Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 14
 ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER brauzt út, og hann bauS fram þjónustu sína. Eftir að Blomlberg og ikona hans kocnu aftur til Þýzka lands, settust þau aS í bayernska þorpinu Wiesse, þar sem þau Wðu algjörlega óþekkt þar til' í lok styrjald’arinnar. Hann, átti eftir að verða konunni, sem lei’tt hafði eyðilegginguna yfir hann, trúr til endaloka, alveg eins og brezki konungurinn frá sama tíma var sinni konu. Þessi endalok komu við dauða hans 13. marz 1946 í Niirnbergfangelsi, þar sem hann, aumkvunarverður, skinhoraður maður, beið þess að bera vitni í réttarhöldunum. Fall Werners von Fritsch hershöfðingja Werner von Fritsch, hershöfð- ingi og yfirmaður landhersins, gáf aður og ósveigjanlegur liðsforingi af gamla skólanum („dæmiger herforingjaráðsmaður“ eins og Rader aðmíráll kallaði hann), var sjálfsagðasti maðurinn til þess að ' taka við embætti, Blombergs sem hermálaráðherra og æðsta manns allra herjanna. En við höfum þeg- ar séð, að Göring hafði ágirnd á þessu topp-embætti, og til voru þeir, sem trúðu því, að hann hefði af ásettú ráði hrint Blomberg út í hjónaband með konu, með þá óheppilegu fortíð, sem hann vel gat vitað um, til þess eins að ryðja sjálfum sér veginn. Væri þetta satt, þá vissi Blomberg ebkert um það, því á meðan á kveðjuviðræð- um hans við Hítler stóð 27. janúar stakk hann fyrst upp á Göring sem eftirmanni sínum. Hins vegar þekkti foringinn sinn gamla naz- ista-fylgismann betur en nokkur annar. Göring, sagði hann, var alltof nautnagjarn og skorti bæði þolinmæði og ástundunarsemi. Hann studdi heldur ekki von Fritsch hershöfðingja, og honum hafði hvorki geðjazt að né hafði hann gleymt andstöðu hans við fainar stórkostlegu áætlanir, sem hann hafði lagt fram 5. nóvember. Þar að auki hafði fjandskapur Fritschs í garð Nazistaflokksins og sér í lagi S.S. aldrei farið neitt leynt — kringumstæður, sem höfðu ekki aðeins dregið að sér athygli foringjans, heldur höfðu leitt til þess að styrkja ásetning Heinrich Himmlers, S.S.-foringj- ans og yfirmanns lögreglunnar, um að steypa af stóli þessum fyrir litlega'mótstöðumanni, sem stjórn aði hernum, Nú kom tækifæri Himmlers, eða fremur, hann skapaði það með því að koma af stað svo yfirgengilegri óhróðurherferð gegn manninum, að það er erfitt að trúa því, að hún hafi getað átt sér stað — að minnsta kosti árið 1938 — jafnvel í gl'æpamennskuheimi S.S. og Þjóðernissósíalistaflokksins, eða að þýzki landherinn, sem þegar öllu var á botninn ■ hvOlft, hafði sínar venjur, hefði þolað hana. Hún kom á hæla Blomberg- hneykslisins og olli því, að önnur og enn þá aflmeíri sprengja sprakk og skók undirstöðu liðsforingja- sveitarinnar og gerði út um örlög hennar. Daginn, sem Göring sýndi Hitl'- er lögregluskýrsluna um brúði Blombergs, þ. e. 25. janúar, breiddi hann einnig út fyrir foringjann annað og enn skaðlegra skjal. Himmler hafði útvegað skjalið með aðstoð aðalaðstoðarmanns síns, Heydrich, yfirmanns S.D., S.S.