Alþýðublaðið - 24.12.1927, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 24.12.1927, Qupperneq 13
ALfeÝÐUBUAÐíÐ 13 Kirkjctfi: Elskar þú heitmey þína af öllu hjarta? S.: Já, af allri sálu minni. K.: Jæja, gott er það. Og eru þið bæði frjálsar maneskjur ? S.: Já, frjáls eins og vindurinn. Við erum fædd ■ hvort fyrir an- að. Við eigum enga heitari þrá en að varðveita okkar helgu ást. K.: Og þið eigið eitthvað vist, svo að þið þurfið ekki að fara á sveitina. S.: Ég yrki kvæði. K.: Er það alt og sumt? S.: Ég er fús að gera hvað sjem er annað. Getui' þú hjálpaÖ mér til að fullnægja ást minni? Mund- ir þú vilja tengja okkur saman, élskendurna —? Þú gætir það, ef þú viidir. K.: Tárast get ég yfir þér. Sjálf er ég fátæk. Skuldir mínar eru þyngri en svo, að ég geti risið jundir þeim. Það eina, sem ég tnegna, er að brýna fyrir þér skyldur þínar og árninna þig um að vera prúður maður og góður. Blessun mína get ég einnig lagt yfir þig. N.: Enginn megnar að hjálpa þér í þessum kringumstæðum, vesalings skáldfífl! S.: Náttúra góð! Ég hygg, að enginin sé eins fær um að hjálpa mér og einmitt þú. Viltu nú ekki gera það? Finst þér þú ekki geta það? Ég leitaði þín fyrst og sagði þér frá ást minni, af því að ég þóttist vita, að vildir þú taka mig og ástmey mína í vernd þína, þá væri okkur borg- ið. Við erum í raun og veru börn þín. Og síðan þessi ást gagntók mig, hefir ást min á þér einnig vaxið. Og ást mín á heit- mey minni er engin uppgerð, eng- ir órar, heldur bláber veruleiki. Hinn eilíía mátt hefi ég frá þér. Ég elska þig, í hvaða ham sem þú ert. Ég elska þig í lj-óina nætur, bjarma dags, ljósaskiftum og hádagsíegurð. Ég elska fjöiiin, vötnin, árnar, blómin, tré og akra. Ég heíi kynst þér vel, og þess vegna elska ég þig mun meira en áður. Hin ódauðlega ást, sem ég ber til vinu rninnar, hefir skírt og tendrað ást mína á þér. N.: Fávíslega talar þú. Ég virði lítið þessa andiegu ást. Ég hefi þegar sagt þér, hvað ég skil við ást. En fjöll, vötn, ár og annað, sem þú neínir, er að eins ytra skraut mitt. Mér er rneira en sama, hvort þú elskar það eða ekki. Ég sjálf er í. öllu. Ég er eilíf. Ég er klædd í hið grófa skraut. Ég er í þvi, sem fram- leitt er; ég er í efni; ég er í sköp- un og framþróun. S.: Því trúi ég ekki. Þetta er ekki sannleikur. Það eru önnur lög, sem þetta alt hlítir. Þú ert ekki minn guð. Þú setur mér ekki lög. Sá er göfugri, sem það gerir; hann er háleitari og voldL ugri en þú. Náttúruna setti hljóða. En þá talaði drottim allsherjar: Þú hefir rétt fyrir þér, mann- lega sál! Það eru til önmur lög, voldugri en öll þau, sern nefnd hafa verið. En eins og náttúran fier í 'ytra skrúð efnisheimsins, svo birtist óg og sjálfur í lögum, efni, fegurð og list. En þetta er ekki ég sjálfur eins og það er held- ur ekki sjálf náttúran. Ég hefi áhrif í efni, og ég nota það. Ég er alt; hin sýnilega náttúrn er skraut mitt. Lögmálið og ég erum eitt. Ég er lögmál heilagleikans; ég er heilagleildnn. Hver sú sál, sem dyggilega fylgir lögum mín- um, þarf ekkert að óttast, hvorki mátt náttúrunnar né annara. Sú sál hefir fundið mig. Alt hefi ég í hendi minni. Ég er í öllu, og alt er í mér. Lög mín 'eru sjálfs- fórn. Ég er sjálfur iög. Þögn. N.: Skáld! Þú heíir sigrað mig að þessu sinni, og það gerðir þú vegna þess, að þú varst skáld. Það hafa ekkí margir þína glögg- skygni; svo er fyrir að þakka. En hefðu þeir hana allir, hvern- ig færi þá um viðhald kyn- stofnsins? Veit ég það, að við- leitnin yrði næg. En það er ég, sem verð að sjá um, að líkam- irnir nái nægum þroska. Ég ætla að segja þér leyndarmál, góða skáld! Það er mitt verk að sjá um, að líkamirnir verði forsvaran- lega vel gerðir og svo vel út- búnir, aö þeir séu sálunum sam- boðnir. Þeir verða að vera hæfi- leg verkfæri. Bæði líkamir og sálir eru á þroskaleið. Aðalhlut- verk mitt er að móta efni. Þú verður að skilja það. Nú þarf ég að fara og hitta einhvern, sem