Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 8
Sem von er, vekur hún mikla athygll sýnlngln I Bogasalnum, á málverkasafninu mikla, sem Bjarnveig Bjarnadóttir og synir hennar hafa geflS
Árnessýslu, og er rétt aS benda þeim á, er ekkl hafa séS sýninguna, aS henni lýkur I kvöld og síSan fer hún alfarin úr Reykjavik austur
fyrlr fjall. — Oplnber afhendlng fór fram s.l. laugardag. Flutti frú Bjarnveig ávarp og las upp gjafabréfiS og afhenti gjöfina. Hennl velttl
móttöku Páll Hallgrímsson sýslumaSur Árnesinga og fluttl um leiS ræSu. Margir Árneslngar komu meS honum aS austan. Létu alllr I Ijós
hrifningu yflr sýningunnl og höfSu góS orS um þaS aS búa verkunum verSugan staS, þegar þau kæmu austur, og byggja sérstaklega yflr þau
meS tlmanum. — MeSal gesta vlS afhendlnguna voru forsetl íslands, ráSherrar og flelrl fyrlrmenn, austan fjalls 03 vestan. StöSunur straumur
jesta hefur veriS á sýninguna, strax frá þvl hún var opnuS á sunnudag. — í Bogasalnum: Ragnar I Helgafelll (t.h.) skoöar sýninguna, en
Bjamvelg ræSir viS fréttamann.
Halldór Kristjánsson, Kirkjubóli
VANDINN AD BJARGA
1
LANDBUNAÐI
Sonnudaginn 6. október birti
AlþýSublaðiS helgarskrif eftir
Benedikt Gröndal ura verSlags-
mál l'andbúnaðarins. Þeim hug-
leiðingum lýkur meS þessum
crðum:
„Það er ekki hægt að tryggja
smábændum lífvænlega afkomu
án þess að gera stórbændur um
leið enn rflcari".
Þegar ég las þessi orð, kom
mér í hug nýyrði eitt, sem ég
lærði í annarri grein eftlr sama
mann, og fékk með sama pósti:
Það var orðið „villikrati".
EKKI BÚSTÆRÐIN
Um aifkomu bænda er það
fyrst að segja í þessu sambandi,
að hún stendur engan veginn í
föstu hlutfalli við bústærð. Auð-
vitað pr það takmörkum bund-
ið hve smá búin mega vera til
þess að af þeim sé hægt að lífa.
En þar með er ekki sagt, að ef
einn getur lifað á ákveðnum bú-
stofni hafi sá tvöfalt meiri tekj-
ur, sem hefur tvöfalt meiri bú-
stofn.
Hér á landi hefur ekki verið
rannsakað hver bústærð væri
hagkvæmust. En i Svíþjóð var
gerð ýtarleg athugun á því fyrir
örfáum árum. Nlðurstaðan varð
sú, að það ætti ekki við I land-
búnaðl, sem almennt gilti á öðr-
um sviðum, að rekstur fyrir-
tækja væri þvl hagkvæmarl, sem
þau væru stærrl. Nefndin sænska
sem athugaði þetta mál, gat eíkki
fullyrt neitt um það, af hverju
búin yrðu síður hagkvæm eftir
að þau færu yfir vissa stærð,
enda þótt hún gerði grein fyrir
ýmsu, sem hún hélt að kæmi
þar til greina. Það verður ekki
rætt hér, en aðelns minnt á
þetta, að búskapur er ekki því
arðvænlegri sem búin eru stærri.
— Þar með er þó ekkert fullyrt
um_ það, að hve miklu leyti ís-
lenzk bú hafa náð þeirri hámarks
stærð, sem hagkvæmt er.
FJÁRFESTINGARÞÖRFIN
SKER ÚR
Væri kenning Gröndals rétt,
að stærri bændur ættu visan
gróða, myndu hinar stærri jarð-
ir verða eftirsóttar, því að nóg
er til af fólki, sem vildi búa, ef
það ætti gróðann vísan. En nú
er reyndin sú, að jarðir byggjast
ekki enda þótt þar sé hægt að
reka stórbúskap.
Það er verðbólgan, sem hér
kemur við sögu. Afurðaverðið er
byggt að öðrum þræði á tilkostn
aði við landbúnað. Sá tillkostnað-
ur vex hröðum skrefum ár frá
ári. Afurðaverðið er engan veg-
inn miðað við þann kostnað eins
og hann er í dag, heldur ein-
hvers konar meðaltal margra ára.
Þess vegna rís afurðaverðið ekki
undir stofnkostnaðinum eins og
hann er.
