Tíminn - 20.06.1963, Side 2
FYRSTA KONAN
ÚT í GEIMINN
mjög vinsæl íþrótt í Sovétiíkj
unum og gegnum það komst
hún í geimferðarstandið. Dugn-
aður hennar í fallhlífarstökkinu
og hæfileikar, sem komu í ljós á
kvöldnámskeiðum í tækniskóla,
og eins og Rússinn segir, einstak
ur vilji og áhugi í starfi sínu fyrir
flokkinn, urðu til þess, að hún
var valin, sem fyr'sti kvengeim-
farinn.
Hún byrjaði ekki geimþjálfun
sína, fyrr en í marz eða apiíl á
síðasta ári, og þess vegna er hún
enn ekki komin hærra í virðingar
stiga geimfara en svo, að hún ber
nafnbótina júníor-liðþjálfi. —
Gagarin hefur sagt, að henni hafi
gengið erfiðlega að skilja tækni
lega byggingu eldflaugarinnar og
innréttingu hennar, en hún hefði
unnið vel og samvizkusamlega og
eytt i það flestum sínum frítím-
um. Og Gagarin bætti þvi við, að
þegar hún hafði komið heim úr
æfingartímum í íbúð sina í
„Cosmodrome“, það er geimfara
þorp, þá hefði hún skipt um föt
og hreinsað og þvegið, eins og
flestum kvenmönnum er eðlilegt.
Og sagt er, að þegar hún sé ekki
geimfarabúningi, þá gangi hún
í dökkbláum vel sniðnum drögt-
um eða blússu og pRsi, og noti
mjög lítið af skartgripum og enga
málningu, nema þá varalit spari.
eins og aðrar rússneskar stúlk-
ur.
Valentina er talin meðalvel
P'HSP
gefin á rússneskan mælikvarða,
eftirlætistónskáld hennar eru
Tchaikovsky og Beethoven, og
meðal annars, þá les hún Sholok-
ov og Tolstoy. í viðtali við rúss-
neskan blaðamann, sagði hún
eins og sannri þjóðhetju sæmir:
Eg er nákvæmlega eins og þús-
undir af þeim stúlkum, sem mér
eru samtíða. Einhverjir af þeim
eiginleikum, sem fengu hana til
að stökkva fyrsta fallhlífai'stökk-
ið, hafa verið með í spilinu, þeg-
ar hún ákvað að gerast geim-
fari, því að þetta eru þannig
hlutir, að jafnvel fílefldur karl-
maður gæti veigrað sér við hvort
tveggja.
Brezku blöð'in höfðu- spuit þó
nokkrar heimsfrægar konur um
álit sitt á geimferð Valentinu og
allar voru þær sammála um það,
að þær hefðu ekki fyrir sitt litla
líf þorað að vei'a í hennar spor-
um. Ein þeirra sagðist hafa of
mikið að gera, hér á jörðinni,' til
þess að hún færi að spilla tim-
anum með þv£, að flækjast um
úti í geimnum.
Það gengur annars um það orð
rómur, að Valentina sé hálftrú-
lofuð geimfaranum Andrian
Nikolayev, en hann er sá eini
af geimförunum, sem er ókvænt-
ur. Sagt er, að þau ætli
að opinbera, þegar hún kemur
niður Ekki er vitað, hvað er satt
í þessu, en það er ekki ótrúlegt.
Valemtina er e-lriki einungis
fyrsta konan, sem send er út í
geiminn, heldur er hún einnig
yngsti geimfarinn, sem hingað
til hefur verið sendur. Þegar
fyrstu fregnirnar af hinni vel
heppnuðu ferð hennar enduróm-
uðu í hátölurum, sem komið
hafði verið fyrir hvarvetna í
Moskvu, þá brutust út mikil fagn
aðarlæti hjá fólkinu og margir
brustu í grát. Mikið var um dýrð
ir í verksmiðjunni, sem Valent-
ina vinnur í og móðir hennar
þakkaði þar fóikinu fyrir hlut-
tekningu þess.