er hlýðnari mér en þú, einhvern, sem hlýðir án þess að spyrja í þaula og sem vill kannast viö það, að ég sé hans eini og sanni guð. S.: Og ég fer og hlýði ánægður þeim lögum, sem æðri eru öll- um öðrum. Mér liiggur í léttu rúmi, þótt ég og ástmey mín verð- um fátæk. Það kemur veröldinni ekki við. Og hvað gerir það til, þótt kirkjan sé hrædd við ábyrgð. En náttúran, sem er skaut guðs, verður að minnast þess, að hún er fóstra vor, Hún fæðir oss á ávöxtum og skýlir oss-með fjöll- um. Sólin gerir oss heilbrigða. Vindurinn verður oss sendiboði. Stjörnuhimininn sendir oss fagra drauma. Og sjálíur drottinn gætir sálna vorra. Hann er drottimn drottnafma. Hallgrímur Jónsson íslenzkaði. Veðrabrigði. Islenzk jölasaga. Aðfangadagur jóla rann upp kald- ur og drungalegur. Þykkir skýja- bólstrar teygðu sig upp fyrir fjalla- brúnirnar norðanvert við dalinn og sendu frá sér éljadrög út eftir byggðinni. Það andaði kalt úr hríð- wrbakkanum, er hreykti sér hærra og hærra upp á himininn. Bæjardyrnar á Hamri voru opn- aðar og Hrólfur bóndi kom út á hlaðið. Hann var meðalmaður á næð og mjög þreklega vaxinn. „Heldur heilsar hann nú kalt, blessaður," mælti Hrólfur og spýtti við tönn ofan í skaflinn á hlaðinu. „Það kæmi mér ekki á óvart, þótt kominn væri rjúkandi moldviðris- bylur um hádegi. Hann er svo sem til í alt núna.“ Þetta mælti bóndi við sjálfan sig og rýndi harðlega í veðrið. í þessum svifum kom ungur mað- ur út á hlaðið. Hann gekk til bónda og bauð horium góðan dag. „Hvernig lízt þér á ferðaveðrið, Ásbjöm minn?“ mælti bóndi og vék sér að únga manninum. „Hann er beggja blands," svaraði Ásbjörn, „en ætli það lafi ekki í honuin fram eftir deginum?" „Þú ert þá að hugsa um að leggja af stað, þó að útlitið sé ískyggi- legt?“ mælti bóndi. „Mér er ekki am þennan bakka, sem hann hefir í norðvestrinu núna. Hann þarf ekki annað en að norðlægja sig með átt- ina, og þá er hann brostinn á. Þú veizt, að þér er eins velkomið að skreppa heim um nýjárið." „Ég þákká þér fyrir,“ svaraði Ás- björn. „En ég skrifaði mömmu linu með honum Láka um daginn og gat þess þar, að ég kæmd í dag. Ég veit þess vegna, að hún á von á mér núna, og þar sem þetta góða skíðafæri er, verð ég ekki lengi á leiðinni." „Fyrst þú ert ákveðinn í að fara endilega núna, þá vii ég ekki vera að úrtelja þig meira. En ég ætla samt að .biðja þig um að fara var- lega og leggja ekki á heiðina, ef útlitið versnar úr þessu. Og svó er bezt, að þú farir sem fyrst, svo að þú hafir daginn fyrir þér.“ Þeir hæitu svo talinu og gengu í bæinn. „Ætlar Ásbjörn virkilega að fara í þessu útliti?“ mælti húsfreyja, er kom inn með morgunkaffið í þess- um svifum. „IJann er ráðiún í því,“ anzaði bóndi. - „Og þér er bezt að flýta fyiir því, að hann komist af stað, því að ekki er víst, hve lengi birtan varir.“ „Ég get ekki felt mig við þetta ferðalag hans, þegar útlitið er svona ískyggilegt,“ mælti húsfreyja. „En samt er kaffið á reicum höndum og annað, sem að ferð hans lýtur. — Ásbjörn stóð ferðbúinn á hlaðinu. Hann hnepti að sér ferðatreyjunni, bretti upp kragann, því að kuldinn var napur. Að því búnu kvaddi hann hjcnin, sem óskuðu honum góðrar ferðar. „Mundu nú eftir þvi að bera móð- ur þinni kæra kveðju frá mér,“ mælti húsfreyja að skiinaði, „og hér eru hlýir þélvettlingar, sem geta komið þér að góðum notum, ef veðrið skyldi versna.“ „Farðu varlega, ef hann skyldi' verða dimmur á heiðinni," mælti bóndi. „H ann er líklegur til að hvessa með deginum, og eins og þú veizt, er þetta versta áttin hans á henni Dalsheiði.