Tíminn - 18.04.1963, Side 1

Tíminn - 18.04.1963, Side 1
Bretarfæra út í 61 AÐILS—KAUPMANNA'HÖFN, 17. apríl, — Frá Dublln berast þær fréttir, að fiskveiðilandhelgi írlands verSi á næstunni færð út og gerS sex sjómílur. írska flskimálaráSuneytiS hefur um nokkurt skeiS haft útfærslu í huga, en hingaS til hefur verlS beSiS eftir aS Bretar tækju sams konar ákvörðun. í síSasta mánuSi ræddu brezkir ráSherrar máliS viS Lemass, forsætisráSherra írlands, og þá tilkynntu írar, aS þeir hefSu ákveSiS aS færa landhelgi sína út í sex mílur. VARD UTIA ARNARHÓL GB-Reykjavík, 17. apríl Fyrir hádegi í dag fannst mafíur iátinn undir beru lofti í porti iyrir norðan Amarhól, og bendir allt til þess, ag hann hafi orðið þar úti. Fannst hann af tilviljun, enda hafði snjóað yfir hann. Það var laust eftir klukkan ell- efu, að maður tilkynnti lögregl- unni, að hann hefði .átt leið um portig vestan við Sænska frysti- húsið og komið auga á mann liggj- andi þar að nokkru undir fönn. Er lögreglan kom á vettvang, lá hinn Tjdn af völdum FOSSAR Í VETRARHAM Það var víða vetrarlegt hérlend- is um páskana, og vonir manna um blómlegan vorgróður urðu að engu. Blaðamaður frá Tímanum var á ferff um Suðurland um helg ina og tók þá þessar tvær myndir af þeim þekktum fossum undir Eyjafjöllum, Seljalandsfossi og Skógafossi. Eins og sjá má, voru báðir í sannkölluðum vetrarham, enda talsvert frost á og snjókoma með köflum. Á brúnum fossanna voru svellbólstrar og grýlukerti, en íshrannir neðra. (Ljósm.: Tíminn—MB) látni maður þannig, að svo virt- ist, sem hann hafi lagzt þar til svefns upp við skúr í portinu. Benda líkur til þess, að hann hafi legið þar a. m. k. síðan í fyrra- kvöld, eða áður en fór að snjóa. Bar lögreglan kennsl á manninn og hefur haft afskipti af honum nokkrum sinnum sökum ölvunar. Hann var síðast tekinn úr umferð fyrir ölvun þann níunda apríl. Síðan hefur lögreglan ekki haft spurnir af honum. Hann var bú- settur utanbæjar. Á ferðum sin-1 um til Reykjavíkur gerðist hann : tíðum ölvaður hér í borginni, var j þó stillingarmaður og vel að sér um margt, en drakk illa, þótt eng ' um gerði hann þá mein. En er blaðið síðast frétti, hafði lögregl an ebki komizt í samband við neinn, er gefið gæti upplýsingar um síðustu ferðir hans eða hvern- ig dauða hans bar að höndum. EYSTEINN JONSSON UPPLYSTII UTVARPSUMRÆÐUM IGÆRKVOLDI: óveöurs Erlendar skuldir umfram innstæður meiri en 1958 ÞG-Olkeldu, 17. apríl Hér í sveit urðu miklar skemmd- ir af völdum ofviðris aðfaranótt j föstudagsins langa. Þök fuku af husum og útihús fuku burt. Framhald á 15 síðu ELDHUSIÐ i KVOLD TK-Reykjavík, 17. apríl í „eldhúsumræðunum" í kvöld verða ræðumenn af hálfu Fram- sóknarflokksins þeir, Ólafur Jó- hannesson, Þórarinn Þórarinsson, Hermann Jónasson og Gísli Guð- mundsson. Röð flokkanna verður þessi: Al- þýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag, Framsóknarflokk ur. Hver flokkur fær samtals 50 mín útur til umráða í þremur umferð- um. TK-Reykjavík, 17. apríl 'í útvarpsumræðunum í kvöld upplýsti Ey:iteinn Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins það, að afkoma i&ndsins út á við væri nú verri en hún var 1958. Erlendar skuldir þjóðarinnar umfram er- lendar innst. hefðu verið meiri í árslok 1963 en þær voru í árs- lok 1958. Nánar er sagt frá út- varpsumræðunum á þingsíðu blaðs ins, bls. 6. Eins og kunnugt er hefur ríkis- stjórnin, flokkar hennar og mál- gögn mjög gumað af því og talið það einn meginárangur „viðreisn arinnar" og sanna ágæti hennar, að gjaldeyrisstaðan hafi batnað stórkostlega og heilmiklum gjald- eyrisvarasjóðum safnað. Er þá oft- ast talað um gjaldeyrisstöðu bank- anna einna jafnframt því, sem íorðast er að minna á stutt við- skiptalán einkaaðila erlendis, en þau nema nú samtals um 413 millj- ónum króna. Slík viðskiptalán einkaaðila þekktust ekki fyrir daga núverandi stjórnarflokka. Þ Sé afkoman út á við í árslok 1958 umreiknuð yfir á núverandi gengi og borin saman við afkom- una út á við í árslok 1963 þ. e. erlendar skuldir að frádregnum ínnstæðum bankanna erlendis, verður niðuistaðan þessi: 1958 námu erlendar skuldir 2.227,6 milljónum króna. Innistæð ur bankanna erlendis námu þá 228,5 miljónum króna og dragast frá. Skuldirnar námu því samtals 1999,1 milljón króna í árslok ’58. í árslok 1962 námu erlendar skuldir (notað lánsfé) samtals 2.768,0 milljónum króna. Stutt er- lend viðskiptalán vegna vörukaupa einkaaðila rlendis námu samtals 413 milljónum. Samtals nema skuldirnar því 3.181,0 milljónum króna. Frá dragast svo innistæður bankanna erlendis — eða hinn margrómaði gjaldeyrisvarasjóður. Innistæðurnar eru samtals 1.150 milljónir króna. Erlendar skuldir námu því 2.031 milljón króna í árslok 1962 — eða afkoman út á við reyndist 32 milljónur króna verri í árslok 1962 en hún var í árslok 1958. Þetta er nú sannleikurinn um hina stórbættu stöðu landsins út á við. — Ríkisstjórnin hefur aukið skuldir erlendis um meira en sem nemur aukningu innstæðna! Þessu má líkja vig það, að mað ur fari i banka og fái 40 þús. kr. víxillán. Hann skuldar 30 þús. í öðrum banka. Hann greiðir nú 30 þús. krónurnar, en afganginn af 40 þús. krónunum leggur hann inn á þriðja bankann og kallar vara- sjóð. Maðurinn er ákaflega ánægð ur með þennan „varasjóð", sem hann á og telur afkomu sína aldrei hafa veriff betri, miklu betri en hún var þegar hann skuldaði 30 þús. krónur, þótt hann skuldi nú 40 þús. krónur. Tæplega 10 þús. króna varasjóður sér fyrir því. — Slíkur maður yrði talinn mjög grannvitur eða vart meg öllum mjalla. — Þannað fer ríkisstjórn in að í blekkingaskyni og segist standa mjög vel. Það er að vísu gott að eiga krónur í kassanum, en þegar skuld irnar vaxa hraðar en innstæðan í kassanum hljóta allir að sjá, að hinn raunverulegi fjárhagur hef ur versnað. Forsætisráðherra kórónaði svo þennan hráskinnsleik varðandi af Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.