Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 14
WILLIAM L. SHIRER — þ. e. að ráðast gegn Frakklandi og Englandi, ef þau gengju í l'ið með Rússum — þá tilkynnti Hitler nú, að hann myndi fylgja keisar- anum í öðru atriði, sem einnig hafði reynzt afdrifaríkt fyrir Þýzkaland. — Ná verður yfirráðúm yfir hollenzku og belgísku flugvöllun- um. Það er hægt að ganga fram hjá hlútleysisyfirlýsingum. Ef Eng land vill grípa fram í styrjöldina við Pólverja, þá verðum við að gera leifturárás á Holland. Við verðum að vinna að því að koma upp nýrri varnarlínu á hollenzkri grund alla leið að Zuyder Zee. Stríðið við England og Frakkland verður upp á líf og dauða. Hugsúnin um að við getum slopp ið út úr þessu ódýrt er hættul'eg, um slíkt er ekki að ræða. Þá verð- um við að brenna báta okkar og ekki verður lengur um að ræða rétt eða rangt, heldur að vera eða vera ekki fyrir áttatíu milljónir manna. Þótt Hitler hefði rétt í þessu verið að lýsa yfir, að Þýzkaland myndi ráðast á Pólland „við fyrsta tækifæri1' og þrátt fyrir það, að áheyrendur hans vissu, að mest allur herstyrkur landsins hafði verið látinn búa sig undir þetta takmark, gat Hitler ekki stillt sig um að láta hugann reika yfir til Stóra-Bretlands þarna sem hann óð elginn. „England", sagði hann með áherzlu, „er aðallandið sem er gegn Þýzkalandi“. Og svo ræddi hann veiku og sterku hliðarnar á Bretlandi. — Bretarnir sjálfir eru stoltir, hugrakkir, harðsnúnir, þráir og góðir skipuleggjendur. Þeir vita, hvernig þeir eiga að hagnýta hvert tækifæri. Þeir elska all't, sem býð- ur upp á ævintýri og að sýna hug- rekki, eins og norræni stofninn gerir . . . England er heimsveldi í sjálfu sér. Það hefur verið það í þrjú hundruð ár. Það hefur styrkzt af alls konar bandalögum. Þetta stór- veldi er ekki aðeins eitthvað fast, heldur verður einnig að taka til- lit til þess sem sálfræðilegs afl's, sem nær til alls heimsins. Síðan má bæta við þetta ómet- anlegum auðæfum og því, að með þeim fylgir möguleikinn til að greiða skuldir sínar. Landfræðilegt öryggi og vernd- un sterks sjóhers og hugrakks fl.ughers. En Bretland, áminnti Hitler áheyrendur sína, hefur einnig sín- ar veiku hliðar, og hann hélt áfram og taldi þær upp. — Ef við í síðasta stríði hefðum haft tveimur herskipum meira en við höfðum og tveimur beitiskip- um fleira og hefðum svo byrjað orr ustuna við Jótland að morgni dags, þá hefði brezki flotinn verið ofur- liði borinn og Englandi komið á kné. Það hefði þýtt endi fyrri heimsstyrjaldarinnar. Á fyrri tím- um . . . var nauðsynlegt að ráðast inn í England til þess að leggja það undir sig. England gat brauð- fætt sig sjál'ft. í dag getur það ekki gert það. Á því augnabliki, sem England er slitið úr sambandi við matvæla birgðir sínar, neyðist það til þess að gefast upp. Innflutningur mat- væla og brennsluolíu byggist á vernd sjóhersins. Luftwaffe-árásir á England mundu ekki neyða það til þess að gefast upp, en verði gert út af við flotann verður afleiðingin sú, að það gefst upp þegar í stað. Eng- inn efi er á því, að óvænt árás myndi leiða til’ skjótrar ákvörðun- ar. Skyndiárás með hverju? Vissu- lega hlýtur Rader aðmíráll að hafa haldið, að Hitler væri að gera að gamni sínu. Samkvæmt áætluninni frá árslokum 1938 var ekki búizt við því, að þýzki flotinn færi að nálgast styrkleika þess brezka fyrr en árið 1945. Og á þessu augna- bliki, vorið 1939, átti Þýzkaland ekki þau þungu skip, sem nauðsyn leg voru til þess að