Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 15

Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 15
SfMAWMSÓKNIR Reykjavfk, en viðbótin er í raun og varu meiri, því að sama dag verður opnuð ný sjálfvirk stöð í'Kópavogi, og flytjast þá Kópa- vogsnúmerin af Reykjavíkur- stöðinni. í janúar verður einn ig opnuð ný stöð í Selási, fyrir 2000 númer. Öll símanúmer í Kópavogi munu byrja á tölu- stafnum 4, en allar áðurnefnd- bt stöðvar á þessu svæði hafa svæðanúmerið 91. Um miðjan desember verður tekin í notkun sjálfvirk stöð í Vestmannaeyjum og skömmu síðar sams konar stöð á Akra- nesi, hvor þeirra gerð fyrir 1400 númer. Vestmannaeyjar eru á sérsvæði og númerið er 98, en Akranes hefur svæðis- númerið 93. Svo er ákveðið, að fyrri hluta ársins 1964 verði tekin í notk- un sjálfvirk símastöð á Akur- eyri, en svæðanúmer þar verð- ur 96. Svæðanúmerið fyrir Keflavík. Grindavík, Gerðar og Sandgerði er 92 og fleiri sjálf virkar stöðvar hafa ekki risið en þó, þó að vonazt sé til, að allt landið verði komið í sjálf- virkt símasamband innan fárra ára. Símnotendur á öllu landinu eru nú orðnir um 40.000 og þar af eru 31,000 notendur í sjálfvirku símasambandi. Á svæðinu Reykjavík, Kópavogur og Haftiarfjörður hefur verið úthlutað 1870 nýjum simun og flestir þeirra komast í sam band um leið og símaskráin gengur i gildi, en 150 þeirra númera þó ekki fyrr en í fyrri hluta nóvember. Umsóknir, sem ekki var hægt að afgreiða núna voru 186 og bíða þær línu lagna. Þá verða eftir um 1100 iaus númer á þessu svæði, en ekkert i Grensásstöðinni, en hún mun verða stækkuð um 2000 númer á næsta ári. Á Reykjavíkuirsvæðinu berast • venjulega 100 símaumsóknir á mánuði og í síðasta mánuði urðu þær 200. Þegar þessi nýja skrá^er kom in út, mun jafnskjótt"hefjast undirbúningur að þeirri næstu sem fer þannig fram, að ný númer og breytingar eru jafn- óðum færð inn á gataspjöld og handrit að næstu skrá koma svo úr skýrsluvélum. Mun þetta slytta undirbúningstím- ann tíl muna. Tvennt viljum við að lokum taka fram, sem simnotendur þurfa að h'afa á bak við eyrað. Annað er það, að símanúmer ritsímans verður héffian af 06, en ekki 22020 og hitt, að ef notendur verða fyrir einhverj- um örðugleikum, að kvarta strax í 05. HERFLUTNINGAR Þegar þessum flutningum er lok ið, verða sérsakar NATO-heræf- ingar í Evrópu. Talsmaður vestur-þýzka sendi- ráðsins skýröi frá því í dag, að sendiráðið hefði snúið sér til bandaríska varnarmálaráðuneytis- tns til að fá frekari upplýsingar um herflutninga þessa, sem eru liður í svonefndri Big-Lift-heræf- ingaáætlun. Málgagn sovézka kommúnista- flokksins, Isvestija, segir í dag í sambandi við Big Lift-æfinguna, að enginn rnundi láta blekkja sig, þótt hinar skrækjandi krákur vilji að þær séu álitnar kurrandi dúfur. Það er alveg Ijóst, segir blaðið, að slíkir fjöldaflutningar á hermönnum og hergögnum á þeim tíma, er friðvænlega horfir í alþjóðamálum, eiga ekkert skylt við friðsamlega hagsmuni eða ör- yggi, og eru því fullyrðingar um, að æfingarnar standi í sambandi við hugsanlega minnkun á banda- riskum herafla í Evrópu, hlægi- legar, segir Isvistija I dag. SÝNING Framhald af 16. síðu. vík um helgina, eftir sýningarferð á Akranesi. Eigandi og finnandi Einar Hansen, kom með skjald- bökuna og ljósmyndarinn G. E. tók meðfylgjandi mynd af þei-m sein ætluðu að sjá hana hér. Áfcveðið hafði verið, að sýna dýrið í Fiskifélagshúsinu, og skyldi sýningin hefjast klukkan tvö á sunnudag. Þar sem saman var kominn múgur og margmenni, bæði