Tíminn - 19.09.1963, Side 7
Útgefc nc!i- F8AMSÓKNARFI-OKKURINN
Framkvæmdast.ióri I'ómas Arnason — Kitstjórar: Þórarinn
Þórarinsson <ábi Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta-
stjóri: Jónás Kristjánsson Auglýsingastj.: Sigurjón Davíðsson
Ritstjórnarskrifstofur í Eddu húsinu, símar 18300—18305 Skrif
stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl.. sími 19523 Aðrar
skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan-
lands. t lausasölu kr 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f —
2,8 stig í stökki
Þp.gar núverandi ríkisstjórn tók við völdum, var eitt
helzta gylliloforð hennar að lækka beina skatta. Þessa
skrautfjöður hefur Gunnar Thoroddsen, fjármálaráð-
herra, oftast borið í hatti fyrir stjórnarinnar hönd, haft
uppi mikla orðaleiki á Alþingi og í iagasetningu þar, og
allt túlkað sem „stórkostlegar“ lækkanir á beinum skött-
um!!
Þegar ríkisstjórnin hefur verið gagnrýnd fyrir marg-
faldaðar álögur á almenning, svo að ekki nemur aðeins
hundruðum milljóna, heldur nokkuð á annan milljarð, þá
hefur Gunnar og stjórnin svarað: Já, en góða fólk, á móti
þessu kemur öll þessi stórkostlega beina skattalækkun,
og var helzt að skilja, að stjórnin hafi að mestu fellt niður
alla beina skatta. .
En blákaldar hagstofutölur eru kynlega ósamhljóða
stjórninni um þetta. Þegar þær tölur skýrðu frá því á s. 1.
vetri, að beinir opinberir skattar hefðu ekki lækkað í
kostnaði vísitölufjölskyldunnar heldur þvert á móti auk-
izt um hátt á annað prósent, kom nokkurt fát á stjórnina,
og ráðherrar hennar urðu óðamála langa hríð við að
reyna að sanna, að samt hefðu beinu skattarnir lækkað!!
Nú eru komnar nýjar hagstofutölur, eins og skýrt var
frá hér í blaðinu í gær. Þær segja, að framfærsluvísitalan
hafi í einum mánuði, ágúst, hækkað um 5 stig, en það er
jafnmikil hækkun dýrtíðar á einum mánuði og orðið
hefur á heilu ári að meðaltali í löndum V-Evrópu.
En hver er meginþáttur þessarar hækkunar? Hag-
stofan gefur um það skýr svör og segir í fréttatilkynn-
ingu sinni:
„Þar af eru 2,8 stig vegna hækkunar á þeim lið vísi-
tölunnar, sem hefur að geyma gjöld til opinberra aðila,
þ. e. útsvar, tekjuskatt, iðgjald til almannatrygginga o. fl."
í einum áfanga hefur baggi visitölufjölskyldunnar af
beinum sköttum þyngzt um nær þrjá af hundraði. Og
þetta er nýjasta afrek stjórnarinnar í lækkun beinna
skatta!! Þannig hafa laufin fallið af því tré, sem stjórnin
taldi einna grænast 1 garði sínum
Rekstrarform búskapar
Fyrir alllöngu birtist hér í blaðrnu viðtal við ungan,
þingeyskan bónda, Sigurð Jónsson í \ztafelli. Hann ræð-
ir þar um vandamál íslenzks landhúnaðar og lætur m. a.
falla eftirfarandi orð, sem full áslæða er að gefa góðan
gaum:
„Eg held, að þróunin verði sú, að einyrkjabúskapur
sem slíkur leggist æ meira niður og menn fari að vinna
að búskapnum á félagsgrundvelli Hvernig það form end-
anlega verður, vil ég ekki spá um nú — hvort það verð-
ur sameignar- eða hlutdeildarfyrirkomuiag. Eg held, að
það væri rétt, að Landnám ríkisins tæki að styrkja til-
raunir með nokkur rekstrarform i búskap.“
Hér er vikið að máli, sem heiidarsamtök bændastétt-
arinnar hljóta að láta til sín taka á násstu árum og ræða
ýtarlega, og eins er tímabært að athuga það gaumgæfi-
lega, hvernig unnt sé af opinberri bálfu og með löggjöf
að vinna þessu máli gagn, einkum að því er snertir rann-
sókn og samanburð á hagkvæmni mismunandi rekstrar-
forma í íslenzkum búskap.
