Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 22.10.1963, Blaðsíða 5
ÁRMANN SKOR- AÐI EITT MARK r — IR vann með miklum vfirburðum Alf—Reykjavík, 21. okt. Óvenju góð vörn og frábær rnark varzla ÍR — krydduð heppni að vissu marki — gerði það að verk. um, að hinu unga Ármannsliði tókst ekki að skora nema eitt mark í 30 mínutna leik gegn ÍR á laugardags kvöldið. Þetta er mjög óvenjulegur atburður í handknattleik innanhúss og sennilega eina skiptið, sem þetta hefur skeð í meistaraflokksleik að Hálogalandl. ÍR vann yfirburðasigur og sex sinnum sigldi knötturinn í Ármannsmarklð, þrátt fyrir góða m-:!<vörilu Þorsteins Björnssonar. Það var noMcuð um stangarskot í '’ knum og áttu Ármenningar mest at þeim. ÍR-liðið virtist í sæmilegri þjálfun í þessum leik og liðið virð- ist vaxandi. Aldrei þessu vant, var Gunnlaugur Hjálmarsson ekki aðal- stjarna liðsins. Gylfi bróðir hans hafði við hann hlutverkaskipti og hann átti einn bezta leik, sem ég hef séð til hans, skoraði helming markanna, og var mjög virkur. ÍR skoraði fjögur mörk gegn einu Ármanns í fyrri hálfleik og hafði mikla yfirburði. Það gekk allt á aft urfótunum hjá Ármanni. Stórkost- lega vitlausum hraða var beitt og Ármenningar stigu trylltan dans fyrir utan ÍR-vörnina, létu knöttinn ganga hratt á milli, en vissu raun- verulega aidrei hvar markið var að finna. Hvílík orkusóun! Ég held að það hafi verið stór skyssa hjá Ár- manni að setja ekki hinn hávaxna Hörð Kristinsson inn á línu í fyrri hálfleik, til ógnunar — í stað þess að taka þátt í dansinum. Það var á siðustu sekúndum fyrri hál'fleiks, sem Árni Samúelsson, skoraði eina mark Ármanns í leiknum. Síðari hálfleikur var miklu jafn- ari og þá reyndi verulega á ÍR- vömina og markvörðurinn, Jón, sem varði oft af hreinni snilld. Gylfi bætti fimmta markinu við fyrir ÍR og Gunnlaugur því sjötta og síð- asta úr vítL ÍR átti góðan dag og í rauninni ,hefði verið sanngjarnara, að sigur- inn hefði orðið stærri. Það sem vakti mesta athygli við ÍR-liðið var, að það vtrðist geta stjórnað hrað- anum eftir vild, nokkuð, sem ég hef ekki séð til liðsins áður. Gylfi og Jén markvörður voru beztu menn liðsins, en ekki langt þar á eftir þeir Gunnlaugur og Hermann, sem skoraði tvö mörk. Hjá Ármanni átti Þorsteinn í markinu einn góðan dag. Ármenn ingar með sinn góða efnivið verða að venda sínu kvæði í kross — og beita hugsun í leik, ellegar verða efnilegir ævilangt . . . Góður dómari í leiknum var Sveinn Kristjánsson. ósfcast strax hálfan eða allan daginn H.f. Eimskipafélag íslands Verkamenn óskast nú þegar. Mikil vinna'. Byggingarfélagið BRÚ h.f. Símar 16298 og 16784 Óskar eftir sendisveini fyrir hádegi Upplýsingar í síma 1-23-23 Afgreiðsla Tímans Tónlistarskóli Kópavogs Innritun fer fram í Félagsheimili Kópavogs mið- vikudaginn 23. og fimmtudaginn 24. okt. kl. 5—7 báða dagana. Nemendur! Hafið stundaskrána með ykkur. Skólastjórinn 16 mm Kvikmyndavéla Skuggamyndavélar Flestar gerðir sýni Ódýr sýningartjöld Filmulím og fl. Lj ósmyndavörur Filmur Framköllun og Köpenng Ferðatæki (Transist FILMUR Freyjugötu Sími 20235 Vil leigia þér 100 ferm. verk- stæðishús til bifreiðaviðgerðar ásamt fækjum til þeirra verka. Þeir. r.em hafa hug á þessu, leggi nafr. sitt inn á afgr. Tím- ans, merkt: ,.Bifvélavirki“. Atvinna Bifvélavirkja og vélvirkja vantar strax. Dieselvélar h.f. Suðurlandsbraut 16 Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauð- arárporti fimmtudaginn 24. þ.m. kl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna Starfsfólk óskast Viljum ráða karlmann við mnpökkun á blöðum (næturvinna). Enn fremur tvær stúlkur til annarra starfa. (dagvinna). Upplýsingar á skrifstofu TÍMANS, Bankastræti 7 Sími 18300 ■ __________________v________________ T í M I N N, þrlðjudaginn 22. október"T9é3, — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.