böm og fullorðnir, sem hugð ust líta þessa furðuskepnu augum, en hún lét þó nokkuð á sér standa. Hálftími leið, og ekkert bólaði á skjaldbökunni og/voru menn fam- ir að ókyrrast, en að lokum kom hún þó, og fannst mörgum gam- an að, ekki -hvað sízt bömunum. Erlent yfírlit Framhald af 7. síðu. HOME er all'góður ræðumaður, hefur fremur veika rödd, en kann vel að beita henni á enska vísu. Hann heldur yfirleitt stuttar ræður, en ljósar og glöggar, og er fundvís á víg- orð. Hann er fremur hár vexti, en renglulegur og hefur ekki mikið, en geðþekkt yfirbragð. Hann er talinn laginn samninga maður og miklu fastari fyrir og kænni en hin hægláta fram- koma hans gefur til kynna. Þess vegna er það trú margra flokksbræðra hans, að hann muni reynast harðfengnari bar- áttumaður, þegar á hólmrnn kemur, en menn hafa yfirleitt átt von á, og það muni verða til þess að styrkja aðstöðu hans. Hann muni og læra það af reynslunni að gerast frjáls- lyndari og skilningsbetri á við- horf nýrra tima. M.ö.o.: Hann muni koma mönnum á óvart og afla sér fylgis á þann hátt. Það þarf hann líka áreiðanlega að gera, ef hann og flokkur hans eiga að halda velli í næstu kosningum. Mjög-ær um það-deilt, hy.ort. það sé honum til styrktar eða tjóns, að hann er lávarður. Sumir segja, að Bretar elski lá- varða, ef þeir sýni sig jafnhliða gædda nokkrum hæfileikum. Þá kjósi þeir fremur lávarðinn en hinn öbreytta borgara. Aðr- ir telja það muni verða Home til frádráttar, að hann var sótt- Ur upp í lávarðadeildina og jafnhl'iða ýlt til hliðar mönn- um í neðri málstofunni, er voru búnir að vinna sér miklu meira traust og álit. Víst er, að þetta síðarnefnda munu stjórnarand- stæðingar ekki láta gleymast í þeirri kosningabaráttu, sem framundan er.___________Þ.Þ. STÓRSPJÖLL Framhald af 16. síðu. sjórinn komst inn á gólf í sím- stöðinni, þar til húsa. Eftir þenn an forgang var ófært að húsinu. fyrir möl og grjóti, en því hefur verið rutt frá með jarðýtu. Þessi sjávargangur stóð á þriðju klukkustund. Guðsteinn Einarsson, fréttarit- ari Tímans í Grindavík, sagði að hrimið hefði gengið upp á milli húsa í þorpinu laust eftir kl. 20. Þá voru al'lar bryggjur í kafi. í fyrra sumar var steyptur varn- argarður fyrir utan höfnina. — 20—30 metra kafli af honum, framan til viö miðju, lagðist út af, og er garðurinn þar meö gagnslaus, Það, sem eftir stend ur, getur farið í næstu flóðum. Garðurinn var byggður á lausan jarðveg, og sjórinn hefur grafið undan honum. Búið var að treysta hann með stórgrýti, en kom að engu haldi. Aðalhættan sem nú stafar af þessu mann virki vitamálastjórnar, er sú að grjótið fari inn í höfnina og eyði leggi hana. Engar skemmdir urðu á bátum í Grindavík, enda vel gengið frá þeim. TOGARI FB-Reykjavík, 21. okt. MILLI klukkan 1 og 2 í nótt varð varðskipið Óðlnn vart við togara að veiðum út af Barðe og virtist varð- toga út um 3*4 sjómílu Innan' flsk- veiðimarkanna. Togarinn var frá Grlmsby og heitir Lifeguard. Pétur Sigurðsson forstjóri Land- hel'gisgæzlunnar sagði í kvöld, að slæmt samband hefði verið við varð skipið, en saga málsins væri í sutttu máli þessi: Á áðurnefndum tíma tók varðskipið eftir togaranum inn- an fiskveiðimarkanna, en þegar kom ið var að honum reyndist hann vera kominn 2% mílu inn fyrir mörkin. Lifeguard er frá Grimsby, og i»fði skipstjórinn fyrst sagt Óðni, að hann hefði týnt trollinu og hefði verið að leita að þvi, þegar varðskipið kom á vettvang. Róstursamt þing INSÍ Blaðinu barst í gær þessi grein- argerð frá fráfarandi og núver- adi