Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 6
Frá Skálholtshátíðinni 1956, er minnzt var 900 ára afmælis blskupsstólsins. „AHgöfgastur bær á öllu íslandi” í dag munu hugir íslend- inga beinast a'ö Skálholti. Sú merka athöfn, sem þar fer fram, rifjar upn hinn mikla þátt, sem Skálholt á í ís- lenzkri sögu. Ekki er sízt á- stæða til í því tilefni aö minn ast nokkuð fyrstu biskupanna þar. í fornum heimildum segir, aö Teitur, sonur Ketilbjarnar ins gamla að Mosfelli, hafi um tvennt verið mikill gæfumað- ur. „Hann var sá gæfumaður, að hann byggði þann bæ fyrst, er í Skálaholti heitir og er nú allgöfgastur bær á öllu íslandi. Sú var önnur gæfa hans, að hann átti að syni Gissur inn hvíta, er með kristni kom til íslands og bjó í Skálaholti eftir Teit, föður sinn.“ Gissur hvíti var einn helzti brautryðjandi kristninnar á íslandi. Hann var annar að- alleiðtogi kristinna manna, er kristni var lögtekin á Alþingi. Hann vann síðan að eflingu kristninnar á allan hátt. Hann átti margt mannvæn- legra barna, en mest traust batt hann við ísleif son sinn. Honum „fylgdi hann utan og seldi hann til lærlingar abba- dísi einni“, í Herfurðu á Sax- landi. „ísleifur kom svo til ís- lands, að hann var prestur óg vel læröur“. Eftir heimkom- una settist hann að hjá föður sínum. „Gissur hvíti lét gera hina fyrstu kirkju i Skála- holti og var grafinn að þeirri kirkju, en ísleifur bjó í Skála- holti eftir föður sinn.“ Kennarinn góði Fyrstu áratugina eftir að kristni var lögtekin, komu hingað allmargir erlendir bisk unar, er höfðu hér flestir skamma viðdvöl, enda ekki ætlazt til annars, þar sem þeir voru ekki vígðir til neins ákveðins biskupsstóls. Þeir voru nánast sagt erindrekar hins útlenda kirkjuvalds. ís- lendingar undu þessu ekki vel og vildu hafa sinn eigin bisk- ud. Svo segir því í fornum sögnum, að þegar „ísleifur var fimmtugur að aldri og ís- land hafði eigi fjarri því að lengd kristið verið, þá var hann beðinn til utanferðar og valdur til biskups af allri al- þýðu á íslandi“.Sennilega hef ur þetta kjör farið fram á Al- þingi. Að boði páfa, var ísleif- ur víeður til biskuns í Brim- um sem hinn fyrsti biskun. er hafði ísland sem fast biskups dæmi. Eftir heimkomuna setti ísleifur bikupsstól sinn i Skái holti. Það gerðist sumarið 1056. ísleifur hlaut erfiða stöðu sem biskup. Árferði var slæmt mestalla biskupstíð hans. Lausabiskupar héldu áfram að koma til landsins og „buðu margt linara“ en hann. ísleif- ur hafði því „nauð mikla á marga vegu í sínu biskups- dómi fyrir sakir óhlýðni manna“. Þá hafði hann jafn- an fjárráð af skornum skammti, því að „tilföng voru lítil, en atsókn mikil og var af því honum erfitt búið“. Það styrkti hann hins vegar. a.ð hann hafði það orð á sér að verg, „réttlátur og rá^vandur, gjöfull og góðgjarn“ 1 Þrátt fyrir erfiða aðstöðu. sfyrktist kristnin um daga hans. Það hafði ef til vill hvað mest á- hrif að „margir menn seldu honum sonu sína til læringar, og voru þeir síðan góðir kenni menn." Frægastur þeirra varð Jón Ögmundsson, síðar bisk- up að Hólum. Hann gaf læri- meistara sínum hinn fagra vitnisburð, að hann hafi ver- ið „manna vænstur, manna hagastur, allra manna bezt- ur“. Um ísleif sagði Jón einn- ig: „Þá kemur mér hann í hug, er ég heyri góðs manns getið. Hann reyndi ég svo að öllum hlutum.