Hún hefur verið hin rólegasta
á ferðalaginu, sofið fast, haft
góða matarlyst, og talað um alla
heima og geima við rússnesku
Framhald á IS siðu
Mikið hefur verið rætt um
það og ritað, hver yrði fyrsti
kvenmaðurinn, sem kæmist
til tunglsins. Frægar kvik-
myndaleikkonur, eins og
Brigitte Bardot, hafa verið
nefndar í því sambandi, og
alls konar íþróttakonur, eða
óþekktar stúlkur, hafa skrif
að geimfarastöðvum og látið
í Ijós ósk um það, að fá að
verða fyrsta konan, sem send
verður út í himinhvolfið.
Þetta hefur að sjálfsögðu
allt skeð vestan hafs, en aust
an þess hefur meiri leynd
ríkt um þessi mál, og nú hef-
ur svo fyrsta konan verið
send á loft þaðan, vesturveld-
unum áreiðanlega til mikill-
ar gremju. í Bretlandi bera
menn sig aumlega og kvarta
yfir því, að Sovétríkin geti
státað af sjálfstæði og jafn
rétti rússnesku konunnar
svo að ekki sé minnzt á kjark
hennar og dugnað, á meðan
brezk smámella verður landi
sínu til skammar úti um all-
an heim. Yfirmenn í Banda
ríkjunum hafa lýst því yfir
að ekki séu neinar áætlanir
um það, að senda bandaríska
konu út í geiminn og yfir-
maðurinn á Cape Canaveral
kallaði þetta framfaraskref
Rússa á braut vísindanna,
auglýsingabrellu.
Þessi svo mjög umrædda unga
kona heitir Valentina Tereshk
ova, og er sögð allra laglegasta
hnáta, brúnhærð og notar örlít-
inn v'aralit. Hún er dóttir trakt-
orstjóra, sem drepinn var í stríð-
inu og fyrir skömmu var hún
óþekkt verkastúlka, og bjó í
Yaroslav, sem er lítill bær, um
150 mílur fyrir utan Moskvu.
í tómstundum sínum iðkaði
hún tallhlífarstökk, en það er
A FÖRNUM VEGI
ÞAÐ ER SANNARLEGA uppörvandi
að fá á markaðinn eina og eina
þokkalega skáldsögu innanum
þau kynstur ævisagna, samtais-
bóka og ferSaminninga, sem myrkv
að hafa bókmenntahimln okkar
undanfarin ár. Ein slík upplífgandi
elding í gegnum kyrrviðrislega
skýjabakka vll ég melna að Dag
blað Baldurs Óskarssonar sé. —
Þótt ekkl þurfl lengi að leita að
aðskiljanlegum smíðlsgöllum á verk
inu, verður það I helld að teljasi
vel unnið og höfundi til sóma.
ANNAÐ höfuðviðfangsefni sögunr
ar, sálardrepandi rútlnustörf frétt?
manns við dagblað, er Baldri gagn
kunnugt, enda virðist hann klára
sig vel frá því, þótt hann þenji
bringuna sums staðar einum um
of, eins og þegar söguhetjan skil-
greinlr hugtakið gott blað. Hitt
meginatrlðið, kærleikur blaða
mannsins og símastúlkunnar
stendur hins vegar nokkuð í höf
und! framan af, til dæmis gufar
Hvalfjarðartúrinn einhvern veginn
út og upp í bláinn. Segja'má, a8
Ásrún verði höfundi þénanlegri
dauð en lifandi; í lokaþættinum
þegar flugslysið er á döflnni, komr
tilætluð áhrif tvíleiksins prýðileg-
fram.
Hinn harðsoðnl stíll sögunna
minnir mjög á Indriða G. Þorsteins
son (og Hemlngway); sú málsmeð
ferð virðist falla íslendlngum vel
í geð, enda erum við vist keimlík
ari Engilsöxum en margan grun-
ar. En þrátt fyrir umgetnar fyrir-
myndir virðist mér þó Baldur hafa
náð sínum eigin persónulega stil
með einkennum, sem láta að vísu
lítið yfir sér, en gefa þó þessu síð-
asta verki hans samræmdan og fró
andi blæ.
