Alþýðublaðið - 24.12.1927, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Qupperneq 4
4 ALÞ. ÝÐUBLAÖIÐ „Andskotans klaufi getur maf)- urinn verið," gaus upp úr mér á íslenzku, pví að mér gramdist í svip. En ma'ðurinn leit upp á mig undrandi. „Ertu landi, karl minn?“ sagði hann hissa. Ég játti {>essu auðvitað, og nú tókst samtal með okkur á okkar eigin tungfumáli. Hann sagði mér, að hann væri stýrimaðitr á sænsku skipi og hefði verið í förum á útlendum skipum síðustu tuttugu árin, en nú væri.hann um tertugt. Heim til íslands kvaðst hann ekki hafa komiö nema 'einu sinni á þeim tíma. Það var fyrir fimm árum og þá hafði hann komið í átthagana, en hann var úr Valafellssýslu vestari og hét Bergur Jóhannesson. Nú kom að mér að veröa hissa, {>vi að ég kannaðist við nafnið, Maöitrinn hafði um skeið stund- að tiám við Reykjavikurháskóla, en horfið snögglega frá f>ví og gefið sig í farmensku og síðan horfið sjónum manna og loks minni þeirra lika. ,;Þér hurfuð frá nánti til þess aö gerast farmaður," smtðraði ég, þvi að mig blóðlangaði til að vita, hvernig þessu væri varið. „Já, ég hvarf frá námi, frá land- inu, frá fólkinu, frá öllu saman. Mér fanst það vera alt úr tré, nei, ekki úr tré, heldur úr steini, — úr gTásteini, — kalt og hart, en þó veikt fyrir áhrifum Iofts- ins. Mér fanst landið, lífið og fólkið alt vera einn stór steins- hnullungur, kaldur og haxður, sem þó væri að staðaldri að molna niður rétt eixis og grásteinninn. En óg var heitur og lifandi, og hlóölð ólgaði í æðum mínum, og ég vildi lifa innan um kvika menn, þar sem lífíð væri æfin- týri, en ekki molhirigning, eins og mér fanst það vera þá heima, Svo fór ég út í æfintýrið. En moldin kallar, skal ég segja yð- ur.“ Alt þetta sagði hann rueð dmf- andi tungu; það var eins og orð- in lyppuðust út úr honum, og ég var fullviss unt, að hann þá og þegar myndi verðia afvelta, og það w nánast til málamynda, að ég hélt áfram samræðunum. „Þegar menn eru búnir að vera jaínlengi að heiman og við, finst mér eins og maður hálfgert sé búinn að týna niður þjóðerninu," sagði ég. „Já, en moldin kallar, maður!“ greáp hann önugur og þó draf- andi fram í. „Moldin? Já, auðvitað kallar moldin," svaraði ég. Ég vissi ekk- ert, við hvað maðurinn átti, og mér fanst þetta hljóta að vera drykkjuraus, svo að ég samsinti til að þurfa ekki að lenda í stæl- um út úr engu. „Já, nú heldur þú að ég sé full- ur, og það er ég líka. En það er satt; moldin kallar, og nú skal ég segja þér söguna af því,“ anz- aði hann nteð skýrri röddu, og það var sem rétti hann sig úr kengnum. Ég þagði við, en hann steypti í sig glasi af konjaki og tók svo til rnáls. „Þegar ég kom tii útlanda fyxst, brá mér heldur én ekki í brún. Mér hafði fundist ég vera lifandi, hraðkvikur ólgusjór, og ég hélt, að nú niyndi ég finna jafningja mína. En það fór á annan veg. Hinn ókunni lýður var sem leift- ur, og mér virtist ég vera ís- kaldur steinn, grásteinn, borinn saman við hann. Ég varð hrædd- ur. Það greip mig ótti við, að ég væri mosavaxinn og gróinn oftm i grýtta moldina, sem for- feður minir urðu herðakýttir og hjólfættir andlega og líkamlega á að græða upp. Ég varð óttasleg- inn, því að mér fanst ég myndi vera skiigetið og þrælsmarkað af- kvæmi kynslóða, sem höfðu orðið örkumla á því að flétta reipi úr söndunum. Og mér duttu i hug öll hin háfleygu orð í ljóðum og mæltu máli, sem ég hafði heyrt