Tíminn - 21.01.1964, Page 8

Tíminn - 21.01.1964, Page 8
KERAVIKURFIUE- VðLLUR AÐAlflUE- VÖLUJR LANDSINS Flugvallarmannvlrkln á Keflavíkurflugvelll. Hér fer á eftir greinargerS Péturs GuSmundssonar, flug- vallarstjóra á Keflavíkurflug- velli, um stöðu Keflavíkurflug vallar í hinu svonefnda flug- vallarmáli. Svonefnt flugvallarmál hefir verið alllengi til umræðu, bæði í blöðum og útvarpi. Hafa skoðanir verið mjög skiptar um það, hvern ig leysa beri málið. Forráðamenn annars flugfélagsins hafa lýst sig reiðubúna til að flytja flugrekst- ur félagsins til Keflavíkurflugvall ar. Aðrir, sem hagsmuna eiga að gæta, krefjast þess, að nýr flug- völlur, sem kosta mun hundruðir milljóna verði reistur á Álftanesi, PÉTUR GUÐMUNDSSON flugvallarstjórl við Reykjavík. Enn aðrir telja, að mjög dýr bráðabirgðaviðgerð á Reykjavíkurflugvelli muni nægja fyrst um sinn. Með tilliti til þess, að hér er um stórmál að ræða, sem reynzt getur mjög afdrifaríkt fyrir allar flug samgöngur landsmanna, næstu ára tugina, og að um getur orðið að ræða, risavaxna fjárfestingu á okkar mælikvarða, er skylt, almennings vegna, að upp- lýsa opinberlega ýmis atriði, er snerta stöðu Keflavíkurflugvallar í máli þessu. Flestir munu nú komnir að þeirri niðurstöðu, að Reykjavík- urflugvöllur hafi lokið hlutverki sínu, sem aðalflugvöllur landsins og þéttbýlisins við Faxaflóa. Á- stæðurnar eru margar. Samkvæmt umsögn heimsþekktra sérfræðinga munu undistöður flugvallarins vera að gefa sig, byggingar í ná- grenni flugvallarins kreppa að, þannig að útilokað er að leyfa lendingar í minna en 400 feta skýjahæð, ekki hægt að lengja flugbrautir svo að nýtízku milli- landaflugvélar geti lent og hafið sig til flugs, og ógerlegt að koma fyrir nauðsynlegum blindlending- artækjum. Með þessar staðreyndir i huga hafa ýmsir forystumenn íslenzkra flugmála skilgreint, hvaða kröfur þurfi að gera til þess framtíðar- mannvirkis, sem tekur við hlut- verki Reykjavíkurflugvallar. Kröfumar eru í stuttu máli á þessa leið: 1. Flugbrautir þurfa að vera a. m. k. tvær. Önnur 2100 m. löng, með lengingarmöguleika í 3600 metra. Hin 2000 metra, lengingar- möguleikar í 2700 metra. Brautir þessar skulu vera traust byggðar á góðri undirstöðu, svo að stærstu nútíma loftför geti ör- ugglega athafnað sig. 2. Aðflug og brottflug þarf að vera hindrunarlaust. 3. Við aðal- og blindlendingar- braut skal vera blindlendingar- kerfi, t. d. ILS og aðflugsljós, sem leyfir lendingar í alla að 200 feta skýjahæð. • 4. Veðurfar skal vera gott, mið- að við staðhætti. 5. Flugvöllurinn þarf að vera í góðu vegasambandi við byggðar- lag það, sem hann þjónar, og sem minnstri fjarlægð. Samanburður á kröfum þessum og Keflavíkurflugvelli, leiðir í ljós eftirfarandi: 1. Aðalflugbrautir Keflavíkur- flugvallar eru þrjár. Brautarlengd ir, 3000 metrar, 2100 metrar og 2000 metrar. Auk þess eru 150 til 300 metra útskot í beinu fram haldi af brautarendum. Möguleik ar til lendingar eru fyrir hendi. Brautimar eru traustbyggðar á góðri undirstöðu, enda atháfna stærstu nútíma flugvélar sig á flugvellinum nær daglega. 2. Aðflug og brottflug er algjör- lega hindrunarlaust. 