Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.07.1963, Blaðsíða 13
Skálholtshátíðin 1956, Haldln á 900 ára afmæll biskupsdóms á fslandl, gengu í skrúSgöngu a5 hátíðarsvæðinu. SKALHOLT Framhald af 9. slðu. ítrasta til að bæta um, en við ramman reip var að draga. Biskupsstóllinn átti í sífellt meiri erfiðleikum að halda skól. anum uppi, harðæri jókst og verr gekk að innheimta leigur af búum. Oft lá við hungri. Ein er sú lýsing á matarræði skóla- sveina, að ölmusupiltar svo- nefndir fái daglega harðfisk og smjör tvisvar á dag, endrum og eins mjólkursopa, en ann- ars sýrublöndu. Aðeins á há- tíðum og tyllidögum fái þeir brauð og heitan mat. En þeir piltar, sem borgað er með, fái eitthvað af kjöti og soðnum fiski daglega. Svo segir og í skýrslu skólameistara, að nem- endur verði að sofa þrír eða fjórir í hverju rúmi með einn eða tvo kodda og undirsæng úr heyi og vaðmálsvoðir. Kuldinn dragi úr námslöngun nemenda, og verði þeir að fljúgast á til að halda á sér faita, þeir þambi kalt vatn við þorsta og fái kvef og lungnabólgu og margir frost ból'gu í fætur og hendur. Sá var siður meðal eldri skólasveina að láta nýsveina ganga gegnum hreinsunareld, er þeir settust í skólann og höfðu ekki á því vettlingatök. Varð þetta svo frægt að end- emum, að foreldrar töldu trygg ara að fá sonum sínum vernd- ara í hópi hinna eldri og stælt- ari, sem sumir höfðu þetta að féþúfu og gerðu sér glað- an dag fyrir. Voru nýsveinar oft leiknir hart, sem ekkert jafnast á við „tollering- arnar“ þótt þær tíðkuðust líka í Skálholtsskóla. En að auki voru þeir grýttir og kastað í þá skít og barðir til óbóta, spark- að í þá. Gengu þessar þrautir undir ýmusum nöfnum, ein var járning, og gekk hún til alveg eins og við járningu hesta, nema að ekki voru naglar not- aðir, ekki heldur hamar, held- ur hnefi, en steinn notaður til að halda á móti og högg ekki spöruð. Þegar járningu var lokið, stökk eldri sveinn á bak og reið gæðingnum nokkra hringi eftir gólfinu. Og eftir- farandi frásögn skólameistara af svonefndum bombalda: „Seint mjög að kvöldi hins 14. apríl kom skólapiltur að nafni Jón Sigurðsson út í loftstiga og kallaði til brytans og bað hann að opna fyrir sig borðstofuna, því að hann hafi gleymt þar vettlingum sínum. Brytinn varð vel' við þessu. En þegar hann hafði lokið upp, komu þar að tveir skólapiltar og fylgdu þeim inn. Greip þá annar þeirra, Bjarni Pétursson, lykil- inn og skellti hurðinni í lás, en hinir hröðuðu sér gegnum stofuna að austurdyrunum, er lágu inn í skólann og opnuðu þær. Ruddist þar í gegn mik- ill fjöldi skólapilta og tóku til að berja bombalda með þeim ógnarlátum, að sumir héldu, að kominn væri jarðskjálfti, aðrir orkan eða hvirfilvindur. En brátt könnuðust menn við, hvað vera mundi á seyði, því að allt lék á reiðiskjálfi. Hugs- uðu þeir, sem næstir voru, ei um annað en sjá sér borgið, svo að ekki yrði á þá ráðizt i myrkr inu, er þetta væri afstaðið. Vesalings brytinn varð að vera þarna meðan þessi skarkali stóð yfir, því að hann komst ekki út, en hvar hjarta hans sat á meðan, má hann sjálfur bezt vita. Þegar þeir fóru burtu, höfðu þeir með sér stóra lykilinn og þorði brytinn ekki að sækja hann sjálfur, heldur sendi til þess tvær stúlkur, af því að hann hélt, að þeim mundi reiða betur af en sér. Sama dag var lykillinn tekinn úr herbergi því, er sumt af fólki biskups- stólsins sefur í, efalaust til að komast þangað inn og vekja hávaða og hræða fólk, er þar var til hvílu gengið. En af því varð þó eigi. Sá veiki, melan- kólski maður, Helgi Sigurðs- son, varð svo hræddur, að hann stök kupp úr rúmi sínu í nær- fötum einum og hljóp út í og sýnlr myndin, er prestar kuldann, og er eftir það mjög illa til reika. f morgun fannst spisestofan svo á sig komin, að öskjur, skerborð og fiskur, sem brytinn hafði í gærkvöldi á borð lagt, lá niðri á gólfi, tvö skerborð brotin, silfurskeið fordjörfuð, ein gluggarúða mölbrotin, þil í einu stafgólfi útslegin og sláin sprengd með fleira, sem þessi ógangur hafði úr lagi fært. Nú þar þetta er ósæmileg að- ferð og aideilis ókristileg sunnu dagsiðja, svo ber yður hér um alvarlega að inquirei'a