Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER
þýzkum sáttmála árið 1934. Þetta
* varð ekki vinsælt í Þýzkalandi.
Þýzki landherinn, sem hafði fylgt
Rússum og verið andvígur Pól-
verjum allt frá dögum Seeckts,
var þessu mótfallinn. En þessi
samningsgerð hentaði Hitler mjög
svo vel eins og á stóð. Vinátta
Póllands hjálpaði honum til þess
að fá það fram fyrst sem hann
þurfti fyrst: Endurhernám Rfnar-
toéraðsins, og að eyðileggja sjálf-
stæði Austurríkis og Tékkósló-
vakíu. Beck og samofurstar hans
fylgdust með öllu þessu af góðvild
og með algjörri og ósamrýman-
legri blindni, en þetta styrkti
Þýzkaland, dró máttinn úr Vestur-
löndum og ógnaði löndunum í
austri.
Ef pólski utanríkisráðherran.i
hafði fyllzt svartsýni í ársbyrjun,
eins og hann sagði vegna krafa
Hitlers, þá átti hann eftir að
sökkva enn dýpra, þegar fór að
vora. Þrátt fyrir það, að Hitler tal-
aði í ræðu sinni 30. janúar 1939 í
Reichstag með hlýju um „vináttu
Þýzkalands og Póllands“, og lýsti
því yf'ir, að hún væri „ein af hug-
hreystandi staðreyndunum í stjórn
málalífinu í Evrópu", þá hafði
Ribbentrop verið hreinskilnari,
þegar hann fór í opinbera heim-
sókn til Varsjár fjórum dögum
áður. Hann færði aftur í tal við ]
Beck kröfur Hitlers varðandi Dan-J
zig og samgönguleiðirnar gegnum!
Hliðið, og hélt því fram, að Þær
væru „fram úr hófi hógværar.“ En
þýzki utanríkisráðherrann fékk
ekki fullnægjandi svör við þessu
né heldur við kröfum hans um, að
Pólland gengi í sambandið gegn
Sovétríkjunum. Beck ofursti var
byrjaður að verða varkár gagnvart
vinum sínum. Hann var reyndar
líka að byrja að verða óþolinmóð-
ur. Þýzki sendiherrann í Varsjá
hafði tilkynnt Berlínar-stjórninni
26. febrúar, að Beck hefði komið
því svo fyrir, að honum var boðið
í heimsókn til Lundúna í lok marz-
mánaðar, og að hann gæli síðan
farið til Parísar á eftir. Þótt áliðið
sé orðið, eins og Moltke sagði í
skýrslu sinni, „vill Pólland komast
i samband við vestrænu lýðræðis-
ríkin ... (af) ótta við að til átaka
kunni að koma milli Póllands og
Þýzkalands út af Danzig." Hulan
var að sviptast frá augum Becks
eins og svo margra annarra, sem
reynt höfðu að gera Adolf Hitler
allt til hæfls.
Og hún var farin frá fyrir fullt
og allt 15. marz, þegar Hitler her-
nam Bæheim og Mæri og sendi
hersveitir sínar (41 þess að verja
„sjálfstæði" Slóvakíu. Pólland
vaknaði þennan morgun og Þýzki
herinn var kominn fylktu liði að
landamærum þess í Slóvakíu eins
og hann þegar var kominn að
norðurlandamærum Pommern og
Austur-Prússlands. Hernaðarleg
aðstaða landsins var orðin óverj-
andi á einni nóttu.
21. marz 1939 er dagur, sem
minnast þarf í sögunni um göngu
Evrópu í áttina að styrjöld.
Það var mjög mikið að gera hjá
diplómötunum í Berlín, Varsjá og
London þennan dag. Forseti Frakk
lands var kominn í opinbera heim-
sókn til höfuðborgar brezka sam-
veldisins í fylgd með utanríkisráð-
herranum Bonnet. Chamberlain
stakk upp á því, við Frakkana, að
lönd þeirra sameinuðust Póllandi
og Sovétríkjunum í formlegri yfir-
lýsingu þess efnis, að þjóðirnar
fjórar myndu þesar í stað ræðast
við um leiðir til þess að stöðva
frekari áreitni í Evrópu. Litvinov
hafði lagt til, þremur dögum áður
— eins og hann hafði gert fyrir
einu ári, eftir sameiningu Austur-
ríkis — Þýzkalands — að kölluð
yrði saman Evrópu-ráðstefna, í
þetta sinn ráðstefna Frakklands,
Bretlands, Rússlands, Rúmeníu og
Tyrklands, sem myndu sameinast
í því að stöðva Hitler. En brezki
forsætisráðherrann hafði talið hug
myndina „ótímabæra". Hann van-
treysti Moskvu mjög mikið og á-
leit „yfirlýsingu", sem fjórveldi
þessi gæfu út væri það mesta sem
hann gæti gert.
