Tíminn - 16.05.1963, Qupperneq 8

Tíminn - 16.05.1963, Qupperneq 8
FIMMTUGUR: Norski samvinnuleið- toginn, Peder Seiland EINN af höfuðleiðtogum sam- vimnuhreyfingarinnar á Norður- löndum verður fimmtugur á morg un. Þag er skemmfileg tilviljun, að afmælisdaginn skuli bera upp á 17. maí, þjóðhátíðardag Norð- manna. Yfir þeim degi er jafnan nofckur ljómi í hugum íslendinga, enda er þeim málið skylt, þar sem nánir frændur og vinir eiga í hlut. Peder Sþiland, forstjóri N.K.L. — Norges Kooperative Landsforen ing — verður fimmtugur 17. maí. Hann er fæddur í Nærbþ á Jæren 1913 Faðir hans var sím- ritari, fjölskyldan frjálslynd og kaupfélagsfóik í húð og hár. Hann var einn af átta systkinum og fór snemma að vinna. Auk venjulegs barna- og unglinganáms lauk hann verzlunarskólanámi, stundaði nám 1 þjóðfélagsfræði og tungumálum, auk námsferða til nágrannaland- anna og Englands og Bandaríkj- anna. Þegar hann var 17 ára flutti fjölslkyldan til Oslo. Þar vann Ped- er ýmis störf ásamt námi, hafði snemma brennandi áhuga á fé- lagsmálum og tuttugu og fimm ára gamall, 1938, réðist hann til Sam- vinnusambandsins norska. Uppeldi, menntxm og þó einkum meðfædd félagshyggja og gáfur, vísuðu honum veg til samvinnu- stefnunnar Árig 1943 var hann tekinn fast- ur af Þjóðverjum og sat í fanga- búðum til striðsloka. Hinn 18. maí 1945 kom hann úr fangabúðunum heim til Oslo og gaf sig fram til þjónustu á nýjan leik hjá N.K.L. Þar, og hjá samvinnutryggingunum norsku, hefur hann gegnt ýms- ían trúnaðarstörfum, unz hann varð forstjóri N.K.L. 1960. Auk starfa hjá N.K.L. og sam- vlnnufyrirtækjum norskum, hefur Peder Spiland gegnt mörgum trún- aðarstörfum öðrum, einkum á veg- um verkamannahreyfingarinnar. lar ag auki er hann í stjórn Sam- vinnusambar'.ds Norðurlanda og í miðstjórn Alþjóðasamvinnusam- vinnusambandsins. Hann hefur hvað eftir annað komið til fslands og á hér marga vini og kunn- ingja. Um Peder Sþiland hefur alla jafna staðið nokkur styr. Hann er logandi áhugamaður, aldrei hlutiaus í neinu máli, og líf og Kraftur í kring um hann. — Norsku samvinnufélögin höfðu geysilegu hlutverki að gegna í uppbyggingunnni eftir stríð. Fólk streymdi í kaupfélögin og fann í þeim viturieg úrræði í baráttu fyr ir nýrri og batnandi veröld. Þessi öri vöxtur skapaði engu síður ým- is erfið vandamál, sem ekki sízt hafa komið i ljós, eftir að stór- virx* höfðu verið unnin. Þessi vandamai elímir Peder Söiland við nú á þessu merka afmæli. Og hann ásamt félögum sínum, gengur að þeim af einarð og óbilandi trú á málstað samvinnufélaganna og hlutverk þeirra, svo í blíðu sem stríðu. í samtali við sænskan samvinnu frömuð, Nits Thedin, segir Peder Sþiland: „Áframhaldandi mótun efnahagslífsins í lýðræðisform er stórbrotin þróun hverri þjóð — hún þýðir ag hver maður vex að góðum eiginleikum og trú á sjálf EILÍFPARBROT HVALFIRÐI wn Eftir helgina snjóaði í Hvalfirð- inum. Fjöllin urðu grá niður fyr- ir miðjar hliðar, og lóan söng í drífunni, sem bráðnaði á láglend- inu. Þannig var það, þegar fréttamað- ur blaðsins kom að Bjarteyjarsandi á þriðjudaginn. Bærinn stendur í kvosinni fyrir vestan herstöðina, móti suðri. Úti fyrír ströndinni eru tvær smáeyjar. Sú eystri Bjartey, sem staðurinn dregur nafn af. Hin kallast Hrafnabjargahólmi. Ókunn ugur gæti haldið, að