Tíminn - 26.09.1963, Page 14
sem Hitler hafði sett í úrslit'akost-
um sínum við Tékka, rynni út.
„Segið foringja yðar“, sagði
Hitler, Attolico til auðsýnilegs létt-
is, „að ég gangi að uppástungum
lians.“
Það, sem eftir var dagsins, var
ekki rishátt. Henderson sendiherra
kom á eftir þeim Attolico og
FrancoisjPoncet til þess að hitt'a
foringjann.
„Samkvæmt tilmælum frá mín-
um mikla vini og bandamanni
MU'Ssolini“, sagði Hitler við Hend-
erson, „hef ég frestað í tuttugu og
fjórar klukkustundir að vígbúa
hersveitir mínar.“ Hann ætlaði að
skýra frá ákvörðunum sínum í sam
bandi við önnur mál’, svo sem uppá
stungunum um ráðstefnu stórveld-
anna, eftir að hafa rætt við Musso-
lini aftur.
Á eftir fylgdi fjöldi símt'ala milli
Berlínar og Rómar — Schmidt seg-
ir að Fasista-einræðisherrarnir
hafi einu sinni talað saman sjálfir.
Skömmu fyrir klukkan 2, 28. sept-
ember, rét. í þann mund, sem frest
urinn var að renna útt tók HUler
ákvörðun og sendi út boð til æðst'u
manna Bretl'ands, Frakklands og
ítalíu Um að' hílta foringjann í
Miinchen á hádegi daginn eftir til
þess að leysa Tékka-vandamálið.
Ekki var Prag né Moskvu boðið að
taka þátt í ráðstefnu þessari. Rúss-
um, öðrum aðilanum, sem heitið
hafði að tryggja frelsi Tékkósló-
inKœssssæa
vakíu, var ekki leyft að blanda
sér í máRð. Tékkar voru ekki einu
sinni beðnir að vera sjálfir við-
staddir þegar dauðadóm átti að
kveða upp yfir þeim.
í æviminningum sínum þakkar
Neville Henderson aðallega Musso
lini fyrir að hafa gert til'raun tU
þess að bjarga friðinum og flestir
sagnfræðingar hafa verið á sam^
máli og Henderson. En þetta er
vissulega of mikið. Ítalía var veik-
ast stórveldanna í Evrópu, og her
styrkur hennar hafði verið svo
vanræktur, að þýzku hershöfðingj-
arnir, eins og greinilega kemur
fram í skýrslum þeirra, hlógu
bara að honum. Stóra-Bretland og
Frakkland voru einu stórveldin,
sem skiptu einhverju máli í út-
reikningum Þjóðverja. Og það
hafði verið brezki forsætisráð-
herrann, sem frá upphafi hafði
reynt að telja Hitler trú um, að
hann gæti fengið Súdetahéruðin
án þess að til styrjal'dar kæmi.
Það var Chamberlain, en ekki
Mus,solini, sem gerði Munchen-
ifundinn mögulegan, og tryggði
þannig að friðurinn hélzt í eliefu
mánuði. Síðar verður alhugað,
hvað þetta átti eftir að kosta hans
eigið land og bandamenn þess og
vini, en það var næsturn óbæri-
lega mikið, hvernig sem á það er
litið.
Klukkan fámm mínútur fyrir
þrjú „svarta miðvikud.aginn“, sem
nú leit' ekki eins skuggalega út,
og hann haf'ði gert í dagrenningu,
var brezki forsætisráðherrann
byrjaður að flytja ræðu í neðri
ínálstofu brezka þingsins í Lond-
an, þar sem hann lagði fram grein-
argóða skýrsl'u um Tékka-vanda-
málig og um sinn hlut og hlut
stjórnar hans í því að reyna að
leysa það. Hann sagði, að ástandið
væri enn óvíst, en það hefði batn-
að. Hann kvað Mussolini hafa tek-
izt að fá Hitler til þess að fresta
vígbúnaðinum um tuttugu og fjór-
ar klukkustundir. Nú var'klukkan
4:15, og Chamberlain hafði talað
í eina klukkustund og tuttugu mín
útur og var ag nálgast lok ræðu
sinnar. Þá var hann skyndilega
t'ruflað'ur. John Simon lávarður og
fjármálaráðherra, fékk honum
blað, sem hafði verið sent niður
frá lávarðastúkunni, þar sem Hali-
fax lávarður sat.
— Hvaða skoðun, sem háttvirtir
þingmenn hafa haft á Signor
Mussolini (sagði Chamberlain) þá
trúi ég því, að hver og einn muni
fagna þessari tilraun hans . . . .
til þess að tryggja friðirin.
