Tíminn - 28.06.1963, Side 6

Tíminn - 28.06.1963, Side 6
MINNING Sveinn Árngrímsson frá Hofstaöaseli Þann 7. marz s.l. andaðist á Sauðárkróki Sveinn Arngrímsson, fyrrum bóndi í Hofsstaðaseli. Það hefur dregizt hjá mér lengur en skyldi, að minnast þessa gamla sveitunga og mœta manns með nokkrum orðum. Sveinn Arngrímsson var fæddur 19. júlí 1885 að Bjarnargili í Fljót- um. Voru toreiarar nans hjónin Arngrímur Sveinsson og Ástríður Sigurðardóttir, er síðar bjuggu lengi að Gili í Fljótum, og er stór ættbogi frá þeim kominn. Sveinn mun hafa farið frá for- eldrum sínum um fermingarald- ur. Var hann á unglingsárunum lengst af á Brúnastöðum í Fljót- um hjá þeim hjónum Sigríði Pét- ursdóttur og Jóni Jónssyni, er þar bjuggu lengi. Á þeim árum var og Sveinn við smíðanám á Sauðár- króki og á Sigiufirði. Þótti hann snemma duglegur og kappsamur. 23. júlí 1909 kvæntist Sveinn eftirlifandi konu sinni Guðrúnu Jónsdóttir frá Brúnastöðum. Fékk hann þar góðan lífsförunaut, er studdi hann jafnan með ráðum og dáð. Er Guðrún bæði gáfuð og frábær að dugnaði, svo sem hún á kyn til. Þau Sveinn og Guðrún reistu bú á Brúnastöðum árið 1910 og bjuggu þar myndarbúi óslitið í 18 ár. Var' Sveinn framfaramaður í búskap eftir því sem þá gerðist. Mun hann t.d. hafa komið með fyrstu sláttuvél í Fljót, og ýmsar aðrar nýjungar tók hann upp í búskap sínum. Samhliða búskapn- um stundaði Sveinn talsvert smíð- ar. Heimili þeirra Sveins og Guð- rúnar á Brúnastöðum var oftast mannmargt. Þar var og gest- kvaemt mjög, enda bærinn í þjóð- braut, og bæði hjónin samhent um gestrisni. Flest búskaparár þeirra á Brúnastöðum var barna- skóli sveitarinnar þar til húsa. Það var auðvitað heimangöngu- skóli og oftast nær einnig kennt annars staðar í sveitinni. Má nærri geta, hvílíkur átroðningur þa'fr þefþr'Iyeiíjí‘'^,^etmiljnu. ÞarJvg Vorið. 1947.-þrugðu -þav^ hjón Anna Jónsdóttir og Biörn Jónatansson Fyrir 30 árum bar hingað til Breiðafjarðar mann á sextugs- aldri. Verið hafði hann sjómaður megin hluta ævi sinnar hérlendis og erlendis. Maður þessi hét Björn og var Jónatansson, skagfirzkur að ætt og uppruna. Nú hugði hann af sjómennskunni og keypti veitingahúsið í Stykkishólmi, sett ist þar að og rak það á milli 10 og 20 ár. Menn höfðu hver af öðrum rekið þetta hús og allir gef- izt upp vegna taps á rekstrinum. Björn Jónatansson tapaði aldrei á neinu, sem hann hafði með höndum. Hann hafði alizt'upp hjá vandalausum og ungur lært að fara hyggilega með þá aura, sem honum áskotnuðust. Nú eru tímar breyttir og fé yfir leitt lausara í hendi en var um aldamót. Enda virðist nú auð- veldara að afla þess. Kona Björns var Anna Jóns- dóttir, húnvetnsk að uppruna. Þau áttu ekki barn, en unglingar — einkum frændlið hennar — dvöldu lengur og skemur á heimilinu. Slúlku eina ólu þau upp allt til giftingar. Þegar þeim gömlu hjónunum hnignaði heilsa, hættu þau veit- ingarekstri en ráku smásölubúð. Anna lézt 23/6 ’62, þá um 79 ára, fædd 21/10 ’83. Lifðí síðustu árin við örkuml af slæmu bein- broti. Björn var fæddur 15/9 '81; dó 23/2 ’63. Hafði þá um skeið verið blindur og hættur störfum. Jónas Jólvannsson, Öxney. gekk ég í minn barnaskóla. Á ég margar góðar minningar frá þeim árum, þó að skilyrði til skólahalds væru óneitanlega að ýmsu leyti frumstæð. En kennslan reyndist samt furðu haldgóð. Þá má og geta þess, að ungmennafélag sveit arinnar átti um langt skeið at- hvarf á heimili þeirra Sveins og Guðrúnar á Brúnastöðum. Þar hélt það fundi sína og samkomur. Það stóðu því áreiðanlega margir í þakkarskuld við heimili þerra Sveins og Guðrúnar, og þá ekki hvað sízt ungmenni