Tíminn - 02.02.1964, Qupperneq 8
Baldvin Þ. Kristjánsson:
Blóðblöndun og Sílóamsturninn
„l*ar lygarnar þeystu glelðar og
glaðar . . .“
Svo sem alþjóð er heldur betur
kunnugt, er ekki ýkjalangt siðan
endanlegir dómar íéllu i hinu svo-
kallaða „oliumáli". Nokkrir menn
hlutu dóm fyrir eftirlitsvanrækslu,
sem þeim er gefin að sök sem stjórn
armeðlimum viðkomandi fyrirtækja,
enda allir aðeins dæmdir til fjár-
sekta, nema einn afbrotamaður, sem
auk þeirra mjög hárra var dæmdtir
til langrar fangelsisvistar.
Nú skyldi maður halda — m. a.
með tilliti til þess, hversu þjóðfélag
okkar virðist vera blettótt hátt og
lágt og heldur fátt um engla — að
þessir dómar i olíumálinu mættu
fullvel álítast endanlegir og nægir
til þess að fullnægja öllu réttlæti
og binda enda á I mörgum greinum
leiðinlegt og hvimleitt mál. Hefð-
bundin venja allra sæmilega siðaðra
manna er sú, að eftir fallna dóma
séu mál yfjrleitt útkljáð og engu
við það að bæta, að hinn dæmi
dragi sinn dóm með sér. Það hefir
aldrei þótt drehgilegt, jafnvel þó
að um hin þyngstu afbrot glæpa-
manna hafi verið að ræða, að taka
á ný upp ásökunarþráðinn viðkom-
andi mönnum eða málefnum til á-
framhaldandi vanvirðu. Hitt hefir
þó hingað til þótt hálfu vítaverðara
og ódrengjum einum sæmandi, að
núa vamarlausum aðstandendum
afbrotin um nasir — alsaklausu
fólki. En upp á hvað hefir maður
nú ekki mátt horfa dögum og vik-
um saman í sambandi við nefnt
dómsmál?
Ymsir undrast þann aragrúa að-
gangsfrekra vandlætara, sem skyndi
lega hefir lagzt að olíumálinu eins
og mý á mýkjuskán. Láta þeir móð
an mása, þegar bezt lætur, en froðu
fella annars. Helzt er svo að sjá
sem sá misliti lýður hafi sjálfan
himininn höndum tekið og hyggist
ekki að sleppa honum fyrst um
sinn. Svo langt hafa taumlaus gleði
læti þessara fjörkálfa vandlæting-
arinnar gengið, að hófsamir menn
í röðum ímyndaðra samherja eru
fyrir löngu búnir að fá meira en
nóg aí rassaköstunum. Það er svo
langt frá því, að þessum vígreifu
pólitíkusum til „hægri" og „vinstri"
hafi orðið bumbult af olíuinngjöf-
inni, að kokhreysti þeirra hefir
aldrei verið meiri. f áföllnum dóm-
um á meinta andstæðinga virðist
þetta tætingslið hafa fundið sér kær
komið og óforgengilegt skálkaskjól,
sem samtimis geti gegnt hinu þyð-
ingarmesta hlutverki á tvo vegu:
annars vegar að salla niður duftinu
smærra í einu númeri forystumenn
islenzkra samvinnusamtaka undir
hinum pólitiska stimpli: Framsókn
armenn — hins vegar að skýla á
einfaldan og auðveldan hátt óstimpl
uðum hugsanlegum missemdum
meydómsins í röðum eigin skjól-
stæðinga. Það er djöfullegt drýidn-
isglott yfir öllum þessum seyrna
málflutningi, sem verður þvi fyrirlit
legri sem bakgrunnurinn er gaum-
gæfilegar athugaður.
