Tíminn - 13.11.1963, Blaðsíða 9
argagnrýni hans. Þess vegna er
harla íátt til prentað eftir
hann og sjálfstæð handrit fá.
Hann forðaðist það einnig að
halda fyrirlestra við háskól-
ann, þó að hann tæki ýmsan
annan þátt í störfum háskóla-
ráðs og væru falin þar trúnað-
arstörf. Hins vegar þótti Árni
frábær og skilgóður fræðari í
einkatímum, og sóttust stúdent
ar mjög eftir þeirri hand-
leiðslu hans.
Árni kvæntist í utanför sinni
1708, er á milli varð í jarða-
bókarstörfum hans. Kona hans
var norskrar ættar, Metta Fis
cher að nafni, auðug ekkja eft-
ir þýzkan söðlaamið. Árni var
þá hálffimmtugur en konan
rúmlega áratug eldri. — Það
hjónaband varð heldur gleði-
snautt eins og vonlegt var, og
um afkomendur var ekki að
ræða. Hins vegar varð fjárhag-
ur Árna rúmur eftir þetta, og
gat hann varið meira fé en áð-
ur til handritakaupa og vinnu
við handritin.
Árið 1721 varð Árni prófess
or í sögu og landafræði en
kenndi þar aldrei en sýslaði
margt við bókasafn háskólans
og var raunar yfirmaður safns
ins, og einnig var hann líka
raunverulegur yfirmaður leynd
arsikjalasafns konungs hin síð-
ustu ár, þó að honum væri aldr
ei falin formlega forstaða
þess.
En þegar hagur Árna og
handritasafns hans stóð með
mestum blóma og hann sá
frarn á ríkulegan árangur mik-
ils ævistarfs, dundi reiðarslag-
ið yfiir. Hinn 20. okt. 1728 kom
upp mikill eldur í Kaupmanna
höfn og geisaði um margar göt
ur dögum saman. Vinir Árna
hvöttu hann til þess að hefja
þegar flutninga handritasafns
ins á öruggari stað í meiri fjar
lægð frá eldsvæðinu, en hann
var tregur til, óttaðist rugling
bóka og tjón á viðkvæmum
skinnhandritum og taldi að
niðurlögum eldsins yrði ráðið,
áður en hann kæmi að dyrum
hans. Þeið svo fram til 31. okt.,
að eldurinn teygði si.g í grennd
hans. Var þá björgun hafin
að morgni og reynt að láta
hina dýnmætustu gripi ganga
fyrir, svo sem skinnhandrit, en
klukkan fimm um daginn urðu
björgunarmenn að hörfa frá
hálfnuðu verki. Árni hvarf síð
astur manna úr húsi sínu, er
eldtungur sleiktu það og sagði
klökkar, er hann benti á bóka-
hillurnar: „Hér eru rit, sem
hvergi fást um heim allan. —
Prentaðar bækur hans um sex
þúsurid bindi brunnu nær all-
ar, og líklega hefur þriðjung-
ur handritasafns hans farið
sömu leið, en meginhluti þess,
sem brann var þó máldagar,
dómabækur, bréfabækur, annál
ar, skjöl og bréf. Tjónið er eigi
að síður óbætanlegt sögu lands
ins á síðar; öldum, og þennan
dag lagðist myrk hula yfir
marga þætti íslenzkrar sögu,
hula, sem aldrei verður lyft.
Þessir atburðir léku Árna
svo, að síðan bar hann aldrei
sitt barr. Hann lagðist á köfl-
um í hugsýki og rakti harma-
tölur í bréfum. Ef vinir hans
reyndu að hughreysta hann,
jók það aðeins ama hans, og
hann sagði. „Ánægja mín er
horfin, og hana megnar eng-
inn maður að veita mér aft-
*imii>»»nii»i'iiHii m i iwi 111111111 ii
ur“. Ámi var hálfsjötugur, er
þessir atburðir gerðust, en
samt gafst hann ekki upp. —
Hann hófst handa með örvænt
ingarþrótti að bæta tjónið, bað
vini sína um nýjar afskriftir
heiman af íslandi og reyndi
þannig að endurnýja handrit,
og honum varð mikið ágengt
þau fáu ár, sem hann átti eft-
ir.
