, — og bandarísku kvikmyndaframleiðendurna, sem rifu hár sitt af skelfingu, þegar þeim bárust reikningarnir frá hirð drottningarinnar. Ungfrú Taylor dvelur nú langt frá Ítalíu, en myndin um Kleó- pötru er enn ekki fullgerð. Marg ar orrustumyndanna verður að en-durtaka og það verður gert á Spáni, þar sem Franco einræðis- herra leggur fram hermenn og hesta án endurgjalds, að þvi að mér er sagt, og það er meira en bandarísku , kvikmyndafélögun- um hefur tekizt að fá ítölsku rík isstjórnina td að gera ÍTALSKA ríkisstjórnin hefur verið mjög hjálpsöm við kvik- myndaiðnaðinn og lagt sig fram um að örva hann. Banca Nation- ale del Lavoro, stærsti banki á Ítalíu og meðal hinna stærri í heimi, hefur á sínum vegum sér- stakan sjóð, seiii lánar til kvik- myndagerðar. Framleiðendurnir njóta stuðnings ríkisins í hlut- falli víð tekjurnar af aðgöngu miðasölu í kvikmyndahúsum landsins, og þetta kerfi hefur verið við líði allt frá dögum Mussolinis, eða frá árinu 1938 Framlag ríkisins til kvikmynda framleiðendanna er nú 16%, og er það tekið af 30% skattinum af sölu aðgöngumiða að kvik- myndahúsum. Á þennan hátt afsalar ríkið sér skatti til kvikmyndaframleið endanna svo að nemur milli 6 og 7 milljörðum líra á ári. Þetta kann að virðast ofboðsleg fjár- hæð, en þegar þess er gætt, að líran eru knappir sjö aurar ís- lenzkir, dettur dálítið af núll- um aftan af upphæðinni. Engan mun því undra, þó að töluvert sé til af milljónamæringum á ftalíu. UNITALIA nefnist sú stofnun sem hefur það hlutverk með höndum að dreifa fræðslu um ítalskar kvikmyndir um heiminn og veitir kvikmyndagerðinni i landnu ómetanlegan stuðning með því móti. Unitalia hefur starfað allt frá árinu 1950 og annast allt, sem getur orðið til þess að auka hróður ítalskra kvikmynda í útlöndum, svo sem þátttöku í alþjóðlegum kvik- myndahátíðum og „ítalskar kvik myndavikur" víðs vegar um lönd. Samkvæmt upplýsi-ngum frá Unitalia er meðalkostnaðurinn við töku kvikmyndar á ítalíu um 9 milljónir ísl. króna. Framleidd ar eru um 200 myndir á ári, svo að allur kostnaður kvikmynda- framleiðendanna er þá um 1800 milljónir ísl. króna á ári. Um helmingur teknanna af þessari fjárfestingu kemur frá útlönd- um — 35 milljónir dollara árið sem leið — og er mjög mismun- andi fyrir hinar einstöku mynd- ir. Sagt er, að „La dolce vita“ sé arðsamasta fyrirtæki, sem ráð izt hefur verið í í kvikmynda heiminum. ÁGÓÐINN, sem sigursæld ítalskra kvikmynda hefur gefið í aðra hönd, hefur freistað margra ítala til þess að taka þátt í kapphlaupinu og gera-st kvik- myndaframleiðendur. Mörg „loft kennd“ fyrirtæki hafa sprottið upp í skugga hinna grónu, traustu kvikmyndafélaga, og ítölsku blöðin ræða þetta mál af kappi. Það er ekki svo að skilja, að nauðsynlegt sé að hafa ráð á 9 milljónum ísl. króna til þess að gerast kvikmyndaframleið- andi á Ítalíu. Það þarf aðeins að leggja fram fimmtunginn af þeirri upphæð, eða 1,8 milljónir Hitt er hægt að fá að láni. í blaðinu L’Espresso stendur, að i kvikmyndaheiminum sé nálega eingöngu lifað á lánum Höfund ar kvikmyndahandrita, tækni mennlaðir menn, leikarar og sumir leikstjórar verða að fá laun sín greidd í reiðufé. Þar gildir regian „engín vinna án launa" En allt annað, filmur. framköllun, vélar, sviðbúnaður er greitt: með víxlum’ sem tryggð ir eru með ímynduninni einni að heita má. Þó hafa ekki orðið eftirtektar verð hrun síðan í kreppunni 1955. Óheppinn framleiðandi lýs ir ekki yfir gjaldþroti að jafnaði en leysir félag sitt aðeins upp Kröfuhafar eru oftast mjög nægjusamir og gera sér stundum að góðu lítinn hluta af kröfun uni. ÞAÐ ER heppm fyrir ítalska svikmyndagerð, að ílalir taka inn (endar myndir fram yfir að'rar og þeir eru auk þess tíðir gestir ! kvikmyndahúsum. Árið 1962 voru 750 milljónr aðgöngumiða seld ar í landmu f borginni eilífu er ekki mikið um leikhús. en þar er urmull kvikmyndahúsa. ítalsk ar fjölskyldur fara að jafnaði kvikmyndahús tvisvar í viku Sjónvarpið hefir ekki einu sinni dregið tii muna úr aðsókninni að kvikmyndahúsunum. í blöðunum er mjög mikið um kvikmyndafréttir og ef marka mætti þá heimsmynd. sem mynr. skreyJtu vtkublöðin bregða upp þá gæti maður ætlað að Sophia Loren, Gina Lollobrigida Claud Framhald á 15. sfðu V í M I N N , fimmtudaginn 18. apríl 1963 — /

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.