Fyrir utan alkunna boðbera sann
leikans eins og Mánudagsblaðið og
fleiri slika, er það ekkert minna en
þríheilagt pólitískt stórveldi, sem
gapir hér einum kjafti í fjórum dag
blöðum: Vísi, Alþýðublaðinu og
Morgunblaðinu á vegum háæruverð
ugra stjórnarsamstöðunnar og Þjóð
viljanum frá drifhvítum stjórnar-
andstöðulýð. Á þeim dégi urðu þeir
Heródes og Píiatus vinir . . „Ja,
miklir menn erum við, Hrólfur
minn", en þó einkum góðir og sak-
lausir i öllum greinum!
Þegar maður hugsar til þessa
hræsnisfulla bægslagangs á annan
veginn, en sannanlegra gefinna tii-
efna á hinn, er ekki hægt annað en
undrast stórlega þá einstæðu ófyrir
leitni, sem hér skin í gegn. Engu
er líkara heldur en hvaða dóni
sem er, telji sig þess nú umkominn
að vaða með hvaða botnlausum
svívirðingum sem er upp á hvaða
valinkunnan úrvalsmann í forystu-
liði samvinnusamtakanna sem er, og
bera honum á brýn berum orðum
eða i dylgjum hvers konar svik og
pretti, svo og samvinnuhreyfingunni
í heild. Pen yfirskrlft þessara í
hæsta máta ruddalegu skrifa alls
árásarliðsins gæti vel verið: „Slíka
þarf ei að þéra“. Samvinnumenn-
irnir teljast nú sérstaklega sú sam
stæðan í íslenzku viðskiptalífi, sem
ekki þarf að vanda kveðjurnar. Há-
móður pólitískrar breiðfylkingar hér
á landi um þessar mundir er að
umgangast ábyrga liðsmenn lang-
samlega heiðarlegustu og samvizku
sömustu verzlunarinnar í heild sem
botnfall dæmdra misindismanna, er
brýn ástæða sé til að gjalda varhug
við. Og forsenda nýtízkunnar í við
horfinu til samvinnumannanna er
sú, að allsendis engin þörf sé frekari
vitna gegn þeim öllum á einu bretti
en fram komi i olíumálinu — dóm
arnir í því séu það hellubjarg,
sem ótta- og kvíðalaust megi án
raka byggja á hvers konar óheiðar
leikaaðdróttanir um alla framtið!
Verkalýðsflokkarnir.
Það er mikil kaldhæðni illra ör-
laga islenzkra alþýðusamtaka, að
málsvarar verkalýðsarma þeirra á
pólitiskum vettvangi — þótt þeir
sitji annars aldrei á sátts höfði —
skuli i olíumálinu einstemma með
hingað til álitnum sameiginlegum
höfuðandstæðingi, samvninuhreyí-
ingunni til óþurftar. Það er sann-
arlega vandséð, hvaða jákvæðum
tilgangi fyrir hagsmuni alþýðu
manna það þjónar. En það er nú
svo margt skrýtið í kýrhausnum
þeim, og tjáir ekki um að tala. Að-
eins skýt ég hér inn þeirri illspá,
að skömm dagblaða „alþýðunnar"
muni lengur uppi en þeir hafa gam
an af. Geip þeirra í oliumálinu er
aðeins einn þátturinn í þeirri ógæfu
almennings á íslandi, sem um langa
hríð hefir orðið allt að vopni.
íhaldið.
Áfergja íhaldsblaðanna til þess
að sverta forystumenn íslenzkra
samvinnusamtaka í augum almenn
ings út úr olíumálunum, hefir verið
svo æðisgengin og ofsafull, að þeir
hafa hvorki kunnað að meta né
óttast sína menn. Af málflutningi
þeirra mætti ætla, að slikir fyrir-
fyndust engir. Athugum nú lítillega,
hvort nokkuð má hressa upp á
minnið!
Fánaberar Sjálfstæðisflokksins á
ritvellinum hafa undir drep lagt
sig fram um að hamra inn I íólk,
að meirihluti stjómar oliufélaganna
og helzt stjórnin öll „komplett", svo
og framkvæmdastjórar, hafi verið
samvinnu- eða framsóknarmenn.
