Tíminn - 25.08.1963, Qupperneq 6
■ ........nmnmmm nmnil,
n rc C!/[
Rányrkja
Talsvert umtal hefur verið
um það seinustu daga, hvort
rétt sé að veiða smásíld þá,
sem nú faest á Selvogsbanka
og víðar fyrix Suðurlandi.
Ftskifræðhrgar hafa upplýst,
að hér sé um að ræða ungsild,
sem ekki hafi gotið, og geti
það stórskert sildarstofnana
siðar, ef hún sé veidd nú. Það
náilgast því rányrkju að dómi
þeirra að veiða hana nú.
Margir útgerðarmenn líta
eins á, t.d. Guðmundur á
Rafnkelsstöðum.
Þá hefur það verið upplýst
nýlega'l útvarpinu, ag mikið
komi aí smáfiskl i dragnætur
þeirra báta, sem þær veiðar
stunda, og sé hann litt verk-
anlegur. Auk þess sé erfitt að
selja kolann, en þessar veiðar
byggjast þó fyrst og fremst á
honum.
Loks má geta þess, að revnd
ir sjómenn hafa hringt til
Tímans og hvatt hann til að
mæla gegn þcirri veiði á smá-
ufsa, sem víða á sér stað á
fjörðum inni.
Slíkt góðæri er nú til sjáv-
arins, að óþarft ætti að vera
að stundá veiðar, sem virðast
hreinasta rányrkja. Við byggj
um afkomu okkar á fiskveið-
um ekki aðeins I dag, heldur
munum gera það aö mjög
verulegu leyti um langa fram
tíð. Þess vegna ber okkur að
forðast rányrkju í sjónum,
því að hún getur bitnað illl-
lega á okkur slðar.
Ofíohreinsisnarstöð
Það' eru ánægjulegar frétt-
Ir, að athugun skuli fara
fram á þvi„ hvort hagkvæmt
sé að reisa hér olíuhreinsun-
arstöð. Að vísu mun vafa-
samt', hvort olíuhreinsunar-
stöð lækkar olíuverðið að ráði
og hún mun heldur ekki veita
mjög mörgum mönnum at-
vinnu. Hins vegar sparar hún
ejaldeyri og skapar mögu-
leika fyrir ýmsan efnaiðnað,
sem annars kæmi ekki til
greina hér á landi. Að sjálf-
sögðu þarf að athuga allt
þetta vel áður en endanlegar
ákvarðanir eru teknar.
Lauslegar athuganlr munu
benda til þess, að olíunotkun
sé að verða svo mikil hér á
landi. að rekstur olíuhreins-
nnarstöðvarinnar muni að lik
indum gera orðið hagkvæm.
Verður bá að siálfsögðu að
miða vlð, að olíuhreinsunar-
stöðin geti notið samkeppn-
innar á heimsmarkaðinum og
keypt hráolíuna á lægsta fá-
anlegu verði á hverjum tíma.
Olluframleiðslan eykst nú svo
ört, að búast má vlð, a?í hrá-
oliuverð lækki á komandi ár-
um. Að sjálfsögðu mun verð
á hreinsaðrl ollu þá einnig
lækka.
Lauslega mun áætlað, að
oliuhreinsunarstöð kosti 300
—500 millj. kr.. Það er ekki
dýrari framkvæmd en svo, að
hún á að vera fslendingum
vel viðráöanleg, ef reksturinn
er talinn hagkvæmur. Olíu-
hreinsunarstöð verður að
sjálfsögðu að vera rekin sem
þjónustufyrirtæki, en ekki
sem gróðafyrirtæki. Þetta
þarf að tryggja með eigna-
ráðunum á henni, ef úr bygg-
ingu hennar verður.
Uppljóstranir Vísis
Vegna uppljóstrunar, sem
birtlst i VIsi I fyrradag. er
sérstök ástæða til að árétta
það atriði, að olluhreinsunar-
stöð verði rekin sem þjón-
ustu.fyrirtæki, þ.e. að hún
hreinsi olluna fyrir sem
minnst gjald. Vísir segir, að
það sé ætlun þeirra, sem um
málið hafa fjallað, að olíu-
hreinsunarstöðin verði eign
almenningshlutafélags og að
greiddur verði 10—15% arð-
ur af hlutabréfunum. Þetta
þýðir að olluhreinsunarstöð-
lnni er ætlag að verða gróða-
lind fyrir eigendurna á kostn
að neytendanna.
Furðulegt er, ef ríkisstjórn-
in er þannig að undirbúa, að
fyrirtæki, sem ætti að geta
orðið gott þjónustufyrirtæki,
verði gert að óeðlilegri gróða-
lind nokkurra einstaklinga.
Hingað til hefur a.m.k. farið
svo um Öll hlutafélög hér, sem
hafa átt að verða almennings
hlutafélög, eins og Eimskipa-
félagið og Sjóvátryggingar-
félagið, að þau hafa lent I eigu
fárra manna.