3. Blindlendingarkerfi flugvall- arins eru sambærileg við það bezta, sem gerist í dag, og leyfa lendingar í allt að 200 feta skýja- hæð. 4. Veðurfar er svipað og gerist við Faxaflóa. 5. Keflavíkurflugvöllur er um 47 km. frá núverandi miðborg Reykja víkur, og gæti verið kominn í full komið vegasamband, jafngott og bezt gerist erlendis innan 12 mán Auk þessara fimm atriða má geta þess, að á flugvellinum er afkastamikið og fullkomið af- greiðslukerfi fyrir flugvélaelds- neyti. Leiðslur kerfisins eru neð- anjarðar. Helztu kostir þessa eru þeir, að bruna- og árekstrarhætta er miklu minni, heldur en þar sem stórar tankbifreiðir eru not- aðar. Auk þess er kerfið langt- um afkastameira. Samtímis er hægt að fylla á 20 flugvélar. — Geymar kerfisins taka 675.000 lítra af flugvélaeldsneyti. Af framanskráðu mætti ætla að útlátaminnst væri að leiða flug- vallarmálið til lykta, með því að gera Keflavíkurflugvöll að flug- velli fyrir Faxaflóasvæðið og að aðalflugvelli landsins. Ýmsir að- ilar eru ekki enn sannfærðir um þetta og færa tvenns konar rök fyrir máli sínu. f fyrsta lagi telja þeir veðurfar það ótryggara á Keflavíkurflugvelli en á Reykja- víkurflugvelli, að að flugdögum myndi fækka og tjón flugfélaga af þeirri ástæðu ófyrirsjáanlegt. í öðru lagi telja þeir fjarlægð milli Keflavíkurflugvallar og höfuðstað arins of mikal. Lengri tíma taki að fara út á flugvöll, en flugið tek- ur, í vissum tilfellum. Yrði af þessu mikið óhagræði bæði fyrir farþega, áhafnir og aðra starfs- menn, svo og aukinn kostnaður. Sem sagt, færri flugdagar á Kefla víkurflugvelli, aukakostnaður, ó- hagræði og önnur óþægindi, sem yrðu þessum tilflutningi samfara, eiga að réttlæta byggingu hundr- uð milljóna króna flugvallar á Álftanesi. Nú er ekki úr vegi að rannsaka gildi þessara raka, og verður fyrst vikið að veðurfari. Veðurstofa fslands hefir gert samanburð á veðurskilyrðum á Reykjavíkur- og Keflavíkurflug- velli, með það fyrir augum að komast að raun um hve oft skýja hæð er lægri en 200 fet og/eða skyggni minna en sjómíla. Sam anburður þessi var gerður fyrir bandaríska flugvallarsérfræðing- inn James C. Buckley, sem gerði athuganir á öllum hugsanlegum flugvallarstæðum í nágrenni Reykjavíkur. Samanburðurinn leið ir f lj.ós, að á Reykjavíkurflugvelli er skýjahæð minni en 200 fet og/eða skyggni minna en Vz sjó- míla í 5,2 klst. á mánuði að með- altali. Þar á móti eru sömu skil- yrði á Keflavíkurflugvelli í 13,2 klst. á mánuði, að meðaltali. Nið- urstöður þessar eru byggðar á at- hugunum, sem gerðar eru á 3ja tíma fresti á 10 ára tímabili. Til er stórum nákvæmari sam- anburður um veðurfar á Keflavík- urflugvelli, en sá sem fenginn var hinum bandaríska sérfræðingi í hendur. Samanburð þennan er að finna í bók útgefinni af The Nat- ional Weather Records Centre í Bandaríkjunum. Nær hann yfir 14 ára tímabil, eða frá 1. jan. 1946 til 31. des. 1960, að árinu 1948 undanskildu, og eru niðurstöður byggðar á athugunum, sem gerðar eru á klukkut. fresti. Samkvæmt þessum athugunum er Keflavíkur flugvöllur lokaður fyrir flugum- ferð í 6,5 klst. á