Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 2
a?
kaiƑ
P. PORGBIMSSON & Co.
Suðnrlanosbraul 6
Trúlofunar-
hringar
afgreiddir
samdægurs
Sendum um allt land
HALLDÚR
SkólavörSustig 2
FRYSTIHÚSSVINNA
Viljum ráða nú þegar nokkra röska menn til
starfa í frystihúsi okkar í Reykjavík.
Sláturfélag Suðurlands
Aðvörun
um stöSvun atvinnurekstrar vegna vanskila á söluskatti
Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heim-
ild í lögum nr. 10, 22. marz 1960, verður atvinnu-
rekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem
enn skulda söluskatt III. ársíjórðungs 1963, svo
og söluskatt eldri ára, stöðvaður, þar til þau
hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum
ásamt áföllnum dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir,
sem vilja komast hjá stöðvun verða að gera full
skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnar-
hvoli.
Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. nóv. 1963
Sigurjón Sigurðsson
Sendisveinn óskast fyrir hádegi
Nánari upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Banka-
stræti 7, sími 12323 og 19523.
SÖLUSKATTUR
Dráttarvexth’ falla á söluskatt fyrir 3. ársfjórðung
1963, svo og hækkanir á söluskatti eldri tímabila,
hafi gjöld þessi ekki verið greidd í síðasta lagi 15.
þ.m.
Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari i
aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá j
skilað gjöldunum.
Reykjavík, 12. nóv. 1963
Tollstjóraskrifstofan, Arnarhvoli
Greifinn af
Monte Christo
Afgreiðsla Rökkurs getur nú
afgreitt aftur pantanir á
GREIFANUM AF MONTE
CHRISTO, eftir Alexander
Dumas, þar sem III. b. sögunn-
ar, er uppselt var, hefur verið
endurprentað (4. prentun). —
Öll sagan I,—VIII. b. nær 1000
bls., bétt sett í stóru broti,
kostar 100 krónur, send burð-
argjaldsfrítí ef peningar fylgja
pöntun.
Afgreiðsla Rökkurs
Pósthólf 956, Reykjavík.
Trúiofunarhringaf
Pljót afgreiðsla
GUÐM PORSTEINSSON
gullsmíður
Bankastræti 12
BRÉF FRÁ ALÞINGI
Frámhald af 7. síðu
ríkisstjórnin gerði um það áætl-
un í vor og birti þjóðinni í fín-
um umbúðum undir nafninu þjóð
hagsáætlun, að minnka þann
hraða, sem þjóðartekjurnar hafa
aukizt með úr 4,6% á ári í 4%.
Framsóknarflokkurinn telur
það á hinn bóginn höfuðnauð-
syn að einbeita kröftum þjóðar-
innar að því að auka framleiðsl-
una og þjóðartekjurnar. Hafa
þingmenn hans lagt fram á Al-
þingi tillögu um að semja nýja
þjóðhagsáætlun, sem geri ráð fyr
ir meiri framleiðsluaukningu en
áætlun ríkisstjórnarinnar.
Þungar álögur.
Framsóknarmenn á Alþingi
hafa nú þegar lagt fram frum-
vörp og tillögur um ýmis umbóta
mál. Eitt þeirra er frumvarp um
vaxtalækkun o. fl. Er þar gert
ráð fyrir því að ríkisvaldið stígi
nú einu sinni skref á lækkunar-
braut með því að lækka vextina.
Þegar stjórnarliðar tala um
erfiðleika útflutningsatvinnuveg-
anna, kenna þeir jafnan háu
kaupi um. Samt borga saltfisk-
og skreiðarframleiðendur mun
minna í vinnulaun við fram-
leiðslu sína en þeir borga fyrir
þá liði, sem það opinbera ákveð-
ur, þ. e. vexti, útflutningsgjöld.
Freðfiskframleiðendur borga
svipaðar upphæðir í vexti og út-
flutningsgjöld eins og fyrir all'a
vinnu í frystihúsunum.
Af þessum staðreyndum má
vera ljóst, að ríkisstjórnin á við
sjálfa sig að sakast, ef útflutn-
ingsatvinnuvegirnir risa ekki
undir kostnaði. Ríkisvaldið verð-
ur sjálft að ganga á undan og
lækka hinar óbærilegu álögur.
Framsóknarmenn leggja til að
byrjað verði á vöxtunum og síð-
an fikrað sig áfram með að vinda
ofan af verðhækkunarskrúfunni.
í þessu frumvarpi er einnig
lagt til að sparifjárfrystingunni
sé hætt í því formi, sem hún er.
í stað þess vilja Framsóknar-
menn láta nota það fjármagn,
sem þjóðin ræður yfir, til nýrr-
ar sóknar í framfaramálum henn
ar.
Á næstunni munu þingmenn
Framsóknarflokksins leggja fram
fleiri þingmál í þessa stefnu.
Frelsi eða óstjórn.
Fyrir fjórum árum, þegar
stjórnarliðar fluttu fagnaðarboð-
skap viðreisnarinnar, báru þeir
mjög í munni sér orðið frelsi.
Þjóðin hafði þá um aldarfjórð-
ungs skeið eða síðan á árum
heimskreppunnar orðið að sætta..
sig við talsverða skerðingu á því,
sem almennt er nefnt viðskipta-
frelsi. Það hafði orðið að beita
innfl'utningshömlum og fjárfest-
ingareftirliti lengst af þennan
tíma, hverjir sem með stjórn
fóru. Þetta var mesta framfara-
tímabil í sögu þjóðarinnar, en
þetta var á köflum nokkuð harð-
hent stjórnun efnahagsmála, og
sjálfsagt var fólk tekið að þreyt-
ast og fagnaðarboðskapur við-
reisnarinnar um frelsið mikla
náði því eyrum þess meir en ella.