Hrafnabjarga hólminn væri Bjartey því hann er stærri um sig og bjartarí að sjá, enda meir gróinn. Bjartey er lítil um sig, en þar verpa nokkrar æð- arkollur og af henni er þetta hljóm mikla bæjarnafn, sem vekur Ijós- ari hugrenningar en flest heiti annarra bæja á þessu landi. Á Bjarteyjarsandi býr Guðmund ur Jónsson, fæddur og uppalinn þar og hefur dvalið þar allt sitt líf. Hann er sextugur í dag. Guð- mundur er bjartur yfirlitum eins og vera ber á þessum stað. Hann bauð fréttamanni til stofu. Það féllu nokkur orð um veðríð, hlý- indin á þorranum, sumartið á gó- unni og þennan andskota, sem hann reif sig upp í um páskana. Svo hélt maður, að þetta væri bú- ið. Maður bjóst við, að sumarið kæmi eftir almanakinu, og nú er hann aftur farinn að snjóa. Það er eins og veðráttan sé alltaf að svíkjast aftan að manni. Ærnar hjá Guðmundi eru farnar að bera, og það verður að hafa þær inni við. Svona er ónáttúran í náttúr- unni. — Þú hefur búið lengi, Guð- mundur? — Frá 1929, þegar faðir minn dó. Árið eftir reif ég torfbæinn og byggði þetta hús. Guðmundur bendir á teiknaða mynd af litlum bæ; þrjár burstir, baðstofa, skemma og eldhús. — Þetta var lítill bær, segir Guð- mundur. — En þú hefur byggt stórt. — Það þótti stórt árið 1930. Nú þykir það lítið. Eg man vel, að ég sýndi gömlum bónda teikning- una, og hann sagði, að þetta væri of stórt. Hann taldi það ofviða. Þetta var í kreppunni. Fjórum ár- um seinna gifti ég mig og varð að fá lán fyrir giftingarfötunum. En það hefur allt farið vel. Eg hef reynt að skulda sem minnst og an sig, menningarstig hans hækk ar. Þursi ver sjálfiun þér nægur, stendur skniað. í nútíma þjóðfé- lgai getur maðurinn ekki verið sjálfum sér nægur. Hvort sem hann vill, eða ekki, er hann háð- ur samfélaginu, heildinni, en í þess ari heild verður hver einstaklingur að vera einhvers virði og gera sér það ljóst. Frélsið í þjóðfélaginu verður að byggjast á samkennd — og hana getur samvinnan veitt*. íslenzkir samvinnumenn senda Peder Sþiland sínar beztu ham- mgjuóskir, á fimmtugsafmælinu, þakka starf hans fyrir sameiginleg ar hugsjónir og biðja samvinnufé- iögunum í Noregi og norsku þjóð inni allri blessunar og farsældar. Páll H. Jónsson. Guðmundur Jónsson standa í skilum með það sem ég hef þurft að fá lánað. — Hver er konan? — Guðbjörg Guðjónsdóttir frá Vatnsdal í Fljótshlíð. Við eign- uðumst fimm syni og eina fóstur- dóttur. t>au eru öll heimilisföst hér, sá yngsti stundar búskapinn með okkur gömlu hjónunum. Guðbjörg húsfreyja kom inn í þessum svifum og tók undir við Guðmund, að þau hefðu bráðum verið gift í þrjátíu ár. — Þau kalla það þrjátíu ára stríðið. — Það fór nú ekki verulega að batna hér fyrr en þú komst til sögunnar, sagði Guðmundur við Guðbjörgu. — Hvað hafðirðu af kúm fyrst í stað? — Eg byrjaði með fjórar kýr, en nú eru tuttugu gripir í fjósi, og allt hey tekið á ræktuðu landi. Svo er hér á þríðja hundrað fjár. Það er gott sumarland hérna í firðinum og snjólétt á vetrum, en það gerir nú hvorki til né frá um sauðféð. Það tíðkast ekki lengur að beita því. — Er nokkuð stundað til fiskj- ar hér frá bæjum? — Ekki hér, en þeir athuga þetta stundum út með firði. Það var gert hér í gamla daga, en ég held að hann komi ekki hingað inn. Þeir eyðileggja þetta með dragnótinni. — Engin