Þá segir Vísir, að amerískt
gróðáfélag hafi boðizt til þess
að gerast hluthafi í þessu ráð
gerða „almenningshlutafé-
lagi“. Væri fróðlegt að heyra
meira um þetta félag, en ekk-
ert góðverk virðist fólgið I því
að bjóðast til að kaupa hluta-
bréf, sem eiga að gefa 15%!
Uppljóstranir Vísis eru
vissulega þannig vaxnar, að
rikisstjórnin þarf að upplýsa
þetta mál betur, ef hún hefur
eitthvað komið nálægt þvi.
Bygging olíuhiréinsunaxstöðv
ar getur að líkindum orðið
gott mál, ef rétt er á því hald
ið, én það er líka hægt að
gera slíka framkvæmd að
vandræðamáli, ef sérgróða-
hyggja kemst I spilið.
Áróður og menntun
Mbl. birti síðastl. sunnudag
viðtal við ungan, Islenzkan
menntamann, dr. Wolfgang
Edelstein, sem hefur kynnt
sér að undanförnu nýjungar I
skólamálum í Frakklandi,
Þýzkalandi og vlðar. Hann tel
ur réttilega, að Islenzka skóla
kerfið sé á margan hátt orðið
gamaldags og hafi ekki fylgzt
með breyttum aðstæðum sem
skyldi. M. a. farast honum orð
á þessa leið:
„Við búum nú við nýja og
flókna þjóðfélagshætti. og þá
er ekki einvörðungu þörf á
framleiðsluhæfum og stjórn-
fróðum einstaklingum, held-
ur verður að leggja áherzlu
Á Skeiðarársandi eru vatnsföll enn óbrúuð og verða sennNega um langa
framtíð. Nú er verið að gera tilraunlr með öflugan vatnadreka á sandln-
um, sem vonandi leysir samgönguvandamálin þar að nokkru. — Myndin
er af Lómanúp og Núpsvötnum.
á pólitískan þroska allra þegn
lanna. Naiiðsynlegan undir-
búning undir lífið, þetta
flókna nútímalíf, þarf hver
borgari að geta öðlazt í skól-
unum. Heimilin valda honum
ekki nú orðið, eins og fyrrum,
þegar börnin uxu inn í hug-
arheim og starfshætti foreldr
anna. Sá undirbúningur yrði
að vera bæði hagfræðilegs,
lögfræðilegs, uppeldisfræði-
legs og sálarfræðilegs eðlis.
Nútímamaðurinn þarf að
vera undir það búinn, þegar
hann heldur út í lifið á eigin
spýtur, að mæta hvers kyns
upplýsinga- og áróðursgögn-
um þjóðfélagsins; útvarpi,
blöðum, timaritum, bók#m,
sjónvarpi, kvikmyffdiiifl, |ills
konar áróðri, auglýsingum o.
s.frv. Hann verður að vita
hvernig bregðast á við þeim
Áróðurstækninni hefur fleygt
hraðar fram en menntuninni,
svo að heilbrigð gagnrýni ein
staklingsins er ekki nægilega
traust. Þjálfa þarf rökrétta
hugsun í skólum, kenna mönn
um að þroska með sér krítisk
sjónarmið, — heilbrigða gagn
rýni“.
Stjórnarblöðln og
reynt að draga athygli frá
þeim með því að hefja róg og
brigzl, sem síðan er reynt að
gera að máli málanna. Þann-
ig á kjarni málsins að gleym-
ast, en blekkingarnar og róg-
urinn að verða það, sem allt
snýst um.
Það er ekki annag en vænta
mátti af kommúnistum, að
þeir hafa lagt þessari rógsiðju
lið eftir því, sem þeir hafa
getað. A.m.k. hefur málgagn
þeirra, Þjóðviljinn, gert það.
„Olíugrófc
Hvalfjöröur
Framangreind ummæli hins
unga menntamanns um áróð
urstæknina og menntunina,
munu ekki sizt hafa vakið at-
hygli vegna þess, hvernig
stjórnarblöðin hafa hagað á-
róðri sínum í sambandi við
Hvalfjarðarmálið svonefnda.
Sá áróður hefur vissulega
sýnt, að það þarf að kenna
mönnum að varast áróðurs-
brögð nútímans, er beinast
svo mjög að því að blekkja
fólk og þyrla ryki í augu þess.
Ef menn læra ekki að mæta
þessum áróðurs- og auglýs-
ingaaðferðum, er hrein menn
ingarleg hætta á ferðum.
Af hálfu stjórnarblaðanna
hefur ekki aðeins verið reynt
að gera sem minnst úr þeim
framkvæmdum, sem ráðgerð-
ar eru í Hvalfirði. heldur
í áróðri sinum í sambandi
við' Hvalfjörð hafa stjórnar-
bltfeiK- l&gl?’'áhér^lu3S tveriht
að:uhdanförriu. Annað er það,
að Framsóknarmenn snúist
gegn auknum herbúnaði i
Hvalfirði nú vegna þess, að
þeir ójitist um að fyrirtæki
það, sðm nú leigir olíugeyma
i Hvalfirði, muni missa ein-
ihvern gróða. Hitt er það, að
Framsóknarmenn geri þetta
til að þóknast kommúnlstum.