Brezki sendiherrann í Varsjá
afhenti Beck uppástungu hans sam
dægurs, 21. marz, og fékk heldur
kaldar móttökur, að því er snerti
211
hlutdeild Rússa í yfirlýsingunni.
Pólski utanríkisráðherrann treysti
Sovétríkjunum ef til vill enn
síður en Chamberlain, og var
þar að auki sömu skoðunar og
forsætisráðherrann um gagnsleysi
rússneskrar hernaðaraðstoðar.
Hann átti eítir að halda fast við
þessar skoðanir allt til þeirrar
stundar, er ólánið dundi yfir.
En örlagaríkasti atburðúr þessa
dags,21. marz, fyrir Pólland gerðist
í Berlín. Ribbentrop bauð pólska
sendiherranum að heimsækja sig
um hádegið. í fyrsta sinn var ut-’
anríkisráðherrann ekki aðeins
kuldalegur við Lipski, að því er
hann sagði í skýrslu, sem fjallaði
um fundinn, heldur einnig fullur of
beldis. Foringinn, sagði hann „var
stöðugt að verða meira og meira
undrandi yfir afstöðu Póllands."
Þýzkaland óskaði eftir fullnægj-
andi svari við kröfunum um Dan-
zig og akbrautina og járnbrautar-
teinana gegnum Hliðið. Þetta gat
gefið ástæðu til áframhaldandi
vináttu Pólverja og Þjóðverja.
„Pólland verður að gera sér grein
fyrir því“, sagði Ribbentrop, „að
það gæti ekki farið milliveginn
milli Þýzkalands og Rússlands.“
Eina björgun landsins var „skyn-
samlegt samband við Þýzkaland
og foringja þess.“ í þessu fólst
sameiginleg „and-sóvézk stefna“.
Þar að auki óskaði foringinn eftir
því, að Beck „kæmi hið fyrsta til
Berlínar." Þangað til ráðlagði
Ribbentrop sendiherranum ein-
dregið að flýta sér til Varsjár og
útskýra persónulega fyrir utan-
ríkisráðherra sínum, hvernig á-
standið væri. „Hann leggur til“,
tilkynnti Pipski Beck, „að fund-
inum (með Hitler) verði ekki
frestað, og sízt af öllu, að kanslar-
inn geti fengið þá hugmynd, að
Pól.land hafni öllum hans bocW
um.“
Hitler gengur lengra og lengra
Áður en Lipski fór úr Wilhelm-
strasse, spurði hann Ribbentrop,
hvort hann gæti sagt honum nokk-
uð af við'ræðum sínum við utan-
ríkisráðherra Litháen. Þjóðverj-
inn svaraði, að þeir hefðu rætt
Memelmálið, „sem þarfnaðist úr-
lausnar".
Ribbentrop hafði einmitt tekið á
móti utanríkisráðherra Litháen,
Juozas Urbays, sem fór um Berlín
daginn áður eftir að hafa heim-
sótt Róm, og heimtað, að Litháen
skilaði þegar í stað Memel-svæðinu
aftur í hendur Þjóðverja. Annars
myndi „foringinn grípa fram í með
leifturhraða." Litháarnir, mega
ekki blekkja sjálfa sig, sagði hann,
með því að búast við einhvers
konar hjálp frá öðrum löndum".
í rauninni höfðu franski sendi-
herrann og brezki sendiráðsritar-
inn beint athygli þýzku stjórnar-
inar nokkrum mánuðum áður, 12.
desember 1938, að skýrslum um,
að þýzkir ibúar Memel væru að
undirbúa byltingu, og hefðu sendi-
ráðsmennirnir beðið stjórnina um
að beita áhrifum sínum í þá átt,
að réttarstaða Memel, sem bæði
Bretland og Frakkland höfðu á-
byrgzt, yrði virt. í svari utanríkis-
ráðuneytisins var látin í ljós
„undrun og furða“ yfir íhlutun
Engl'endinga og Frakka, og Rib-
bentrop hafði gefið skipun um,
að yrði meira af slíku, skyldi segja
sendiráðunum tveimur, „að við
hefðum líklega búizt við því, að
Frakkar og Bretar myndu að lok-
um verða þreyttir á því að blanda
sér inn í málefni Þýzkalands".
f nokkurn tíma hafði þýzka
Stjórnin og sérstaklega flokkurinn
■wss
52
starf hliðstætt þessu í Bandarikj-
unum. Og þar verð ég minn eigin
húsbóndi, ekki undir stjórn neins.