sveitarinnar. Þeirra hjóna var því áreiðanlega saknað, er þau fluttu úr Fljótun- um, en árið 1928 fluttu þau bú- ferlum upp í Viðvíkursveit. Bjuggu þau fyrst að Ásgeirs- brekku en síðar að Hofsstaðaseli, og voru síðan oft kennd við þann bæ. Búskapur þeirra á báðmm þessum jörðum mun hafa verið með myndarskap, og komust þau vel af efnalega, þó að fjölskyld- an væri stór. Á búskaparárum þeirra í Viðvíkursveit hafði ég af þeim minni kynni en áður. En það mun hafa verið um 1941, sem ég heimsótti þau í Hofsstaðaseli. Man ég vel, hve móttökurnar þar voru hlýjar og hjartanlegar. Og ekki spillti það til, er ég var sett- ur upp á gæðing og Herjólfur sonur þeirra fylgdi mér á hestum alla leið út á Hofsós. En Sveinn var hestamaður góður og átti jafn- an góða hesta. % hÚL Tók Herjplfur ,sonur þeirra þá við jörðinni, en þáu flúttu til Sauðárkróks og áttu þar heima síðan. Sveinn og Guðrún eignuðust 9 börn. Dóu 3 þeirra í æsku en hin 6 eru á lífi, uppkomin og gift og öll hin mannvænlegustu. Systur- dóttur Sveins ólu þau upp að mestu. Auk þess dvöldust fleiri börn, bæði skyld og vandalaus, hjá þeim um lengri eða skemmri tíma. Sveinn Arngrímsson var mynd- arlegur maður og vel á sig kom- inn. Hann var karlmenni og dugn- aðarmaður hinn mesti, að hverju sem hann gekk. Hann var skapstór maður og örlyndur, og vildi ó- gjarna láta hlut sinn við hverja sem var að skipta. Hann hafði á- kveðnar og fastmótaðar skoðanir, og var algerlega laus við alla hálf- velgju. Hann var örlátur og manna fljótastur að rétta fram hjálparhönd, þar sem þess þurfti með. Hann var góður og fyrir- hyggjusamur heimilisfaðir En hann stóð heldur aldrej einn. Hans góða kona var honum ómet- anleg stoð allt til hinztu stundar. Framhald á 15. síðu. FARÞEGAFLUG-FLUGSKÓLI 1-8823 Atvinnurekendur: Sparið tíma og peninga — lótiB okkur flytja viBgerSarmenn ySor og varahluti, örugg þjónusta. FLUGSÝN I. DEILD Knattspyrnumót íslands Laugardatsvöllur kl. 20,30. KR — Akureyri Dómari: Jörundur Þorsteinsson Línuverðir: Karl Bergmann. Jón Friðsteinsson Mótanefnd LOKAÐ VEGNA SUMARLEYFA Vinnustofum vorum og skrifstofum verður iokað vegna sumarleyfa frá 8.—27. júlí n.k. Vinnuheimilið að Reykjalundi Aðalsafnaðarfundur Aðal-safnaðarfundur Kópavogssóknar verður hald- inn eftir messu í Kópavogokirkju sunnudaginn 30. júní kl. 2 e.h. Safnaðarnefndin UM FIOKKUN OG SOLU UILAR Stuttu fyrir aðalfund SÍS á dög- unum samþykkti stjórn Sambands ins að fela framkvæmdastjóra bú- vörudeildar að breyta þegar mati á ull frá framleiðendum, þannig, að óþarft væri að halda aðgreindri ull frá hverjum einstökum inn- leggjenda og yrði undinn bráður bugur að því að kynna kaupfélög- unum hinar nýju reglur, svo að þær giltu við móttöku ullar á þessu sumri. Var þegar haít samráð við Stef- án Aðalsleinsson yfirullarmats- mann, sem mest var með í ráðuni að útbúa flokkunarreglurnar, sem gilt hafa fyrir ullarmóttökuna 1961 og 1962 og taldi hann ill- framkvæmanlegt að semja nýjar reglur fyrir ullarmóttökuna á yf- irstandandi sumri, þar sem hún er víða um það bil að hefjast. Var því ákveðið að gera engar breytingar á núgildandi mati að sinni, en taka málið til gagngerðr ar endurskoðunar með það fvrir augum að koma á samræmdu, op- inberu mati á óþveginni ull þegar á næsta ári. Heimsmarkaðsverð ullar hefur verið hækkandi síðustu mánuðina og er öll ull kaupfélaganna frá í fyrra seld á hagstæðu verði, sern gerir meira en skila bændum grundvallarverði, og eru söluhorf- ur góðar á nýju framleicslunni. Agnar Tryggvason. T I M I N N, föstudagurlnn 28. júní 1963.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.