og fá upphafsmennina uppspurð'a, svo þeir, sem hafa forfært aðra, kunni exemplariter að straffast eftir því sem inspectores schol- astica^ fyrir gott finna. En hin \\ ir, scm hafa sig þar til látið.for Ieiðá, útstandi alvarlegt skóla- straff. Skaðinn, hvem ég skal það fyrsta ske kann endurbæta, er einskisverður hjá svo illri skikkan og óguðlegu ungdóms- ins framferði, sem engan veg- in má strafflaust líðast". Er haustpróf voru um garð gengin í Skálholtsskóla, var efnt til krýningarhátíðar þeirr- ar, er fékk nafnið herradagur eða herranótt. Þá var sá efsti á prófinu krýndur konungur með kórónu, ríkisepli. Embætt- ismenn voru honum fengnir, biskup, stiftsamtmaður óg sýslumaður, en fötin, sem þeir báru, voru bara druslur einar. Prédikun sú, er biskupinn sagði fram á þessari leiksýningu, var kölluð Skraparotsprédikun, — flutt í heíðbundnum prédikun- arstíl, en erkivitleysa að inni- haldi, og svo var einnig um sálmana, er skólasveinar sömdu og sungnir voru. Oftar að vetrinum voru herradagar haldnir, að viðstöddum kennur- um og biskupi, sem skemmtu sér yfir skrípalátum skóla- sveina. Heitið herranótt fylgdi skólanum, er hann fluttist frá Skálholtí, og heitir svo enn í dag hin árlega leiksýning nem- enda Menntaskólans í Reykja- vík. En nú væri fróðlegt að vita, hvort þessi gamli skólasið- ur verður endurlífgaður, er skóli verður hafinn á ný í Skál- holti. G. B tók saman. Skrifað og skrafað Bh-amhald af 6. síðu. sín taka, eigi síður en kirkju- mál. Fáum stórum málum var svo til lykta ráðið, að hann kæmi þar ekki nærri og jafn- an veitti þeim betur, er hann fylgdi að málum. „Þeir voru og hans vinir traustastir, er mest voru virðir á íslandi, Jón Loftsson og Gissur Hallsson“. Klængur var biskup í 24 ár, en eftirmaður hans varð Þor- lákur inn helgi. Oflangt yrði, ef rekja ætti sögu hans hér. Skálholt og kirkjan Saga hinna fyrstu fimm biskupa í Skálholti, er á marg an hátt lærdómsrík. Hún sýn- ir, að Skálholt hefur orðið eins konar höfuðstaður lands- ins strax á þeim tíma og hald- ið því sæti meira og minna í margar aldir. Þar var ekki síð ur ráðið til lykta veraldlegum málum en andlegum. Þessi saga er einnlg að mörgu leyti lærdómsrík fyrir kirkjuna í dag og þau við- fangsefni, sem nú er glímt við. Fræðslustarfið var þá ein helzta undirstaða hins kirkjulega starfs. Svo þarf þetta að vera enn „en nútíma hættir krefjast að það sé rek- ið á miklu víðtækara sviði en áður, ef vel á að vera. Og kirkjulegu starfi verður ekki haldið uppi, án traustrar fjár hagslegrar undirstöðu. Þetta skildi Gissur biskup, er hann kom á tíundinni. Það ei; ánægjulegt, að haf- izt er handa um að heiðra Skálholt sem sögustað. En Skálholt á að geta orðið meira en gamall sögustaður. Um það eru hins vegar nokkuð skiptar skoðanir, hvernig því verði bezt háttað, og verður því sleppt að ræða um það að þessu sinni. Meistarafélag húsasmiða heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 23. júlí kl. 8,30 e. h. í Iðnskólanum (gengið inn frá Skóla- vörðuholti). Fundarefni: Samningarrúr. ' s Stjórnin. Frá Skattstofu Reykjanesumdæmis Skrá yfir aðstöðugjaldsstiga fyrir frystihús og fisk- vinnslu í Keflavíkurkaupstað, Grindavíkurhreppi og Njarðvíkurhreppi, liggja frammi hjá umboðs- mönnum Skattstjóra í fyrrgremdum sveitarfélög- um og á Skattstofunni í Hafnarfirði. Hafnarfirði 19, júlí 1963, Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi. Gólfeinangrun fyrir geislahitun. Dakaður korkmulningur. Korktappar. Asfalt lím í tunnum. ^AVmstrong V V C O R K C O M P A N V Einangrunarkork 1”, 2”, 3” og 4” þykktir Unclirlagskork fyrir gólfefni Korkparkett, bónslípað Hljóðeinangrunarplötur, hvítar úr texi og korki og líin. Pípueinangrun. Suðurlandsbraut 6 — Sfmi 2 22 35 2 iínur Vörugeymslur við Kleppsveg. Harðplast á borð. Harðplast lím. Veggflísar, postulíns Veggmósaic Góifmósaic Aluminium papþír Fugu fyllir Flísalím Gólfflfsa lfm Gólfflísar Gólfdúkur Glugga plast Múrhúðunarnet Lykkjur Garðanet Túngirðingarnet Gaddavír Mótavír Bindivír Siéttur vír Saumur Þakjárn T í M I N N, gunnudagurinn 21. júlí 1963. — 13 I

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.