Þess vegna getur enginn byrj
að búskap nema með því að gefa
stórfé með sér £ stofnkostnað. —
Og þetta er miklu meira atriði
en bústærðin, hvað sem allir
villukratar álíta.
ÞAÐ, SEM GERIR
GÆFUMUNINN
Ég hef ekki við höndina enn
sem komið er hinn nýja verð-
lagsgrundvöll og nefni þvl ekki
dæmi úr honum. En benda má á
það, að í næsta verðlagsgrund-
velli á undan var vísitölubúinu
ætlaður vélakostur sem samtals
nam hálfu dráttarvélarverði, eins
og það var í reynd það ár. Þetta
byggðist væntanlega á þv£, að
margir bændur eiga gamlar
dráttarvélar, sem kostuðu ekki
nema 20 þúsund kr.
Eins er um byggingar útihúsa.
Þurfi bóndinn að byggja öll
skepnuhús og það sem þeim heyr
ir til, þá er það tilkostnaður sem
afuröaverðið — og þar af leið-
andi búskapurinn — rís engan
veginn undir.
Sama er sagan um lánsféð. Visi
tölubúið átti samkvæmt verðlags
grundvelli f.á. að skulda rétt um
100 þús. kr. Bóndi með visitölu-
bú og afurðamagn samkvæmt þvi
átti að fá I afurðaverðinu vexti
af þeirri skuld. Ef hann skuldaði
minna fékk hann þarna afgang
— viðbót við kaup sitt. En ef
hann skuldaði meira varð hann
að draga af kaupi sinu til að
greiða vexti af þeirri skuld.
Það er ekki bústærðin, sem
mestu máli skiptir í þessu sam-
bandi, heldúr hitt, í hvaöa á-
standi jörðin er, — hvað fjár-
festingarþörfin er mikil. Bóndi,
sem á 40 kúa bú, en þarf að
byggja yfir kúabúið frá grunni,
stendur sizt betur að vigi en
hinn, sem á 15 kýr en ræktun og
byggingar fyrir það bú í góðu
lagi, skuldlítið.
EINS OG GRÖNDAL SEGIR
Ekki ætti að þurfa að fara fleiri
orðum um þessi atriði. En það er
sannfæring min, að hlutur bænda
vertú aldrei leiðréttur til fulls
með einhliða verðhækkunum. —
Það er vegna þess, að afurða-
verð, sem rís undir stofnkostn-
aði og rekstrarkostnaði eins og
hann er í dag, hlyti að færa þeim
bændum, sem standa á gömlum
merg, ærinn gróða. Það er alveg
rétt hjá Gröndal, að það afurða-
verð, sem einum nægir, myndar
gróða hjá öðrum. En það er fjár.
festingarþörfin, sem þar skiptir
máli miklu fremur en bústærðin.
Eins og sakir standa endur-
nýjar bændastéttin sig ekki. —
Ýmsir rosknir menn og slitnir
þrauka við búskap í von um að
geta kannski selt á næsta ári.
Það er þó aðeins stundarbið. —
Verði engin bót á ráðin hljóta
margar jarðir að fara 4- eyði á
næstu árum. Og það eru ekki
endilega minnstu jarðimar, held
ur fyrst og fremst þær, sem eru
laklega hýstar, enda þótt land-
gæði séu þar æskileg til stórbú-
skapar.
RÉTTU ÚRRÆÐIN
Hvað er þá til ráða, annað
og betra en hæfckun afurðaverðs?
Það er vitanlega að gera til-
kostnaðinn viðráðanlegri Og
hver ráð eru til þess?
í fyrsta lagi má nefna lækkun
vaxta. Vaxtabyrði landbúnaðar-
ins á öll að koma fram i afurða-
verði. Lækkun landbúnaðarvaxta
er þvi bein lækkun afurðaverðs,
en jafnar um leið hlut þeirra
bænda, sem margt þurfa að laga
hjá sér og hinna, sem eru búnir
að þvi
Gröndal ætti því að fagna því
úrræði. í öðru lagi er svo hægt
að lækka byggingarkostnað
skepnuhúsa. Það er unnt með því,
að létta tollum af byggingarefni,
sem til þeirra fer. Það myndi
vera einfaldast með endur-
greiðslu, annaðhvort belnni, eða
greiðslu jarðræktarframlags á
fjós og fjárhús.