Eins og nú standa sakir, langar
mig til þess að taka því boði. En
fyrst verð ég að fara heim til Eng-
lands og gefa skýrslu um dvol
mína hér.
Hann drap í sígarettunm. Svo
leit hann á hana. Hún sá glettnis-
drætti kringum munninn þegar
hann sagði: — Og þú Gail,, þú
verður hér um kyrrt, er það ekki?
Þig l'angar ekkert að snúa heim
til Englands með mér?
Hún hikaði við. Svo leit hún upp j
og horfðist í augu við hann.
— Ef þú vilt að ég snúi heim, j
/ skal ég koma og starfa með þér.j
Grant. Hún dró djúpt andann ogj
bætti við: — Mig mun alltaf langa j
til að vinna með þér, hvað sem þú.
gerir og hvert sem þú ferð.
Hann reis seinlega upp. Hann
kom í áttina til hennar, tók um
báðar hendur hennar og reisti
hana á fætur.
— Áttu við, að þú viljir aðeins
vinna með mér — eða áttu við
eiRhvað annað og meira — og ég
vona það af öllu hjarta, Gail.
Hún hvarflaði augum undan
augnaráði hans.
Hún sagði þokukenndri röddu:
— Segðu mér, hvað þú vilt i
ég eigi við, Grant?
— Eg hef sagt nóg nú þegar,
kannski alltof mikið. Eg hef vitað
lengi, að ég elska þig, sagði hann^
stillilega. — Eg elska þig, Gail.
Mig langar til að þú verðir konan
mín.
'— Meinarðu, meinarðu virki-
lega að þú viljir kvænast mér?
stamaði hún og horfði á hann, og
augu hennar fylltust skyndilega
tárum. — Ó, Grant, ég þorði ekki
að láta mig dreyma um, að þú elsk
aðir mig þannig.
— Hvað gat ég gert eða sagt
þegar þú varst á sifelldum þeyt-
ingi með Dyson, sagði hann þurr-
lega. — Eg hélt að þú værir ást-
fangin af honum. Eg veit að þú
sagðist ekki vilja giftast honum
strax, en mér fannst að hann hefði
svo margt að gefa þér. Ást, pen-
inga og þetta æsandi líf, sem þú
hefur notið hér. Einu sinni sagð-
irðu mér, að þig lángaði til að
setjast hér að.
Hún hló titrandi hlátri. — Eg
veit að ég sagði það, Grant. Þetta
er glitrandi, töfrandi fögur borg,
og lífið er áhyggjulaust og létt hér
á yfirborðinu, en undir niðri er
það viðurstyggilegt og spillt. Voða
legir atburðir gerast hér. Ó, Grant!
Hún þrýsti sér að honum. — Þetta
hefur verið óttaleg helgi. Eg er
ein taugahrúga.
Hann faðmaði hana að sér og
talaði hughreystandi við hana.
— Hvað hefur komið fyrir, svo
að þú ert slæm á taugum, Gail,
sagði hann bliðlega. — Eg hef
alltaf hugsað mér þig svo hug-
rakka. Eg hélt ekki að þú gætir
komizt í aðra eins geðshræringu.
Eg sá strax að eitthvað hafði kom-
ið fyrir, þegar þú gekkst inn í
skrífstofuna í morgun. Þú veizt
það kannski ekki, en ég fylgist
með hverri hreyfingu þinni. Segðu
mér nú frá því, ástin mín.
Hún sagði honum í stuttu máli
frá því, sem gerzt hafði. Hann
hlustaði á hana og fylltist skelf-
ingu. Hann herti takið utan um
hana. — Þegar ég hugsa til þess,
sem hefði getað komið fyrir þig,
elskan mín! Eg hefði ekki lifað
það af. Eg hef barizt á móti því
að viðurkenna, hversu heitt ég
elskaði þig. Eg hef verið hræddur
við ástina allt mitt líf. En guði sé
lof, að þú ert heil á húfi. Eg verð
að þakka þessum Bandaríkjamanni
í eigin persónu.
Hún sagði honum einnig, að
»EII%HI
Maysie Greig
Tom Manning hefði játað að hann
væri maðurinn, sem sveik foreldra
hennar og hrifsaði til sín eigur
þeirra, en þeim yrði nú skilað til
hennar aftur. Sem eigandi fyrir-
tækisins. Ashworth og Co. 'væri
hún nú mjög auðug.
— Og hvaða gleði hefurðu þá af
vesælum rannsóknarlækni? sagði
hann stríðnislega. — Þeir hafa
aldrei lag á að græða peninga.
