Tíminn - 02.02.1964, Side 2
Laugardagur, 1. febrúar
NTB Aþenu: — Stjórnir Grikk
lands og Tyrklands liafa fallizt
á málamiðlunartillögu Breta og
Bandarikjamanna um, að send-
ur verði lögregluher Nato-ríkj-
anna til Kýpur. Sá her skal lúta
brezkri stjórn.
NTB-Pasadena. — Bandaríska
geimskipið Ranger VI mun
hitta tunglið kl. 8,14 í fyrramál
ið að íslenzkum tíma, um 16
km. frá þeim stað, sem upp-
haflega var áætlaður.
NTB-Kuala Lumpur: —
Stjórn Malaysíu hefur ákært
Indónesíu fyrir að hafa brotið
flughelgi Norður-Borneó, sem
er meðlimaríki Malaysíusam-
bandsins. Dreifðu indónesískar-
flugvélar flugmiðum yfir bæ-
ina þar.
NTB-Algeirsborg: — U Thant,
framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, kom í dag til Algeirs-
borgar frá Rabat, höfuðborg
Marokkó. Alsír er annað landið,
sem hann heimsækir í ferð
sinni um Afríku. Hann var út-
nefndur heiðursborgari Algeirs
borgar í dag.
NTB-Brussel: — Læknaverk-
fallinu í Belgíu, sem hefjast
átti á þriðjudaginn, hefur verið
aflýst.
NTB-Moskva: — Sovézki
morðinginn Vladimir Jonesjan
var tekinn af lífi í dag. Hann
hafði myrt þrjá drengi og tvær
konur. með öxi. Meðsek var
ballettdansmærin A. Dimitri-
eva, sem var dæmd í 15 ára
fangelsi.
NTB-Frankfurt: — Dr. Karl
Mengele, síðasti yfirlæknirinn í
Auschwitz, hefur fengið ríkis.
borgararétt í Paraguay. Hann
notaði fjölda barna og kvenna
sem tilraunadýr, og framdi á
þeim uppskurði, sem leiddu til
dauða.
NTB-Helsingfors: — Náðst
hefur samkomulag í hinni
löngu deilu milli finnsku stjórn
arinnar og opinberra starfs-
manna. Samningurinn er til
tveggja ára, og er launahækk-
unin á þeim tíma 9,8%, auk vísi
tölutryggingar.
NTB-Washington: — Fasta-
ráð OAS mun koma saman á ný
4. febrúar og Ijúka umræðun-
um um ákæru Panama á hend-
ur Bandaríkjamönnum, um ár-
ásarstefnu og kúgun.
NTB-Washington: — Helztu
stórblöð heimsins ræða blaða-
mannafund de Gaulle í forystu
greinum sínum, og telja, að á-
kvörðun hans um að viður-
kenna Rauða-Kína ætti ekki að
hafa slæm áhrif á sambúð vest-
urveldanna.
NTB-Saigon: — Khanh hers-
höfðingi, hinn nýji leiðtogi í
S.Víetnam, sagði í dag, að
Bandaríkin myndu nú, sem áð-
ur, viðurkenna byltingaráðið,
þótt nýir menn væru komnir í
það.
A FÖRNUM VEGI
Þegar söltunarstúlkan
verður að tveim vélum
NÚ ER mikið talað um tækni og
vinnuhagræðiligu í fiskiðnaði lands
manna og sýnist mörgum sem ekki
sé þar allt sem bezt gert. í fisk
iðnaðinum er ekki starfandi nein
opinber stofnun, hliðstæð Iðnað-
armálastofruninni, sem getur
hvatt og stutt eigendur fiskivera
í véltækni og vinnuhagræðingu í
fyrirtæki sínu.
Samkeppni í iðngreinum byggist
á því, að einn aðili getur fengið
sér vélar eða hagað starfsemi í
fyrirtæki sínu þatnig, að hann
hefur minni tilkostnað við fram-
leiðsluna heldur en keppinautur
hans og hefur því betri aðstöðu
við að koma vöru sinni út á hag-
stæðu verði. Þetta gildir einnig um
samkeppni íslcmzkra fyrirtækja við
erlend. Ef við getum framleitt út-
flutningsafurðir okkar á ódýrari
hátt en keppinautarnir, erum við
cfan á, en annars ekki. Ef allur
tilkostnaðurinn verður meiri ein
hcimsmarkaðsverðið, hefur ríkið
venjulega orðið að hlaupa undir
bagga með uppbætur og styrki, og
framleiðendurnir hafa reynt að
halda laununum niðri. En þessar
leiðir eru landsmörxnum gagnslaus
ar til frambúðar. Ekkert nema auk
in tækni og hagræðíng geta skapað
trygga samkeppnisaðstöðu, sam-
hliða góðum fífskjörum almenn-
ings.
