Tíminn - 21.01.1964, Síða 14

Tíminn - 21.01.1964, Síða 14
farið út í stórstyrjöld, þegar íbúamir eru svona andvígir því?“ t'lJfátt fyrir alla mína reynslu í t-Þriðja ríkinu, spurði ég þessarar barnalegu spurningar! Hitler vissi vel, hvert svarið var. Hafði hann ekki fyrir einni viku heitið hers- höfðingjunum því á fjallstindi sínum í Bæjern, að hann myndi „koena með áróðursástæðu fyrir því að styrjöldin væri hafin'- og ráðlagt þeim að „vera ekki að velta því fyrir sér hvort ástæðan væri réttlætanleg eða ekki“. „Sig urvegarinn", hafði hann sagt við þá, „verður ekki spurður eftir á, hvort hann hafi sagt satt eða ekki. Þegar styrjöld er komið af stað, skiptir ekki máli, hvað er rétt, heldur hver bar sigur úr býtum“. lílukkan 9 um kvöldið, eins og við höfum þegar séð, útvörpuðu allar útvarpsstöðvar í Þýzkalandi pólsku friðartillögum foringjans, sem virtust höfundinum svo rétt- látar, þegar þær voru lesnar í út- varpið. Sú staðreynd, að Hitler hafði aldrei lagt þær fyrir Pól'- verja né jafnvel Breta, nema laus lega og óopinberlega og það fyrir aðeins tuttugu og fjórum klukku- stundum, hafði alveg horfið. Með mörgum orðum var því lýst fyrir þýzku þjóðinni, hvernig stjórnin hafði gert allt, sem hún gat til þess að varðveita friðinn, og auðséð var, að Hitler með að- stoð Göbbels, hafði ekki glatað neinu af snilli sinni í að blekkja fólk. í yfirlýsingunni, sem lesin var í útvarpið, var sagt, að eftir að brezka stjórnin hefði boðist til meðal'göngu 28. ágúst milli Þýzka- lands og Póllands, hefði þýzka stjórnin svarað því til næsta dag, að . . . Þrátt fyrir það, að hún efaðist um löngun pólsku stjórnarinnar til þesg að samkomulag næðist, væri hún reiðubúin til þess, vegna frið- arins, að ganga að tilboði Breta um meðalgöngu eða koma með uppástungur. . . . Hún áleit það nauðsynlegt . . . ef komast ætti hjá skelfingunni, að eitthvað yrði gert án tafar. Stjórnin lýsti sig fúsa til' þess að taka á móti full- trúa pólsku stjórnarinnar fram að kvöldi 30. ágúst, með því skilyrði, að hann hefði vald til þess að semja og taka þátt í samningavið- ræðum en ekki aðeins til þess að ræða málin. Fyrsta svarið, sem Ríkinu barst við samningstilboði sínu voru fréttir um hernaðarbandalag Pól- verja, í staðinn fyrir yfirlýsingu varðandi komu samningamanns . .. Það er ekki stöðugt hægt að ætlast til þess af stjórn Ríkisins að hún ekki aðeins leggi áherzlu á það hvað eftir annað, hve fús hún sé til að hefja saminngavið- ræður, heldur einnig sé reiðubúin til þess að gera það, á meðan Pól- verjar gera ekki annað en koma með innantómar undanfærslur og meiningarlausar yfirlýsingar. Enn einu sinni hefur það verið tekið skýrt fram, sem afleiðing af heimsókn pólska sendiherrans, að hann hefur ekkert vald til þess að semja eða jafnvel ræða málin. Þar af leiðandi hafa foringinn og þýzka stjórnin beðið árangurs- 1 laust í tvo daga eftir komu pólsks samningamanns. Undir þessum kringumstæðum lítur þýzka stjórnin svo á, að einn- ig í þetta sinn hafi tillögum henn- ar verið hafnað, þótt hún álíti, að tillögurnar í þeirri mynd, sem þær einnig voru kynntar brezku stjórn- inni, séu meira en áreiðanlegar, réttlátar og hagnýtar. Til þess að góður áróður hafi einhver áhrif, þarf hann að vera meira en orðin tóm, og það þekktu þeir Hitler og Göbbels af reynsl- unni. Honum þurfa að fylgja fram- kvæmdir, hversu tilbúnar, sem þær nú annars eru. Og eftir að hafa talið þýzku þjóðinni trú um (höf- undurinn getur sjálfur' borið vitni um að það hafði heppnazt) að Pól- verjar hefðu hafnað hinu veglyndi friðarboði foringjans, þá var að- eins eftir að sjóða saman eitthvert afrek, sem „sýndi fram á það“ að það hefðu verið Pólverjar, en ekki Þjóðverjar, sem gerðu fyrstu árás. ina. Samkvæmt skipunum Hitlers höfðu Þjóðverjarnir undirbúið þetta síðasta myrkraverk mjög ná- kvæmlega eins og við munum. í sex daga hafði Alfred Naujocks, S.S.