Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 5
RITSTJÓRI: HALLUR SIMONARSON anir sigruðu f sambandi við norrænu sund keppnina hér á landi, kepptu ýmsir kaupstaðir sín á. milli. Akureyri, lteykjavík og Hafn- arfjörður kepptu og báru Akur eyringar sigur úr býtum. Þar i syntu 22,9% íbúa. f Hafnarfirði j 20,1% og i Reykjavík 16,5%. Alf-Reykjavík, 12. nóvember. Framkvæmdanefnd norrænu sundkeppninnar 1963 hefur nú kunngerf úrslit keppninnar, sem stóð yfir á Norðurlönd- unum frá 15. maí til 15. september s.l. Úrslit urðu þau, að Danir sigruðu með yfirburðum. Noregur varð í öðru sæti, ísland í þriðja sæti, Svíþjóð í fjórða sæti og lestina ráku Finnar. Rúmlega fiörutíu og fiögur þúsund fleiri syntu 200 metrana í Danmörku að þessu sinni, en í keppninni árið 1960. Aukningin hjá Dönum varð því 143,2%, en árið 1960 syntu þar í landi samtals rúmlega þrjátíu þúsund manns. Aukningin hjá íslendingum varð 11,6%. í keppninni núna syntu samtals þrjátíu og eitt þúsund, þrjúhundruð fjörutíu og níu manns. Ef miðað er við íbúafjölda, er ísland með langhæstu prósentu- tölu, eða 17,1%. Næstir koma Sví- ar með 3%, þá Finnar með 2,1%, Noregur er með 2% og Danir sig- urvegararnir eru með lægstu prósentutölu, eða 1,6%. Niðurstöðutölur 1963 urðu þess- ar: 1. Danmörk 75,310 þáttt. grundv.t. 30.967. 2. Noregur 72,958 þáttt. grundv.t. 48,614. 3. ísland 31,349 þáttt. grundv.t. 28,083. 4. Svíþjóð 225,552 þáttt. grundv.t. 219.760. 5. Finnland 92,457 þáttt. grundv.t. 129,239. Af þessari töflu má sjá, að ölí I löndin hafa bætt við sig, að Finn- 1 landi undanskildu. Eins marks munur í tveimur ieikjum Nokkrir leikir fóru fram í Reykjavíkurmófinu í hand- knattleik um helgina síðustu, þ. á. m. þrír leikir í meistara- flokki karla. Úrslit í þessum þremur meistaraflokksleikj- um urðu nokkuð í ósamræmi við það, sem fyrirfram hafði verið búizt við. Ármenningar komu á óvart og sigruðu Vík- inga með 16:15. Eins var tveggja marka sigur Þróttar yfir ÍR óvæntur, 11:9 og KR rétt náði að merja sigur yfir ungu Valsliði, 10:9. Ármann—Víkingur 16:15 Ármannsliðið byrjaði vel á móti Víkingum og náði fljótlega öruggri forustu. Fyrir hálfleik jafnaði Vík ingur nokkuð metin og eitt mark skildi á milli í hálfleik, 10:9. Ár- menningar byrjuðu síðari hálfleik- inn eins og þann fyrri með að skora nokkur mörk í röð. Það er tæplega hægt að hrósa markvörzlu Víkings í leiknum, næstucn hvert skot inni. Og þetta var höfuðverk- ur Víkinga og réði miklu um úr- slitin. Góður markvörður er hálft lið, er sagt. í þessum leik var Vík- ingur aðeins hálft lið. Lokatölur urðu eins og fyrr segir 16:15 Ár- manni í hag. Annars er það um Ármannsliðið að segja, að því tókst að rtiörgu leyti vel upp og sýndi sinn bezta leik í mótinu til þessa. — Mörk Ármanns skoruðu Árni 7, Iíörður 5, Lúðvík 3 og Ingvar 1. Fyrir Víking skoruðu, Þórarinn 4, Rósmundur og Björn 3 hvor, Pétur 2, Sigurður H., Gunnar og Sig. Ó. 1 hver. t’róttur—ÍR 11:9 ÍR-liðið án Gunnlaugs Hjálmars- sonar var ekki upp á marga fiska gegn Þrótti. Æfingalausum Þrótt- urum tókst að sigra með tveimur mörkum, 11:9, en í