Tíminn - 20.06.1963, Page 5

Tíminn - 20.06.1963, Page 5
RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON Efsta og neðsta liðið í 1. deild — Fram og KR — mætast í fyrri umferðinni í íslandsmót- inu í kvöld. Leikurinn fer fram á Laugardalsvellinum og hefst kl. 20,30. Ef að líkum lætur ætti leik- arinn í kvöld að verða baráttu- lei'kur. KR-ingar hafa örugglega fullan hug á að krækja í sin fyrstu stig í mótinu, en tapi þeir leiknum í kvöld, minnka líkurnar óneitanlega fyrir því, að KR eigi möguleika á efsta sætinu. — Ekki er vitað hvern ig KR-liðið verður skipað í kvöld, en allar líkur eru á, að Garðar Árnason leiki með lið- inu og verður það þá fyrsti meistaraflokksleikur hans á þessu ári — og óefað verður hann mikill styrkur eins og endranær fyrir KR. Það er líka mikið í húfi fyr- ir Fram í kvöld. Fram hefur tekið öiugga forustu í mótinu og hlotið sex stig úr þremur leikjum - og vinni Fram í kvöld eru stigin orðin átta — og þá er staða Fram í mótinu orðin mjög sterk, en þess má geta, að í fyrra vannst mótið á 13 stigum. Lið Fram verður óbreytt frá síðasta leik. Spádómur Classi- usar Clay rættist Sigraði Henry Cooper i fimmtu lotu á Wembley í fyrrakvöid eins og hann spáði fyrir leikinn. Hin mjög svo umtalaða hnefaleikakeppni milli banda ríska Negrans Classiusar Clay og Englendingsins Henry Cooper fór fram á Wembley- leikvanginum í Lundúnum í fyrrakvöld að viðstöddum 35 þúsund áhorfendum, sem er mesti fjöldi, sem horft hefur á hnefaleikakeppni á Bret- landseyjum í 30 ár. Spádóm- ur Clay rættist, en hann hafði sagt fyrir keppnina, að hann myndi sigra í fimmtu lotu, en dómarinn stöðvaði leikinn þá vegna svöðusárs, sem Cooper hafði hlotið yfir aðra auga- brúnina, en blóðstraumurinn lak niður um hann allan. — Strax eftir leikinn bauð fram kvæmdastjóri Sonny Liston hinum unga Clay leik við List- on um heimsmeistaratitilinn í þungavigt, og tók Clay því boði þó með því skilyrði, að honum yrðu tryggðir miklir peningar fyrir hann. Leikur Cooper og Clay var allt öðru vísi, en búizt var við fyrir- íram. Englendingurinn byrjaði með leiftursókn — alveg öfugt við það, sem hann er vanur, en hann er mjög varkár hnefaleikamaður, sem virtist setja Clay úr jafnvægi og átti hann í vök að verjast alla iotuna, og einnig í annarri lotu. í þriðju lotu náði hann sér hins vegar talsvert á strik, en það var þó lítið upp í þau mörgu stig, sem Cooper hafði skorað framan af. Clay heppnaðist þó að koma þungu Framhald á 15 slðu. 6533 Dregið hefur verið hjá Borgar- fógeta í bílhappdrætti skíðadeild- ar ÍR, og upp kom nr. 6533. Handhafi vinningsnúmersins fær vinninginn, sem er bifreið, Renault R8, afhentan hjá formanni hkíðadeildai ÍR Þóri Lárussyni, Grenimel 31. FIBA er eitt fjölmennasta íþróttasamband heims Á 17. júní-mótinu á Laugar- dalsvellinum á mánudaginn, af- hentu þeir Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, og Jens Guðbjörns- son, fyrstu íþróttamerki ÍSÍ. — Og það var unglingalands- liðið í körfuknattleik, sem fyrst vann tii merkjanna, en það æfir