-ribbaldinn, beðið í Gleiwitz við pólsku landamærin, eftir því að geta framkvæmt falska, pólska árás á þýzku útvarpsstöðina þarna. Áætlunin hafði verið endurbætt og endurskoðuð. S.S.-menn klæddir pólskum einkennisbúningum, áttu að sjá um skothríðina, og skilja ætti eftir fangabúðalim, sem gefið hafði verið inn deyfilyf, deyjandi á vígvellinum, sem ,„hina föllnu" — eins og við höfum áður heyrt var dulnefnið „niðursuðuvörur" notað yfir þennan hluta aðgerðanna. Framkvæma átti nokkrar þess kon- ar sviknar „pólskar árásir'1, en aðal árásina átti að gera á þýzku út- varpsstöðina í Gleiwitz. — Á hádegi 31. ágúst (sagði Naujocks í yfirheyrslunum í Niirn- berg) sendi Heydrich mér dulmáls- skipun um, að árásin ætti að hefj- ast klukkan 8 um kvöldið „Til þess að geta framkvæmt þessa skipun, skuluð þér hafa samband við Muller út af niðursuðuvörun- um“. Ég gerði það, og Muller gaf fyrirmæli um að mér skyldi feng- inn maður í nánd við útvarpsstöð- ina. Ég fékk manninn og lét leggja hann niður við inngang stöðvar- innar. Hann var lifandi, en algjör- lega miðvitundarlaus. Ég reyndi að opna augu hans. Ég gat ekki greint af þeim, að hann væri með lífs- marki, heldur aðeins af andar- drættinum. Ekki sá ég skotsárin, en heilmiklu af blóði hafði verið atað um andlit hans. Hann var klæddur eins og óbreyttur borgari. Við tókum útvarpsstöðina á okk ar vald eins og fyrirskipað hafði verið, útvörpuðum ræðu í þrjár eða fjórar mínútur yfir öryggisút- sendarana, skutum nokkrum 166 skammbyssuskotum og > fórum síðan. Þetta kvöld var Berlín að mestu leyti sa:nbandslaus við umheiminn, að undanskildum fréttum til blaða- og útvarpstilkynningunni um „boð“ það, sem foringinn hafði gert Pól- verjum og þýzkum frásögnum af hinni meintu „árás“ Pólverja á þýzkt landsvæði. Ég reyndi að ná símasambandi við Varsjá, London og París, en mér var sagt, að ekki væri hægt að ná sambandi við þess- ar borgir. Berlín sjálf var mjög eðlileg í útliti. Hvorki konur né börn höfðu verið flutt burt úr borginni, eins og gert hafði verið í London og París, og hvergi hafði sandpokum verið hlaðið upp fyrir framan búðarglugga, eins og sagt var í fréttum, að gert hefði verið í öðrum höfuðborgum. Um kluklc- an 4 um morguninn 1. september eftir síðustu útsendingunum mín- um, ók ég frá Útvarpshúsinu til Adlon Hótels. Engin umferð var á götunum. Myrkur var í öllum gluggum. Fólk var í fasta svefni og ef til vill — eftir því sem ég bezt vissi — hafði það farið að sofa og vonað hið bezta hvað við kom frið- inum. Hitler sjálfur hafði verið í góðu skapi allan daginn. Klukkan 6 eftir hádegi 31 ágúst, skrifaði Halder hershöfðingi í dagbók sína: „For- inginn er rólegur, hann hefur sof- ið vel . . . Það að hann vill ekki láta fara fram brottflutning fólks (á vestursvæðinu) sýnir, að hann býst við, að Frakkland og England hafist ekki að“. Canaris aðmíráll, yfirmaður Ab- wehr í OKW og einn aðalandnaz- ista-samsærismaðurinn var ekki í sams konar skapi. Enda þótt Hitler væri nú að steypa Þýzkalandi út í styrjöld, að gera einmitt það, sem Eíí 55 — Mér