-öryggisþjónustunnar, og því var ætlað að sýna, að von Fritsch hershöfðingi væri sekur um kyn- villu samkvæmt 175. grein þýzku hegningarlaganna, og þar að auki. hefði hann allt frá árinu 1935 greitt fjárkúgara fjárupphæðir í því skyni, að halda málinu leyndu. Skýrslurnar frá Gestapo virtust svo tæmandi, að Hitler hallaðist að því að trúa ákærunni, og Blom- berg gerði ekkert til þess að breyta áliti hans, ef til vill til þess að svala reiði sinni á Frit’sch vegna hnnar harðýðgislegu afstöðu, sem landherinn hafði tekið gagnvart honum og giftingarmálum hans. Hann sagði í trúnaði, að Fri.tssh væri ekki ,,kvennamaður“ og bætti við, að hershöfðinginn, sem verið hefði piparsveinn alla ævi, hefði vel getað „látið undan veikleikan- um“. Hossbarh ofursti, aðstoðarmað- 144 ur foringjans, sem viðstaddur var, þegar Gestapo-skýrslan var lögð fram, fylltist hryllingi, og þrátt fyrir skipanir Hitlers um að segja ekkert við Fritsch, fór hann þegar til íbúðar yfirmanns hersins td þess að skýra honum frá ákærunni og vara hann við hinni miklu faætt’u, sem yfir honum vofði. Hinn þegjandlegi, prússneski aðalsmað ur varð þrumu lostinn. „Þetta er ekkert nema uppspuni frá rótum!“ hreytti hann út úr sér. Þegar hann var orðinn ról'egri, fullvissaði faann liðsforingjann og lagði við heiður sinn, að ákæran hefði ekki við nokkur rök að styðjast. Án þess að óttast afleiðingarnar fór Hoss- bach snemma næsta morgun til Hitlers og sagði honum frá fundi ■hans og Fritsch, og skýrði frá ein dreginni afneitun hans á ásökun- unum og hvatti foringjann til þess að veita honum áheyrn og þar með tækifæri.til þess að neita sekt si:nni í eigin persónu. Hossbach til mikillar undrunar samþykkti Hitler þet’ta, og æðsfi maður landhersins var kallaður til kanslarahallarinnar seint um kvöld þennan sama dag. Þar átti 'hann eftir að verða fyrir þeirri reynslu, sem hin langa þjálfun hans sem aðalsmanns, liðsforingja éða „séntilmanns" hafði varla bú- ið hann undir. Fundurinn fór fram í bókasafni kanslarahallarinnar, og í þetta sinn var Himmler einnig viðstaddur auk Görings. Eftir að Hitler hafði skýrt frá ákærunni, lagði Frit'sch drengskap sinn sem liðsforingja við, að hann væri al- gerlega saklaus af öllu, sem fram kom í henni. En slíkar fullyrðing ar höfðu ekki mikið gildi í Þriðja ríkinu, þegar hér var komið sögu, og nú leiddi Himmler, sem beðið hafði eftir þessu augnabliki í þrjú ár, inn sviksamlega, úrkynjaða veru. Þessi maður falýtur að hafa verið einn furðulegasti, ef ekki’ sá maður, er verst orð fór af, sem nokkru sinni var látinn koma inn á skrifstofu kansl'ara Þýzkalands. Nafn hans var Hans Schmidt, og hann hafði langa fangelsisskýrslu að baki sér, sem náði alla leið til þess dags, er hann sem ungur drengur hafði verið sendur á heimili fyrir vandræðaunglinga. Aðalveikleiki hans hafði verið að njósna um kynvllinga, og þvnga síðan út úr þeim peninga. Hann játaði nú, að hann þekkti von Fritsch hershöfðingja fyrir sama liðsforingjann, er hann eitt sinn hafði rekizt' á, fromja kynvillu-brot í dimmum trjágöngum í nánd við Potsdamjárnbrautarstöðina í Ber- l'ín, en þá hafði verið með honum náungi úr undirheimum borgarinn ar kallaður „Bayernski Joe“. Schmidt sagði þremur æðstu mönn um Þýzkalands, að um árabil hefði þessi liðsforingi greitt honum fé til þess að hann þegði, og greiðsl urnar hefðu aðeins hætt, þegar Iögin komu honum á bak við grindur fangelsisins. Von Fritsch hershöfðingi var allt of reiður til þess að svara. Það, að æðsti maður ríkisins, eft- irmaður Hindenburgs og Hohen- zollernkeisaranna, skyldi leiða fram jafn skuggalegan karakter sem þennan og það á þessum stað og í þessum tilgangi, var of mikið til þess að hann gæti sætt sig við það. Þögn hans varð einungis tU þess að fullvissa Hitler um, að hann væri sekur, og foringinn óskaði þess, að hann segði af sér. Fritsch neitaði að gera það, og krafðist þess, a herréttur fjallaði um málið, en Hitler hafði alls ekki í hyggju að gefa hernum tækifæri til þess að skipta sér af þessu máli, að minnsta kosti ekki enn þá. Þetta var tækifæri honum af himnum sent til þess að gera að 54 reisa allt við á mý. Þú veizt, að þeir eru mjög duglegir." „Já, ég veit það“, sagði Bee- cher. Hann fann hjá sér knýjandi þörf fyrir sígarettu. „Ferðaðist Don Willie ekki mikið?