Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 7

Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 7
ÚtgefE TíO !-RAMSÖKNARFL OKKUKINN FramkYæmdastjóri I'ómas Arnason — Ititstjórar Þórarinn Þórarinsson (ábi Andrés Knstjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Frétta- stjóri: Jónas Kristjánsson. Auglýsingastj.: Sigurjón Daviðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu húsinu. símar 18300—18305 Skril stofur Bankastr 7 Afgr.sími 12323 Augl., sími 19523 Aörar skrifstofur, sími 18300, Áskriftargjald kr. 80,00 á mán. innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f — Hvar á að „draga úr?” Þjóðin hefur síðustu dagana hlustað á játningar rík- isstjórnarinnar — játningar um að spilaborg „viðreisn- arinnar" sé hrunin, játningar um að allur leikurinn sé orðinn að óðadýrtíð. Fyrir kosningarnar hrópaði stjórn- in að þjóðinni: Viðreisnin hefur tekizt. Kjósið okkur og áframhaldandi velgengni. Stjórnin hlaut meirihlutann, en þessi „áframhaldandi velgengni" er orðin að afskræmi óðadýrtíðarinnar, sem við blasir. Sijórnin varð að játa. Þegar Bjarni Benediktsson gengur nú fram, segir hann ekki: Höldum áfram viðreisninni. Hann segir: Við verð- um að hætta gengisfellingarleiknum. Gylfi hefur líka játað í tveim ræðum sama daginn, og Alþýðuþlaðið orðar játningar hans svo: „Hins vegar kvað Gylfi skaSlega ring- ulreið hafa verið á sviði kaupgjalds- og verðlagsmála, og hefði þar farið mjög á annan veg en stjórnin hefði ætlazt til". Og boðskapur hans er ekki: Áfram með fram- farirnar, eins og fyrir kosningarnar heldur: „Þjóðin verður að staldra við — draga úr aukningu fjárfestingar og neyzlu". Þjóðin veit, að í fullkomið óefni og öngþveiti er komið, og ráðstafanir þarf nú til þess að bjarga því, sem bjargað verður af helgrindum öfugrar og óviturlegrar stjórnarstefnu. Vel má m. a. vera, að nauðsynlegt kunni að reynast að setja einhverjar skorður við aukinni fjár- festingu og neyzlu, en þá er aðalatriðið, hvernig það verður gert. Þégar slíkar ráðstafanir eru gerðar, skiptir öllu máli, hvernig þær koma niður. Það er sjálfur mergur málsins. Spurningin er og verður, hvort enr verður dregið úr fjárfestingu almennings, svo sem íbúðabyggingum og atvinnurekstraruppbyggingu alls þorra manna, en auð- kóngarnir fá. að halda áfram stórframkvæmdum og sókn sinni til stórkapítalisma, eða hvort þessu verður snúið við. Spurningin er, hvort dregið verður úr opinberum framkvæmdum til almannaframfara og heilla, eins og gert hefur verið í vaxandi mæli a undanförnum árum, en peningamenn og stórfyrirtæki einkaauðsins fái að halda áfram þenslunni, eða hvort snúið verður við á þeirri braut. Spurningin er, hvort dregið verður úr neyzlunni með því að takmarka nauðþurftir almennings, én dýr óhófs- varningur handa þeim, sem mikil fiárráð hafa, streymir inn í landið. Spurningin er, hvort „skattalækkanir“ verða framkvæmdar þannig að færa álögur af hátollavörum yfir á brýnustu neyzluvörur almennings, eins og átt hefur sér stað á undanförnum árum. Það eru þessar spurningar, sem brenna á vörum þjóð- arinnar. Ekki hvort „dregið verði úr“, heldur hvar og hvernig það verði gert. „Fróðlegt að heyra” Bjarni Benediktsson segir í Reykjavíkurbréfi s.l. sunnu- dag, að það hafi verið „fróðlegt að heyra“, að Guð- mundur í. sagði á Alþingi í s.l. viku. að meðan dr. Krist- inn Guðmundsson var utanríkisráðherra og forseti Atlantshafsráðsins, hafi ráðið samþvkkt mikla fjárveit- ingu til mannvirkjagerðar í Hvalfirði. og að viðtekin venja hafi verið að gera ekki slíkt, nema samþykki viðkomandi ríkisstjórnar lægi fyrir. Bjarni átti sjálfur sæti í þessari ríkisstjórn, og hann veit ofur vel hvað samþykkt var og hvað ekki í þeirri stjórn, og hann veit að Guðmupdui í. fór með staðlausa stafi. En hann langar samt hálfvegis til þess að trúa hví og segir, að þetta hafi verið „fróðlegt að heyra"!! Fulltrúi nítjándu aldarinnar Gera völdín og ábyrgðin Home lávarö að meiri manni? Et FÁTT sýnir betur, að aftur- haldsöfl eru enn sterk í íhalds- flokknum brezka en útnefning Home lavarðar í embætti for- sætisráðherrans. Af einum 10 mönnum, sem á seinustu árum hafa verið taldir koma til greina sem forsætisráðherra- efni flokksins, er Home lávarð- ur vafalítið sá óreyndasti og sá, sem sízt hefur til þess unnið að skipa þennan valdasess. Aftur- haldsöflin í flokknum fylktu sér hins vegar svo eindregið gegn Butler, sem var sjálfsagð astur í embættið, og eins gegn öðrum, sem eru svipaðrar skoð- unar og hann, að það veitti