“ ísleifur stofnaði fyrsta skól ann í Skálholti og virðist af orðum Jón Ögmundssonar hafa verið bezti kennari þar fyrr og síðar. Hví ekki að kenna hinn fyrirhugaða skóla kirkjunnar þar við hann — ísleifsskóli? „Bæði konungur og biskup yfir landinu” Þegar ísleifur féll frá eftir 24 ára biskupsstjórn, settist i sæti hans sá maður, sem sennilega hefur verið mestur höfðingi á íslaudi. Það var Gissur, sonur ísleifs. Hann var gæddur jafnt líkamlegu atgerfi og andlegu, svo af bar, en mest var þó vert um góð- girni hans og réttsýni. Um hann sagði Haraldur Sigurðs- son Noregskonungur, að hann væri manna „bezt til fallinn að bera hvert tignarnafn.sem hann hlyti“. Hann var farmað ur um skeið og ófús að gerast biskup, en „hann tók tign og virðing svo mikla snemm- endis biskupsdóms síns, að svo vildi hver maður sitja og standa sem hann bauð og var rétt að segja, að hann var bæði konungur og biskup yfir landinu, meðan hann lifði." Margt studdi Gissur í starfi, auk- hinna mikhii hæfileika hans og mannkosta. Árferði var gott í landinu mestalla biskupstíð hans. Hann hafði sér til ráðuneytis tvo vitrustu menn landsins, Sæmund prest í Odda, „er beztur klerkur hefur verið á íslandi“, og Markús Skeggjason lögsögu- mann, „en hann hefur vitr- astur verið lögsögumanna á íslandi annar en Skafti“. Þessir menn báru saman ráð sín. Með aðstoð Sæmundar og Markúsar kom Gissur á tíund argjaldinu, sem tryggði fjár- hagslegan grundvöll kirkjunn ar og gerði hana að stórauknu valdi í landinu. Annað dæmi um framsýni Gissurar var það, að hann varð strax við óskum Norðlendinga um sér- stakan biskupsstól á Norður- landi, þótt það skerti vald hans .Loks var það Gissur, sem ákvað, að Skálholt yrði fastur biskupsstóll, og þvi til tryggingar gaf hann stólnum jörðina og lét byggja kirkju, sem þá bar langt af öðrum kirkjum landsins. Gissur var biskup í 36 ár og hélzt góður friður i landinu allan þann tíma. „Alla lét hann sína mannkosti í vöxt fara” Eitt af verkum Gissurar var það, að hann valdi eftirmann sinn, Þorlák Runólfsson, en tók við biskupsembættinu 32 ára gamall. Hann hafði ekki glæsileik Gissurar i útliti, en svo segir „er hann kom utan lands, var svo á tekið, að lítið mundi mannaval vera á land- ínu og þeim sýndist hann ó- sendilegur til slíkrar tignar.“ Hinir útlendu töldu sig þó komast að raun um annað, er þeir kynntust honum. Gissur hefur bersýnilega valið eftir- mann sinn með tilliti til þess, að hann léti sig kirkjumál meira varða en veraldleg mál og líktist að því leyti ísleifi föður hans. Þorlákur hafði sýnt það strax á unga aldri, að hann var „lagður til kennimannsskapar“, lítillátur og óafskiptasamur um mál, sem ekki snertu verkahring hans. „Hann hélt hinu sama lítillæti í biskupsdómi sínum, sem hann hafði áður haft, og alla lét hann sina mannkosti í vöxt fara, en engan þverra meðan hann lifði. Hann tók marga menn til læringar, og urðu þeir siðar góðir kenni- menn, og í mörgu efldi hann kristnina á íslandi.