sökkva brezku herskipunum, meira að segja ekki þó um óvænta árás væri að ræða. Ef til vill yrði hægt að koma Bretlandi á kné með öðru móti. Hérna var það, sem Hitler kom aftur niður á jöi'ðina og lagði nið- ur fyrir áheyrendum hernaðar- áætlun, sem átti eftir að verða framkvæmd ári síðar með ‘undra- góðum árangri. — Takmarkið verður að vera, að útdeila óvininum eyðileggjandi úrslitahöggi strax í upphafi. Vanga veltur um rétt eða rangt, eða um harmleiki koma ekki til greina. Þetta verður því aðeins unnt að við „drögumst“ ekki inn í styrjöld við Engl'endinga vegna Póllands. Undirbúningurinn verður að vera miðaður við langvarandi styrj öld og einnig við skyndiárás, og eyðileggja verður alla hugsanlega íhlutun Englendinga á meginland- inu. Herinn á að taka þær stöðvar, sem mikilvægar eru fyrir flotann og Luftwaffe. Takist okkur að hernema Holland og Belgíu og bera sigur úr býtum við Frakka, er þar með komin örugg undir- staða að styrjöld við England. Luftwaffe getur síðan skilið England frá vestanverðu Frakk- landi, og flotinn sér um frekari aðskilnað með tilstilli kafbáta. Þetta er nákvæmlega það, sem átti eftir að gerast rúmlega ári síðar. Önnur úrslita-hernaðaráætl- un, sem foringinn lag'ði áherzlu á 23. maí átti einnig eftir að fram- kvæma. í byrjun fyrri heimstyrj- aldarinnar hafði þýzki herinn; snúið til hafnanna við Ermarsund, í staðinn fyrir að halda til Parísar, endirinn, sagði hann, hefði orðið allur annar. Ef til vill hefði hann orðið það. Að minnsta kosti átti hann eftir að reyna þetta árið 1940. „Markmiðið“, sagði Hitler að lokum, og var auðsjáanlega bú- inn að gleyma Póllandi algjörlega í augnablikinu, „verður alltaf að koma Englandi á kné.“ Og svo var lokaatriði'ð. — Leynd er fvrsta skilyrðið fyr- ir árangri. Takmarki. okkar verður að halda algjörlega leyndu fyrir bæði Ítalíu og Japan. Það átti ekki að treysta full- komlega herforingjaráði landhers- ins, en foringi þess, Halder hers- höfðingi sat þarna og hlustaði á. „Athuganir okkar“, sagði foring- inn „má ekki leggja fyrir herfor- ingjaráðið. Þá væri leyndin ekki lengur örugg.“ Hann skipaði, að komið yrði á fót litlu ráði innan OKW, sem vinna skyldi úr hem- aðaráætluninni. Hitler hafði því brennt báta sína 23. maí, 1939, eins og hann sjálfur hafði kallað það. Þýzka- land þarfnaðist Lebensraum í austri. Til þess að hægt væri að afla þess yrði við fyrsta tækifæri gerð árás á Pólland. Danzig kom þessu máli ekki við. Hún var að- eins afsökunin. Bretland stóð í vegi fyrir þessu ,og það var aðal- andstöðuaflið gegn Þýzkal'andi. Gott og vel, það yrði tekið líka, og sömuleiðis Frakkland. Barizt yrði upp á líf og dauða. Þegar foringinn hafði fyrst lagt áætlanir sínar um árás fyrir hers- höfðingjana 5. nóvember 1937, höfðu þeir von Blomberg mar- skálkur og von Fritsch hershöfð- ingi mótmælt — að minnsta kosti á þeim forsendum, að Þýzkaland væri ekki nægilega sterkt til þess að taka þátt í Evrópu-styrjöld. Sumarið næst á eftir hafði Beck hershöfðingi sagt af sér embætti æðsta manns herforingjaráðs land- hersins og það af sömu ástæðum. En 23. maí 1939, hóf ekki einn einasti herforingi eða aðmíráll upp rödd sína til þess að draga 1 efa, að stefna Hitlers væri vitur leg, að minnsta kosti sýna skýrsl- urnar ekkert slíkt. 