Val bænda í þessum efnum á að auðvelda með hlut-
lægri rannsókn á hagkvæmni rekstrarforma.
issstst
en regn
Umræður um sfefnuskrá norsku ?tjómannnar sfanúa yfir.
Þegar Einar Gerhardsen,
fyrrverandi forsætlsrátííherra
Noregs, reis úr sæti sínu fyrir
Lyng núverandi forsætisráð-
herra fyrir réttum þremur
vikum, blrti blaðið Verdens
igang, teiknimynd af þeim, þar
sem Lyng er setztur í stólinn,
en Gerhardsen er að gamga út.
Hann hefur þó gleymt regn-
hlífinnl sinni við vegginn, og
Lyng kallar á eftir honum: —
— Þú gleymir regnhlífinni
þinni, Einar.
— Það gerir ekkert til, svar-
aði Gerhardsen. — Það rignir
ekki þessa stundina.
Þessi teiknimynd túlkaði við
horfið eins og það var við þessi
sögulegu stjórnarskipti, og
máti þá dagana beinlínis lesa
það úr ræðum og skrifum for-
ingja Verkamannafl'okksins, að
þeir hygðust ekki veita þess-
ari norsku hægri stjórn, sem
köllug er, langa setu á friðstóli.
Af ræðu þeirri, sem Ger-
hardsen flutti á Young-torg-
inu yfir tugþúsundum manna
daginn áður en Lyng-stjórnin
tók við, hafði hann um þetta
allsterk orð og taldi hiklaust,
að Verkamannaflokknum bæri
að fella stjórnina sem allra
fyrst, því að hvorki á þingi eða
meðal kjósenda landsins væri
meirihluti fyrir slíkri s*jórn,
þó að svona undarlega hefði tii
tekizt fyrir tilverknað tveggja
þingmanna, sem þættust standa
vinstra megin við Verkamanna.
flokkinn.
Spurning sú, sem forystu-
menn Verkamannaflokksins
vél'u fyrir sér. sagði Gerhard-
sen, væri aðeins sú, hvort rétt
væri að fella stjórnina þegar
eftir valdateku, eða ekki fyrr
en hún hefði lagt fram stefnu-
skrá sína.
SÍÐAN ERU LIÐNAR þrjár
vikur. og þann tíma hefur stað-
ið yfir hörð kosningabarátta í
Noregi vegna bæjarstjórnar-
kosninganna, sem fram eiga að
fara eftir nokkra daga, og vita
aliir, að þær kosningar munu
fremur snúast um landsstjórn-
mál en sveitarstjórnarmál
að þessu sinni, enda talið
víst, að þar muni koma fram
nokkur vísbending um það,
hvernig norska þjóðin lítur á
þessi stjórnarskipti.
Lyng forsætisráðherra boð
aði þegar við valdatöku sína.
að hann mundi leggja fram
stefnuskrá stjórnar sinnar um
miðjan mánuðinn, og umræð-
ur um hana mundu fara fram
í þinginu dagana 18. og 19
september. Gustavson formæi
andi Sósíaliska þjóðflokksins
tilkynnti, að hann mundi þó
þegar bera fram vantrausts-
tillögu á stjórnina, en krafa
hans hefur verið sú, að Verka
mannaflokkurinn færi áfram
með stjórn, en miklar breyting
ar yrðu gerðar á fyrrverandi
ráðuneyti Gerhardsens, eða
jafnvel skipt um forsætisráð-
herra. Nú er vantrauststillaga
Gustavssons komin fram, og
umræðumar um stefnuskrá
stjórnarinnar standa sem hæst.
GERHARDSEN
Er jafnvel búizt við atkvæða-
greiðslu í kvöld eða morgun.
Og nú spyrja menn; Sækir Ger-
hardsen regnhlífina sína í dag?
f gær var enn ekkert vitað
nákvæmlega um fyrirætlanir
forystumanna Verkamanna-
flokksins í þessum efnum.
Þeir eru eins og nú er komið.
milli tveggja elda, eiga tvo
kosti, og þykir hvorugur góð-
ur.
