Alþýðublaðið - 24.12.1944, Síða 52

Alþýðublaðið - 24.12.1944, Síða 52
52 jólablað alþyðublaðsins .................................... Gamla grannkonan þvoði líkið og klæddi og bjó GLEÐILEG JÓL! Efnalaugin Glæsir GLEÐILEG. JÓL! Bókabúð Lárusa Blöndal Gleðileg jól! LÚLLABÚÐ, Hverfisgötu 59 Gleðileg jól! Samband ísl. Samvinnufélaga Gleðileg jól! KEMIKO, efnalaug Laugaveg 7 því næst um það í líkkistunni. Jakov las sjálfur úr Davíðssálmum við dánarbeðið og komst þannig hjá útgjöldum vegna erfiljóða. Hann var heldur ekki krafinn um greiðslu vegna grafartökunnar, þar eð kirkjugarðsvörðurinn var félagi hans og vinur. Fjórir menn báru kistuna úr kirkju, og þeir inntu þessa þjónustu af hendi af einskærri virðingu við hina framliðnu og Jakov, en engan veginn í launaskyni. Gamlar konur, betlarar og hálfvitar þorpsins fylgdu Mörfu til grafar, en fólk nam staðar á götunni, setti upp helgisvip og gerði krossmark fyrir sér. Jakov var harla ánægður yfir því, að útförin skyldi ganga svona greiðlega fyrir sig og ekki hafa meiri útgjöld í för með sér. Þegar hann kvaddi Mörfu hinzta sinni, studdi hann hendinni á kistulokið og hugsaði sem svo: „Þetta er vönduð smíði!“ En á heimleiðinni úr kirkjugarðinum varð hann haldinn átakanlegu óyndi. — Honum fannst hann vera eitthvað miður sín. Honum varð þungt um and- ardráttinn, hann fann til máttleysis í fótunum, og þorsti sótti á hann. Við allt þetta bættist svo það, að alls konar Ihugsanir tóku að ásækja 'hann. Honum varð um það hugsað öðru sinni, að aldrei á ævinni hefði hann auðsýnt Mörfu hlíðu né nærgætni. Þau höfðu búið saman lí fimmtíu og tvö ár, en þó hafði svo undarlega við borið, að aldrei haf ði honum orðið hugs- að um hana né veitt henni minnstu athygli frekar en hún væri hundur eða köttur. Og þó kveikti hún dag hvern upp í ofninum, sauð og bakaði, sótti vatn, hjó brenni, svaf í sömu rekkju og hann, og þegar hann kom heim úr brúðkaupsveizlum, hengdi hún fiðluna í hvert skipti lotningarfull í bragði ‘upp á þil og hátt- aði hann — og öll þessi verk sín vann hún í þögulli undirgefni. Rótsjild bar brosandi að. Hann hneigði sig fyrir Jakov. „Ég var einmitt á leið til yðar,“ mælti hann. „Moissej Iljitsj sendir yður kveðju sína og biður yður að finna sig þegar í stað.“ En Jakov lá allt annað á hjarta. Honum var skapi næst að gráta. „Láttu mig í friði,“ mælti hann og hélt áfram leið- ar sinnar. „Hvað kemur eiginlega til,“ mælti Rótsjild óró- legur í bragði og hljóp í veg fyrir Jakov. „En Moissej Iljitsj móðgast af þessu — hann bað yður að koma þegar í stað!“ Jakov leit með fyrirlitningu á flaumósa Gyðing- inn, sem blimskákkaði í sér augunum, rauður og þrútinn. Hann fann til óglleði, er hann virti hann fyrir sér. „Ert þú kominn hingað til þess að áreita mig, rótin þín?“ hrópaði Jakov. „Láttu mig í friði.“ Rótsjild nam staðar höggdofa af ótta, settist á hækjur sér og tók höndunum um höfuðið eins og hann ætti von á höggi, er hann hygðist verjast. Því

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.