Síðan er hamrað látlaust á
gróðahvggju og kommúnisma
Framsóknarmanna.
Um það er vandlega þagað,
að Framsóknarmenn hafa
ekki aðeins nú, heldur alltaf
áður, staðið gegn auknum her
búnaði í Hvalflrði. Þess vegna
var beiðni Nato um þær fram
kvæmdir, sem nú er ráðgert
að leyfa, hvað eftir annað
hafnað meðan Framsóknar-
flokkurinn sat í stjórn. Á
þeim tíma voru Sjálfstæðis-
menn og Alþýðuflokkurinn
lika sammála um þá hættu,
sem fylgdi því að leyfa þessar
framkvæmdir. Nú hafa þeir
hins vegar lokað augun-
um fyrir þeim og rægja Fram
sóknarflokkinn og fyrrl af-
stöðu sjálfs sín þeim mun
meira.
Hefði Framsóknarflokkur-
inn ekki leyft þessar fram-
kvæmdir á sinum tíma, ef
hann hefði verið að hugsa
um gróða? Og ef menn siá of-
sjónum yfir gróða á leigu
núv. olíugeyma I Hvalfirði, er
ekki til önnur betri leið til að
koma i veg fyrir hann en að
byggja þar nýja ollustöð og
mikil flotamannvlrki? Ef
menn íhuga þó ekki sé nema
þetta tvennt, nægir það til að
sýna hve fáránleg eru þessl
olíugróðaöskur stjómarsinna
og kommúnista.
Kommúnistabrigzlin
Ekki tekur betra við, ef
menn athuga þau brigzl
stjómarblaðanna, að það sé
kommúntsmi að leyfa ekki
Nato ag hefja undirbún-
ing ag varanlegri flota og kaf
bátastöð I Hvalfirði. Sam-
kvæmt því eru nær allir
helztu ráðamenn Natorikj-
anna kommúnistar, þvi að
þeir hafa hafnað meira og
minna af þeim kröfum, sem
herforingjar Nato hafa borið
fram. Svo langt gengur Mbl.
að það setur kommúnista-
stimpil á þessa menn til þess
að geta borið kommúnista-
brigzl á Framsóknarflokkinn!
Þessi kommúnistabrigzl eru
þáttur í alþjóðlegum áróðri,
sem vert er að veita fyllstu at
hygli. Það var Hitler töm
áróðursaðferð að kalla alla
lýðræðissinnaða andstæðinga
sina kommúnista. Eftir daga
Hitlers féll þetta niður um
skeið, unz MacCarthy tók
þessa áróðursaðferð upp að
nýju. Nú, seinustu misserin,
hafa rlsið upp alls konar öfga
félög í Bandaríkjunum, sem
stunda þennan áróður af
kappi. Samkvæmt kenning-
um þeirra er Kennedy eld-
rauður kommúnisti vegna
þess, áð hánri bérst fyrir jafn
rétti Svertingfa, en komm-
únistar þykjast og gera það.
Það sést bezt á starfshátt-
um umræddra öfgaflokka í
Bandarikjunum og kommún-
istabrigzlum Mbl. hvar I
fiokki ráðamenr. og ritstjórar
blaðsins standa.
Hvað er verið að
yndirbúa?
MENN OG MALEF
Þrátt fyrlr það, þótt stjóm
arblöðin reyni mjög að dylja
það, sem fyrirhugað er í Hval
firði, getur Mbl. ekki leynt
því, sem i vændum er. Það er
vitað, að Nato hefur oft óskað
eftir að reisa flota- og her-
skipastóð í Hvalflrði. Ekkert
bendir til þess, að það sé horf
ið frá þessum óskum, heldur
sýna hinar fyrirhuguðu fram
kvæmdir i Hvalfírðl allt ann-
að. Jafnframt rekur Mbl. svo
kappsamlega þann áróður, að
það sé kcmmúnismi að vilja
ekki fallast á allt. sem Nato
fer fram á. í hvaða skyni
halda menn að Mbl. reki
þann áróður? Hvað halda
menn. ag' Mbl. s« að undirbúa
með slikum áróðri? Af þess-
um áróðri er a.m.k. ljóst, að
ekki stendur á forráðamönn-
um Morgunblaðsins að fallast
á flota- og kafbátastðð I
Hvaifirði, ef Nato æskir þess.
Þess vegna þarf þjóðin að
vera hér vcl á verði og skana
stjómarvöldunum bað að-
hald. sem dugar. Það má
aldrei ské. að Hvalfiörður
vérði flota- og kafbátastöð.
T I M I N N, sunnudagurlpr, 2S. ágúsl 1963.
6