og lært í æsku um ættjarðarást. Nú fanst mér ég skilja, hvað hún væri,... að hún væri vissa manns um það áð vera þrælbundinn af lífi forfeðra sinna og reyrður.nið- ur á þúfuna, þar sem þeir höfðu pytt lífi sínu til einskis, svo að eTiki væri annar munur á rnanni og jurt. en að hún hefði líkamleg- ar rætur, en hann ekki, og að hún væri viljinn til þess að telja sér trú urn það, að þetta væri alt hreina fyrirtak svona, svo að manni fyndist fara vel um sig þarna, og alt þetta væri skoðað eins og í spegli, en hann hefir hausayíxl á öllu, svo að hægri \ærður vmstri, p^sök að afleið- ingu og afleiðing að orsök.“ Ég var alt af að verða meira og meira forviða; mér hafði fund- ist maðurinn vera afardru.kkinn, en þetta vrar ekki drukkins manns hjal; það var gremjuhjal þjáðs manns. „Ég fyltist þreki reiðinnar. Þó að tilviljunin héldi, að hún hefði keypt sér dyggan þræl, þegar hún skelti mér niður á íslenzku þúf- una þar, sem ég fæddist, skyldi henni ekki verða að því. Ég vildi lifa hinu blossandi lífi erlendu þjóðanna; ég vildi leggja undir mig lönd, álfur og þjóðir, ekki eins og Alexander mikii vegna frægðar eða valda eða vegna ann- ara manna, helclur vegna mín sjálfs, ekki tíl eignar og umráða, beldur tii nytja. Ég vildi njóta, njóta alls hnattarins, sem ég var settur á, og alls, sein á hon- um er, ineðan ég lifði, þvi að enginn vissi, hvort nokltuð tæki við eftir það eða ekki. Og ég Vildi bera beinin þar, sem enda- lok mín kæmu að mér, því að mér væri ekkert mætara, að ís- lenzkar kýr nöguðu grastæmar, sem upp af mínum moldum spryttu, en viliinaut á einhverjr um gresjum austur eða vestur eða suður í 'áifum. Svo fór ég í sigl- ingar; ég réð tnig á skip með hverri þjóð eftir aðra; ég fór úr einni álfu í aðra og úr einn-i thöfn í aöra, og ég talaði öllum tungum. Hvar, sem ég kom, fór ég í gildahúsin og danzskálana. Ég kyntist mönnum, en þó aðal- lega konum; ég held, að ég hafi danzað við flesta þá kynflokka, sem taldir eru eiga upptök sín í syndafalli Adams og Evu, ognot- ið blíðu þeirra. En um island hugsaði ég aldrei; það var .gleymt. Ég þóttist heldur vera búinn að draga burst úr nefi forlaganna, sem höfðu ætlað að stjóra mig f>ar niður. Ég var orðinn heims- borgari. Ég fékk í fyrstu stund- um bréf aí íslandi; stundum las ég þau, stundum ekki, og alt af fleygði ég þeim fyrir borð, en aldrei svaraði ég þeim. Mér fanst eins og ég væri búinn að segja mig ur mannfélaginu, að ég væri heild út af fyrir mig, ogmérfanst mér líka það. En sú varð raunin, a'ð manníélagið sleppir seint á manni tökunum, því að einn góðan veðurdag, er ég lá í spænskri höfn, dró bréf af íslandi mig uppi. Það kallaði mig til eins af þeim skylduverkum, sern eru öllum ó- ljúf og allir þö vinna. Þegar ég kom heim, þekti mig enginn mað- ur, og þa'ð líkaði mér vel, en ég þekti fóikið og það var með sömu ummerkjum, eins og þegar ég varð viðskila við það, og mér fanst ég ekki sjá eftir skilnaðin- um. Svo settist ég að í kaup>- staðarholunni, þaðan sem ég er upprunninþ. Það var heimsbær með 60 íbúa. Verkið, sem ég þurfti að vinna, var ekki tímá- frekt, og ekkert var þar til af- þreyingar, svo að mér leiddist. Hver dagurinn var eins og annar. Þegar ég gat ekki annað aðhafst, gekk ég um götuslóðina, sem lá á milli húsanna, og hafði mér það til gantans að athuga þorpsbúa. En það var stutt gaman, því aðí 60 andlit eru auðlærð. Á hverj- um