Sá fiskiðnaður, sem er einna
frumstæðastur, er síldarsöltuni’n.
Vinnubrögðin við síldarsöltun eru
í stórum dráttum hin sömu og á
tímum Hansakaupmanna og hafa
ekkert breytzt síðan um aldamót-
mót. Flestir (slendingar hafa tekið
þátt í eða séð síldarsöltun og orð
ið vitni að hinni óhemjulegu vinnu
og tvíverknaði, sem þar er fram-
inn.
Um daginn var í fréttum minnzt
á rússneska niðurlagningsvél, sem
saltar niður í 30—40 tuiinur á
klukkutímann. Að vísu kom þar
upp sá misskilningur, að vélin ynni
öll störf söltunarstúlkunnar, en
það er ekki rétt, véiiln haussker
hvorki né slóðdregur, heldur salt-
ar bara og leggur niður í tunnur.
En i því sambandi er athyglis-
vert, að til eru vélar, sem haus-
skera og slógdraga síldina, og vél-
ar eru til fyrir öll einstök störf
við síldarsöltun. En þær eru yf-
irleitt ekki notaðar.
Við skulum lýsa stuftlega vinnu
brögðum á söltunarstöð, þar sem
skipulagt er af viti en ekki út í
loftið eins og nú er gert alls stað-
ar.
Frá skipshlið fer síldin á færi-
bandi í flokkunarvélar, sem flokka
síldina i mismunandi stærðir og
fleygja úrganginum. Flokkunarvél
ar eru til og eru meira að segja
framleiddar hér. Stálviranslan h.f.
í Reykjavík hefur smíðað um 30
slíkar vélar frá haustinu 1962. —
Ein þessara véla hefur verið notuð
hjá Vinnslustöðlnni í Vestmanna-
eyjum og flokkar hún 70 tunnur
á klukkustufnd, og geta þá fróðir
menn lagt saman og reiknað út
vinnusparnaðinn.
Erlendis hafa verið smíðaðar vél-
ar, sem hausskera og slógdraga. —
Erfiðasta vandamálið eraðláta þess
ar vélar eiga við misstórar síldarog
skera þær samt rétt. Þegar síldin
hefur verið flokkuð áður, mlrnnk-
ar þessi vandi. Slíkar vélar hafa
komið hingað tll lands. Þessar vél-
ar vinna hluta verks söltunarstúlkn
anna. Síldin kemur í skurðarvélarn
ar beint úr flokkunarvélinni og
fer úr þeim beint í þrær.
f þriðja tölublaði Ægis árið 1960
er grein um síldveiðarnar sunnan
lands eftir Gunnar Flóvenz, og
mimist hann þar m. a. á sérstak-
lega gerðar pækiiþrær, þar sem
síldin saltast á eðlilegan hátt. —
Þessar pækilþrær eru ekki stærri
en svo, að lyftivagn getur eklð
þeim og staflað á lager, þar sem
þær eru geymdar þær 4—5 vikur,
sem síldin er að verkast. Segir
Gunnar, að meðan verkun fari
fram þurfi ekki að kosta annarri
vinnu til síldarSnnar en að hræra
í pækllnum í kerunum með léttri
og færanlegri dælu einu sinni eða
tvisvar á dag og hafa jafnframt eft
irlit með styrkleika pækilsins.
Þegar sfldin er fullverkuð, er
þrémum ekið á lyftara þangað sem
síldinni er pakkað i þær umbúðir
sem hún er flutt í úr landi. Ef
síldin er flutt út í tunnum eins
og nú er gert, er hægt að láta
rússnesku niðurlagnSngarvélina
pakka henni niður. Þessari vél var
fyrst lýst hér í áðurnefndri grein
í Ægi. Vélin er þannig gerð, að
jturvnurnar eru látnar standa á
hristara og jafnast þá síldin í tunn
unni jafnóðum, sem hún fyllist, og
fer vel um síldina, þótt hún sé
ekki í röðum eins og nú er haft,
þegar handsaltað er niður. Svo
getur að sjálfsögðu verið, að betri
ílát komi til sögunnar en tunnurn-
ar gamalkunnu.
Þannig er öll vinnan fram-
kvæmd í vélum frá skipshlið og
þangað tii síldln er tilbúin til út-
flutnings. Þar koma við sögu flök
unarvél, hausskurðarvélar og nið-
urlagningarvéi og flutninguriein
fer fram á færibcmdum og með lyft
urum. Slík söltunarstöð þarf að-
eins fámennt, fast starfsllð. Auk
þess má benda á, að miklu flókn-
ari hlutir en síldarsöltuin eru fram
kvæmdir með vélum.