Þessum tilnefndu mönnum er svo
úthúðað dag eftir dag; ekki fyrir
það fyrst og fremst að vera dæmd
ir, það er allt í lagi) — heldur hitt,
að vera samvinnumenn og pólitiskir
andstæðingar. Annars væri hvorki
gagn né gaman að þessu! Það sjá
allir.
En hver er sannleikurinn í mál-
inu? fhaldsmenn hafa gefið alþekkt
og gild tilefni til athugunar á því,
og mega því algjörlega sjálfum sér
um kenna þessa upprifjun. Ella
hefði mátt kyrrt'liggja.
Sannleikurinn.
Allan þann tima, sem rannsókn
og dómar ná yfir, eru ekki nema
2 — tveír — samvinnu- og fram-
sóknarmenn í 5-manna stjórn Olíu-
félagsins. Að minnsta kosti 2 —
tveir — eða jafnmargir — eru mjög
vafalaust einkareksturs- og sjálf-
stæðismenn. Þannig ætti ekki
að hallast á um hlutfallið, hvort
heldur er til heiðurs og hróss eða
vamma o@ skamma! Hér eiga hlut
að máli fyrir Sjálfstæðisflokkinn
þeir ágætu menn Ástþór Matthías-
son frá Vestm.eyjum og Karvel Ög-
mundsson útgerðarmaður í Ytri-
Njarðvík. Ekki er því að heilsa, að
nokkur efi geti leikið á um þetta,
BALDVIN Þ. KRISTJÁNSSON
því hvorugur er maðurinn af til-
viljum ótíndur upp af götunni í
flokkslegu tilliti, og heldur engir
miðlungar, því báðir eru í störfum
sínum og lífsviðhorfi landskunnir
sjálfstæðismenn.
Sjálfstæðismenn oliudómsins.
Ástþór Matthíasson er fæddur og
uppalinn í hinu ákjósanlegasta um-
hverfi magnaðrar sjálfstæðis-
mennsku í Eyjum, og virðist hafa
dafnað bara vel. Um langa hríð var
hann í broddi fylkingar flokks-
manna á eylandi sínu og m. a. æðsti
maður eyjaskeggja sem forseti bæj-
arstjórnar Vestmannaeyja í um-
boði Sjálfstæðisflokksins a. m. k.
talsvert á annan áratug.
Um Karvel Ögmundsson — þann
öðlingsmann — er það fullvel vitað,
að hann hefir langtimum saman
verið formaður Sjálfstæðisfélags
Suðumesja — liðþjálfi kadettanna
í höfuðvigi formanns Sjálfstæðis-
flokksins, Ólafs Thors. Og meira en
það! Það er ekki rangminni, að
nefndur Karvel hafi verið samlista
maður forsætisráðherra landsins á
vegum Sjálfstæðisflokksins til fram
boðs í alþingiskosningunum síðustu.
Gangi þessi ótrúlegheit fram af
einhverjum, þannig, að hann neiti
vendingu, er þeim hinum sama ráð-
lagt að líta á forsíðu 62. tbl. Morg-
unblaðsins föstudaginn 15. marz s.
1. Þar blasa þeir við í máli og mynd
um Karvel Ögmundsson, Ólafur
Thors og aðrir gæðingar Sjálfstæðis
flokksins, sem bezt allra manna var
trúað til að draga að flokknum
fylgi háttvirtra kjósenda! Finnst
mönnum nú ekki sæmilega sláandi
þessir hávegir eins dæmds stjóm-
armanns Olíufélagsins í fylkingar
brjósti vigðra og valinna hermanna
Sjálfstséðisflokksins á sama tíma
og félagar hans í stjórn Olfufélags
ins eru af skriffinnum flokksins
dæmdir óalandi og óferjandi óbóta-
menn fyrir litlar sakir. Vantar hér
yfirleitt nokkuð á? Þuría menn írek
ari vitna við varðandi samræmið,
heilindin og sannleiksástina á þeim
bæ í umræddu máli? Hvað vilja
menn meira? Mega nú ekki allir
menn, hvar í flókki sem standa, sjá
nógu vel í gegn um hræsnisblæj-
una á hinu forkláraða andliti Sjálf-
stæðisf lokksins ?