ÉG FÆ EKKI séð að meðal yngri
rithöfunda okkar séu margir, sem
takl Baldri Óskarssynl fram, og á-
tæðulaust er að ætla annað en
hann elgi góða möguleika á aukn-
um frama á rltvelll framtiðarinnar.
Dagur Þorleifsson.
Aukning aflans
Til þess að gera sér grein
fyrir þeirri gífurlegu aukningu,
sem orðið hefur á sjávarafla
íslendiniga í seinni tíð, er vert
að veita því athygli, að á ára-
tugnum 1950—1959 komst áre-
aflinn niður { 376 þús. tonn,
þegar allur afli er talinn upp
úr sjó, eins og gert er í alþjóða-
skýrslum, en komst upp í 820—
830 þús. tonn á árinu 1962, ef
reiknað er á samia hátt. Er
seínni talan að vísu ekki alveg
nákvæm, þar sem opinberar
skýrelur um áflann 1962 liggja
enn ekki cndanleigia fyrir. Ef
miðað er við aflamagnið 1958,
mun láta nærri, að aflamagnið
1962 sé ca. 50% meira en þtað
var þá. Hver cig einn, sem sæmi
legan kunnugleika hefur á at-
vinnu- og fjármálum, getur
sagt sér það sjálfur, að áhrif
alíknar aflaiauknfffligar á pen-
ingaveltuna er mjög mikil, og
hlaut að verða það, hvort sem
„viðreisnar“stefna var ríkjiandi
í la.ndinu eða ekki, og ekki að-
eins hjá þeim, sem fiskveiðar
stunda eða að þeim standa á
einhvern hátt, heldur á míklu
breifiari grundvelli.
Hvernig væri
ásfandíð bá?
Það væri fróðlegt fyrir þá,
sem lesa stjórnarblöðin og
hlýða á „,vi8reisnar“-boðskap
stjórnarflokkanna, ef töluglöigg
ir menn, sem án efa fyrirfinn-
ast margir forustuliði stjóm-
arflokkanna, vildu Ieggja á sig
það ómak að reikna út eða
gera áætlun um, hvernig pen-
ingaveltan og þjóðarbúskapur-
inn hefði komið út á á árun-
um 1961 og 1962 og á árinu,
sem er að líða, ef aflamagnið
s.l. ár hefði verið t.d. þriðjungi
minna en það raunverulega
var og samsvarandi hundraðs-
hluta minna en það var á ár-
inu 1961. Þetta eiga liaigfræð-
inigar að geta gert, ef þeir
vilja, en hingað til hafa þeir
ekki gert það.
Viðreisn forsjón-
arinnar
Sannleikurinn er sá, að ef
hér á landi hefði aðeins verið
meðalafli effia minna, og við-
reisnarráðstafanir ríkisstjóm-
arinnar jafnframt í fullum
ganigi, eins og til þeirra var
stofnað á árinu 1960, með til-
heyrandi frystingu sparifjár-
vaxtahækkun og samdrætti, þá
væri nú hér í landinu ástand,
sem möngum mundi þykjia hart
við að búa, svo að ekki sé
meira sagt. En hér hefur nú
svo heppilcga til tekizt, að við-
reisn forsjónarinnar hefur orð-
ið til þess að draga blessunar-
lega úr hinum skaðlegu áhrif-
um, sem auðsætt var í önd-
verðu, að „viðreisn“ ríkisstjórn
arinnar hlaut að hiafa að öðru
óbreyttu.
Væntanlega dettur engum í
hug að halda því fram, að ríkis
stjórn sú, sem Ólafur Thors
hefur veitt forstöðu, stjórni
fiskigöngum effia kyrri vind og
sjó. n
2
T í M I N N, fimmtudagurinn 20. júní 1963.