Heilsa Árna tók mjög að
bila eftir brunann. Hann lagð-
ist banaleguna um nýár 1730
og lézt 7. janúar, og var þá
þrem vetrum fátt í sjötugt. —
Hann var jarðsettur í Maríu-
kirkju norðan til í kór 12. janú-
ar. Kona hans andaðist síðla
sama ár.
Áma Magnússyni er svo lýst,
aðh ann hafi verið í hærra
meðallagi á vöxt, þrekvaxinn
og myndarlegur álitum, ljós á
hörund, bláeygur og fasteygur
en dökkur á hár. Hann var al-
vörugefinn og settlegur í fasi
og skýr í máli. Hann var hófs
maður á alla hluti og ekki tild-
ursamur. Vinafastur og ráðholl
ur var hann mjög og nutu þess
margir, en talinn heldur sein-
tekinn. í einkaviðræðum var
hann reifur o.g fræðandi en
hélt fast á málstað sínum með
þungri rökvísi ef í brýnu sló.
Hann var gáfumaður mikill og
vafalaust einn lærðastur mað-
ur sinnar samtíðar og fjöl-
menntaðastur. Hann skrifaði
og talaði vel latínu og mælti
og ritaði þýzka tungu nálega
sem þýzkur maður að sögn,
drjúgur á franska tungu og
l'æs á margar tungur aðrar.
Hann var réttlætismaður
mikill í málafylgju og stefndi
jafnan gegn yfirgangi ríkis-
manna og valdsmanna við al-
þýðu manna, og tók ósjaldan
upp hanzka fyrir hana. Þrátt
fyrir langa fjarvist var hann
rammíslenzkur í anda, þjóð-
hollur og traustur málsvari ís-
lands jafnan. Er lítill vafi á
því, að hann hefði orðið mik-
ill baráttumaður fyrir frelsi ís-
lands, ef hann hefði lifað öld
síðar.
Ýmsir hafa fyrr og síðar
hreyft ásökunum í garð Árna
Magnússonar fyrir hömlulitla
smölun íslenzkra handrita og
flutning til Hafnar og talið, að
með því hafi hann orðið vald-
ur að meiri glötun þeirra en
efni stóðu til, bæði í brunan-
um og í hendur Dana. Raka-
stoðir allar eru þó löngu runn
ar undan því áliti. Sést það og
gerla, að meginhluti þeirra
handrita. sem eftir varð í land-
inu og Árni fékk ekki, hefur
tönn timans og íslenzkur húsa
kostiir eyðilagt. Þrátt fyrir
brunarn, sem Árni Magnússon
verður ekki sakaður um, er
nú ölium ljóst, að söfnun hans
og fræðimennska er björgunar
afrek, sem aldrei verður full-
þakkað og mun halda vegsemd
rafns 'ians á loft um ókomn-
ar aldir, meðan íslenzk fræði
eru stunduð Hann safnaði hér
á landi meiri og óbrotgjarnari
auði en nokkur maður annar,
og erfingi hans verður að lok-
um íslenzka þjóðin. Árni Magn-
ússon var alla ævi prófessor
við íslenzkan háskóla þótt á
erlendri grund væri, þann há-
skóla stofnaði hann sjálfur
með söfnun handritanna. — .4
FramhaiC a 13 síðu
Gudbrandur Magnússon:
Morgunblaðið 50 ára
Stofnendur Morgunblaðsins og
eigendur þess að upphafi voru
þeir Ólafur Bjömsson og Vilhjálm
ur Finsen. Ólafur hafði í foreldra
húsum alizt upp í andrúmslofti
íslenzkrar blaðamennsku en for-
eldrar hans voru útgefendur ísa-
foldar er starfræktu jafnframt ísa
foldarprentsmiðju, bókaútgáfu og
bókaverzlun. Vilhjálmur Finsen
var sonur Ólafs Finsens póstmeist-
ara, fer ungur utan eftir nám í
menntaskóla, er þar við framhalds
nám eins og Ólafur Björnsson, en
er uppfinning Marconis kemur til
sögunnar, lærir Finsen fræði
hans, ræðst á stórskip, sem stend-
ur í mannflutningum á heimshöf-
unum, og verður þar loftskeyta-
maður, en í þeirra hendi var þá
meðal annars fréttaflutningur og
útgáfa fréttablaðs handa farþegun
um, og hófst með þessum hætti
blaðamennska Finsens. Að sjálf-
sögðu höfðu þeir Ólafur og Fin-
sen fyrir námsdvalir erlendis, haft
náin kynni af dagblaðaútgáfu, Ól-
afur í Danmörku og Finsen í Nor-
egi. Þegar þessir tveir ungu menn
1913 ráðast í útgáfu Morgunblaðs-
ins, er því ætlað að feta í slóð er-
lendra blaða og leggja fyrst og
fremst áherzlu á fréttaflutning,
bæði innlendan en einnig „heims-
frétt,irnar“ eins og títt var fyrir
daga útvarpsins að kalla fréttir
þær er bárust hvaðanæva að. Hitt
er mér kunnugt hvar skóinn
kreppti á upphafsárum íslenzkra
dagblaða — það var fréttafátækt-
in, viðburðaleysið, tíðindaskortur-
inn og þá einkum innanlands.