Nei, það þarf áreiðanlega annað
hvort mjög óvenjulega forherðingu
heimskunnar eða takmarkaleysi ill-
kvittninnar, nema hvort tveggja sé,
til þess að rugla þessum mjög svo
hreinræktuðu fulltrúum sjálfstæðis
stefnunnar saman við ekki síður
þekkta .samvinnumenn, dubba þá
upp í djöflalíki pólitiskra andstæð-
inga, steingleyma flokkslegri til-
veru þeirra, og þykjast engan
minnsta mun kunna þar á gera!
En, hvað hefir ekki skeð? Um það
er sjón sögu ríkari. Manni
kemur ósjálfrátt í hug alkunn
glettni Páls gamla Ólafssonar, þótt
af gjöróllkum og ólíkt geðfelldari
rótum væri runnin:
„VAKRI-SKJÓNI hann SKAL
heita,
honum mun ég nafnið veita,
ÞÓ að MERI það sé BRÚN"!
En hverjar myndu þá vera art-
irnar til staðreyndaruglingsins? Þar
verður hver að trúa eins og hann
hefir vitið til. En varla munu réttar
ágizkanir eða niðurstöður vekja
virðingu eða verða hinum afvega-
leiddu blekkingameisturum til flokks
pólitísks framdráttar. Svo mikið er
víst. Kaldhömrun ósvífninnar er
yfirgengileg.
Oddamaður?
Um 5. manninn í stjórn Olíufé-
lagsins, Skúla heitinn Thorarensen
togaraútgerðarmann og stórbónda,
sem þráfaldlega hefði sjálfsagt get-
að orðið oddamaður, ef pólitískt
hefði skorist í odda með samvinnu-
mönnum og einkarekstursmönnum í
stjórninni — hvað ég eftir góðum
heimildum hef, að aldrei hafi kom-
ið fyrir — um hann hefi ég aldrei
vitað neina flokkspólitiska afstöðu.
En duglegur og harðskeyttur einka
framtaksmaður var hann á sjó og
landi, sjálfstæður i bezta lagi og
heldur ólíklegur til þess að láta
samvinnumenn segja sér fyrir verk
um.
Sjálfstæðisflokkurinn í öruggum
meirihluta olíudæmdra manna.
Þannig stóðu þá málin í sjálfri
stjórn Olíufélagsins, eða a. m. k.
.Jifty :fifty“ sjálfstæðismönnum í
vil. Þar við bætist svo sú staðreynd,
að báðir framkvæmdastjórarnir,
sem koma við sögu, mega áreiðan-
lega „að meirihluta" reiknast Sjálf-
stæðisflokknum í pólitisku tilliti,
bæði sá fjársektaði, en þó einkum
aðalsökudólgurinn, eins og siðar
mun sýnt fram á.
Þrátt fyrir allt þetta, sem bæði
guð og margir menn vita, eru mál-
gögn Sjálfstæðisflokksins, vikum,
mánuðum og árum saman notuð til
þess á mjög áberandi hátt, að þrúga
hið algjörlega gagnstæða — lygina
— inn í þjóðina með hvaða með-
ulum, sem vera vill: að samvinnu-
og framsóknarmenn hafi verið alls-
ráðandi í allri stjórnun Olíufélags-
ins — sérdeilis með tilliti til saka
mála — en einkareksturs- og sjálf-
stæðismenn úti á yztu rönd einskis
verð og áhrifalaus lömb, heilög og
lúsalaus, í þessari Ijónagryfju já,
helzt alls ekki til! Þetta er þrot-
laus boðskapur dagblaða Sjálfstæð
isflokksins og allra bergmálsþráðn
hans út um allt land, að viðbættum
talmálspípum sjálfboðaliðsins. Og
það er engan endi á því að finna,
nær öllum þessum rógi muni linna.