11 um inn á skurðstofuna. Löngun hans til þess lét áreiðanlega ekki á sér standa, en hann þrjózkaðist við að hlýða henni. Einn dag við miðdegisverðar- borðið minntist dr. Chappell á það, að Phil liti vel út, hvort hann væri ekki búinn að ná sér o. s. frv. Eg greip tækifærið. — Phil er ekki búinn að ná sér. Hann þjá- ist af háleitum hugsjónum. — Nú? Dr. Chappell hafði þann vana að hnykkja til höfðinu, þegar honum mislíkaði. Nú hnykkti hann því óvenjú snögglega til. Eg varð vandræðalegur, Phil glotti. Eg neyddist til að halda áfram. — Já, aumingja maðurinn stendur á því fastar en fótunum, að hann hafi annað þýðingarmeira verk að vinna en stumra yiir venju legu fólki. Hann finnur hjá sér köllun til að leggja fyrir sig rann- sóknir. — Einn af þeim, rumdi í Chap- pell. — Læknir, sagði Phil, reiðubú- inn með varnarræðuna. — Whitley hefur orðið. Látum okkur heyra, hvernig aðrir líta á hugsjónir þínar. Hann muldi tví- bökur af afli niður í súpudiskinn. — Eg tek það fram, að ég er alls ekki sammála Phil, byrjaði ég. En hann hefur reynt mikið til að sannfæra mig urn réttmæti gjörða sinna. Málavextir eru einfaldlega þeir, að þegar hann varð fyrir óhappinu á McCord, vitraðist hon- um, að lífið væri stutt og að hann hefði sóað því heimskulega hingað til. — Þú ert nú eiginlega búinn að segja nóg, muldraði Phil. — Herra læknir, hann vill hætta starfi sínu hér, hélt ég áfram, — hann hel'dur því fram, að þar sem lífið sé svo stutt, beri sér- hverjum manni aðeins að láta drauma sína rætast. I Dr. Chappell ýtti súpudiskinum frá sér. — Hvað ætlizt þér fyrir, Scoles? spurði hann kurteislega. — Eg hef alltaf dáðst að hæfileik- um hans til að dylja eigin tilfinn- ingar og jafnvel skoðanir, þar til hann hefur safnað öllum staðreynd um í málinu. Phil sagði honum áætlanir sínar 'og endurtók sömu fullyrðingar og hann hafði borið á borð fyrir mig. Þær hljómuðu ekki betur í þetta skipti, og þegar hann hafði lokiðj máli sínu, sagði ég það. — Hafið| þér nokkurn tíma heyrt aðra eins vitleysu? spurði ég. Dr. Chappell hvarflaði augunum til dyranna á matsalnum. Þærj 1 stóðu opnar fram á ganginn, þar j sem nokkrar manneskjur voru þeg; j ar farnar að bíða eftir viðtalstím- j anum. Kvíðafullur ungur maðurj velti peningabuddu konu sinnar í milli handanna, tvær konur spjöll ! uðu glaðlega saman, eldri kona jtalaði ákaft við eina hjúkrunar- konuna. ! — Það eru til nokkrir læknar, sagði hann hugsandi, sem lætur , betur að hlýða svokölluðum hug- j sjónum og kenningum en gegna ! þarflegu starfi. Eg hefði ekki hald ið, að Scoles væri einn af þeim, | en ég hef svo oft haft rangt fyrir jmér á minni 70 ára löngu ævi. Læknisfræði sú, sem við stundum hér á sjúkrahúsinu, mundi ekki véra það sem hún er í dag, ef þessir menn hefðu ekki verið til. Pasteur og Semmelweis, Fleming og Wachtman, Koch og Wasser- man. En á hinn bóginn verða rann- sóknir að miðast við markmið, Dr. Koch uppgötvaði margt merkilegt í sambandi við berkla, en kenning- ar hans fengu þá fyrst gildi, þeg- ar skurðlæknir í St. Louis vogaði að skera upp sýkt lunga Hann gaut augunum til PhiL. I — Rannsóknir, héit hann áfram, ÁSTIR KNISINS ELIZABETH SEIFERT — krefjast vissra hæfileika hjá lækni. Hann þarfnast þol'inmæði, hugmyndafiugs, hæfileika til að taka vonbrigðum og mistökum. Á móti einum Koch voru þúsundir manna, sem lifðu og störfuðu og dóu, án þess að nafn þeirra væri skráð á spjöld sögunnar. — En þeir gerðu það, sem löng un þeirra stóð til, greip Phil fram í. — Að öllum líkindum, já. Og ef starfið sjáift var þeirra eina mark- mið, hafa þeir séð drauma sína rætast. Þannig er það með mig, ég hef starfað hér í Berilo í