Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 3
Rggilf sfórskotaher- fylki verður flutt flug- leiSis til V-Berlínar, bú- ið eldflaugum, sem hægt er a3 koma kjarn- orkuhleðslum fyrir í. Mestu herflutningar Banda- ríkjamanna á friðartímum! NTB-Washington, 21. október. Bandairísk hernaðaryfirvöld skýrðu frá þvl' í dag, að öflugar stórskofaliðssveitlr, búnar öllum nýtízkulegustu vopnum, m. a. eldflaugum, sem hægt er að útbúa með kjarnorkuhleðslum, væru á leiðinni til herstöðva í Evrópu og á Kyrrahafssvæðinu. Eru herflutningar þessir liður í svonefndri Big Lift-her- æfingaáætlun og eru þetta mestu herflutningar Banda- ríkjanna á friðartímum. í nótt mun m. a. verða sent heilt stórskotaherfylki til V-Berlínar búið langdrægum eldflaug- um og öðrum nýtízku útbúnaði. Er hér um að ræða mjög um- fangsmifela hergagnaflutninga, sem samkvæmt opinberri skýrslu iherstjómarinnar á að bæta mjög heraaðarmáitt Bandaríkjanna og bandamanna þess. Er hér um að ræða bæði endur- nýjun á hergögnum svo og aukinn útbúnað. M.a. má nefna, að fjöldi eldflauga af gerðinni Sergeant- Fom, sem eru mjög langdrægar, eru meðal þessa flutnings og einn- ig endurbætt gerð af John-eld- flauginni svonefndu, sem hæft getur skotmál í 20—30 krn. fjar- lægð. , Þá er og mikið magn af kjarn- orkuhleðslum í þessari hergagna- sendingu. Er hér unnið að hernaðaráætl- un, sem rædd hefur verið af Bandaríkjamönnum og banda- mönnum þeirra. ' Nú eru 240 herflutningavélar víðs vegar um í herstöðum í Banda ríkjunum. reiðubúnar til að flytja heilt herfylki til Vestur-Berlínar í nótt með öllum útbúnaði, sem eitt stórskotalið þarf að hafa. 14.500 hermenn í fullum herklæð- um eru reiðubúnir í sambandi við herflutninga þessa, sem eiga að sýna, hve fljótt Bandaríkjamenn gætu brugðið við, ef hjálpar væri beiðst frá einhverjum banda- Stórskotaherfylkið verður flutt til V.-Berlínar með þotum að mestu, en einnig verða hægfleyg- ari flugvélar í ferðum í sambandi við herflutningana, sem eru hinir mestu í sögu Bandarkjanna á frið- artímum. Framhald á 15. síðu. TUNDURSPILLIR A RCKII STÓRSJÓ 0G HVIRFILVINDI NTB-Norfolk, 21. október. FLUGVÉL, sem sérstaklega er út- búln tll leltar f óveSrl fann f dag tundursplllinn Fogg, sem nú rekur stjórnlaus meS tfu mönnum Innan- borSs f stórsjó út af strönd NorSur- Karollna. Fogg, sem var einn af frægustu tundurspillum Bandaríkjanna í heimstyrjöldinni, slitnaði í dag frá dráttarskipinu Salish, sem var á leiö með tundurspillinn frá New Port í Virginíu til Mayport á Florida. Bandaríska strandgæzlan sendi þegar fjölda skipa á vettvang til að leita að hinu nauðstadda skipi, sem ekki getur komizt til hafnar af eigin rammleik. Einnig voru margar flugvélar send ar til leitar, en þær gáfust upp hver af annarri vegna veðurofsans. Á þessu sæði geysar nú hvirfil- vindurinn Ginny með 100 km. vind- hraða á klukkustund. Það var seint í dag, að flugvél, sem sérstaklega er útbúin til flugs í miklu roki, fann tundurspillinn, sem þá var enn á réttum kili, enda þótt 15 metra háar öldur æddu kringum skipið. ENN ER barizt á landamærum Alsír og Marokkó, þrátt fyrir tilraunir margra góðra manna til að miSla málum. í gær kom Haile Selassie, keisari í Eþiópíu flugleiðis til Algelrsborgar eftlr að hafa átt sátta- viðræður við Hassan konung í Marokkó. Á myndinni sjást tveir særðir Marokkóhermenn á leið til sjúkrahúss f sjúkravagni, frá vígvöllunum við landamærin. 56 HRUTAR A GlÆSMQRl SYNINGU HF-Reykjavík, 21. okt. ! sýningar á sauðfé að Sandlækjar- Á SUNNUDAGINN var efndu I koti í Gnúpverjahreppi, en um sauðfjárræktarfélög Árnessýslu til | framkvæmdir í sambandi við sýn- inguna sá Hjalti Gestsson, ráðunaut ur. Sýndir voru 56 hrútar úr öllum sveitum austan Ölfusár og Sogs í MENNIRNIR þrfr hér að ofan skiptu f ár með sér Nóbelsverðlaun- um f læknavísindum. Þeir eru tald- ir frá vinstri: Andrew Fioiding Huxley, brezkur vísindamaður og prófessor, Alan Hodkin, prófessor í Piymouth og John Eccles, prófess- or í Camberra í Ástraiíu. Árnessýslu, eða einn hrútur á hverjar 1000 kindur í hverjum hrepp. Valdir voru beztu hrútarnir úr hverri sveit, en það eru þeir, sem hlutskarpastir urðu í sveitarsýning um í haust. Auk þess voru sýndir 13 hrútar með afkvæmum. Dóm- nefnd sýningarinnar skipuðu, Hall- dór Pálsson, búnaðarmálastjóri, Ein ar Gíslason, bústjóri á Hesti og Leifur Kr. Jóhannesson, ráðunautur í Stykkishólmi. Veitt voru þrenn verðlaun, heið- ursverðlaun, sem 16 hrútar fengu, fyrstu verðlaun a) sem 17 hrútar fengu og fyrstu verðlaun b), sem 238 hrútar hlutu. Auk þessa voru þremur beztu hrútunum veitt auka- verðlaun og sá bezti þeirra var Laxi, Hvolsholti í Villingaholtshr., ættaður úr Laxárdal i Gnúpverja- hreppi og frábær kostakind. Annar bezti var Sporður, eign sauðfjár- ræktarfélags Skeiðahrepps, ættaður frá fjárstofni Jóns H. Þorbergsson- ar á Laxármýri. Þriðju aukaverð- FraiTihald á 15. síðu. HAPPDRÆTTI FRAMSÓKNARFL VINNINGAR í Happdrætti Fram- sóknarflokksins eru Opel-Record, árgerð 1964, Willys-jeppi með húsi, sætum og miðstöð og mótorhjól eft- ir eigin vali vinningshafa. Miðinn kostar aðeins 25 krónur, þótt verð mætti vinninga sé hátt í 400 þús. krónur. Stuðningsmenn Framsóknarflokks ins um land allt eru beðnir að veita happdrættinu stuðning með því að kaupa miða sjálfir og hvetja aðra til hins sama. Umboðsmenn eru beðnir að panta viðbótarmiða sem fyrst. 'Ef hver umboðsmaðu: tæki 30 til 50 miða i viðbót, væri því marki náð að selja alla miðana, og um leið æri tryggt að útkoman úr happ- drættinu yrði góð Bílarnir verða bráðlega til sýnis á götum Reykjavíkur. T f M I N N, þriðjudaglnn 22. október 1963. — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.