“ Dagleg- um háttum hans er svo lýst að „hann söng hvern dag þriðj- ung af psaltara seint og skyn- samlega, en þess á milli kenndi hann og ritaði eða las. helgar ritningar og læknaði ráð þeirra manna, er þess þurftu og á hans fund kómu. Aldrei var hann iðjulaus. Örr var hann við aumingja ,en kallaður féfastur af alþýðu, og sparði þó aldrei peninga að nauðsynjum til allra þarf- legra hluta." Þorlákur var biskup í 15 ár. Mikill mannasættir Fjórði biskupinn, sem sat biskupsstólinn i Skálholti, minnti meira á Gissur en Þor- lák ,hvað ytra útlit snerti. Það var . Magnús Einarsson, af- komandi Halls af Síðu og lík- ur honum um margt. Hann var „allra manna skörulegast- ur í öllu yfirbragði og lát- gæði“, en þó ljúfur og lítil- látur við alla. Hann var vel menntaður og manna mál- snjallastur. Hann var „ávallt alla menn sættandi, hvar sem hann var við mál manna staddur og sparði þess ekki, hvorki orð sín né auðæfi“. Hungurvaka segir, að þegar Magnús kom heim frá biskups vigslu, hafi hann hraðað sér til Alþingis. Menn deildu þá á þinginu, en er þeir spurðu til ferða biskups, féllu þær deilur niður. Biskup flutti síð < an ræðu af kirkjuhlaðinu, þar sem hann sagði tíðindi frá Noregi „og þótti öllum mönn- um mikils um vert málsnilld hans og skörungsskap. Þá reyndist og brátt, hver ágæt- ismaður hann var í sinu stór- lyndi og forsjá bæði fyrir sína hönd og annara, af þvi að hann sparði aldrei fjárhluti ; til, meðan hann var biskup, að sætta þá, sem áður voru j sundurþykkir, og^lagði það j jafnan af sínu til, er þeirra j var í milli, og urðu því engar i deildir með mönnum meðan Magnús var biskup. Hann hélt j hinu sama lítillæti við alþýðu j sem áður, þótt væri biskup, og j var hann af því vinsælli en j flestir menn aðrir.“ Magnús var ekki aðeins mik j ill mannasættir, heldur og mikill framkvæmdamaður. ! Hann lét stækka og fegra Skálholtskirkju og efldi stað- inn á annan hátt. Rétt fyrir andlát sitt hafði hann keypt j Vestmannaeyj ar og hugðist - setja þar upp munkaklaustur. 1 Magnús féll frá með svip- legum hætti eftir 14 ára bisk- upsstjórn. Hann lét lif sitt í húsbruna í Hítardal, er hann var á heimleið frá Vestfjörð- um, og með honum flestir fylgdarmenn hans. Stórhuga kirkju- smiður Fimmti biskuplnn í Skál- holti var Klængur Þorsteins- son, mikill höfðingi, skáld gott, meinlætamaður og heimsborgari í senn. Hann er frægastur fyrir hina miklu klrkju, sem hann lét reisa í Skálhölti og þótti mörgum, sem biskup reisti sér og kirkj- unni þar hurðarás um öxl. Sama gilti um kirkjuvígsluna, því að henni lokinni var öll- um, er þiggja vildu, boðið til veizlu og sátu hana um 700 manns, og allir virðingar- menn, er komið gátu, „voru með stórum gjöfum á braut leystir". Sitthvað mun þó hafa farið í handaskolum. því að sagnritarar fullyrða ekki meira um velzluna en að hún hafi verið „allvirðuleg”. Klængur biskup hélt oft stór- ar veizlur og var þvi vinsæll af höfðingjum, en hann var jafnframt örlátur við fátæka og hafði því mikla alþýðu- hylli. Hann var og strangur við sjálfan sig og gekk oft ber fættur i snjó og frostum. Ver- aldleg mál lét hann mjög til Framhald á 13 sí3u. UM MENN OG MÁLEFNI 6 '■ •• .v I' t' A t ,'• ■•(• V ' ) •\i ,0' T f M I N N, sutumdagurinu 21. júíí 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.