mánuði, að með- altali. Af framanrituðu má sjá, að mismunurinn á veðurfari er eng- inn og þess vegna er útilokað, að hann réttlæti þá fjárfestingu, sem bygging nútíma flugstöðvar hefir í för með sér. Þar að auki eru lendingar ekki leyfðar á Reykja- víkurflugvelli, nema skýjahæð sé 400 fet eða meir, samanborið við 200 fet á Keflavíkurflugvelli, sem gefur auga leið að flugdagar á Keflavíkurflugvelli eru mun fleiri í dag. Ak þessa, er svo rétt að gera sér grein fyrir hverjar horfur eru á því, að tækniþróunin geri flugum- ferð óháða veðurfari, þar sem að- flug er hindrunarlaust. Sjálfvirkni er farin að ryðja sér til rúms á þessu sviði, sem öðr- um. Samkvæmt upplýsingum frá Alþjóða ,flugmálastofnuninni, ICAO, hafa þegar verið framleidd ar þrjár gerðir tækja, sem lenda flugvélum, án þess að mannshönd in komi þar nærri. Sjálfvirkni þessi er enn á tilraunastigi, en ICAO gerir ráð fyrir að notkun tækjanna verði leyfð í almennu farþegaflugi, innan nokkurra ára. Blindlendingarkerfi það, sem yf- irleitt er notað á Keflavíkurflug- velli, er svonefnt ILS, ásamt að- flugsljósum af fullkomnus.tu gerð. Tæki þessi eru þau einu hér á landi. Kostnaðurinn við aðflugs- ljósin ein nam um kr. 20 millj. Eins og getið hefir verið í frétt- um hafa flugvélar nokkrum sinn- um lent með aðstoð tækja þessara í niðaþoku, þegar öll önnur sund voru lokuð. Síðasta atvik af þessu tagi, er lending DC6b farþegaflug vélar danska flugfélagsins Norda- ir, aðfaranótt 31. október 1963. Flugvél þessi var með 57 manns innanborðs. Fyrir dyrum standa endurbætur á aðflugsljósunum, er gera flugmönnum enn auðveldara en áður að lenda flugvélum sín- um, þegar skýjahæð er lægri en 200 fet. Síðari réttlæting flugvall arbyggingar á Álftanesi á að vera fjarlægðin á milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar. Það hefir verið bent á, að fjarlægðir milli miðhluta heimsborga og flugvalla þeirrá séu frá 8 til 22,5 km., og það látið fylgja að við íslendingar myndum áreiðanlega slá flest met með 47 km. til flugvallarins í Keflavík, ef sá kostur yrði valinn. Vestmannaeyingar eiga það yfir höfði sér, vegna breytilegs veður- fars í Vestmannaeyjum, að á ekki lengri tíma en það tekur að aka frá Hótel Borg út á Reykjavíkur- flugvöll, spillist veður þannig að ófmrt verður, annaðhvort í bili, eða þá kannske í viku. Hætt yrði við því, ef flug yrði flutt til Kefla víkurflugvallar, að íbúar Vest- mannaeyja og aðrir, sem þangað eiga erindi, myndu snúa sér að skipsferðum. Heimsflugvellir þeir, sem hér er vitnað til, eru flestir mjög við aldur, og er það ástæðan fyrir nálægð þeirra í kílómetrum; en er einhlítt að gera samanburð í kíló metrum? Aksturinn milli borgar og flugvallar í dæminu, sem tekið var, tekur í mörgum tilfellum lengri tíma, en aksturinn milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvall ar, vegna þess að ekið er um verzlunar- og íbúðarhverfi alla leið. Einnig má geta þess, að yegna hávaða, sérstaklega þeim, sem farþegaþotur valda. neyðast Framhald á 13. slðu> b TÍMINN, þriðjudaglnn 21. janúar 1964 — i i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.