— En þeir vinna þýðingarmikil
störf, sagði hún alvörugefin.
Hann sagði lágri röddu? — Og
ertu viss um, að þú elskir ekki
Dyson, Gail? Ilann hefur verið
keppinautur minn. Eg hef þjáðst
af óstjórnlegri afbrýðisemi, ég
játa það. En ég held ekki að hann
sé vondur maður. Þú ert viss um
að þú yrðir ekki ánægðari með
honum.
Ilún hló hamingjuþrungnum
hlátri og lagði báða arma um háls
hans. — Minnstu ekki á það,
Grant — að ég geti orðið ham-
ingjusöm með öðrum en þér —
það gæti ég aldrei. Eg veit nú að
ég hef elskað þig frá því ég hóf
að vinna hjá þér. Eg hefði ekki
komið með þér hingað til I-Iong
Kong ef svo hefði ekki verið. Eg
hefði ekki komið hingað — jafnvel
til að leita uppi manninn, sem
sveik foreldra mína, ef ég hefði
ekki elskað þig. Eg veit núna, að
ég hef alltaf - elskað þig. En þú
varst svo kuldalegur og fjarlægur
mér. Þú komst fram við mig eins
og ég væri vél; að eina ástæðan
fyrir tilveru minni væri að ég
kæmi þér að notum í starfi þínu.
Brett sýndi mér, að hann elskaði
mig — og ég hafði eytt svo mörg-
um mánuðum í að elska þig án
þess að verða nokkuð ágengt.
Hann tók enn fastar utan um
hana og sagði:
— Hvað get ég sagt, ástin mín?
Hvernig get ég beðið þig að fyrir-
gefa? Eg hef verið eigingjarn og
sjálfsel'skur. En mér hefur liðið
bölvanlega. Eg gat einhvern veg-
inn ekki kqmið mér til að játa þér
ást mína. Eg hef vitað lengi, að
þú ert mér margfalt meira virði
en starf mitt. En þú ert rík núna,
Gail. Þú ert ung og fögur og gæt-
ir lagt heiminn að fótum þér. Held
urðu að það sé skynsamlegt af þér
að bindast mér? Eg er ekki óeigin-
gjarn. Það veit hamingjan heil og
sæl, að ég er ekki, en samt finnst
mér að þú ættir að hugsa þitt ráð.
Hún hristi ákaft höfuðið.
— Það 2rt bara þú, Grant.
Hjarta mitt segir mér það. Eg vil
þig og aðeins þig. Ó, ástin mín, ég
er svo hamingjusöm að þú skulir
elska mig.
— Ef þú vissir hversu ham-
ingjusamur ég er, sagði hann hálf-
kæfðri röddu.
Varir þelrra mættust í löngum
og innilegum kossi og þau þrýstu
sér hvort að öðru í hinni nýfundnu
hamingju þeirra. Það var barið að
dyrum, en hvorugt þeirra heyrði.
Rautt höfuð kom í gættina; manns
rödd sagði: — Nú, nú, kannski ég
geri ónæði, ha?
— Það geturðu reitt þig á. En
komdu inn fyrir! Grant hló viðr
Þau slepptu takinu hvort á öðru
og voru bæði dálítið feimnisleg.
Augu Gails voru rök, aúgu
Grants voru grunsamlega þoku-
kennd.
— Gail hefur lofað að giftast '
mér, sagði Grant. — Eða gerðirðu
það ekki, elskan mín? bætti hann
við áhyggjufullur.
Hún hló. — Eg held að ég hafi
gert það, Grant, hvernig og hvers
hefðum við annars átt að kyssast?
Hún sneri sér að Bobby og sagði
hlýlega: — Kæri, góði vihur, við
erum bæði svo hamingjusöm, að
við vitum ekki, hvað við eigum að
segja. En gerðu það fyrír okkur
að skil.ja og taka þátt í gleði okkar.
Bobby glotti hraustlega. Hann
tók um hendur beggja og þrýsti ,
þær. — Skollinn sjálfur, þá verð
ég víst að vera svaramaður. Eg er
alltaf svaramaður. Einn góðan veð-
urdag verða ortar um mig gaman-
vísur út af því. En ég óska ykkur
hjartanlega til hamingju.
— Það er dásamlegt að vera
elskaður, sagði Grant, hásri röddu.
— Eg hef aldrei gert mér ljóst,
hversu dásamlegt það er. Hann
tók Gail aftur í fang sér þótt Boby
væri hjá þeim. — Elsku vina mín,
hvernig fæ ég fullþakkað þér þá
hamingju, sem þú hefur gefið mér?
SÖGULOK.
14
T í M I N N, þriSjudaginn 22. október 1963. —
✓