formönnum Iðnnemasambands íslands: Vegna fréttar á baksíðu dag- blaðsins Vísis í gær, óskum við að taka eftirfarandi fram: í upphafi þings tók kjörbréfa- nefnd fyrir kjörbréf fulltrúa frá Iðnnemafélagi Hafnarfjarðar. Kjörbréfanefnd klofnaði um mál- ið. Meirihlutinn lagði til, að kjör- bréfin yrðu ekki samþykkt, þar sem um endurreist félag væri að ræða og meðlimalistar og skýrsla hefðu ekki borizt fyrr en klukku- stundu áður en þingið hófst. Til- laga meirihluta nefndarinnar var felld á fundinum með eins at- kvæðis meirihluta, og fengu full- trúar Iðnnemafélags Hafnarfjarð- ar því setu á þinginu." Þá kom fram tillaga um, að strax fyrir inntökubeiðni Félags bifreiðavélavirkjanema, en forseti þingsins, Jón , Stefánsson, vísaði henni frá, þar sern hún ætti að ræðast undir liðnum: Önnur mál, og skyWi dagskr þingsins haldið að fullu. HRUTAR Frarrihaic' af bls. 3. laun fékk Durgur frá Steinsholti í Gnúpverjahreppi, sonur Durgs frá Fjallaskciðum. Af afkvæmahópnum hlutu 4 fytstu verðlaun, 5 önnur verðlaun og 4 þriðju. Bezti hópurinn var talinn afkvæmi Dofra, eign sauðfjárrækt- arfélags Skeiðahrepp. Svo voru og sérstök verðlaun veitt bezta kollótta hrútnum á sýningunni og hlaut þau Svanur í Þingdal, en það er glæsileg myndarkind. Þar að auki voru sér- stök. verðlaun veitt þeim sveitum, sem jafnbezta hrúta áttu á sýning- unni. Fyrstu verðlaun hlaut Villinga holtshreppur og öðrum verðlaunam skiptu Gnúpverjahreppur og Hraun gerðishreppur á milli sín. Búnaðarmálastjóri tjáði blaðinu að sýningin hefði verið hin gl'æsi- legasta. Margir hrútanna hefðu ver- ið lítt aðfinnanlegir einstaklingar, sem bæru þess vott, að bændur í Árnessýslu hafa með góðum árangri lagt mikla alúð við fjárræktarstarf- ið. Sýningin var mjög fjölsótt, gest- ir voru á fimmta hundrað og marg- ir komu úr öðrum. héruðum til að skoða gæði sauðfjárins í Árnes- sýslu. Engar skemmdir urðu á Stokkseyri og Eyrarbakka, og ekki heldur í Vík í Mýrdal, en þar gekk sjórinn langleiðina upp að húsum. Lónið hjá Vík urkletti fór upp á veginn. 'Btefán Ármann Þórðarson, fréttaritari blaðsins í Vík, sagði að þar hefðu verið 9—10 vindstig á hugardagskvöldið. Mikil flóðfylli var í Vestmanna eyjahöfn. Sjórinn gekk yfir bryggjurnar og reif úr þcim malarfyllur. Trillubátur sökk og Herjólfur slitnaði frá bryggju, en var Iagt úti á höfninni. Síöan hélt þingið áfram og fór mjög friðsamlega fram að öðru leyti en því, að ágreiningur varð um þingsetu formanns Prentaema- félagsins í Reykjavík. Varamaður hans mætti á þinginu fyrri dag- inn í forföllum formannsins, en vildi ekki víkja fyrir honum seinni daginn fyrr en eftir langt þref. Varamanninum var boðin áfram þingseta með málfrelsj og tillögu- rétti. Er liðurinn: Önnur mál, var tek- inn fyrir, var lögð fyrir þingið inn- tökubeiðni Félags bifvélavirkja- nema í Reykjavík. Þegar inntöku- beiðni og lög félagsins höfðu ver- ið lesin upp, lögðu nokkrir full- trúar fram tillögu um, að félagið yrði tekið inn, svo framarlega sem lög þess brytu ekki í bága við lög sambandsins, og skyldi væntanleg stjórn sambandsins fjalla um þau Nokkru síðar upplýsti formaður Prentnemafélagsins í Reykjavík að einn fulltrúa Iðnemafélags Hafnarfjarðar væri meðlimur prentnemafélagsins. Um þetta atr- 4ði urðu miklar deilur, en er fyrir- spurn varðandi þetta var lögð fyr- ir þennan fulltrúa Iðnnemafélags- ins, viðurkenndi hann frammi fyr- ir þingheimi, að hann væri með- limur beggja félaganna j Vegna gruns um, að fleiri full- ;trúar Iðnnemafélags Hafnarfjarð- ár