ANNAR KOSTURINN er sá,
að leyfa stjórninni að sitja
fram að næstu þingkosningum,
eða nær tvö ár, en til þess yrði
flokkurinn að veita henni hlut-
leysi og sitja hjá við van-
trauststillögur. Meg því héldi
Verkamannaflokkurinn í raun
og veru lífinu í stjórninni og
bæri þar með nokkurn vott á-
byrgðar á störfum hennar. Það
er einnig undir hælinn lagt,
hvaða áhrif slík stjórnarseta
hefði á almenningsálitið og
ekki talið víst, ag Verkamanna-
flokkurinn hefði að lokum
LYNG
næstu kosningum bolmagn til
að fella þessa stjórn eða mynda
nýja, og hefði hann þá þar með
sleppt úr hendi sér þeim tögl-
um og högldum, sem hann hef-
ur nú. Margir kjósendur líta
svo á, að flokknum beri nú að
neyta þess valds, sem þeir hafa
veitt honum, en það feli ekki
í sér umboð til þess ag halda
hlífiskildi yfir hægri stjórn.
En það ýtir undir Verka-
mannílokkinn nú að leyfa
stjórninni að sitja áfram, að
Lyng hefur lagt fram allsjá-
lega stefnuskrá, þar sem boð-
uð eru ýmis nýmæli og miklu
heitið, augsýnilega í því skyni,
að gangi vel í augu kjósenda
nú fyrir bæjarstjórnarkosning-
arnar og geri Verkamanna-
flokknum erfiðara fyrir um að
fella stjórnina. Það þykir hins
vegar sýnt, að stjórninni verði
erfitt um vik að standa við öll
þau loforð, sem þarna eru gef-
in, þótt hún fengi ráðrúm til,
og því muni verða gott að heyja
kosningabaráttuna eftir tvö ár
þegar þag sé komið í ljós. Verði
stjórnin hins vegar felld nú.
geti stjórnarflokkarnir við
næstu kosningar bent á þessa
stefnuskrá og sagt: Þetta ætl-
uðum við að gera, en fengum
ekki ráðrúm tii; Viljið þið ekki
£ veita okkur fulltingi til að gera
það núna? Hér á Verkamanna-
flokkurinn því úr vöndu að
ráða, þegar hann íhugar þessa
leið
HIN LEIÐIN ER SU AÐ
greiða vantrauststjllögu tveggía
þingmanna sósíaliska þjóð-
flokksins atkvæði og fella
stjórnina með 76 atkv. gegn 74
alveg eins og þegar Gerhard-
sen féll. En þá er að íhuga
s'jórnarm>ndunina. Verka-
mannaflokkurinn hefur marg-
lýst yfir, að hann vilji ekki
breyta ráðuneyti Gerhardsens
heldur setja það á lag£ir aftur
óbreytt, en slikt fær ekki stuðn-
ing Gustavsons, og mundi þá
stjórnjn falla að nýju og sama
sagan endurtaka sig. Slíkt er
ekki sigurstranglegt fyrir
Verkamannaflokkinn. Þá er að
verða við kröfum Gustavsons
um breytingar á ráðuneytinu
og jafnvel taka hann í stjórn-
ina. Slíkt yrði harla beiskur
biti fyrir Verkamannáflokkinn
og talinn verulegur álitshnekk-
ir af ýmsum.
Þannig standa málin. Verka-
mannaflokkurinn hefur komizt
í nokkra kreppu, og norsk
stjórnmál emnig. Þess vegna
spyrja menn með allmikilli for-
vi*ni í dag: Sækir Gerhardsen
nú regnhlífina sína, eða lætur
hann hana standa nokkru leng-
ur í forsætisráðuneytinu og
hætrir á að taka þe*rri rigningu,
sem í koll kemur? Svo kynlega
heíur við brugðið, að mál það
— námuslysin á Svalbarða —
sem varð orsök stjórnarfallsins,
hefur nær ekkert verið rætt síð
ustu vikur. Það hefur alveg
horfið í skuggann, enda al-
mennt viðurkennt, að á því
væri frá upphafi nokkur yfir-
skinsblær. ak
z
TÍMINN, fimmtudaginn 19. september 1963