Forsætisráðherrann stanzaði,
leít' á blaðið og brosti.
— Þetta er ekki allt. Ég hef
dálítið fleira að segja þingmönn-
unum. Mér hefur nú verið skýrt
frá því, að Herr Hitl'er hafi boðið
mér til fundar við sig í Munchen
í fyrramálið. Hann hefur einnig
189
boðið þangað Signor Mussolini og
Monsieur Daladier. Signor Musso-
lini hefur þegið boðið, og ég efast
ekki um að Monsieur Daladier geri
hið sama. Ég þarf ekki að segja,
hvert svar mitt verður . . .
Þag var heldur ekki nauðsyn-
legt. Hin gamla þingdeíld, móðir
allra þinga heims, tók þessu með
st'órkostlegri gleð'i, sem líktist ekki
neinu, sem áður hafði gerzt í sögu
hennar. Menn köll'uðu tryllings-
lega og köstuðu blöðum upp í
loftið og margir táruðust, og allt í
einu heyrðist rödd yfir alla þessa
ringulreið, sem virtist lýsa hvað
bezt tilfinningum allra: „Guð veri
lofaður fyrir þennan forsætisráð-
herra!“
Jan Masaryk, t'ékkneski sendi-
herrann, sonur eins af stofnendum
Lýðveldisins Tékkóslóvakíu, fylgd
ist með því, sem fram fór af svöl-
unum, þar sem erlendir erindrek-
ar sátu, og hann trúði varla sínum
eigin augum. Síðar heimsótti hann
forsætisráðherrann og utanríkis-
ráðherrann í Downing Street tú
þess að fá að vita, hvort landi
hans, sem þurfti einmitt að færa
allar fórnirnar, yrði boðið að
senda fulltrúa tú Munchen.
Chamberlain og Halifax svöruðu,að
svo yrði ekki, að Hitler myndi
ekki þola það. Masaryk starði á
þessa tvo guðhræddu Engl'endinga
og barðist við að hafa stjórn á
sér.
„Ef þér hafið fórnað þjóð minni
til þess að viðhalda friðinum í
heiminum,“ sagði hann að lokum,
„mun ég verða sá fyrsti til þess
að klappa fyrir ykkur. Én ef ekki,
herrar mínir, Guð veri meg sálum
ykkar!“
En hvað um samsærismennina,
hershöfðingjana og borgarana,
Halder hershöfðingja og von Witz
leben hershöfðingja, Schacht, Gi-
sevius og Kordt, og alla hina, sem
skömmu fyrir hádegi þennan ör-
lagaríka dag, höfðu trúað því, eins
og Witzleben sagð'i, ag stund þeirra
væri runnin upp? Þessu er hægt
að svara stuttlega með þeirra eig-
in orðum — sem sögð voru miklu
síðar, þegar allt var um garð geng-
ið, og þeir voru ákafir í að sanna
heiminum, hversu andvígir þeir
höfðu verið' Hitl'er og hinum hættu-
legu Vitleysum hans, sem leitt
höfðu Þýzkaland út í algjöra eyði-
leggingu eftir langt og mannfrekt
stríð.
Neville Chamberlain, sögðu all-
■ir, vai' þorpari! Hann hafði neytt
þá til þess að hætta við áætlun sína
á síð'asta augnabliki, með því að
samþykkja að fara til Múnchenar,
áætlunina um að kollvarpa Hitler
og nazistastjórninni!
| Hinn 25. febrúar 1946, þegar
! hin löngu Núrnberg-rét'tarhöld
nálguðust endalokin, yfirheyrði
Sam Harris höfuðsmaður, ungur
saksóknari frá New York, einn af
bandarísku saksóknuriu.'ium, Hald-
er í einrúmi.
— Ákveðið hafði verið (sagði
Halder) að taka með hervaldi
Ríkiskanslarahöllina og þær stjórn
arskrifstofur, sérstaklega ráðu-
neytln, sem stjórnað var af flokks-
meðlimum og nánum stuðnings-
mönnum Hitlers, með það fyrir
augum að komast hjá blóðsúthell-
ingum, og sækja si’ðan að lögum
þennan hóp fyrir augum allrar
þýzku þjóðarinnar .... Witzleben
kom til mín um hádegið á skrif-
stofu mína þe.man dag (28. sept-
ember). Við ræddum málið. Hann
bað mig um að gefa sér fyrirmæli
varðandi framkvæmd þessa máls.