“ „Hann rak viðskipti víða. Jafn- vel' í Frakklandi. En honum var aldrei hlýtt til Frakklands. Hann sagði, að þjónarnir væru ósvífnir og fólk gaf honum illt auga, af því að hann hafði lélegan fram- burð á frönskunni". Hún gekk fram og aftur á með- an hún talaði. Alltaf sama spöl- inn, eins og dýr í búri. „En mér fannst yndislegt í París. Borgin er svo falleg, að það tekur í hjart að. Maður getur raunverulega séð andrúmsloftið, Það var það, sem Cezanne mgJaði, var það ekki? Það er vegna andrúmsloftsins, að það er svo létt yfir myndunum hans. Ekki vegna litanna sjálfra". Beecher leit á armbandsúrið. Ilse hélt áfram göngunni fram og aftur með krosslagðar hendur og djúpa hrukku milli augnanna. „Heyrðu, hvað segirðu um, að fara niður og sækja mér fáeinar sígarettur?" spurði Beecher. Hvískur skósóla hennar við teppið um leið og hún gekk fram og aft ur — steinþegjandi, svart símtólið við hlið hans og þung kyrrðm að utan var orðin honum óþolandi. Taugar hans voru að bresta. „Já, auðvitað", sagði hún strax, og honum var ljóst, að hún var fegin að fara. Henni létti við að losna úr návist hans. Taugar henn ar voru ekki sterkari en hans. Þegar dyrnar lokuðust að baki hennar, rakaði Beecher sig og brá sér í steypibað. Hann var í þann vegi.nn að klæðast skyrtunni aft- ur, þegar hann heyrði símann hringja. Símastúlkan sagði, að hún hefði fengið samband við Spán. Síðan heyrðist brak og brestir og inn á milli spánskar raddir í fjarlægð. Nöldrandi raddir til- kynntu Malaga, Sevilla, Ronda. Síðan heyrði hann rödd írans á bak við, daufa og næstum örveent ingarfulla, keltneskan tón í fúgu spánskrar ringulreiðar. Beecher velti fyrir sér, hvort símakerfi Spánar mundi nú vera í lagi eða ekki. Það var í rauninni hreint happdrætti, hvort maður væri það heppinn að hitta á rétta augna blikið. Einu sinni hafði hann hringt til Malaga frá þorpi fimm- tán kílómetra þaðan og örskammri stundu síðar hafði hann átt oi'ð- ræðu við furðu lostinn mann í San Sebastian, en ‘ þangað var tveggja daga ferð til norðurs. En allt í einu heyrðist rödd ír- ans skýr og greinileg eins og kl’ukknahljómur á frostheiðum vetrarmorgni, „Já, halló. Halló“. Beecher hækkaði raustina og sagði: „í hvaða verði eru Bush- mill-hlutabréfin þín þessa stund ina?“ „Hvað þá? Halló, halló“. Beecher þorði ekki að nefna nafnið sitt. Stundum voru símtöl ti.l og frá Spáni hlustuð og stund- um ekki. En það var ekki rétt að eiga neitt á hættu. „Eg vildi, að . ég hefði þegið starfið, sem þú bauðst mér“, sagði hann. Það var dauðaþögn, og síðan heyrði hann írann grípa andann á lofti. „Drottinn minn dýrasti. Mi — “. „Hættu“, sagði Beecher. „Ekk- ert svona“. „Nei, auðvitað. Það var heimsku l'egt". „Eg verð að komast til Spánar“. „Einmitt". Það var eins og ír- inn yrði varkárari. „Eg veit ekki, hvort þú hefur hugsað út í, hvern ig veðrið er hérna. Það er skoll- ans ári heitt þessa stundina. í raun inni alveg ferlega. Illþolandi fyrir þig að minnsta kosti“. „Þetta verður engin skemmti- reisa. Heldur viðskiptaferð". „Nú, já. Viðski.pti. Spurning um líf og dauða ef til vill?“ „Já, tvímælalaust“. „Hvenær býstu við að koma?