Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 3
SIR ALEC VANN EIÐ SINN í DAG NTB-London, 12. nóv. Það var Dilhorne lávarður, sem flutti hásætisræðuna við setningu þingsins í dag, í stað Elísabetar drottningar, sem er þunguð og gat því ekki flutt ræðuna. í ræðunni var lögð áherzla á það, að hægt væri að auka gagnkvæmt traust austurs og veslurs með þolinmæði og langlundargeði. í ræðunni segir meðal annars, að stjórn Brctlands muni áfram beita sér fyrir frelsi Vestur-Ber- línar og öryggi Evrópu. Áherzla verður ei.unig lögð á að auka vel- tnegun án verðbólgu og uppbygg- ingu og endurskipulagningu at- vinnulífsins. Skömmu eftir flutning ræðunn- ar vann sir Alec Douglas Home drottningunni hollustueið sinn, sem nýkjörinn þingmaður neðri deildar. Honum var heilsað með hrópinu: — Við viljum Butler! Þessi kveðja andstæðinganna var til að minna á, að Butler hefði staðið nær því að verða forsætis- ráðherra en sir Alec, þar sem hann hefði gegnt því embætti í veikinda forföllum Macmillans. íhaldsmenn létu ekki á sér standa, en svöruðu með hrópinu: — Við viljum Brown! En George Brown var aðalkeppmautur Harolds Wilsons um forust.u í Verkamannaflokkn- um eftir Hugh Gaitskell. Þegar Harold Wilson kvaddi sér hljóðs til að svara hásætisræðunni, taldi hann það merkilegt, að for- sætisráðherrann skyldi ekki strax segja af sér, því í gær hefði hann lýst því yfir, að hann hlakkaði mjög til næstu kosninga, þar sem yfirburðir Íhaidsflokksins myndu verða miKlir í þeim kosningum. En Wilson minnti á, að færu úr- Framhald á 15. síSu. MUN HVERFA / NÆSTA BRIMI Verið er að draga tæki úr togaranum í tand. FB-Reykjavík, 12. nóv. Tekizt hefur að bjarga um 20 lestum af fiski úr brezka togaranum Lord Stanhope, sem strandaði við Ingólfshöfða Prófessor grun- aður um njósnir NTB-Moskva, 12. nóv. ' Bandaríski prófessorinn Barghoorn, sérfræðingur í mál efnum Sovétríkjanna, var í dag tekinn höndum í Moskvu fyrir meintar njósnir. í tilkynn ingu Tass-fréttastofunnar er sagt, að sovézka öryggislög- reglan hafi tekið hann fastan, en ekki er sagt nánar um, í hverju njósnastarfsemi hans hafi verið fólgin. Móðir prófessorsins sagði í dag, að líklegasta orsökin til handtöku sonar hennar væri bækur þær, er hann hefur ritað um Sovétríkin, en í þeim er hörð gagnrýni á stjórn arfyrirkomulagið þar. Hún sagði, að ástæðan fyrir síðustu ferð son ar hennar til Sovétríkjanna hefði verið sú, að hann hefði viljað kynnast andrúmsloftinu þar nán- ar. Talsmaður sendiráðs Bandaríkj- anna í Moskvu sagði, að unnið væri að því að fá nánari upplýsingar um handtökuna og leyfi til þess að heimsækja Barghoorn í fangelsið. Starfsmaður sendiráðsins sagðist í einkaviðtali álíta, að handtaka Barghoorns væri gerð í mótmæla- skyni við handtöku sovézka bíl- stjórans í Bandaríkjunum, en hann var handtekinn fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna um daginn ásamt Bandaríkjamanni. Utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna hefur neitað að segja nokkuð um þennan atburð að svo komnu máli. VILJA FÁ150 ÞUSUND FYRIR RAUDU BÓKINA JK-Reykjavík, 12. nóv. í gær sendu þrír af höfundum SÍA-skýrslanna bréf til Heimdall- ar, útgefanda Rauðu bókarinnar, þar sem krafizt er höfundarlauna fyrir h'Iut þeirra í skýrslunum, samtals 150 þúsund krónur. Tals- maður Heimdallar tjáði blaðinu í dag, að félagið mundi ekki verða við kröfunni og nvundi það fá sér lögfræðing í málið. Þorvaldur Þórarinsson lögfræð- ingur sendi kröfubréfið fyrir hönd Hjalta Kristgeirssonar hag- fræðings, Hjörleifs Guttormssonar í Neskaupstað og Skúla Magnús- sonar sýsluskrifara á Patreksfirði. Segir í kröfubréfinu, að í Rauðu bókinni hafi birzt efni, aðallega einkabréf þeirra, sem þeir einir eigi sameiginlegan útgáfu- og höf- undarrétt að. Þar segir og, að bréf þeirra hafi verið birt í al- geru heimildarleysi, án vitundar þeirra og engin greiðsla hafi bor- izt fyrir Krefjast þeir 150 þúsund kr. sem ritlauna fyrir þátt sinn í bókinni, auk vaxta- og innheimtu- kostnaðar, og að greiðslan verði innt af hendi fyrir 16. þessa mán- aðar. Styrmir Gunnarsson, form. Heim dallar, sagði blaðinu í dag, að fé- lagið mundi ekki greiða upphæð- ina. heldui