fjöru- tíu og fimm ár, þó að ég hafi ekki lagt neinn skerf fram til lækna- vísindanna. — En þér stofnuðuð þetta sjúkrahús, sagði ég ákafur — Já, Whitley, ég gerði það. En einhver mundi líklega segja, hvaða dáð er það að bæta einu sjúkra- húsi enn við þau, sem fyrir eru. — Sá eini rétti til að svara þeirri spurningu, er sá, sem komið hefur hingað með konu sína eða barn til lækninga Þér gætuð jafn- vel spurt sjálfan Philip Scoles, hverju það hafi skipt lífi hans, að sjúkrahúsið skyldi vera hér að kvöldi hins 18. desember. — Ó, Whit, stundi Phil. — Góði Phil, mér finnst að þú ættir að taka fáeinar staðreyndir með í reikninginn, áður en þú ákveður að labba svona út úr þínu starfi, sem þú veizt fullvel, að þú getur leyst af hendi — Svona nú. sagði gamli maður inn sefandi. Mín skoðun er sú, að Scoles eigi að fara héðan. Phil varð jafn undrandi og ég. Dr. Chappell þóttist ekki sjá undrun okkar. Hann taldi vand- lega þrjár skeíðar af sykri út í kaffið sitt. — Reynið ekki að þröngva honum til að vera kyrr, Whitley, sagði hann alvarlega. Ef hann trúir ekki á það, sem við er- um að gera hér, ef hann trúir ekki á mikilvægi starfs okkar hér, þá er hann okkur einskis nýtur, og því fyrr sem hann fer héðan, þeim mun betra. Phil mislíkaði þessi orð, og hann reyndi að verja sig. — En þér skiljið eklci, herra læknir. — Ójú, ég skil fullkomlega. — Eg hef enga löngun tií, né þörf fyrir, að gera lítið úr því starfi, sem ég hef innt af höndum hér. — Þér eruð fær skurðlæknir, Scoles og ég hef alltaf talið yður ábyrgan gagnvart þessu fólki, sem þér hafið annazt. En ef þér hafið glatað þeim hæfileika og það hljót- ið þér að hafa gert,, úr því að þér teljið yður geta gert meira gagn með því að — Þér getið þó ekki neitað því, að unnt er að koma miklu góðu til leiðar með því að rannsaka or- sakir blóðtappa. — Eg neita því ekki Eg er alls ekki að rífast við yður Eg virði það við yður, að þér skuluð vita, hvað þér viljið. Eg var aðeins að skýra það fyrir Whitley, að starf okkar hér er of mikilvægt og við erum einfaldlega of önnum kafnir til þess að treysta á mann, sem er reiðubúinn að kasta frá sér slíku starfi. Eg skil, að mannúðar- hugsjónir yðar hafa breytt um stefnu, Scoles. Einstaklingurinn virðist ekki lengur skipta yður jafn miklu máii. Þér eruð reiðu- búinn til að fórna starfi yðar hér til að bjarga öllum konum heims frá því að verða blóðtappanum að bráð. Það er dásamleg hugsjón. En á meðan viljið þér láta ein hvern annan taka við starfi yðar hér. Tökum sem dæmi konuna á grænu dragtinni, sem bíður þarna frammi. Eg geri ráð fyrir, að hún sé að koma í þessa venju- legu skoðun. Yðar starf er að rann saka hana, þér eigið að skera úr um, hvort hún er í góðu ásigkomu- lagi og reiðubúin til að gegna hlut verki sínu sem eiginkona og móð- ir, eða þér munuð komast að raun um, að með henni leynist ofurlítil meinsemd, sem þér getið fjarlægt með yðar færu skurðlæknishönd- um. Þér munduð framkvæma að- gerðina á réttum tíma, ef til vill bjarga lífi hennar með því. Hún er aðeins ein af mörgum. — Dr. Chappell. Gamli maðurinn reis á fætur. — Farið bara og lokið yður inni á rannsóknarstofu. Mér finnst að þér ættuð að gera það. Þér eruð einskis nýtur fyrir okkur, og við viljum fyrir alla muni ekki, að þér tefjið tíma yðar hér, dr. Scol- es. Verið þér sælir! Hann stikaði út og lokaði dyrunum á eftir sér. 14 T f M IN N , miðvikudaginn 13. nóv. 1963 —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.