Við ræddum önnur smáatriði —
hversu mikinn tíma hann þyrfti
o.s.frv. Á meðan á þessum viðræð-
um stóð, komu fréttirnar um að
— Já, unga frú, við til lands
strax, sagði maðurinn á bjagaðri
ensku. Hún hafði óttazt að hann
skildi ekkert nema kínversku. Hún
var með töskuna sína. en vatnið
var nú fallið inn í hellinn og hún
Vissi, að vonlaust var að bjarga
hinum fötum hennar.
Siglingin til lands virtist taka
óratíma. Gail hafð'i dynjandi höf-
uðverk og hana verkjaði í ,allan
líkamann. Hún óskaði að hún
hefði haft með sér kápu, hún skalf j
svo að hún gat varla setið kyrrj
og tennurnar glömruðu í munn-
inum á henni.
Ljósin frá fiskibátunum slóguj
ofbirtu í augu hennar, hrópin milli j
fiskimanna.ina voru að æra hanaj
og hún tók höndum fyrir augu og;
hallaði sér fram. En loksins varj
báturinn kominn að litlU bryggj-!
unni fyrir neðan hús Toms Mann-
ing.
Hún lét manninn fá alla pening-
ana, sem hún hafði í töskunni;
það var ekki mildð, en hann virt-
ist ánægður. — Góða nótt, ungfrú.
fara varlega. Urigfrúin veik.
Já, hún yar sannarlega veik.
Henni hafði aldrei á ævinni lið'ið,
jafn hörmulega illa.
Hún skjögraði eftir bryggjunnij
og upp að húsinu. Hún komst upp j
á neðri svalirnar og hneig þar hálf;
meðvitu.ndarlaus niður í stól.
í sömu svifum kom Tom þjót-j
andi innan úr húsinu. — Guði sé
lof! Ert það þú Gail! Þú getur ekki
ímyndað þér, hvað ég hef verið
skelfilega örvæntingarfullur!
Hún heyrði sjálfa sig segja%
brostinni röddu: '— Ef satt skal
segja, hef ég verið örvæntingar-
full sjálf! Eg var inni í hellinum
og komst' ekki þaðan áður en fór
að falla að. Eg hefði getað drukkn
að. Sem betur fór tókst mér að
vekja at hygli fiskimanns á mér.
Hann flutti mig til lands í ára-
bátnum sínum.
Hún lá titrandi í stólnum.
Tom beygði sig yfir hana.
— Góða mín, ég get ekki með
orðum lýst, hvað mér þykir þetta
allt skelfilegt'. Eg veit ekki, hvað
ég á að segja! Það munaði engu
að ég dræpi Brett, þegar hann
sagðist hafa skilið yður eftir úti á
eyjunni. Mér skilst að þið hafið
rifizt, en það er engin afsökun
fyrir hann. Han.i sagði að hann
hefði alltaf ætlað að snúa við og
taka yður með, hann hefði bara
viljað hræða yður dálítið, svo að
yður skildist' að honum var al-
vara, þegar hann sagðist vilja
kvænast yður. Þér hljótið' að hafa
sagt eitthvað, sem særði han.i
djúpt. Hann hefur verig yfir á
eyjunni í langan tíma að leita að
yður. Hann vissi ekki, hvernig
hann gæti beðið yður að fyrirgefa.
Og ég veit það ekki heldur. El'sku
bezta, þett'a var alveg óttalegt. En
þér sjálf? Komið þér inn í hús-
ið. Eruð þér veikar? Eg ætla að
ná i dálítið viskí handa yður.
En henni leið miklu verr eftir
að hafa dreypt á viskiinu. Hún var
áreiðanlega fársjúk. Hún var mið-
ur sí.i, en Tom var mjög alúðleg-
ur.
— Þér eruð ve:k, barnig mitt!
Eg ætla að senda yður rakleitt í
rúmið. Síðan ætla ég að hringja
á lækni og konan hans Hsungs
mun annast yður þangað til han.i
kemur. Svona nú, ekki að malda
í móinn. Þér verðið að fara strax
í rúmig og fá hitaflöskur til að
hlýja yður. Læknirinn verður
kominn i.inan stundar.
Hann klappaði saman lófunum
og kallaði, og þjónninn var þegar
í stað kominn á vettvang.
— Náðu í konu.ta þína, Hsung.
Eg vil að hún fylgi ungfrú Stewart
upp í gestaherbergið. Færðu henni
sjóðandi heitan appelsínusafa og
margar hitaflöskur. Skilurðu. Eg
æt'la að hringja í lækninn.
— Þakka yður fyrir. Það er
mjög vingjarnlegt af yður, en ég
verð ag fara aftur til gestaheim-
ilisins, mótmælti Gail, veiklulega.