“ „Ég mun reyna að fara eins var- lega og ég get,“ svaraði Ásbjörn, um leið og hann sté á skíðin og brunaði niöur hlaðbrekkuna. Þrátt fyrir norðannæðingmn sótt- ist Ásbiini ferðin greitt fram dal- inn. Skíðin runnu ágætlega, og hann þreytti hugglaður gönguna mót ógn- andi hríðinni, sem í kring grúfði kölcl og miskunnarlaus. Heiðarbakk- inn teygði sig æ lengra og lengra irin yfir dalsbotninn. Élin smá-ágerðust, þar til samfeld hríðarmugga fól alla útsýn. Ásbjörn hnepti að sér treyj- unni, sem hann hafði losað frá sér á göngunni, nam staðar og leit á úrið; það var hálf-tíu. Hann var þá búinn að vera hálfan annan klukkutíma frá því, er hann lagði af stað frá Hamri. Eftir hálftíma yrði hann með sama gangi kominn frain að Rauðamel, er var insti bærinn í dalnum, og þaðan var þriggja stundarf jórðunga ganga fram í dals- 1 botn. Ásbjörn stakk úrinu í vas- ann og brunaði af stað. Hann fann, hversu heimþráin ólgaði í huga hans, og hvernig hjartað barðist af fögnuði við tilhlökkunina að koma heim, heim til móður sinnar og systkina. Hann sá í anda móð- ur sína bjóða hann velkominn heim ásamt systkinum sínum, sem öll þráðu eindregið komu hans. Þetta innilega kærleikssamband við móð- ur og systkini var þess valdandi, hve honum veittist nú létt að sækja heim, þó að vegurinn væri hulinn af koldimmri hrið vetrarins. Ásbjörn herti gönguna inn eftir dalnum. Hríðin ágerðist óðum, og hann gat þess nærri, að það væri orðið vonzkuveður uppi, þótt mikið vantaði á, að blindbylur gæti kall- ast. Brátt fór að halla upp í móti, Hann sá gil skamt frá sér og þekti ■pegar, að það var Vegagilið. „Nú, ég er þá kominn svona langt,“ sagði Ásbjörn vijj^ sjálfan sig. „Það smástyttist." Hann stað- jriæmdist í gilinu sem snöggvast og át nestisbita, sem hann hafði með- ferðis. Að því búnu lagði hann af stað upp með gilinu og hafði það á hægri hönd sér. Brattinn smáóx. Ásbjörn varð að fara af skíöunum og kafa, og sótt- ist honum fremur seint upp á móti. Hann vildi ekki þreyta sig mjög, því hann þóttist vita, að hann fengi sig fullreyndan, er upp kæmi og veðrið harðnaði. Loksins þraut síð- asta brekkan, Ásbjörn staðnæmd- ist á heiðarbrúninni og leit til baka. Þarna var Vegagilið og auðjrötuð leið niður að Rauðamel. En fram undan lá heiðin hulin öskrandi hrið- inni, sem lét mjög ömurlega í eyr- um hans. Ásbjörn tók skyndilega ákvörðun. Hann snéri baki að gil- inu og áætlaði stefnuna, setti vand- lega á sig veðurstöðuna og hélt svo ótrauður áfram leiðar sinnar. Veðr- ið var nærri því á hlið, og aðal- hættan var sú, að harin hrekti áf- vega, ef hvesti miklu meira. Hann gekk röskan og dró skíðin á eftir sér, því að skafrifið var á heiðinni víðast hvar. Ásbii ni miðaði drjúgum áfram þrátt fyrir veðuihæðina, sem alt af var að aukast. Hann var far- inn að gera sér góða von um að ná heiðarbrúninni hinum megin áð- ur en bylurinn skylli á fyrir al- vöru, Að vísu var kominn glórulaus bylur, en hann treysti ratvísi sinni svo vel, að hann þóttist öruggur, á meðan hann gæti staðið á fótunum sökum ofveðurs. Þetta ásamt öðru fleira flaug í gegn um huga Ás- bjamar á leiðinni yíir heiðina. Hann reyndi af öllum inætti að láta sig ekki hrekja undan veðrinu, því að hann vissi vel, hvað gilti, ef hann hitti ekki rétta skarðið á heið- arbrúninni hinum megin. Brátt fór hann að heyra drunur miklar, og þóttist hann af því mega ráða, að nú væri hann kominn nálægt skarð- inu, sem leið hans lá í gegn um. Væri hann á réttri leið, þá átti Einbúi að fara að gera vart við sig. Einbúi var allliár klettur, er stóð hoðst i brekkunni skamt frá skarð- inu. Hafði hann smám saman orðið viðskila við hinn mikla hainravegg, er girti heiðarbrúnina þeim megin, og mætti halda, að þar hefðu tröll- in til forna víggirt landamæri rík- is síns. Hverjum bylnum öðrum meiri sló niður úr hömrunum. Ás- björn varð hvað eftir annað að fleygja sér niður, svo að hann tæki ekki á loft í hviðunum. Qladdist hann því mjög, er hann sá Einbúa gamla, kunningja sinn, rísa úr hríð- armyrkrinu. Fanst honum hann bjóða sig velkominn, og flýtti hann sér að komast í skjól við hann og kasta mæðinni. Eftir að hafa hvílt sig og safnað nýjum kröftum lagði Ásbjörn af stað frá Einbúa áleiðis upp i skarð- 1 ið, Hann skreiddist áfram á milli

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.