degi, er ég rásaði um stig- inn, mætti ég oftar en einu sinni ungri stúlku, en þær voru auö- vitað fáar í þorpinu, og áf því að ég gat ekki fundið mér ann- að til, fór ég að virða hana bet- ur fyrir méx. Hún var smávaxin, með gullbjart hár, sem féii um herðar, smáfætt -og smáhent, og svipurinn var opinn, hreinn og gáfulegur og andiitið fxítt, og hún var alt af berhöfðuð, þegar ég mætti henni. Ég fór að gera það af leik að renna til hennar augum og brosa við henni, er við geng- umst hjá. En hún var eins og fuglarnir og fiskarnir, þegar is- iand byggðist, spök áf því, að hún hafði ekki kynzt viðsjálni mannaitna, og hún leit hreinskiln- íslega á mig á móti og brosti við mér líka, en ég, sem var vanur brellum erlendra kvenna, sem meira kunnu fyrir sér, vaxð hissa, þægilega hissa. Ég fór að telja sjálfum rnér trú um, að það væri af því, að tilbreytni í sjálfu sér væri skemtileg, og hélt uppteknum hætti. Ég hafði vanist því að kynnast konu að kveldi og skilja við hana að morgni og hugsa alclrei til henn- ar framar, en þessa stúlku sá ég dag eftir dag. Hitt þótti mér skrítið og verra, að mér varð að hugsa til hennar endranær, og að mér þótti það þó þægilegt. En auðvitað hló ég að .þeirri til- hugsun, að ég skyldi geta orðið ástfanginn af þessari stúlku, og mér fanst það svo fráleitt, að ég gáði min ekki. 1 fámenninu þarna varð ég oft hugsi. Það var eins og ég væri framseldur einhverju í mér, sem margbreytni lífs míns annars hafði setið á, ég vissi ekki hverju. Þetta var um sumartíma. Fvr- ir sunnan þorpið var melháls, og fyrir handan hann höfðu þorps- * búar kýr sínar á beit. Það var einn morgun snemma, að ég gekk upp á melhálsinn, og er ég kom ofan aftur, varð mér reikað út á melgeira, er skarst inn í mýri norðan hálsins, og mættist þar alt, melur, mói og mýri. Ég tylti mér á stóran stein i geiranum og ieit norður og austur yfir. Ég fór að íhuga, hvað það væri einkennilegt, að þarna skyldu mætast þær jarðtegundir, sem algengastar eru á íslandi, og að ef skorinn væri þessi litli blett- ur upp, þá hefði maður þar trúa mynd af landinu, eins og lands- menn eiga við það að búa. Ög mér duttu í hug orð, sem ég hafði heyrt fyrir mörgum árum í franskri kirkju; ég, rakst þar inn á öskudag, og var prestur- inn að strá ösku í höfuð safn- aðarins og sagðl um leið við við hvern mann; „Minstu þess, maður! að þú ert mold, og að mold skaltu aftur verða.“ Ég fór að stagast á þessu, — af hverju veit ég ekki —, og mér fór að líða vel, þar sem ég sat, en get ekki gert grein fyrir, hvernig á því -stóð, en skáld væri eflaust ekki í vandræðum með að gera mér upp hvatírnar. Sólin var vel gengin úr fjöll- um, og engin skepna sást nema fuglarnir og ekkert heyrðist nema kvakið í þeim. Meðan ég vax að velta fyrir mér setningunni, sá ég eitthvað liðast austan yfir mýr- ina, og þegar það færðist nær, sá ég, að það var maður að reka kýr. Alt í einu sá ég, að það var stúlkan mín úr þorpinu, sem var komin þarna. Hún var berhöfð- uð, í grárri kápu og með tagl- reipi í hendi. Það var eins og hjartað í brjóstinu á mér yrði sturiað; það ýmist sialdraði eða æddi, en ég sat og hló, því að ég þóttist vita, að það væri ómögu- legt, að ég — einmití ég yrði ástfangirm. Kúahjörðin héit áfram og var innan skamms komin upp á melinn, og nú stóð stúlkan þar, sem mættist þrenns konar jörð-

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.