Tíminn - 02.02.1964, Side 4

Tíminn - 02.02.1964, Side 4
ÞÁTTUR KIRKJUNNAR Þrenns konar þyrnar í skýringu þeirri, sem gefin er á dæmisögunni um sáð- manninn í Lúkasar guðspjalii eru nefndir þrenns konar þyrnar, sem draga úr þroska og tefja vöxt og bera því eng an þroskaðan ávöxt. Og að vissu leyti kemur þessi skýring á óvart. Þar er minnzt á það, sem flestir telja helztu hnoss tilverunnar og sækjast eftir. Sannarlega má því segja, að hætturnar séu margar og finrþst víða á veg- um mannlegrar framsækni og fullkomnunar. En einmitt þetta gæti verið sérstakt íhugunarefni fyrir hin svonefndu velferðarríki nútímans. En þar þykir sjálf- sagt, að öll lífsþægindi og unaðssemdir séu fyrir hönd- um hverja stund. Gæti það ekki einmitt orð- ið til að hefta þroska manns- ins og koma í veg fyrir við- leitni hans á vegi að fullkomn unartakmarki. i.Gata grjóti nokkru stráð gjörir fótvissan vegfara ungan“, sagði skáldið vitra forðum. Hann er með þeim orðum sannarlega í samræmi við kenningar kristins dóms í sög unni um vöxt og vaxtarskil- yrði mannsandans á frama- braut. Örðugleikarnir eru áreiðan lega nauðsynlegir og átökin, glíman við ofjarla og alls kon ar böl gætu verið meðal beztu náðargjafa Guðs og örlag- anna. „Áhyggjur, auðæfi og un- aðssemdir lífsins hefja gróð- urinn í mannssálinni, svo hún ber engan þroskaðan ávöxt“, segir Kristur eða guðspjallið. Þetta eru þá aðalhætturnar á þroskaskeið mannkynsins samkvæmt skoðun hans. Og verst er ,aö ekki eru þessar hætt.ur minni í hinum svo- nefndu menningarþjóðfélög- um en í hinum frumstæðu og vanþróðuðu. Mætti raunar segja, að þær aukist í hlut- falli við velmegun og lífsþæg- indi. Margir virðast álita, að á- hyggjur, það er að segja kviði, ótti og angist séu fyrst og fremst förunautar fátækt- ar og örbirgðar, en svo er ekki. Þótt þeirra verði þar mjög vart að sjálfsögðu, þá eru þær enn magnaðri hjá þeim, sem baða i rósum hið ytra, sem kallað er. Þar jaðra þær oft við sálsýki og eru einu nafni nefndar tauga- veiklun nú á dögum, en hún kemur fram í margs konar myndum. Og taugaveiklun, er svo algeng, að svo m'á heita, að hún fari um eins og land- farsótt, sem aldrei léttir Þetta friðleysi áhyggnanna lamar starfsþrótt, lífsgleði og viljaþrek, og ástandið heitir að vera „ein taugahrúga" á máli okkar Reykvíkinga. Var því lý§t í Hávamálum á þessa ieið: „Öng er sótt verri hveim snotrum manni en sér at engu una.“ Og satt að segja er þetta ægileg vanlíðan og ógæfa, en erfitt aðgerða, nema helzt að taka sig alveg út úr ys og glaumi hins daglega amsturs, leita hvíldar og friðar utan hinnar svokölluðu menning- ar. Við gætum í fljótu bragði hugsað okkur að hinir tveir þættirnir eða hætturnar á framaleið og þroskabraut mannsandans: Auðæfi og un aðssemdir gætu bætt úr á- hyggjunum. En það er nú öðru nær. I mörgum tilfellum eru peningar úr hófi og nautn ir og skemmtanir unaðssemd anna svokölluðu orsakir frið leysis og lífsleiða. Fólkið leitar gæfu og gleði alveg í öfuga átt út á við í stað inn á við. Kristur á og gefur ráðið við þessum hættum. Hann seg ir: „Leitið fyrst guðsríkis og réttlætis þá mun allt hitt veitast yður að auki.“ Og svo bætir hann við á öðrum stað til skýringar: Framhalc a ib siðu Gefjunaráklæðin breytasi sífellt í litum og munztrum, því ræður tízkan hverju liiiHS IíSÍIÍÍIIb ' sinm. Eitt breytist þó ekki, vöruvöndun verk- smiðjunnar og gæði íslenzku ullarinnar. Allt þetta hefur hjálpað til að gera Gefj- unaráklæðið vinsælasta húsgagnaáklæð- ið í landinu. ÖLL ÁKLÆÐIN MÖLVARIN • NÝJUNG: ÖLL ÁKLÆÐIN MmÖLVARIN Kefiavík - Suðurnes Aðalfundur skrifstofu- og verzlunarmannafélags Suðurnesja verður haldinn laugardaginn 8. febr. kl. 3 e h. í Aðalveri, Keflavík. Dagikrá: Venjulen aðalfundarstörf Stjórnin Tilboð óskast í leigu á hluta af byggingu umferðarmið- stöðvarinnar í Reykjavík til greiða- og veitinga- sölureksturs. Húsið verður væntanlega tekið í notkun á þessu ári. — Tilboðum sé skilað fyrir 25. febrúar n.k. til samgöngumálaráðuneytisins, sem gefur nánari upplýsingar um málið. SamgöngumálaráSuneytið Hey til sölu Til sölu 150 hestar af góðri töðu. Einnig nýleg Westfalia mjaltavél og Dodge Weapon bifreið, model ’42. Upplýsingar í Árbæ í Ölfusi, Árnessýslu, sími um Selfoss. 4 T f M I N N , sunnudaglnn 2. febrúar 1964 —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.