finnst, að þú ættir að fá þér starf á sjúkrahúsinu, sagði ég ákveðinn, um leið og við settumst til borðs. í þínum sporum mundi ég fara beint á ráðningaskrifstof- una . . . — Hún yrði þó að tala um það við Phil fyrst, sagði Min í um- vöndunartón. — Ó, já, sagði Page. Svo gæti ég boðið hjálp mína þar, sem hennar ar væri mest þörf. Mér hefur jafn- vel dottið í hug að annast hjúkr- unarstörf. — Vissulega gætirðu það, sagði ég, og svo hefðirðu þá tækifæri til að horfa á Phil við skurðarborðið. Hann er stórkostlegur, það veiztu. Við hinir læknarnir horfum á hann að starfi, eins oft og við getum, og hann er ánægður með það. Svo ræð j þig? ekki ætlað að koma henni til að gráta. Page saug upp í nefið og þurrk- aði sér um augun. — Ég er að gráta, snökti hún, af því að Phil er svo góður maður. Ég gat ekkert sagt. Neðri kjálk- inn á mér nam við hálsbindið. En Min stökk til hennar. — Auð- vitað er hann góður og dásamlegur. Ertu að furða þig á því núna? Page rétti sig snögglega upp. — Min Bardy, sagði hún í slíkum tón, að ég fékk gæsahúð í langan tíma hélt ég, að góðir menn væru alls ekki til. — Ó, drottinn minn, hrópaði Min, þegar hun gat talað. Hvað í ósköpunum kom þér til að halda það? Hvað kom eiginlega fyrir ÁST IR LÆKNISI N IS ELIZABETH SEIFERT um við allir saman um uppskurð inn á eftir. — Og ef hann gæti rætt um þetta allt saman við þig hér heima, Page, hugsaðu þér, hvað hann yrði þér þakklátur, sagði Min hrifin. — Ó, Min, hvað, sem ég tæki mér fyrir hendur þá yrði það til að hjálpa mér leiðrétti Page hana. Phil þarfnast ekki minnar hjálpar. — Það vill nú svo til, sagði ég, að mér er kunnugt um, að hann biður til Guðs um hjálp og styrk í hvert skipti, sem hann á að fram- kvæma uppskurð. Hann . . Ég Page varp öndinni og nuddaði augun með handarbakinu, eins og lítill krakki. — Nákvæmlega það sama og kom fyrir þig. Það er aðeins einn mun- ur á okkar sögu. Þú vissir, að ekki væru allir menn eins, en ég hélt . . — Page! Áreiðanlega ekki menn eins og Phil Scoles, sagði Min og sótti meira af kjötsnúðum í ofn- inn. Þegar hún kom til baka, skipt- um við um umræðuefni. Mig minnir, að við ræddum um hatta Lois Thornhill. Stúlkurnar voru þagnaði skyndilega, þegar ég ákaflega sammála um þá heyrði niðurbælda stunu frá Page. — Hei! hrópaði Min. Hún er að gráta, Whit! Það var rétt. Page sat þarna hreyfingarlaus, og tárin runnu nið- ur vanga hennar og blettuðu hvítu blússuna, sem hún bar við sunnu- dagsdragtina. — Hvers vegna í ósköpunum ertu að gráta?spurði ég í vandræða lega. Ég verð alltaf svo hjálpar- Eftir hádegisverðinn hringdi ég til sjúkrahússins, en þar sem mín var ekki þörf þar, settist ég með sunnudagsblaðið fyrir framan ar- ininn í setustofunni, meðan stúlk- urnar þvoðu upp eftir matinn. Þær hlutu að vita, að ég gat heyrt, hvað þær sögðu, en samt töluðu þær, eins _og þær væru aleinar í húsinu. Ég velti því fyrir mér, hvort það ætti að gleðja mig eða ekki, en svo fékk ég slíkan áhuga vana, þegar kona grætur í návist! á samtali þeirra, að ég gleymdi minni. Og ég hafði svo sannarlega! því vandamáli. Þær töluðu um Phil, hvernig ; hann væri frábrugðinn öðrum mönnum, og — m“S afar kven- legri röksemdarfærslu — þær komust að þeirri gáfulegu niður- stöðu, að Page hefði enga ástæðu haft til að dæma alla karlmenn eins. Þeir hefðu sína kosti eins og galla. Ég ætlaði að fara að kalla fram til þeirra, að þessu væri nú eins farið um konur, en Min uppgötv- aði það upp á eigin spýtur og lét þess getið. — Ef