hálfleik var 5:5. Leikurinn var laus við alla spennu og Þróttarar unnu fyrst og fremst á meiri baráttuhug. Mörkin fyrir Þrótt skoruðu Þórður 4, Páll P 2, Jón, Haukur og Gísli 1 hver. Fyrir ÍR skoruðu Gylfi 4, Her- mann 2, Gunnar, Erlingur og Sig urður Elísson 1 hver. KR—VALUR 10:9. Yngsti leikmaður Valsliðsins, Hermann Gunnarsson, hafði gullið tækifæri til að færa félagi sínu annað stigið í þessum leik, þegar hann aðeins nokkrum sekúndum fyrir leikslok óð upp völlinn, einn og óhindraður, og hefði með því að skora sett tíunda mark Vals í leiknum. En Her- manni mistókst og KR krækti í bæði stigin. Valsmenn áttu góðan síðari hálfleik gegn KR. KR-ing- ar höfðu yfirhöndina greinilega í fyrri hálfleiknum og staðan í hálf- leik þeim í vil, 7:4. Það dofnaði Framhald á 15. síðu. Áhugi fyrir norrænu sundkeppn inni var talsverður hér, en því er þó ekki að neita, að enn þá fleiri hefðu getað synt 200 metrana og gert hlut okkar stærri. Keppni milli einstakra kaupstaða og sýslna var komið á og á töflunni, sem birt ist hér á síðunni, má sjá tölu þátt- takenda á hverjum stað. prósentu tölu, meðaltal þátttöku 1957 og 1960 og loks röð hvers aðila fyrir sig. — ísafjörður hefur hlutfalls- lega hæstu prósentutölu kaupstaða, eða 31% og af sýslum S-Þingeyja- sýsla, eða 24,9%. Keflavík og Akranes kepptu innbyrðis, Akranes sigraði. Þar syntu 21,4% íbúa, en í Keflavík 16,9%. Þá kepptu og innbyrðis Selfoss og Húsavík og sigraði Selfoss. Þar syntu 31,8% íbúa, en á Ilúsavík 26,2%. Pjöldi þátttakenda | % af íbúaf o Meöaltal þátttöku 1957 og '60 Röö K&UESÍfiWLEi. Keflavík 818 16,9 754 12. Haf narf jör6ur 1.501 20,1 1.268 10. Kópavogur 964 13,5 578 14. Reykjavík i 12.324 16,5 11.345 13. Akranes ! 858 21,4 756 8. Isafjöröur 835 31,o 864 1. Sauöárkrókui 297 23,o 308 6. Siglufjöröur + 678 25,8 221 5. ólafsfoöröur 192 19,6 ! 294 11. Akureyri 2.099 22,9 ! 1.806 7. Húsavík 440 26,2 236 4. Seyöisfjöröur 199 26,3 156 3. Neskaupstaöur 413 28,4 389 2. Vestmannaeyoar 1.007 20,9 1.032 9. ^flupstaöir jallg; 22.625 18,3 20.114 Aukníng ! 12,5% Sýslu*. \ i' Gu1lbringusýs1a 788 19,8 589 6. Kjósarsýsla 359 21,2 292 3. Borgarf 3 aröarsýsla 272 19,1 245 7. Mýrasýsla 309 15,9 285 12- Hnappadalssýsla 66 16,5 95 10. Snæfellsnessúsla 363 14,7 447 13- Dalasýsla 125 10,8 122 18. A.-Baröastrandarsýsla 80 15,0 118 12. V.-BarÖastrandarsýsla 280 14,o 272 15- V.-1safjaröarsýsla 218 17,o 271 8. N.-í safjaröarsýsla 242 12,4 229 26. Strandasýsla 305 19,9 305 5 V.-Húnavatnssýsla 134 9,5 111 22. A.-Húnavat ns sýs1a 234 9,9 165 2D. Skagaf jaröarsýsla 383 14,5 435 14. Ey j af jaröarsýsla 787 20,2 576 4. S.-Þingeyjarsýsla 688 24,9 642 1. N.-Þingeyjarsýsla 209 10,6 237 19, N.-Múlasýsla 168 6,8 161 24. S.-Múlasýsla 396 8,7 424 23- A.-Skaftafellssýsla 164 11,5 134 17. V.-Skaftafellssýsla 125 9,2 119 22. Rangárva1lasýsla 505 16,9 467 9. Árnessýsla 1,521 21.4 1.186 2. flÝs.iur, .alif?.; 8.721 15,8 7.951 ᧠ókunnugt um búsetu 3 \ukning 9.7% Samtalr 31.349 17,1 28C083 4 Hukning 11,6% T í MIN N, miðvikudaginn 13. nóv. 1963 — 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.