Tíminn - 28.06.1963, Side 9

Tíminn - 28.06.1963, Side 9
Gjörbylting í byggingarstíl höfuðborga um allan heim HöfuSborgir um allan hefan eru nú a3 brjótast undan okii íhalds- seminnar í byggingarlist og skipu- lagi miffborga sinna. Einhver fræg- asti arkitekt nútímans, Frakkinn Le Corbusier, á vafalaust mestan þátt í þvi. Hann skipulagffi Candi- garh, höfuffborg Punjab á Indlandi á mjög sérstæffan og nýtízkulegan hátt, sem vakti gífurlega athygli, og varff þaff upphafiff aff þessarú byltingu, sem nú breiffist út um alian heimínn, Víða eru þó hin gamalkunnu stjómarráðshús með hvolfþakinu látin halda sér, en í hverfum um- hverfis þau rísa aðrar byggingar •I tengslum við sjálft stjórnarráðið, og byggingarstíll þeirra á að verða í fyllsta samræmi við nútímann. Þó er ekki þess að vænta, að þess- um miklu byggingaráformum verði lokið á næstu árum, heldur munu líða allt að fimmtíu árum, þangað lil sum þeirra koma í gagnið. — Sums staðar eru byggingarfram- kvæmdir þessar þegar hafnar, en aðrar bíða síns tíma, þegar fjár- ftamlög og allar aðrar aðstæður leyfa. En öllum á að vera það sam figinlegt, að í framtíðinni haldist í hendur, hvað þetta snertir, stjóm mál og listir, sem beri sem sterk- astan svip af samtíðinni. Hér birtast myndir af slíkum á- formuðum ríkisbygaingahvarfum '.veggja höfuðborga í Bandaríkj unum, Trenton í New Jersey (efri myndin) og Albany í New York-ríki (neðri mynd). New Jersey-ríki hefur ákveðið að verja þrjátíu milljónum dollara .til nýrra opinberfa bygginga í höf- uðborginni Trenton. Þótt þær verði í sama hverfi, verður hér ekki einungis um að ræða stjórn- arskrifstofubyggingar, heldur vís- inda- og menntahallir. T. d. sjást hér á efri myndinni líkön af þrem siíkum nýtízku stórhýsum. Þar eiga aff vera til húsa, talið frá v.: Þjóðminjasafn ríkisins, þá bóka- safn og stjörnuskoðunarhús yzt til hægri. Byrjað var á þessari bygg- ingaþrenningu s.l. haust og á að verða lokið á næsta ári. Það leynir sér ekki, eftir neðri myndinni aff dæma, að höfuðborg- in Albany í New York-ríki á að fá nýjan svip áður en 20. öldinni lýkur. Á 98 hektara svæði eiga að rísa þessar tólf nýtízku stjórnar- ráðs- og menntahallir. En því verð- ur ekki lokið alveg á næstunni, heldur eru 22 ár til stefnu, verk- inu á að ljúka fyrir 1985, og áætl- aður byggingarkostnaður er 250 milljónir dollara. T í M I N N, föstudagurinn 28. júní 1963. — 9 -í“‘ J ; ;. .i i V. v *

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.