En Tom var stór og valdsmanns-
legur og Gail vat veikburða og upp
gefin. — Það kemur ekki til mála.
Þér farið ekki út úr þessu húsi,
fyrr en læknirinn hefur skoðað
yður, og ég efast mjög um, að
hann leyfi yður að fara í kvöld.
Brett hlýtur að vera örvit'a að
finna yður ekki á eyjunni. Eg ætla
að senda mann yf'ir til hans. En
kannski hann læri á þessu.
Kannski hann stilli eitthvað sitt
ofsafengna skap eftir þetta.
Það var ómögulegt að geta sér
tií um aldur þjónsins Hsung, hann
gat verið þrítugur, og hann gat
eins vel verig fimmtugur. En kona
hans var ung og lagleg, klædd
svörtum, kínverskum búningi.
Hú'ii var mjög vingjamleg og
hjálpsöm. Hún kom með nát'tkjól
og slopp af sjálfri sér og hjálp-
að'i Gail að hafa fata$kipti. Svo
tók hún föt hennar og sagðist ætla
að þvo þau og strauja, svo að þau
yrðu tilbúin morguninn eftir. Hún
kom með skál fulla af heitu vatní
og þvoði Gail um andlit, hendur
og fætur. Gail lét hana sjá um
þetta allt. Henni var allri mjög
heitt og hún var afskaplega slöpp
og syfjuð.
Hún hlaut að hafa sofnað and-
artak, en næst vissi hún af sér
þegar læknirinn kom. Hann var
Kínverji, en virtist mjög fær í sínu
starfi, og hann var viðfelldinn og
notalegur maður, og henni fannst
hún geta treyst honum.
Hann skoðaði hana í krók og
kring og sagði eitthvað við hr.
Manning, og Tom hallað'i sér yfir
rúmið og sagði við hana:
— Dr. Fong segir, að þér hafið
fengið mjög slæmt kvef og háan
hit'a. Þér verðið að vera hér í nótt
og á morgun, þangag til hann kem
ur aftur að skoða yður.
— Nei, það get ég ekki,,sagði
hún veiklulega! Og samt vissi hún,
að hún hafði enga krafta til að
komast úr rúminu, hvað þá
lengra.
— Þér verðið að gera eins og
læknirinn býður — og nú enga
vitleysu. Eg læt færa yður annað
glas af appelsínusafa og læknir-
inn ætlar að setja svefntöflu út í,
svo að þér hvilizt vel í nótt. En á
morguh vonumst við til að yður
líði betur. Og læknirinn kemur
aftur í fyrramálið, og þér megið
ekki hreyfa yður fyrr en hann
hefur litið á yður aftur.
— En ég verð að mæta i vinn-
una við stofnunina, klukkan níu,
tautaði hún.
— Þér farið ekkert í vinnu,
hvorki í fyrramálið né næstu daga,
sagði hann, ákveðinn. — Þér verð-
ið að gera yður það ljóst. Og með-
an þér eruð að ná yður, dveljið
þér hér sem minn gestur. Kona
Hsung mun annast yður, og þér
fáig alla hugsanlega umönnun og
hjúkrun. Eg kæri mig ekkert um
að vita yður liggja veika í gesta-
heimilinu. Eg þekki þann stað og
ég veit að þar yrðuð þér látin
liggja umhirðulaus.
Hún lokaði augunum. Hún var
of þreytt til að malda í móinn.
— Þér eruð mjög vingjarnlegur
við mig.
Hún skalf enn þrátt fyrir heitu
bakstrana og höfuðverkurinn
liafði ekkert skánað. Hún varð
ekki einu sinni vör við það, þegar
Tom og læknirinn fóru út úr her-
berginu. Hún fann ag einhver lyfti
undir höfuðig á henni og hjálpaði
henni að sötra eitthvað. Svo lok-
aði hún augunum aftur. Sígasta
hugsun hennar áður en hún sofn-
aði var: Hvernig í ósköpunum á
ég ag skýra þetta fyrir Grant'?
14. KAFLI
Þegar amah færði Gail teið
næsta morgun, vissi hún að henni
leið litÍU skár. Hún var slöpp og
heit og hafði enn sáran höfuð-
verk.
Hr. Manning kom inn til henn-
ar. Hann var klæddur hvítum kín-
verskum búningi og virtist hálfu
tröllslegri en vanalega.
— Hvernig er heilsan í dag?
Hún varð að játa, að sér liði
ekki sem bezt.
Hann kinkaði kolli.
T í M I N N, fimmtudaginn 26. september 1963.
14