Macmillan tækifæri til að út- nefna Home lávarð sem eftir- mann sinn, en Macmillan hefur lengi verið persónulegur óvfld- armaður Butlers, þótt hann neyddist til að hiafa hann í stjórn sinni. Eftir því, sem átökin hörðn- uðu i íhaldsflokknum um eftir- mann Macmillan, kom það bet- ur og betur í ljós, að Butler hafði langmest fylgi, einkum meðal almennings. Þetta kom fram í skoðanakönnunum blað- anna f skoðanakönnun, sem „Daily Express“ efndi tjl eftir flokksþing íhaldsmanna, — en það blað beitti sér gegn Butler — fékk Butler langflest at- kvæði. en Hailsham kom næst- ur honum. Home lávarður reyndis¥ ; hafa sáralítið fylgi. Einkum var athyglisvert, að Butler var langsterkastur með- al óháðra kjósenda, en það eru þeir, sem ráða úrslitum kosn- inga í Bretlandi. Slíkt var ekki heldur óeðlilegt, því að Butler er viðurkenndur leiðtogi hinna frjálslyndari íhaldsmanna, og hefur átt meiri þátt í því en nokkur maður annar að íhalds- flokkurinn hefur á ýmsan hátt gerzt frjálslyndari en áður. Af þeim ástæðum beittu líka aft- urhaldsmenn flokksins sér gegn honum. Þeir fengu mann við sitt hæfi, þar sem Home lávarð- ur var. Vegna þess, hve deilur voru miklar í íhaldsflokknum um eftirmann Macmillans, beitti hann þeim rétti sínum að út- nefna sjálfur eftirmann sinn. Það mun ekki styrkja Home lá- varð sem forsætisráðherra, að hann er ólýðræðislega tilnefnd- ur f embættið. Hann er orðinn forsætisráðherra vegna þess að fylgt var hefð frá liðnum tíma. Hann hefur þó ekki af þeirri á- stæðu verið kallaður fulltrúi 19. aldarinnar, heldur hinu, að það lítið, sem kunnugt er um skoðanir hans, virðist hann vera meira maður 19. aldar- innar en hinnar tuttugustu. HOME lávarðuj- er annars að mestu leytí óskrifað blað sem stjórnmálamaður. Þótt hann hafi lengi tekið þátt í stjórn- málum, hefur aldrei reynt verulega á hann. Hann var fyrst kosinn á þing 1931 sem Dunglass lávarður, þá 28 ára gamall, og átti það því fyrst og fremst að þakka, að hann var kominn af rótgrónum aðals- ættum og hafði lokið námi við menntaskóla í Eton og háskóla í Oxford. Á þingi bar ekki mik- H O M E LÁVARÐUR ið á honum, en vegna ættar sinnar komst hann brátt í þjón- ustu Neville Chamberlains sem aðstoðarmaður hans í þinginu, en Chamberlain var þá fjár- málaráðherra og síðar forsætis- ráðherra. Hann var í fylgdar- Uði Chamberlains, er hann gerði hinn fræga Miinchen- samning. Home var þá mikill aðdáandi Chamberlains. Á striðsárunum kom Home lítið við sögu, því að hann fékk berkla í bakið og lá lengi rúm- fastur. Þingsæti sitt missti hann í kosningunum 1945, en komst aftur á þing 1950. Ári síðar lézt faðir hans og fluttist hann þá nauðugur upp í lá- varðadeildina. Sama ár gerði Churchill hann að Skotlands- málaráðherra. Lítið bar á hon- um í því starfi. Árið 1955 gerði Eden hann að samveldismála- ráðherra og bar þar lítið á hon- um. Það kom því mjög á óvart, er Macmillan gerði hann að ut- anríkisráðherra árið 1960, því að margir aðrir þóttu verðugri en hann til að hljóta það. Á- stæðan var ekki talin sízt sú, að Macmillan vildi ráða mestu um utanríkisstefnuna bak við tjöldin. ERFITT er að dæma um það, hvort Home lávarður hefur reynzt vel eða illa sem utan- ríkisráðherra. Aðalvandinn, sem hefur fylgt embættinu á þessum tfcna, hefur raunveru- lega hvílt á öðrum manni eða Heath. Heath hefur verið full- trúi utanríkisráðherrans í neðri málstofunni, þar sem Home átti ekki sæti, og hefur því hvílt á honum fyrst og fremst að vera málsvari utanríkisráðuneytis- ins. Jafnframt hefur Heath ann- azt það verkefni utanríkisráðu- neytisins, sem hefur verið erf- iðast á þessum tíma, þ.e. samn- ingana við Efnahagsbandalagið. Á öðrum sviðum, eins og varð- andi sambúðina við Rússa og Bandaríkjamenn, hefur Mac- millan sjálfur ráðið mestu á bak við tjöldin. Home hefur því haft létt starf í utanríkisráðu- neytinu og því lítið reynt á, hve traustan og farsælan mann hann hefur að geyma. Helzt hefur hann vakið athygli á sér fyrir afturhaldssama stefnu í málum Afríku, og reyndist hann Sameinuðu þjóðunum t.d. erfiður í Kongómálinu, því að þar dró hann taum Tshombes og hans manna. Fyrir þetta hefur Home orðið hálfgerður dýrlingur nýlendusinna og aft- urhaldsmanna í Bretlandi. Home hefur 6ýnt á fleiri svið- um, að hann er mikill heims- veldissinni og ósanngjarn í skiptum við smáþjóðir. Land- helgissamningurinn við ísland er eitt dæmið um það. Framhald á 15. síðu T f M I N N, þriðiudaginn 22. október 1963. — 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.