Tíminn - 21.07.1963, Side 7

Tíminn - 21.07.1963, Side 7
Útgefcndl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Tómas Amason. — Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson, Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karteson. Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305. Skrif stofur Bankastr. 7. Afgr.sími 12323. Augl., sími 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 65.00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. — SKÁLHOLT í DAG fara fram mikil hátíSahöld í Skálholti. Þá mun ríkið afhenda þjóðkirkjunni staðinn til eignar og um- ráða og vígð verður þar ný og myndarleg kirkja. Þá mun biskup landsins einnig taka fyrstu skóflustungu að bygg- ingu kristilegrar menntastofnunar i Skálholti. Paö eru ra ar sfSan hafln var endurreisn þessa sögu- træga og fornhelga staðar. Ýmsir áhugamenn höfðu unn- 11 að framgangi málsins og ber þar ekki sízt að nefna 'jiskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson. Fyrstu skrefin voni stigin 1952 er að nýju var settur kirkjustaður í Skálholtti og 1954 er 2 milljónir voru veittar á fjárlög- um 1955 til byggingar kii-kju í Skálholti. Jafnframt skip- aði þáverandi kirkjumálaráðherra Steingrímur Steinþórs- son þriggja manna nefnd til alhliða endurreisnar staðar- ins. Þá nefnd skipuðu þeir Hilmar Stefánsson, Magnús Már Lárusson og séra Sveinbjörn Hógnason. Nefndin hef- »ii skilað Kijög góðu starfi. í dag verður vígð ný og glæsile® kirkja í Skálholti, en saga og frægð Skálholts er ekk( eingöngu til orðin vegna glæsilegra bygginga á fyrri öldum, heldur fyrst og fremst vegna þess mannlífs mennta og trúar, sem þar blómgaðist, en Skálholt var hinn raunverulegi höfuðstað- ur íslands um aldir. Ennþá erum við Islendingar þekktastir fyrir þær bókmenntir, sem urðu hér til á 13 og 14. öld og þá sögu, sem þessar bókmenntir hafa að geyma um uppruna okkai og líf þjóðarinnar í landinu fyrstu aldirnar. Kh'kjan, biskupstólarnir og klerkastéttin eiga mikinn heiður af varðveizlu sögunnar og fyrir að haía átt ríkan þátt í því að halda vakandi með þjóðinm menntaþrá og kjarki í þrautum hennar og mótlæti. Ef þjóðhj hefði ekki átt sögu sína varðveitta á hinum fornu skinnblöðum, ef þjóðin hefði ekki eignast kristna kirkju hver hefði þá orðið saga okkar og menning? Hvernig væri þá tunga okkar og þjóðerni í dag? Slíkum spurningum er auðvitað ekla unnt að svara afdráttarlaust, en þær gætu minnt okkur á að ritlistin fylgdi í kjölfar kristmdómsins og án ritlist- arinnar hefðum við staðið býsna slippir. Við íslendingar höfum verið nefndir söguþjóðin og land okkar sögueyjan. En höfum við staðið undir þvi sæmdarheiti, við sem nú byggjum þetta land? Við eigum i landinu marga fræga sögustaði. sem við höfum allt fram að þessu ekki gert neitt til að varðveita. Þjóðernis- tilfinning og hóflegt þjóðarstolt er hverri þjóð nauðsyn- legt. Flestar þjóðir leggja rækt við slíkt í uppeldi æsk- unnar með sögukennslu og ekki sízt með því að varð- veita allar sögulegar minjar og kynna þær fyrir æsku- lýð, svo að hann komizt í lifandi snertingu við fortíð og sögu þjóðar sinnar. Hér vantar nukilvægan þátt í upp- eldi íslenzkrar æsku. Skálholt getur og á að verða tengi- liður milli fortíðar, nútíðar og framtíðar í lífi slenzku þjóðarinnar. Biskupinn yfir íslandi mun í dag gera tákn um að svo muni verða, er hann stingur fyrstu skóflu- stungu að kristilegu menntasetri í Skálholti. Ef rétt verður haldið á málum, á Skálholt að geta rrðið að nýju höfuðsetur menningar- og kirkjulífs. Á þann hátt verða bezt tengd saman fortíð og framtíð og þióðinni miðlað af reynslu fyrri alda. Þjóðinni verður bað styrkur að eiga slík höfuðsetur, viðar en í höfuðborg- i’ini. Þess vegna eru ekki aðeins glæstar minningar, held ur glæstar vonir tengdar við Skálholt í dag. Walfer Lippmann ritar um alþjóðamál: Grundvallaratriði sam- búðarinnar við Sovétríkin Þjóðernisstefnan er sterkari en kommúnisminn. ÞAÐ er oft miklu aðveldara að spá fyrir, hvað muni gerast, en að segja nákvæmlega til um, hvenær það muni gerast. Þetta hefur vissulega verið reyndin varðandi deilu kommúnista-' flokka Kína og Sovétríkjanna, sem er einn örlagaríkasti þátt- ur nútíðar sögu. Við höfum lengi vitað, að það myndi koma til slíkrar deilu, en við vissum ekki, hvenær hún myndi komast á það stig, að hún breytti öllum viðhorfum og ástandi heims- málanna. VIÐ l'ok síðari heimsstyrjald- arinnar, nokkrum árum áður en Mao Tse tung og félagar hans í Kommúnistaflokknum höfðu náð yfirráðum yfir öllu Kína, varð það þegar ljóst þeim, sem kynntu sér landfræði- og land- mörk í Asíu, að