um þessar mundir fyrir Evrópukeppni unglinga í körfu knattleik, sem fram fer í París í september n.k. Til þess að öðlast íþróttamerki ÍSÍ þarf að j vinna iágmarksafrek í ýmsum J íþróttagreinum — taka þátt í i kappl'eik — og fleira, t.d. getur í' einn liðurinn verið að synda 200 metrana. — Ættu íþrótta- flokkar og einstaklingar, að taka hina ungu körfuknattleiks menn tU fyrirmyndar og vinna til merkjanna. Myndina að ofan tók Sveinn Þormóðsson og er hún frá af- hendingunni. Talið frá vinstri: Gísli Halldórsson, forseti ÍSÍ, Jens Guðbjörnsson, form. merkjan. ÍSÍ, Kristján Steins- son, Kolbeinn Pálsson, Jón Jónasson, Gunnar Gunnarsson, Tómas Zoega, Þorsteinn Ólafs- son. Donald Ráder, Hjörtur Hansson, Anton Bjarnason. Agnar Friðriksson, Kristinn Stefánsson og Sigurður Ing- ólfsson. Fundur miöstjórnar Alþjóða körfuknattleikssambandsins, FIBA, var haldinn í Rio de Janeiro dagana 16.—18. maí s.l. Samkvæmt skýrslu aðal- ritarans Mr. Williams Jones, voru meðlimir FIBA á þinginu í Róm árið 1960, samtals 86, en eru nú orðnir samtals 109. Mun FIBA því orðið eitthvert fjölmennasta íþróttasamband i í heiminum í dag. Samþykkt vai: á þinginu að Körfuknattleikissamband Filipps- eyja, greiði 2000 dollara í sekt, vegna þess að nokkrum keppend- um í heimsmeistarakeppni í körfu knattleik, sem átti að fara fram í Manilla, vai neitað um vegahréfs- áritun. Flytja varð mótið til Rio de Janeiro Þátttökurétt í körfuknattleik á Jlympíuleikunum í Tokyo hafa eft írtalin körfuknattleikssambönd. Bandaríkin, Sovétríkin, Brazilía. Ítalía, Tékkóslóvakía. Júgóslavía, Pólland og Uruguay. Enn fremur I Japan, sem heldur leikina. I Þátttökurétt með sérstakri keppni fá eftirtalin lið: Úr Pan-American- leikjunum 1963 — Puerto Rico og Peru — tvö efstu liðin úr keppni Evrópuliða, sem haldin verður snemma á árinu 1964 og sigurveg- ari úr II. meistarakeppni Afríku, Framhald á IS. síSu. Námskeiö dómara og þjálfara Tilkynning hefir borizt frá Körfu knattleikssambandi Svíþjóðar, um tvö námskeið, sem körfuknattleiks menn frá íslandi hafa aðgang að. 1. Námskeið fyrir dómara, 1. fl., dagana 18.—22. ágúst n.k. 2. Námskeið fyrir þjálfara, 1. fl., dagana 18.—24. ágúst n.k. Bæði námskeiðin verða haldin pð íþróttaskólanum Bosön, Liding- c skammt frá Stokkhólmi. í samræmi við samþykkt Körfu knattleiksráði Norðurlanda, þá er einum þátttakanda frá íslandi boð •ð frítt uppihald á hvort námskeið. Umsóknir skulu sendar til stjórn ai KKÍ, sem fyrst og ekki síðar t-n fyrir n.k. mánaðamót. Fram sigraði Val M.fl. í fyrrakvöld fór fram fyrsti leikurinn í miðsumarsmóti 1. flokks í knattspyrnu og mætt- ust Fram og Valur. — Fram bar sigur úr býtum, skoraði 3 mörk gegn engu Valsmanna og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Frá lelk Vestmannaeyinga og Akurneslnga s.l. mánudag. Vestmannaey- ingar komu á óvart og sigruðu með 4:1, — og verður það að teljast all góð byrjun hjá 2. deildar liði. (Ljósm.: H. E.) T í M I N N, fimmtudagurinn 20. júní 1963. 5

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.