væru ekki löglegir, kom fram tillaga frá nokkrum fulltrúum um, að öllum fulltrúum þess félags yrði vísað af þinginu. Fyrirspurn var borin fram um, hvort fulltrúar Iðnnemafélags Hafnarfjarðar væru atkvæðisbær- ir um þessa tillögu og kvað frá- farandi formaður þá atkvæðis- bæra. Voru þá greidd atkvæði um tillöguna, og var hún' samþykkt með 20 atkvæðum gegn 16, en fulltrúar Hafnarfjarðar voru sjö. Næst kom fram tillaga frá for- manni Félags bifVélavirkjanema, Jónasi Ástráðssyni, um að inn- töku beiðni félags hans yrði dreg- in til balca, þar sem ef til vill væru DR. KRISTINN Framhald af 1. síðu. ar á íundi í Sameinuðu Albingi, að á meðan dr. ICristinn Guðmundisson Var for- seti Atlantshafsráðsins hafi Atl- antshafsbandalagið samþykkt fjár veitingu til mikillar mannvirkja- gerðar í Hvalfirði. Úr henni varð þó ekki þá, vegna ályktunarinn- ar alræmdu frá því í marz 1956. Fróðlegt var að heyra þetta dæmi heilinda Framsóknar." Bjarni Benediktsson tekur þarna undir ósannindi Guðmundar í. þótt hann viti gjörla betur. Þar það eins og hans var von og vísa. Það má svo nærri geta, að það hafi farið fram hjá Bjarna Bene- diktssyni, ef Kristinn Guðmunds- son hefði upp á sitt eindæmi sam- þykkt eitthvað slíkt — eða hvar og hvenær á dr. Kristinn Guð- mundsson að hafa samþykkt mann virkjagerð í Hvalfirði? gögn félagsins ekki í fullkomnu lagi, eins og kom fram hjá Iðn- nemafélagi Hafnarfjarðar. Þótt forseti fundarins, hefði þegar lagt inntöku beiðni félagsins fyrir þingið, þá afhenti hann Jónasi aftur inntökubeiðni Félags bif- vélavirkjanema, og braut forseti því fundarsköp og -reglur þings- ins með ofbeldi. f lögum sambandsins segir, að þingið sé löglegt, ef þaö er lög- lega boðaö. Samt lagði nú forseti þingsins, Jón Stefánsson, fram til- lögu um, að þingið yrði dæmt lög- mætt og boðað aftur síðar, og braut hann því þannig lög sam- bandsins enn. Tillaga hans var felld með 20 atkvæðum gegn 15. Þá gengu fulltrúar Iðnnemafé- iags Vestmannaeyja og 2 fulltrúar Prentnemafélags Reykjavíkur af fundi vegna þessara atburða, og teljum við, að það sýni ekki næg- an félagslegan þroska að þola þannig ekki að tapa kosningu. Fráfárandi formaður INSÍ Guðbjartur Einarsson Formaður I.N.S.f. - - Páll Magnússon RÍKISiNS SKIPAÚTGERÐ fís2s, Rerjólfur fer til Vestmannaeyja og Horna fjarðar 23. þ.m. Vörumóttaka til Hornafjarðar í dag. £Ss> Bðidur fer tií Rifshafnar, Króksfjarð- arness, Skarðstöðvar, Hjalla- ness og Búðardals á miðviku- dag Vörumóttaka í dag. JarSarför eiglnmanns míns, Jóns Jónssonar frá Fingbjarnarlioltl, cr iézt 16. b. m. fer fram laugardaglnn 26. .b. m. og hefsf meS húskveSju aS hcimlll hans, Árfúni 3, Selfossi, kl. 11 f. h. Jarðsett verður aS Skarði í Landsveit kl. 2 sama dag. Blóm og kransar af- beðnir, en þeim, sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Sigriður Gestsdóttir. Innllegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýr.f hafa okkur samúð og vinarhv;g vlð andlát og jarðarför eiglnmanns míns, föður okkar, sonar, bróður, tengdaföður og afa, Tyrfings M. Þórðörsonar stöðvarstjóra, og heiðrað hafa mlnningu nans. Fyrir mfna 'Tvönd, barna okkar, móður, systur og annarra æftingja. Úlla Asbjörnsdóttir. Hjartanlegar þakkir og kveðjur til allra fjær og nær fyrir auð- sýnda samúð við andlát og jarðarför Elísabetar Ólafsdóttur Austurvegi 11, Seyðisfirði. Guðný Vlgfúsdóttir Hermann Vlihjálmsson og aðrir vandamenn. T f M I N N, þriðjudaginn 22. október 1963. —- 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.