Eg var prentari í ísafoldarprent-
smiðju frá 1908—1914. Kom í minn
hlut að setja höfuðgreinina, áyarps
orð stofnenda og ritstjórnar þéssa
nýja blaðs Morgunblaðsins. Til
stóð að blað þeirra Finsens og ÓI-
afs Bjömssonar hlyti heitið „Dag-
blaðið“. En ekki gat af því orðið.
Útgefandi og eigandi Vísis, sem
þá var Einar Gunnarsson, amaðist
við því að blað þeirra Ólafs og
Finsens gæti hlotið þetta nafn.
Rauk Einar til og gaf út blaðkríli
sem hann gaf nafnið „Dagblaðið".
Og þar með var sú leið til nafn-
giftar slegin úr hendi þeirra Ólafs
og Finsens. Þegar vitneskjan um
þennan hrekk barst til fsafoldar-
manna með þeim Ólafi og Finsen,
gall einn prentaranna við og sagði:
,,En hvers vegna ekki að láta það
heita „Morgunblaðið". Þannig
VALTÝR STEFÁNSSON
hlaut afmælisbarnið, sem nú stend-
ur á fimmtugu — landsins stærsta
blað — sitt nafn. En svo skarst
annað í, sem vissulega hafði hern-
aðarlega þýðingu fyrir þetta unga
dagblað. Fréttaleysið — tíðinda-
skorturinn — var á þessum tíma
fyrir dagblað líkast fóðurskorti
bóndans! En brátt skarst nýtt í
leikinn — og það var hvorki meira
né minna en heimsstyrjöldin 1914.
Svo vildi til að sendifulltrúi
Breta hér, Mr. Cable hét hann, átti
sitt aðsetur, skrifstofu, í húsi gegnt
ísafoldarprentsmiðju — nánar til-
tekið gegnt glugganum þar sem
unnið var að „umbroti" Morgun-
blaðsins. Þegar stríðið skall á, kall-
ar brezki konsúllinn þá ritstjóra
Morgunblaðsins, Finsen og Ólaf
Björnsson, á sinn fund og gjörir
þeim kost á, til birtingar, frétta-
skeytum frá gangi styr.jaldarinnar.
sem honum bárust daglega — hvað
að sjálfsögðu var meir en þakk-
samlega þegið. Þessi búbót bjarg-
aði Morgunblaðinu eða stórauðveld
aði að komast yfir örðugasta hjall-
an, og stórjók gildi blaðsins fyrir
hinn vaxandi kaupendaskara.
Þegar stríðinu lauk og enn ný
blöð komu til sögu, m. a. Tíminn,
þrengdist um þau sem fyrir voru
og á tímabili var allhart á daln-
um, einnig fyrir Morgunblaðinu.
En þá skerst það í, og æði óvænt,
að einn lærðasti ráðunautur Bún-
aðarfélags íslands á þeim tíma.
Valtýr Stefánsson og með honum
ungur lögfræðingur, Jón Kjartans-
son, takast á hendur ritstjórn Morg
unblaðsins og í höndum þessara
tveggja manna rís Morgunblaðið
í þá aðstöðu að verða stærsta og
útbreiddasta blað landsins.
„Gott blað er margra manna
átak“, sagði hinn vitri maður Guð
mundur Björnsson landlæknir, við
þann, sem þessar línur ritar og
margar eru þær hendur sem lagt
hafa hönd að verki við Morgunblað
ið, slíkt stórfyrirtæki sem útgáfa
þess nú er orðin.
Kemur mér í hug atvik frá 1939.