fara dómstólaleiðina. fyrir helgina, Á8ur hafSi rad- arinn verið tekinn úr skipinu og sömuleiðis öll radíótæki. Telja bændur í Skaftafells- sýslu ólíklegt, að meiru verði bjargað, því mjög erfitt er að komast út í togarann, og þar að auki er ekki sérlega margt fémætt um borð í honum. Að sögn Sigurðar Árnasonar skipherra á Maríu Júlíu, en hann stjórnaði björgun verðmæta úr tog aranum, unnu milli 15 og 20 heima menn að henni á laugardag og sunnudag. Stöðugt brýtur nú inn á dekk togarans, og hann er farinn að hallast svo mjög, að ólíklegt er talið, að fieiri ferðir verði farnar út í hann. Annars hafði bændum verið heimilað að notfæra sér allt það, sem beii töldu nothæft, og eftir var í togaranum. Þegar síð- ast voru menn um borð í togaran- úm var hann farinn að hallast 40 til 50 gráðui og búizt er við, að í næsta orimi fari hann alveg. Á laugardaginn kom herskipið Duncan á strandstaðinn og einn- ig varðskipið Óðinn. Voru þau þar fram eftir degi. Fjórir menn af Duncan fóru í land á gúmmíbáti, en þegar þeir ætluðu aftur út í skipið gekk það illa, því bát þeirra fyllti einum þrisvar sinnum, áður en þeim tókst að setja hann á flot. Þegar Lord Standhope strandaði kom hingað til lands Ray Eaton frá tryggingafélögunum, sem tryggðu togarann. sagði hann í stuttu viðtali við blaðið, að 'iann hefði varla verið kominn heim frá því að athuga strand Northern Spray, þegar hann hefði verið send ur hingað aftur út af Lord Stan- hope. Hann sagðist oft hafa komið hingað áður, en þó væru 8 ár liðin frá síðustu heimsókninni. Ofsaveður Bretlanrisevfe NTB-London, 12. nóv. Ofsaveður geisaði á hafinu um- hverfis Bretlandseyjar í gær, og olli það skipum miklum erfiðleik- um, en ekki var í gærkveldi getið um skipstjón Norskt tanksskip strandaði, en náði sér aftur á flot af eigin rammleik, og komst til Liverpool. Víða voru meiddir sjó- menn lagðir á land. — Frá Stokk- hólmi bárust einnig þær fréttir, að slæmt veður hefði verið í Norð- ur-Svíþjóð með mikilli snjókomu og allt að 24 stiga frosti. Fár yfír Kyrrahafá stýrislausum fíeka NTB—Wellington, 12. nóv. f dag kom sjötugur Bandaríkja maður á fleka sínum að Iandi vest ast á Samoa-eyjum, eftir 130 daga ferð yfir Kyrrahaf. Hann hafði lagt af stað frá Peru, og ætlaði að komast til Sydney í Ástralíu, en snemma í ferðinni bilaði stýrið hjá honum, og tókst honum ekki að koma því í lag. — Síðustu daga ferðarinnar lenti hann í ofviðri og var talinn af, þar sem útvarps- sendingar frá honum hættu að berast. Maður þessi heitir William Willys, og er þetta í annað sinn, sem hann fer í kjólfar Kon Tikis Heyerdal á fleka yfir Kyrrahaf. í fyrra sinnið var það árið 1954, en þá fór hann svipaða leið á 115 dögum. Þá var hann á balsaviðar fleka, en að þessu sinni á fleka styrktum stáli. Þá hafði hann með sér einn kött og páfagauk, en leidd ist og hafði nú með sér tvo ketti. Bæði Willys og kettirnir voru við beztu heilsu við komuna til Samoa, og haíði gamli maðurinn við orð aó fá gert við stýrið og halda svo áfram tii Ástralíu. Allt orðíð ófært norðan og vestan FB-Reykjavík, 12. nóv. Undanfarið hefur snjóað mikið bæði fyrir norðan og vestan og fjöldi vega er orðinn ófær. Allar Ieiðir um Vestfirði liafa Iokazt og sömuleiðis 'eiðin milli Raufarhafn ar og Þórshafnar, en þung færð um allt norðanvert landið. Erfið færð er alls staðar kring- um Blönduós, bæði á Norðurlands- vegi og Svínvetningabraut og í Vatnsskarði er einnig snjóþæfing- ui Ófært ei í Ólafsfjörð og til Sigiufjarðar ug illfært út að aust- an við Skagaíjörð. Jafnfallinn snjór er í Eyjafirði, en þar myndi íærð spillast, ef eitt- hvað hvessti Á Húsavík hefur snjó að eitthvað a hverjum degi and- anfarna viku, ug á Tjörnesi norð- ari Húsavíkur er illfært. Þá er veg urinn milli Itaufarhafnar og Þórs hafnar lokaður. Fyrir vestan var mikil snjókoma i nótt og fram á miðjan dag, en upp úr því birti og í kvöld var komið ágætis veður. Ófært er um alla Vestfirði Annars fór veður hlýnandi um allt land, kaldast var á Nautabúi 5 stiga frost klukkan 17 í dag, en þá var hlýjast á Dalatanga 3 stig. T í M 7 N N , miðvikudaginn 13. nóv. 1963 — 3

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.