hagsmunir Kína og Sovétríkjanna hlytu að rek- ast á víða meðfram hinum geysi löngu landamærum ríkjanna, sem ná al.lt frá Kyrrahafi inn í miðja Asíu. Menn vissu einnig þá að Stalín grunaði kínverska kommúnista um græsku. Hann kallaði þá „radísur". Rauðir að utan en hvítir að innan. Það, sem Stalin óttaðist án efa, var voldugur kommúnistískur keppi r-’hautur íast við landamæri Sovét ríkjanna-. Þegar kommúnistar lögðu gjörvallt Kína undir sig — án hjálpar frá Sovétríkjunum — virtist flest benda til þess að til átaka myndi draga milli komm- únistaflokka Kína og Sovtéríkj- anna. Þegar ég dvaldi í Moskvu i október 1958, var hin opinbera stefnuyfirlýsing sú, að óhugsandi væri, að þjóðernislegir hags- munaárekstrar gætu átt sér stað milli kommúnistarikja. Þegar ég drap á hina ölíku hagsmuni Kína og Sovétrík.ianna við Krust joff, forsætisráðherra, svaraði ha,nn spurningu minni einfald- lega með því að segja, að ég myndi ekki spyrja svona, ef ég vissi eitthvað um eðli kommún- ismans. En stuttu síðar, þegar ég drakk te með ritstjórum Pravda, urðu umræður um mál- efni Kína örlítið liðugri. Loks skellti ég fram eftirfarandi, ekki aðeins vegna þess að ég trúði þvi, heldur meira til að sjá hver viðbrögð ritstjóranna yrðu: „Það, sem þið eigið að gera, er að ná samkomulagi við Vesturveldin og ganga í bandalag við okkur til tryggingar heimsfriðinum.-‘ Það varð löng og vandræðaleg þögn, sem var rofin með and- varpi frá einum ritstjóranna sem síðan sagði: „Ef þið Banda- ríkjamenn hefðuð talað svona fyrir 10 árum“ — Ég lét frekari umræður um þetta atriði niður falla, þar sem ég taldi ekki skyn- samlegt að minna þá á, að fyrir 10 árum hefði það verið Stalín. sem við áttum við að eiga. ÁRIÐ 1958 var þegar farið að kólna verulega sambúð Kína og Sovétríkjanna, og í lok ársins reyndu þeir að draga úr ágrein- ingnum, en án árangurs. 1959 harðnaði deilan enn og Krust- joff neitaði að hiálpa Mao í deil- unni við okkur um eyjarnar við strendur Kina, Krustjoff neit- NIKITA KRUTSJOFF aði Mao um kjarnorkuvopn og enn fremur neitaði hann að styðja hann í landaþrætunum við Indverja. Enn fremur hafnaði hann kröfu Maos u:n afskipti af landgöngu Bandaríkjamanna í Líbanon og Breta í Jórdaníu. 1959 varð því fullkomlega ljóst að atburðir staðfestu það, sem séð hafði verið fyrir í lok síðari heimsstyrjaldarinnar, þ.e. að þrátt fyrir þá staðreynd, að Kina og Sovétríkin væru bæði kommúnistaríki, myndi liinn forni rígur milli þessara ríkja halda áfram. Ég hef löngum haldið því fram, að þjóðernisstefna sé sterkari í hinu mannlega eðli en kommúnisminn, þegar á herðir, og einmitt þess vegna ættum við að haga skiptum okkar við Sov- étríkin þannig, að við tækjum meira tillit til hagsmuna Rússa sem þjóðar en hinnar Max-Len- inisku hugmyndafræði sovézka. Kommúnistaflokksins. Atburðarás sögunnar hefur sannað þessa kenningu að mínu áliti. Mikilvægustu þjóðarhags- munir Rússa nú eru að hefta framrás Kínverja inn í Síberíu — og einnig — vegna þess að Rússar eru Vesturlandabúar — að komast að friðsamlegu sam- komulagi við Vesturveldin. GRUNDVÖLLUR þeirrar kenn- ingar- að þjóðernisstefnan muni reynast kommúnismanum yfir- sterkari, er sú skoðun, að eftir því sem kommúnistaríki tekst MAO TSE-TUNG að bæta lífskjör almennings, því lægra verður rísið á markmiði hinnar kommúuistísku byltingar unz það hverfur og gleymist. Það er nú að vaxa upp ný kynslóð í Sovétríkjunum, sem aldrei þekkti Lenin eða þær aðstæður, sem sköpuðu hina kommúnist- isku byltingu. En jafnhliða þessum tveim sjónarmiðum varðandi samskipt in við Sovétríkin, þ.e. að þjóð- ernisstefnan sé að verða komm- únismanum yfirsterkari, þá þarf einnig að hafa hliðsjón af tveim mikilvægum hernaðarlegum sjónarhornum. Fyrst og fremst þeirri staðreynd, að það verður að ríkja hernaðarlegt jafnvægi, sem ekki er unnt að raska án gereyðingarhættu fyrir mann- kynið. Hitt er það, að láta hern- aðarlega deilu aldrei komast á það stig, að aðeins sé um það tvennt að velja, uppgjöf eða allsherjartortímingu. Það er skoðun mín, að þessir séu fjórir hornsteinar raunhæfr ar heimsskoðunar og atburðir síðustu ára renni undir hana stoðum. Átök og deilur milli kommúnisma og andkommúnisma er trúarl'egt sfcríð líkt og milli Múhameðstrúar og kristindóms, milli kaþólikka og mótmælenda. Saga segir okkur, að trúarlegum stríðum sé hvorki unnt að tapa eða vinna. Þau verða aldrei full- komlega eða endanlega útkljáð. Þau hjaðna og fjarlægiast þar til þau eru fjarri því að vera spurning um líf eða dauða. T I Jl I \T V. fauinuJacrupion 9.1 í,',1í 1QAQ _ z

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.