Tíminn - 28.01.1964, Side 6
«
TÓMAS KARLSSON RITAR
ÞINGFRÉTTIR ■aaEa | lifflil! ÞINGFF
Nauðsynlegt að endurskoða lagaákvæði
um atvinnurekstrar rétti n di útlendinga
I»EIR Hermann Jónasson, Ólafur
Jóhannesson, Xarl Kristjánsson og
Björn Fr. Björnsson flytja tillögu
lil þingsályktunar um endurskoð-
un laga um eignarrétt og afnota-
rétt fasteigna svo og lagaákvæði
um atvinnurekstrarréttindi útlend-
inga hér á landi. Skal 5 manna
nefnd, sem Alþingi kýs, annast end
urskoðunina og skila tiliögum fyr-
ir næsta reglulegt Alþingi. í grein
argerð með tillögunnl segir:
Þáltill. þessi var flutt á siðasta
þingi, og fylgdi henni þá svofelld
greinargerð:
Lög nr. 63 frá 28. nóv- 1919 eru
oyggð á þeirri grundvallarreglu,
að einungis hér heimilisfastir aðil-
ar geti án sérstaks leyfis öðlazt
eignarrétt og afnotarétt fasteigna
hér á landi. Hins vegar eru hvorki
gerðar kröfur um þegnrétt né bú-
setu um tiltekið tímabil. Ef ein-
stakur maður er, þá er nægilegt,
að hann sé heimilisfastur hér og
virðist hann því geta öðlazt eigna
rétt og afnotarétt að fast-
eign hér á landi — þegar
eftir að hann hefur setzt hér að,
hvort sem hann er íslenzkur eða
útlendur. Ef um félag er að ræða,
þar sem suenir félagsmanna bera
íulla, en aðrir takmarkaða ábyrgð
á skuldum félagsins, þá skulu þeir,
er fulla ábyrgð bera, allir vera hér
heimilisfastir, enda skal félagið
hafa heimili og varnarþing og
stjórnendur allir vera hér heimil-
ísfastir. Ef um er að tefla hlutafé-
lög eða stofnanir, þá skal félagið
eða stofnunin eiga hér heimilis-
tang og varnarþing og stjórnendur
ollir vera hér heimilisfastir. —
Önnur skilyrði eru eigi sett fyrir
því, að hlutafélög og stofnanir geti
eignazt hér fasteignir eða öðlazt af
not þeirra. Eru því engar sérstak-
ar kröfur gerðar til hlutafjár-
eignar íslenzkra ríkisborgara eða
bér búsettra rnanna. Hlutafélög,
þar sem mikill meiri hluti hluta-,
fjár er í höndum útlendinga, virð
ast því samkvæmt lögunum frá
1919 geta eignazt hér fasteignir og
fengið afriot þeirra án nójckurs
leyfis af hálfu íslenzkra stjómar-
valda. Nú fullnægir aðili ekki skil
yrðum laganna frá 1919 til þess
að öðlast hér eignarrétt og
afnotarétt að íasteignum, og get-
ur þá ráðuneytið samt veitt honum
ityfi til þess, ef ástæða þykir til,
Samkvæmt þvi virðast ráðuneyt-
mu í rauninni engin takmörk sett
um leyfisveitingar. Lögin benda
ekki á neinar tilteknar ástæður, er
réttlæti veitingu leyfis. Ráðherra
eru þær raunverulega í sjálfsvald
settar. Sérstaks leyfis ráðherra
þarf meira að segja ekki til leigu
á fasteign eða réttinda yfir henni
um 3 ára tímabil, eða ef uppsögn
er áskilin með eigi lengri en árs
íyrirvara. Enn fremur segir, að
ráðherra geti undanþegið námu-
réttindi ákvæðucn laganna.