Þá var sem of sjaldan skeður"
efnt til mannfagnaðar með blaða-
mannastéttinni — Pressuball“ —
var fagnaðurinn heitinn að erlend-
um hætti, en á slíkum mannfagn-
aði er sjálfur forsætisráðherrann
boðsgestur og til þess ætlast að
hann flytji „pólitíska ræðu“.
Hermann Jónasson var forsætis-
ráðherra þá og þótti ræða hans
tilefninu samboðin. En athygli
vakti á þessum mannfagnaði, að
V altýr Stefánsson mætir þarna
með ungan mann í fylgd með sér.
Og glöggir menri gjörðu sér grein
fyrir því þá að hér mundi kom-
inn væntanlegur arftaki Valtýs.
Þegar um leið varð sú raunin á.
Maðurinn var Sigurður Bjarnason
frá Vigur, alþingismaður og rit-
stjóri Morgunblaðsins.
Þeir eru orf nir fleiri en svo rit-
stjórar og blaðamenn Morgunblaðs
ins að þeirra allra geti orðið hér
getið. Þó verður ekki með góðri
samvizku fram hjá einum ekið,
Árna Óla, hann er sá í hinu fjöl-
menna liði, sem starfað hefur við
Morgunblaðið frá fyrstu tíð að
kalla og frá uppþafi annazt rit-
stjórn Lesbókar sem nú þykir orð-
in gersemisbók. Loks er ógetið
þess mannsins sem lyft hefur ekki
hvað léttasta takinu við útgáfu
Morgunblaðsins frá upphafi að
kalla. Hins árrisula og árvakra af-
greiðslumanns Þorláks Ottesens.
Ritstjórar Morgunblaðsins eru
þrír sem kunnugt er, auglýsinga-
stjóri og útbreiðslustjóri. En aðal-
framkvæmdarstjóri Sigfús Jóns-
son.
Tíminn flytur hinu fimmtuga
Morgunblaði kveðjur sínar og árn-
aðaróskir og minnist með ánægju
hinna góðu gagnkvæmu samskipta
sem á milli þessara blaða hafa
verið um mörg ár — þrátt fyrir
skiptar skoðanir.
Kristján Karlsson, fyrrv. skólastjóri:
LAND3UNADARVERDID OG
vdskftamAlaráoherra
Eftir útvarpsumræðurnar um
f iárlagafrumvarpið skrifaði ég smá
grein í dagblaðið „Tímann" og
gerði þar nokkrar athugasemdir
við útvarpsræðu Gylfa Þ. Gíslason-
ai viðskiptamálaráðherra. Það
voru ummæli ráðherrans um verð-
lagningu landbúnaðarvara, sem ég
gat ekki látið vera ómótmælt.
Laugardaginn 26. okt. birtist svo
í Alþýðublaðinu grein eftir ráð-
herrann. Greinin heitir „Landbún-
aðarverðið" Segist ráðherrann
skrifa hana í tilefni af athugasemd
um mínum. Ráðherrann heldur því
fram í upphafi greinarinnar, að ég
hafi ekki skilið þau rök, sem
liggi til grundvallar fyrir þeim um
mælum sem hann viðhafði í út-
varpsræðunni varðandi verðlagn-
ingu landbúnaðarframleiðslunnar.
Þar hélt ráðherrann því fram,
að óeðlilegt væri, að bændur nytu
þess í hækkuðu búvöruverði, þegar
tekjur sjómanna hækka vegna mik
ils afla, og tekjur verkamanna og
iðnaðarmanha vegna langs vinnu-
dags og yíirburgunar á kaupi. Ráð
herrann taldi. að það væri óeðli-
legt og rangt, að miða við hinar
raunverulegu tekjur viðmiðunar-
stéttanna (þ e. sjómanna, verka-
manna og iðnaðarmanna), heldur
eitthvað óraunverulegt, sem væri
útreiknað eftir kauptöxtum og ekki
látið breytast nema þegar taxt-
arnir sjálfir taka breytingum. Eg
gerði athugasemd við þessi um-
mæli og benti á þá staðreynd að
bændur hefðu ekki notið þeirra
framleiðsluaukningar, sem orðið
hefði i landbúnaðinum á undan-
förnum árum Hún hefur öll fallið
í hlut neytendanna og þess vegna
Framhald á 13. siðu.
TÍMINN, miðvikudaginn 13. nóv. 1963 —
9