Hér má koma því að, enda
þótt það sé ekki sérstaklega mál
bænda, að tnér virðist að mjög
væri athugandi að lækka íbúðar
verð almennt með því, að létta
tollum af byggingarefni. Segjum
að endurgreiða skyldi toll af
efni til íbúðar af hóflegri stærð
en þeír, sem vildu byggja af slíkri
rausn, sem almenningi er ofraun,
greiddu fulla tolla. Hóflegar ibúð
ir og byggingar, sem atvinnulifið
þarf, væru hafðar saman i flokki
og tollabyrði létt af þeim.
Framhald i 13 slBu
13.
Sú löggjöf mun fágæt, ef nokkur
er, sem snertir jafnmarga þjóðfé-
lagsþegna á íslandi um þessar
mundir eins og lög tun almanna-
tryggingar. Viðskiptin við þessa
löggjöf byrja með hreingemingu
ljósmóðurinnar um það leyti sem
við lítum dagsins ljós í fyrsta
sinn, og þau enda með lokabaðinu
í sjónum eða hinum alkunnu rek-
um, sem þjónar drottins moka yf-
ir úkkur á leiðarenda.
En þótt athafnasvið almanna-
trygginganna hafi þannig á slðari
árum þanizt út, allt þar til fáar
mannlegar athafnir eru þeim óvið
komandi. má það ekki gleymast,
að upprunalegur tilgangur lög-
gjafarinnar var fyrst og fremst
sá að tryggja afkomu þeirra þjóð
félagsþegna, sem örðugast eiga
uppdráttar. Og það er enn þá hinn
eini raunhæfi mælikvarði á gildi
slíkrar löggjafar, hvern stuðning
hún veitir þeim þjóðfélagsþegn-
um. sem lífsbaráttan er erfiðust.
Allt frá upphafi var stefnan sú,
að bótaréttur skuli vera óháður
efnahag. Það var alltaf litið á frá-
vik frá þessari meginstefnu sem
braðabirgðaákvæði. Þannig var
greinilega tekið fram í lögunum
frá 1956, að skerðingarkvæði 22.
gr skyldi niður falla í árslok 1960.
Enda var það líka gert.
Þetta sjónarmið er sérstaklega
áréttað í nefndaráliti; sem prentað
er með hinu endurskoðaða frum-
varpi til laga um almannatrygging
ar, sem lagt var fyrir síðasta Al-
þingi. Á bls. 29 er rætt um rang-
læti. sem enn sé í gildi í lögum
um ríkisframfærslu sjúkra manna
og örkumla. Þar segir svo:
„Á því leikur ekki vafi, að nú-
verandi skipan þessara mála get-
ur hvorki tabzt réttlát né hag
kvæm.“ — „Verður að telja frá-
leitt. að trygging sjúkrahúsvistar
geti fallið niður eftir svo stuttan
tíma vegna efnahags hins tryggða,
ekki sízt þegar þess er gætt, að
stöðugt er stefnt í þá átt að gera
bóí arétt óháðan efnahag“.
í ljósi þessarar stefnu verður
hér rætt um reglugerð þá, sem
nú gildir um úthlutun örorku-
styrkja dags. 27. nóv. ’61 og 13. gr.
laga um almannatryggingar, sem
takp gildi 1 janúar 1964.
Fvrsta málsgrein þrettándu grein
arinnar hljóðar svo:
„Rétt til örorkulífeyris eiga þeir
menn á aldrinum 16—67 ára, sem
eru öryrkjar til langframa á svo
háu stigi, að þeir eru ekki færir
um að vinna sér inn í því sama
héraði við störf, sem hæfa lík-
amskröftum þeirra og verkkunn-
áttu og sanngjarnt er að ætlast
til af þeim með hliðsjón af upp-
eldi og undanfarandi starfa."
Umreiknað í tölum, miðað við
núverandi ástand í launamálum,
þýðir þetta hér um bil: Sé núðað
við 80 þúsund króna árslaun, sem
er miklu hærri upphæð en árs-
laun fullvinnandi verkamanns. sem
vinnur löglegan vinnudag, fellur
niður réttnr til örorkulífeyris við
20 þúsund króna vinnutekjur. Jafn
vel þótt tekjumar næðu aðeins 16
þúsund krónum gæti rétturinn til
örorkulífevris verið umdeildur. —
Þctta þýðir aftur, að öryrkinn
þyrfti óhjákvæmi’ega að biðja
um sveitarstyrk sér til lífsframfær
!s. því enginn gæti ætlazt til þess,
að raaður héldi lífi á íslandi yfir
12 mánuð' ársins 1963 fyrir sextán
til tuttugu þúsund krónur.
Efnahagsmannréttindi eru að
sjáifsögðu háð þjóðfélagslegri við
8
T ( M I N N, þriðjudaginn 22. október 1963.