sjóskrímsli hérna í firð inum? — Það fara ekki sögur af því síðan Katanesdýrið gekk á land. Það eru engar ókindur hér nema kaninn. — Þér leiðist hann. — Mér er illa við að hafa hann hérna. Það eru óþægindi gagnvart skepnum, og þetr hafa veríð með illa siðaða hunda. Annars er stór bót að hafa hér lögregluþjón, sem milligöngumann. En þetta var slæmt á stríðsárunum. Maður fékk ekki að smala þarna og svo voru þeir með skotæfingar. — Hérna á ég minjagrip, segir Guðmundur og vegur í hendi sér tvö málmstykki, illa brotin. — Þetta kom niður hér á hlaðinu. Þeir voru með skotæfingar á ströndinni fyrír sunnan. Létu flug vélar draga belgi um loftið og voru að reyna að hitta þetta. Sprengju brotunum rigndi i haganum. Það kom fyrir, að skepnur urðu fyrir þessu og drápust af því. — En ekki menn? — Það lenti aldrei á mönnum. — Þú hefur einhverjar mann- raunasögur að segja eins og flest- ir, sem komast á sjötugsaldur? — Nei, ég hef hvorki lent í mannraunum né svaðilförum. Eg hef aEtaf forðazt slíkt. — Þrek- maður, spyrðu? Eg hef veríð heilsu góður. Eg er hversdagsmaður. Nei, ég kann hvorki að segja frá mann raunu-m á sjó eða landi. Og ég hef alltaf forðazt slíkt. — Þrek- sonur minn er sjómaður og vill alltaf vera á sjónum. Það er margt sem togar vinnu aflið frá búskapnum. Hvalstöðin hérna er eitt af því. Hún togar til sín. Erfiðleikarnir vaxa hjá þeim, sem eftir eru, þegar jarðir leggj- ast í eyði. Búskapurinn er nefni- lega að töluverðu leyti kominn undir samhjálp, til dæmis við smalamennsku. Það er líka gremju legt, þegar öldruð hjón verða að ganga frá jörðum og geta ekki selt. Afraksturinn af lífsstarfi þeirra fer í ekki neitt. Þarna finnst mér að þyrfti að slá var- nagla. Einhvern tíma verða þessar jarðir einhvers virði, þegar byggð in færist aftur út. Það hlýtur að koma að þvi. Fólksfjölgun krefst landrýmis til framleiðsluaukning- ar. Hvernig væri að ríkið eignaðist þessar jarðir og greiddi eitthvað fyrir þær? Landsmenn þurfa á þeim að halda í framtíðinni, ef allt fer að skilum. — Hafa jarðir hér lagzt í eyði? — Ekki nema Sandamir, sem fóru í eyði vegna hersetunnar og Katanesið, en það er nú selt. Mað- ur vonar, að það byggist aftur. En þetta vofir yfir í hverju byggðar- lagi. ,,Þróun“ er það víst kallað. Eg er ekki á móti eðlilegri þróun. En maður verður að sjá fótum sínum forráð í þróuninni. Annars getur hún snúizt mönnum í óhag. Það er víst kallað öfugþróun. Snjóflugurnar héldu áfram að falla og hráðna í hlaðvarpann á Bjarteyjarsandi, og utan úr mósk unni heyrðist, að fuglinn söng. — B.ó. RauSi krossinn Framhald af 7. síðu. voru 35 af þessum mjólkurgjafa- ■stöðvum kostaðar af íslenzku gjafa fé og báni nafn Rauða kross fs- lands. Loks var úthlutað 320.000 teppum og alfatnaði handa 380. 000 manns, og hjúkrunarstöðvar starfræktar. Nú hefur Rauði krossinn í Alsír, sem þar nefnist Rauði hálfmáninn, tekið að sér að anmast mjólkur- gjafa- og hjúkrunarstöðvamar og aðra svipaða líknarstarfsemi þar í landi, en Alþjóða Rauði kross- inn mun styrkja hann til þess og aðstoða, og mun mennta innlenda menn og þj'álfa til þessara starfa. Ríki'sstjómin þar hefur og víðtæk ar ráðagerðir á prjónunum til hjálpar bágstöddum Alsírbúum. T f M I N N, fimmtudagurinn 16. mai 1963

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.