Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 1

Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 1
benzin eða dieseí HEKLA — Þriðjudagur 22. okt 1963 — 47. árg. TK-Reykjavík, 21. okt. STÓRSPJÖLL AF SJOGANGI Vegna dylgja utanríkisráð- herra, Guðmundar í. Guðmunds sonar, og skrifa stjórnarblað- anna um að dr. Kristinn Guð- mundsson. núverandi sendi- herra íslands í Moskvu, hafi í utanríkisráðherratíð sinni sam- þykkt ijárveitingu til mikillar inannvi.kjagerðar í Hvalfirði á vegum Nato, sneri Tíminn sér til dr. Kristins og átti við hann símtal um málið. Sagði dr. Kristinn það tilhæfulaust með öllu, að hann hafi samþykkt nokkra mannvirkjagerð í Hval- firði, sr hann gegndi embætti utanríkisráðherra, heldur hafi hann þvert á móti vísað slík- um ti'mœlum vamarliðsins al- gerlega á bug. Er Tíminn átti tal við dr. Kristinn laust eftir hádegi í dag hafði honum borizt í hendur dagblöð frá því á fimmtudag, en í þeim er skýrt frá ræðu Guðmundar í Guðmundssonar á Alþingi, þar sem hann bar hin rakalausu ósannindi á fyrir rennara- sinn. Sagði Guðmund- ur þá eins og kunnugt er. að dr. Kristinn Guðmundsson hefði verið í forsæti Atlants- hafsráðsins, þegar Nato hefði samþykkt fjárveitingu til mann- virkjagerðar í Hvalfirði og jafn framt, að slíkar fjárveitingar væru aldrei teknar inn á áætlan ir Nato, nema fyrir lægi áður ramþykri viðkomandi ráðherra. Um þetta sagði dr. Kristinn orðrétt: „Slík fjárveiting var aldrei rædd tða til meðferðar á þeim ráðherrafundum, þar sem ég var í torsæti og mannvirkja- gerð i Hvalfirði bar aldrei á góma á þeim fundum Nato, sem eg sat. Hins vegar var þessu máli nokkrum sinnum hreyft við mig sem ráðherra af Vamarliðinu á fslandi, en ég vísaði ölium tilmælum um mannvirkjagerð í Hvalfirði dr. algerlega á bug i fullu sam- ráði =dð meðráðherra mína og kom aldrei til mála, að ég samþykkti neitt slikt fyrir fs- lands hönd“. Af pessum ummælum dr. Kristins er Ijóst, að enginn fót- ur er fyrir dylgjum Guðmundar í Guðmundssonar, enda sjá menn hve fráleitt það er, að ætla dr. Kristni að samþykkja eða leggia blessun sína yfir slíkt upp á sitt eindæmi á sama fíma og hann vinnur að þings- ályktunartillögu um endurskoð un og uppsögn á varnarsamn- ingnum frá 1951. Bjarni Benediktsson, sem sat > ríkisstjórn með dr. Kristni og fylgdist vel með þessum málum sem fyrrverandi utanríkisráð- herra, segir í Reykjavíkurbréfi Mbl. í gær: Framsóknarbroddarnir full- yrða, að þeir hafi aldrei verið með „herstöð" í Hvalfirði. Guð mundur í. Guðmundsson, utan- ríkisráðherra upplýsti hins veg Framhald á 15. sfSu. mam. Steinhnullungarnir þeir arna virð- ast sýna það ótvirætt, að sjórinn býr yflr firnaafli, en þeir skoluðust fyrlr gafl vörugeymslurnar á Þor- lákshöfn i briminu á laugardaginn. Sumir þessir molar eru yfir hálft mmmmmmmmmmmmammmmm DR. KRISTINN STAÐFESTI í SÍMTALIVIÐ TÍMANN í GÆR AB HANN HAFI SASVIÞYKKT MANNVIRKJAGERÐ Á VEG UM NATO I HVALFIRÐSNUM tonn á þyngd. Fróðlr menn segja, að sjórinn brjóti öll mannaverk og skili að lokum hverjum bryggju- sporði sem mylsnu á land. í þess- um sjávargangi opnaðist sprunga i Suðurvararbryggju í Þorlákshöfn, og hluti af nýjum varnargarði f Grindavik skoiaðist burt. (Ljósm.: Magnús Bjarnason). M FJARLÖGIN í kvöld TK-Reykjavík, 21. okt. 1. umræSa um fjárlaga- frumvarpið fyrir árið 1964 fer fram í Sameinuðu Al- þingi annað kvöld, þriðju- dagskvöld. Er umræðunni úfvarpað eins og venja er til og hefst þegar að lokn- um kvöldfréttum kl. 20,00. Fyrstur talar fjármálaráð- herra Gunnar Thoroddsen, bá fulltrúi Albvðubanda- lagsins, fulltrúi Alþýðu- flokksins og fulltrúi Fram- sóknartlokksins. Þá hefur fjármálaráðherra ræðutíma að nýju til andsvara. Full- trúi hvers flokks fær hálf- tíma til umráða. Af hálfu Framsóknarflokksins talar formaður flokksins, Ey- stein Jónsson. Mun hann sennilega ekki hefja mál sitt fyrr en um kl. IGÞ-Reykjavík, 21. okt. ÞESSI MYND var tekin i dag af vélum keppinautanna, SAS og Loft- leiða, þar sem þær stóðu á Idle- wilde-flugvellinum í New York, komnar úr flugi yfir Atlantshaf. — Fargjaldastriðið milli fiugfélaganna er nú komlð f algleyming, og verð- ur ekki annað sé1' en Loftleiðir séu j miklum sóknarhug. Félagið hef- ur fenglð að lækka fargjöld sín um 25% og biður um að mega lækka meir á leiðinni Reykjavík-Luxem- burg. Enn er því ekkl séð fyrlr endann á fargjaldalækkunum á At- lantshafi fyrir atbeina Loftleiða. — Þannig eru þelr að verða æði marg- ir, sem mcga vera Loftleiðum þakk- látir fyrir samkeppnina við stóru félögtn (Ljósm.: Emil Guðjó^sson). ;

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.