En sagan um „blóðblöndun" synd
um spilltra samvinnumanna við
hrein og eðalborin börn sjálfstæðis-
stefnunnar í oliunni, er ennþá ekki
alveg sögð.
Hver er maðurinn?
Ég man sjálfur þá tíð, er Haukur
Hvannberg, ungur og íturvaxinn,
gekk inn í Sambandshúsið við
Sölvhólsgötu. Þð væri synd að segja,
að allir þar hefðu litið þennan fríð-
leiksmann hýru auga, og þá eink-
um þeir, er hagavanastir voru í
þessum höfuðstöðvum samvinnu-
hreyfingarinnar á íslandi. Hver var
hann, hvaðan var hann, hvernig
hraðkominn í sína toppstöðu undir
þessu þaki? Þannig var spurt og
spjallað. Óbreyttir samvinnustarfs-
menn sem lengi höfðu fylgst með
málum þekktu ekki þennan mann!
Flestir vissu ekki betur en ungi
maðurinn væri kominn frá mosa-
vaxinni ihaldsfjölskyldu í bænum,
og væri þess utan góður og gegn
Heimdellingur! Það hlaut að vera
olían, sem fleytti honum hingað?
Þar eru fleiri en við! Þannig var
velt vöngum yfir tilkomu manns-
ins.
En hvað sem öllum bollalegging
um um þeirra leið, gat vissulega allt
farið vel. Þvi þurfti ekkert að vera
til fyrirstöðu. En það fór bara ekkj
vel, og er að sjálfsögðu hvorki sakar
giftamál gegn flokki né skyldmenn
um. En hversu fráleitt er þá líka
ekki — þegar i óefni glapræðanna
er komið — að tengja manninn
nýjum flokki og nýjum uppeldisað-
standendum og draga af þá kjmd-
ugu ályktun, að þessum eftirátil-
búnu aðilum sé allt illt um að
kenna ?
Sálfræðilegt fyrirbæri?
Mörgum mun verða það spum,
hvers vegna málsvarar Sjálfstæðis-
flokksins hafi haft svo ríka og
ómótstæðilega þörf til þess, að
skaffa hinum dæmda Hauki Hvann
berg einmitt nú og ekki fyrr nýtt
og falsað uppi-unaskírteini, saklaus
um mönnum til óvirðingar og
hneysu um ófyrirsjáanlega framtíð.'
Slik spurning er e. t. v. fyrst og
fremst sálfræðilegs eðlis. En þorir
Sjálfstæðisflokkurinn eða talsmenn
hans að leita svars heiðarlegs sér-
fræðings við þeirri spurningu? Allt
er þetta ekki einleikið. Svo mikið
er víst. Og það er meira en kominn
timi til þess, að almenningur i land
inu geri sér það ljóst.
Óskasonur.
Mér þykir líklegt, að dálkahöfund
ar sjálfstæðisblaöanna, og þó nokkr
ir aðrir, hefðu undanfarið og þessa
dagana ekkert haft á móti því að
sverja títt nefndan Hauk upp á
Vilhjálm Þór og skrá piltinnn í
hjarta Þingeyjarsýslu af því, að
samvinnuleiðtoganum varð það á,
að hætti djarfra manna og ótor-
trygginna, að treysta honum og fall-
ast á ráðningu þessa nýútungaða
lögfræðings til tninaðarstarfa fyrir
olíuhlutafélag, sem SÍS var aðili
að og hafði haft forgöngu um að
stofna landsmönnum til nyteemdar.
Sú er dauðasynl Vilhjálms nú. þótt
hann áöur hefði af þessu nokkurn
heiður og hrós — þ, á. m. sumra —
sömu manna og í dag áfellast hann
— meðan allt sýndist leika i lyndi
og glæst framtíð fríðleiksmannsins
undir stjörnum og sól bera við him
in. Það er létt verk og löðurmann-
legt að dæma hart á berangri hleypi
Framhald á 13. síðu.
8
TÍMINN, sunnudaglnn 2. fsbrúar 1964