“ „Það er undir ýmsu komið. Eg get ekki notað litl'u, grænu bókina mína“. írinn þagði. Beecher heyrði að- eins ógreinilegt suð. „Jahá“, sagði írinn loks. „Hún er víst frekar til trafala, gæti ég hugsað mér“. Beerher dró andann léttar. ír-; inn hafði skilið, að hann át'ti við passann. „Já, þannig horfir það við“, sagði hann. „Nú, jæja. Nú, jæja. Ferðu til j Tangier?“ I „Á morgun, ef unnt er“. „Bíðum nú við“. Það varð löng , þögn. Síðan sagði írinn ákveðinn: ! „Á Velasqueshótelinu hittirðu ara- biskan leiðsögumann, sem heUir Pinkí. Biddu hann að fylgja þér til .Rósí. Eg skal gera það, sem ég get hérna megin“. Rosí var Rosaleen, bátur írans. „Þakka þér fyrir“, sagði Beecher. Hann þurrkaði svitann af enninu. „í guðanna bænum svíktu mig ekki“. „Ef þú hefur ekki óvenjulega góða vörur að bjóða, legg ég til að þú gleymir að koma yfir sund- ið“, sagði írinn. „Það er enginn, sem er beinlínis óðfús í að eiga viðskipti við þig — ég er hrædd- ur um, að þeir nenni ekki einu sinn að hlusta á góða sögu“. „Eg verð að reyna“. „Jæja, guð fylgi þér, drengur minn“, sagði írinn. „Og gangi þér vel“. Daufur hvellur gaf Beecher til kynna, að sambandið hafði ver ið rofið. Beecher settist á rúmbríkina og vætti þurrar varirnar. Hann veitti því nú athygli, að Ilse hafði verið i burtu í meira en hálftíma. Hvað í helvítinu gat dvalið hana, hugs- aði hann og rótaði vonlítill í vös- um sínum eftir sígarettu.Það hafði verið óviturlegt að senda hana út úr herberginu. Jafnvel þótt líkurn ar hefðu aukizt fyri.r því, að þau slyppu, þyrftu þau nú á heppni að halda, sem nálgaðist kraftaverk, ef allt átti að ganga, eins og hann hafði ráðgert. Hún mundi varla geta þolað mikið meira. Hann vissi, að hann mundi þurfa að vera vin- gjarnlegur við hana og reyna að veita henni aukinn styrk. En ég hefði ekki vanþörf á slíku sjálfur, hugsaði hann. Ei það stoðaði ekki að hugsa um slíkt. Honum yrði að nægja glas af víni, rúm með tepp- um, sem unnt væri að draga upp fyrir haus og nætursvefn, sem hann yrði að vona, að yrði jafn þungur og draumlaus og dauðinn sjálfur. Hann var of þreyttur til að brjóta heilann um, hvers vegna honum væri svo í nöp við Ilse. Svona var það einu sinni, og það virtist standa í einhverju sam- bandi við hans eigin áhyggjur og ótta. Fáeinum mínút'um síðar heyrð- ist barið varlega að dyrum. Beech- er opnaði og Hse smeygði sér inn um dyrnar. „Hérna“, sagði hún og rétti hon um tvo pakka af Camel. „Eg vissi ekki, hvaða tegund þú vildir. Eru þessar nógu góðar?“ „Hvers vegna vaxstu svona lengi?“ „Þær fengust ekki niðri í for- salnum. Eg þurfti að fara inn á barinn“. í kinnum hennar voru rauðir dílar. „Það var maður, sem ávarpaði mig. Ógeðslegur, lítill Ameríkani. Eg held, að hann hafi vitað, að ég var hrædd. Eg veit ekki, hvernig. Hann var eins og þefdýr . . . “ Hún gekk óról’eg fram og aftur um gólfið, um leið og hún talaði og augu hennar skutu gneistum af reiði. „Hann vildi bjóða mér upp á glas. Hann bað mig að setjast við borðið hjá sér. Fyrst sagði ég nei, en honum var ljóst, að ég var hrædd. Að eht hvað var öðru vísi en það átti að vera“. „Af hverju gekkstu ekki bara út aftur?“ „Þú getur trútt um talað. sem hefur setið hér uppi i þægilegu herberginu En það leit öð’-i'. visi út þarna niðn þeaar líti! ausu hans hvíldu á mér Það vsr eins og hann væri að glápa inn < svefn herbergisglugga að næturþeli. Til þess að sannfæra hann um. að ekk ert væri að mér, leyfði ég honum 14 T I M I N N, sunnudagurinn 21. júlí 1963. — i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.