Það er hrollvekjandi að heim-
sækja síldarplön og sjá, hvernig
allt er gert enn í höndunum eins
og í gamla daga. Skipverjar ýta
þungum vögnum á feinum með-
fram söltulna.-kössunum og lóta
síldlna renna úr vögnunum á kass-
ana. Ekki er einu sinni notað véla-
afl við að draga vagnana. Stúlkurn
ar skera og salta í höndunum niður
í tunnurnar. Síðan hefst mikil
vinna við tunnurnar meðan síldin
er að verkast í þeim. Og svo er
stöðugt verið að pækla síldina og
færa tunnurnar til og stafla þeim.
Loks þarf oft að endurflokka og
pakka síldinni aftur að haustinu.
Framkvæmdastjóri plansins
þarf að spá fyrir fram um síldar-
vertíðina eins og nú er ástatt. —
Hann þarf að kaupa tunnur fyrir
fram; hann þarf að ráða söltunar-
fólk fyrir fram og upp á launa-
tryggtngu. En hann veit ekkert,
hvort hann fær yfirleitt nokkra
síld. Með því að belta sjálfsagðri
tækni, sem notuð er í öðrum iðn-
greinum en fiskiðnaði, þarf hann
síður að spá fram í tímann. Þá er
hann heldur ekki eins bundinn af
hinum mikla vinnuaflsskorti, sem
nú ríkir. Hann hefur tlltölulega
fámennt og fast starfslið, sem að-
allega vinnur við vélarnar og fylg-
ist með, að þær vinni rétt og séu
í góðu lagi, og hann getur borgað
þessu starfsfólki betra kaup.
Auðvitað eru fleiri grcinar fisk
iðlnaðar illa skipulagðar og sömu-
leiðis sum útgerð, aðallega togara-
útgerðin. Það er ekki bara í sölt-
uninni, sem úrelt vinnubrögð eru
notuð. En ég vona, að lýsingin hér
á síldarsöituninni hafi gefið
nokkra hugmynd um, hve óheyri-
lega lokaðir við erum fyrir fram-
förum á þessum sviðum.
Jónas Kristjánsson.
BILA-
ÁKLÆÐI
HHfið áklæðinu í
nýja bílnum
Endurnýið áklæðið í SUS SC
gamla bílnum MjB B BJBw KrV JF
Framleiðum áklæði í * *
allar árgerðir og Hringbraut 121
tegundir bíla Sími 10659
\ SAMA STAÐ
Til mótorviðgerða
Stimpilstangir
Mótorlegur
Ventlar
Stýringar
Gormar
Fóðringar
Bullur
Egill Vilhjálmsson h.f.
Laugavegi 118, sími 22240
ALLT
Svefnsófar
RÝMINGARSALA
Seljum næstu daga NÝJA
vandaða eins og tveggja
manna
svefnsófa með 1500,-
kr. afslæfti.
Nýir gullfallegir
aðeins kr. 1950,—
svefnbekkir
Einnig mjög vandað
notað sófasett
yfirdekkt og lagfært á að-
eins
kr. 7000,-
(kosta ný 17.000 kr.).
Sendum gegn póstkröfu-
Sófaverkstæðið
Grettisgötu 69
Sími 20676
SÍMi
2 4 1 13
Sendibílastöðin h.f.
■OfauoiÓ
JZattoa KroSí
fvimerkin
KLÍIBBFUNDUR
NÆSTI Klúbbfundur Framsókn
armanna verSur haldinn mánudag-
inn 3. febrúar kl. 8,30 aS Tjarnar-
götu 26. Frummælandi verður
Björn Pálsson alþingismaður. —
Mætið vel. — Nefndin.
F.U.F. í Hafnarfirði
AÐALFUNDUR FUF í Hafnar-
firði verður haldinn í
dag 2. febrúar að Norðurbraut 19
og hefst kl. 16. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf. — Stjórnin.
FUNDUR í
FRAMHtRJA
FUNDUR í FRAMHERJA, fé-
lagi launþega, verður haldinu á
sunnudag kl. 2,30, Tjarnargötu 26.
— Bjöm Guðmundsson borgarfull
trúi mætir á fundinum.
Félagar eru beðnir að fjölmenna
og taka með sér nýja meðlimi. —
Stjómin.
TÍMINN, sunnudaginn 2. febrúar 1964 —
2