satt skal segjá, sagði hún hugsandi, þá hef ég aldrei getað áttað mig á því, hvort fólk yrði ástfangið hvort af öðru vegna þess að það sé svo líkt í sér eða hvort því sé þveröfugt farið. Ég á við . . . Þær höfðu hallað aftur eldhús- hurðinni og ég varð að leggja eyrun vel- við. — Hvers vegna varðst þú ást- fangin af Phil? Page var ekki jafn hávær, og ég heyrði ekki svar hennar. — Það er satt, samsinnti Min hjart- anlega. En snúum því svo við. Hvers vegna varð Phil ástfanginn af þér? Aftur kom ógreinilegt muldur. — Ó, ég er viss um, að hann gerir það, Page. í rauninni er ég miklu vissari um það heldur en að þú elskir hann. Ég á við — ég er stundum að velta því fyrir mér hvort þú sért þér meðvitandi um ást þína. — Ég er hrædd um, að ég skilji ekki. Ég lagði hlustirnar við. Mig langaði sannarlega til að heyra útskýringu Min. Og ekki stóð á henni. — Sjáðu nú til. Þú og rauð- haus eruð hjón. En þú virðist taka því eins og — eins og það sé út- kljáð mál. Ég' veit, að Phil hefur mikið að gera, og ég veit, að þú ert ekki ein af þessum opinskáu konum, sem láta allt vaða, sem þeim býr 1 brjósti — en það er ekki það, sem er að, mér virðist þið einfaldlega fara á mis við eitt- hvað. —Það er ajveg rétt hjá þér, sagði Page áköf. Ef til vill stafar það af því, að við flýttum okkur of mikið í hjónabandið. — Mín sök sagði Min. — Hver, sem ástæðan er, sagði Page, þá virðist mér nú liggja í augum uppi, að ef þú álítur, að ég sé mér ekki meðvitandi um ást mína á Phil, þá hlýtur honum að virðast það einnig. En ég veit ekki hvað ég á að gera til þess að sýna honum það. — Hvað gerðirðu til þess fyrst? Page þagði, og ég þorði að veðja að hún hefur verið vandræðaleg á svipinn. — Eg á við manstu, hvenær og hvar Phil kyssti þig fyrst? A-ha, ég sé, að þú manst það — þú roðn ar jafnvel á nefinu. Jæja, var það ekki gaman? Page hló. — Það var svo gam- an, að ég gaf honum löðrung. — Oh, stundi Min, það hlýtur að hafa verið dásamlegur koss. — Eg mundi ekki gera þetta t aftur, sagði Page hreinskilnislega, og Min hló. Eg glotti og tók upp blaðið mitt. En það var meira. — Eg hef verið að velta því fyrir mér, hvort smávegis daður sé ekki nauðsyn- legt í hjónabandinu til þess að hjálpa upp á sakirnar. Þú gætir rifjað upp fyrir þér brögðin, sem þú beitir til að krækja í Phil og notað þau tii að hræra ofurlítið upp í honum. — Eg notaði engin brögð, sagði Page hneyksluð. — Auðvitað notaðirðu einhver brögð. Þú minnist fyrsta kossins, kannski var það bara kjóllinn þinn sem heillaði hann, kannske blóm, sem þú barst í beltinu, kannske eitthvað, sem þið töluðuð um. í þínum sporum mundi ég reyna það sama aftur. Þú getur ekki tap að neinu á því, og þú gætir unnið mikið. — Og það var áreiðanlega eng- in tilviljun, að Page dró fram bláa silkikjólinn, sem hún hafði klæðzt kvöldið góða, þegar Phil kyssti hana fyrst, og klæddist honum kvöldið, sem við frumsýndum „The Voice of the Turtle" í lok þess- arar sömu viku. Page, Min og Phil höfðu verið of önnum kafin við húsið undan- farna mánuði til þess að starfa nokkuð með leikflokknum okkar, en ég var stöðugt hægri hönd Lois Thornhill, sem rak mig miskunn- arlaust áfram. Við fögnuðum allt- af frumsýningu með stórkostlegri veizlu, og nú var um alveg sér- stakt tilfelli að ræða, þar sem þetta var fyrsti leikurinn, sem við sýndum í nýja leikhúsinu okkar. Page dró fram gamla kjólinn 14 TÍMINN, þrlðjudaginn 21. janúar 1964 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.