Nú sjá menn það „frelsi”', sem
viðreisnin færði þeim í allri sinni
nekt, og þá kemur í ljós, að það
er ekki frelsi heldur ÓSTJÓRN.
Allir unnum við íslendingar
frelsi, bæði í viðskiptum og á 'öðr-
um sviðum. En við höfnum því g
„frelsi“, sem er falskt og rotið,
ætlað þeim útvöldu einum, seni
hafa fullar hendur fjár. Við höfn-
um „frelsi“ hins sterka til að tú'ð
ast á þeim veikari. Því aðeins
unnum við því, að við eigum það
öll.
Þegar Framsóknarmenn vör-
uðu við þeirri kollsteypu, sem
viðreisnin fæli í sér, svaraði for-
sætisráðherrann því til, að horf-
ast yrði í augu við „allan vand-
ann í einu“. Minna mátti ekki
gagn gera. Nú horfast menn í
augu við afleiðingar viðreisnar-
innar
Framsóknarmenn hafa lagt
fram tillögur til úrbóta í efna-
hagsmálum þjóðarinnar og munu
leggja fram fleiri. Sumir gagn-
rýna þá fyrir að leggja ekki fram
heillegt plan til lausnar öllum
vanda. En þeirra tillögur byggj-
ast ekki á þess háttar yfirlæti.
Framsóknarmenn hafa aldrei
boðið þjóðinni að leysa allan
vandann í einu — með einu
pennastriki — og þeir gera það
ekki enn. Tillögur þeirra eru
hver um sig aðeins skref á langri
leið, en samanlagt munu þau
færa okkur inn i betri og bjart-
ari framtíð.
Helgi Bergs.
Skrýfið orsakasam-
hengi
Forystugrein dagblaðsins Vís-
is í fyrradag hefst á þessari
málsgrein:
„Þau tíðindi, að verkalýðsfé-
lögin aflýstu nú um lielgina
hinum ólöglegu verkföllum,
sem hefjast áttu í morgun, eru
mikið fagnaðarefni“ o.s.frv.
Svo heldur Vísir áfram við
næstu greinarskil:
„Þegar þessi tíðindi urðu
kunn, áilcvað ríkisstjórnin að
fresta afgreiðslu stöðvunar-
frumvarpsins til 10. desember“.
Sagnfræði Vísis af atburðum
þessara daga lætur ekki að sér
hæða. Hann segir, að verka-
lýðsfélögin hafi fyrst aflýst
verkföllunum, og þegar þau
tiðindi urðu kunn, hafi ríkis-
stjórnin frestað stöðvunarfrum-
varpinu. Sem sagt: Fyrst aflýst
verkföllum, svo frestað frum-
varpinu.
Það skiptir Vísi hins vegar
engu máli, þó að staðreynd-
irnar, séu þær, eins og hvert
mannsbarn veit eins og marg-
þulið var yfir mönnum í fregn-
um útvarpsins, að ríkisstjórn-
in og Alþingi frestuðu frum-
varpinu Á LAUGARDAG, en
verkalýðsfélögin aflýstu verk-
föUunum Á SUNNUDAG.
Hverju skiptir Vísi það, þó að
hann þurfi að færa laugardag-
inn aftur fyrir sunnudag til
þess að sýna þá mynd, sem rík-
isstjórnin vill? En einhver
mundi nú telja það smáskrýtið
orsakasamhengi að telja það,
sem gerðist á laugardag afleið-
ingu þess, sem gerðist sunnu-
daginn næstan á eftir.
„ÁhorfandTnn"
Stjórnarblöðin lýsa því mjög
samhljóða í gær, með miklu
orðskrúði, að Framsóknarmenn
hafi verið áhrifa'lausir áhorf-
endur að orrahríð þeirri, senv
staðið hafi um þvingunarfrum-
varpið og einnig vopnahléinu
við verkalýðshreyfinguna. Samt
sem áður hella blöðin sér með
óbótaskömmum yfir Framsókn-
arflokkinn einan fyrir afstöðu
í þessum málum.
Þetta er ekki sérlega rök-
rænn málflutningur. Hvaða
þörf er að skamma „áhrifa-
lausa áhorfandann" svona mik-
ið. Varla hefur hann gert mik-
ið illt af sér. Svona öfughyggja
gefur greinilega til kynna, að
stjórnin geri sér vel Ijóst, að
Framsóknarmenn voru ekki
eins „áhrifalausir áhorfendur“
og blöðin vilja vera láta í þessu
máli, og hún viti vel að Fram-
sóknarmenn áttu meiri þátt í
því en stjórninni þykir gott að
viðurkenna, að hún varð að
hopa á hæl með þvingunar-
frumvarp sitt. Það er skýringin
á óbótaskömmunum, sem nú
dynja á „áhrifalausum áhorf-
andanum“.
„Sfóri sigurinn“
Morgunblaðið segir í gær:
„Síðast vöknuðu svo Fram-
sóknarmenn upp við þann
vonda draum á miðjum degi s.L
laugardag, að ríkisstjórnin,
sem þeir nokkrum dögum áðui
héldu að væri komin að falli
hafði unnið sinn stærsta póli
tíska sigur og var sterkari ei
nokkru sinni áður.“
Mönnum er auðvitað svolíti
spurn, í hverju þessi „stærst
sigur“ ríkisstjórnarinnar vai
fólginn. Hún varð óumdeilan
lega að hörfa með ofbeldis
Framhald á 15. síSu.
miðvikudaginn 13. nóv. 1963
2