Ljóst er af því, sem hér hefur
verið stuttlega rakið, að langt er
ftá því, að ákvxði laganna frá 1919
veiti nægilega vörn gegn því, að
eignarréttur eða afnotaréttur fast-
eigna hér á landi færist raunveru- j
lega yfir á hendur útlendra ríkis-
borgara. Það er því full ástæða til
að taka löggjöfina um það til ræki
íegrar endurskoðunar. Það þarf
að semja ný lög, er setja traustari
skorður við hugsanlegri ásælni út-
lendinga til fasteignaréttinda hér
á landi. En þau lög má sjálfsagt
byggja á grundvelli laga nr. 63/
1919, og þess vegna er þessi þings-
ályktunartilla.ga um endurskoðun
þeirra laga. Sérstök þörf er á að
setja í þessu sambandi skýrari á-
kvæði um hlutafélög, áskilja t. d.
að þau hlutafélög ein. sem íslenzk-
ir ríkisborgarar ættu tiltekinn auk
inn meiri hluta hlutafjár í, gætu
ciðlazt hér fasteignaréttindi án sér
staks leyfis. Er enn ríkari ástæða
til þess af þehri sök, að íslenzk
hlutafélög eru að ýmsu leyti úr-
elt og ófullkomin, m. a. að því er
varðar skilgre'mingu á innlendum
og útlendum hlutafélögum. Það
sýnist og eðlilegt, að heimild ráð-
herra til leyfisveitinga sé bundin
tilteknum skilyrðum í lögum.
í löggjöf nágrannaþjóðanna
munu yfirleitt sett strangari skil-
yrði en hér fyrir því, að útlending-
ar geti öðlazt eignarrétt eða afnota
rétt af fasteignum. Er vafalaust
rétt fyrir okkur að fylgja fordæmi
þeirra í því efni og ganga a. m. k.
ekki skemmra.
Um leið og endurskoðuð eru
lagafyrirmæli um eignarrétt og
afnotarétt fasteigna, er rétt að tek
in séu einnig til athugunar ákvæði
löggjafarinnar utn atvinnurekstr-
arréttindi útlendinga hér á landi,
einkanlega hlutafélaga og annarra
félaga með takmarkaðri ábyrgð. Þó
að lög bindi nú atvinnurekstrar-
réttindi útlendinga tilteknum skil
5'rðum, er vafasamt, að þar sé
nógu tryggilega um búið a. m. k.
að því er varðar hlutafélög, sem
útlendingar kunna að eiga mikið
í og raunverulega eru starfrækt
af þeim. Þarf að rannsaka ákvæði
iaganna um þessi efni og gera þau
skýrari og fyllri, þar sem þörf
krefur. Er nauðsynlegt, að rrijög
ströng skilyrði séu sett fyrir at-
vinnurekstrarréttindum útlendra
aðila.
Það má e. t. v. segja, að þess
hafi ekki gætt sérlega mikið á und-
anförnum árum, að útlendingar
sæktust eftir að eiga fasteignir eða
stofnsetja atvinnufyrirtæki hér á
landi. En ýmsar breyttar ytri að-
stæður hafa í för með sér aukna
hættu í þessum efnum. Land okk-
ar er ekki svo einangrað sem áð-
ur var. Það er óneitanlega lítt num
íð enn að vissu leyti. Það er því
ekki óeðlilegt, að það kunni að
íreista þeirra útlendinga, og þá
einkum útlendra auðfélaga, sem
eru hvarvetna í leit að landsgæð-
um og aðstöðu. Samkvæmt núgild
andi löggjöf gætu slík félög senni-
lega stofnað eins konar dótturfé-
lög hér á landi, er gætu keypt eða
leigt hér fasteignir og átt atvinnu-
fyrirtæki. En ef útlendingar eign-
uðust hér fasteignaréttindi í stór-
utn stíl, hefðu íslendingar blátt
áfram glatað frumburðarrétti sín-
um. Okkur ber því að vera hér vel
á verði. Það er of seint að byrgja
brunninn, er barnið er dott-
ið ofan í hann. Endurskoðun þess-
ari þarf því að hraða.
Þessi mál öll, um fasteignarétt-
indi útlendra aðila, um atvinnu-
í ekstrarréttindi þeirra og réttar-
st.öðu þeirra í því sambandi, þarf
að taka til skilmerkilegrar skoð-
unar við þessa lagaendurskoðun.
Það er því eðlilegt, að sú endur-
skoðun sé í höndum þingkjörinnar
nefndar.
Innritun er hafin í námsflokk nr. 6.
FJÖLSKYLDAN OG HJÓNABANDIÐ
Gangið við í Bókabúð KRON og tryggið ykkur
þátttökuskírteini meðan til eru. Kosta kr. 200.00
fyrir einhleypa, en kr. 300.00 fyrir hjón.
Kennsla fer fram í fyrirlestrum, með kvikmyndasýningum og í
samtölum sunnudagseftirmiðdaga í febrúar/marz 1964, kl. 4—6
e.h. Fyrirlesarar: Pétur H. J. Jakobsson, yfirlæknir og Hannes
Jónsson félagsfræðingur.
9/2 Erindi: Fjölskyldan og meginhlutverk hennar,
Hannes Jónsson
Kvikmynd: Erfðir og umhverfisáhrif. Myndin er gerð í
samráði við dr. A. R. Lauer, félagssáífræði-
prófessor við ríkisháskólann í Iova.
Erindi: Kynfærin, erfðir og frjóvgun, Pétur H. J.
Jakbsson. Sýndar verða litskuggamyndir með
indinu.
16/2 Erindi:
Erindi:
Kvikmsmd:
23/2 Erindi:
Fósturþróunin og barneignir, Pétur H. J.
Jakobsson. Sýndar verða litskuggamyndir
með erindinu.
Ástin og makavalið, Hannes Jónsson.
Makavalið. Myndin er gerð í samráði við dr.
Reuben Hill, félagsfræðiprófessor við ríkis-
háskólann í Norður-Karolina.
Fjölskylduáætlanir og frjóvgunarvarnir,
Pétur H. J. Jakobsson. Með erindinu verða
sýndar skuggamyndir.
Erindi: Hjónabandjð, kynlífið og siðfræði þess,
Hannes Jónsson
Kvikmynd: Hjónabandið er gagnkvæmur félagsskapur.
Myndin er gerð í samráði við dr. Lemo D.
Rockwood, félagsfræðiprófessor við Cornell-
háskóla
1/3 Erindi:
Vandamál hjúskaparslita og hjónaskilnaða,
Hannes Jónsson.
Kvikmynd: Giftingarhæfnin. Myndin er gerð í samráði
við dr. Reuben Hill. félagsfræðiprófessor við
- -áskólann í Norður-Karolína.
8/3 Erindi:
Hamingjan og hjóna- og fjölskyldulífið
Hannes Jónsson.
Kvikmyrid: Bertrand Russell ræðir hamingjuna.
Einnig kvikmyndin: Frá kynslóð tii kynslóðar
í henni eru m. a. sýndar og útskýrðar erfðir
mannsins og einnig er sýnd barneign í mynd-
inni.
¥
UiJiíi/nw ui
Pósthólf 31.— Reykjavík — Simi 40624
Á ÞINGPALLI
•jc Á FUNDi neSrl delldar i gær kvaddi Lúðvfk Jósepsson sér hljóSs og
belndl þeirri fyrirspurn til rfklsstiórnarlnnar, hvort hún hygði ekki
á að beita sér fyrir lefðréttlngu á fiskverðinu f sambandi við frum-
varp það um aðgerðir fyrlr sjávarútveginn, sem nú eru til afgreiðslu
í þinginu.
BJARNI BENEDIKTSSON sagði að stjórnin væri nú að athuga þessi
mál jafnhliða frumvarpfnu.
Verkstjórastarf
Okkur vantar nú strax eða síðar bifvélavirkja eða
vélvirkja, til að veita forstöðu verkstæði okkar að
Rauðalæk.
Fjárhagsleg aðstoð við byggingu íbúðarhúss kemur
til greina strax, eða íbúðarhúsnæði síðar.
Umsóknir um starfið, ásamt upplýsingum um ald-
ur, menntun og fyrri störf. sendist til kaupfélags-
stjórans fyrir 1. febrúar n.k. er einnig veitir nán-
ari upplýsingar.
Kaupfélag Rangæinga
Aðalfundur
Kvenstúdentafélags íslands verður haldinn i Þjóð-
leikhúskjallaranum (hliðarsal til hægri) miðviku-
daginn 29- jan. 1964, og hefst kl. 9 e.h.
Dagskráí
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Lagabreytingar
Aðaifundur
Háskólakvenna verður haldinn í Þjóðleikhúskjall-
aranum sama dag kl. 8 e.h.
Stjórnin
TÍMINN, 'þriSjudagur 28. janúar 1964 —
6