Tíminn - 02.02.1964, Síða 13

Tíminn - 02.02.1964, Síða 13
UTSALA Opnum útsölu í fyrramálið Glæsilegt úrval af karlmannafötum stökum jökkum og stökum buxum (/) h 9 Mjög mikill afsláttur HERRAFÖT Hafnarstræti 3 c> H > r“ > MINNING Framhatd af 5. síðu. við, og réðst Jón Eiríksson þangað um sláttinn. Ekkjan var Þorbjörg Gísladóttir, bónda frá Svínhólum. Hún og systur hennar voru allar mjög laglegar eins og hér er kom- izt að orði. Þær voru af ætt séra Áma Gíslasonar á Stafafelli, sem margt fríðleiksfólk er frá komið. Vorið 1915 giftu þau sig Jón og Þorbjörg og varð hann upp frá því bóndi í Volaseli um áratugi, og oft kenndur við þann bæ til að- greiningar frá bróður sínum Jóni eldra Eiríkssyni, er lengi bjó að Krossi á Berufjarðarströnd, og síð ar fluttist til Reyðarfjarðar, mæt ur maður og vel þekktur um Aust- land. Jón Eiríksson frá Volaseli kann- ast flestir við í nálægum sveitum til austurs og vesturs. Eg held, að öllu því fólki hafi þótt vænt um hann og metið hann mikils. Og víst þótti okkur vinum hans vænt um, að forseti íslands sæmdi hann heiðursmerki Fálkaorðunnar fyr- ir skömmu. Okkur fannst hann eiga það skilið. Vinirnir hans mörgu sakna nú, en svona er mannlífið. 84 ár má teljast hár aldur, svo tæplega er hægt að heimta meira. Minningin um hann lifir og má verða mörgum til fyrirmyndar. Hann var sonur góð- ur sinnar kæru fósturjarðar. Sigurður Jónsson Stafafeili Lippmann Framhald af 7 siðu samninginn um takmarkað til- raunabann, enda væri ekki gert ráð íyrir yfirráðarétti Banda- ríkjanna samkvæmt samkomu- laginu, hvorki hernaðarlega né pólitískt. Uppgröftur með kjarn orkusprengingum er ekki hern- aðarathöfn. Hann gæti hins veg- ar orðið mjög svo hagkvæmur, bæði fyrir lýðveldin í Ameríku, og fjölmörg önnur lönd víðs vegar um heim. BLÓÐBLÖNDUNIN Framhald af 8 síðu dómanna, þegar svo er komið, að flestir snúa baki við þeim, er áður var fagnað hvað dýrlegast; og „öll lokuð sund og fokið hvert í skjól." En ekki truflar drenglyndi vernkað slíkra sleggjudómara. Vilhjálmur Þór. Já, vel á minnst; Flest ófyrirleitn- ustu ummæli andstæðinga sam- vinnuhreyfingarinnar hafa undan- farið eðlilega dunið á Vilhjálmi Þór, fyrrverandi forstjóra Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga. Af þeim manni verður það aldrei skafið, að hann var — og einmitt sérstaklega sem samvinnufrömuður — einhver litrikasti og rismesti persónuleiki, sem fslendingar nokkru sinni hafa átt á sviði félagsverzlunar- og við- skiptamála. Hann hefir borið lang- samlega hæst á þessari öld stór- stígra og örra framfara í verkleg- um efnum. Vilhjálmur er starfs- hæfileikamaður í bezta lagi, hug- kvæmur, stórhuga, áræðinn og úr- ræðagóður, og duglegur með afbrigð um, enda ótal sinnum valinn til hinna vandasömustu og ábyrgðar- mestu trúnaðarstarfa fyrir þjóðina, bæði utan lands og innan. Storbrot in verkefni, sem hrint var í fram kvæmd, hrönnuðust kring um hann á skömmum tíma. Vilhjálmi Þór má hiklaust skipa á miðjan fremsta bekk afreksmanna þjóðarinnar fyrr og síðar við hlið Skúla fógeta, Tryggva Gunnarssonar og annarra slikra garpa. Þessum óvenjulega atgerfismanni hefir þrátt fyrir allt þetta ekki þótt ástæða til að vanda kveðjurnar frekar en fyrri daginn. Til hans er meira og minna í öllum dagblóðum landsins, nema Tímanum, talað sem hvers annars óhappamanns, er þjóð félaginu stafi hætta af. Þetta tal manna, sem ekkert virðast vita, hvað þeir eru að þvaðra, er svo andstætt öllu viti og staðreyndum, að algjörlega óeðlilegt er, að þeir, sem betur mega vita, fái orða bund izt. í engu breytir það því, sem hér er sagt — né í heild til raun- verulegrar sektar eða sýknu — hvort 40 þús. króna sektardómur fyrir leyfða eða fyrirskipaða bráðabirgða ráðstöfun á erlendum gjaldeyri til opinbers i»influtnings er af eða á. En það er það eina, sem maðurinn af áfjáðum leitendum lagakróka- sannleikans er fundinn sekur um. Vilhjálmur má víst standa alveg jafnupprét-tur fyrir þessu. En árás- imar á hann — ekki flokkspólitísk- ari mann — eru níðangurslegasta persónulegt tiltæki vissra stjórn- málaflokka hér á landi, næst á eftir aðförinni að Jónasi frá Hriflu, þeg ar átti að grafa hann lifandi. Vilhjálmur Þór á allt annað skilið af íslenzkum almenningi en að al- þýða landsins geri sig seka um þann óvinafögnuð að trúa ljúflega tak- markalausum rógi og niði pólitískra ofsóknarmanna samvinnuhreyfing- arinnar, sem réttilega láta það ekki fram hjá sér fara, að einmitt hann — Vilhjálmur — hefir hingað til ver ið allra manna mikilvirkastur við að tryggja viðtækustu og athafna- sömustu almenningssamtökunum í landinu mörg hver þeirra meira og minna varanlegu vopna, sem bezt mega bita í lífsbarátt.unni, ef sú gæfa fylgir eftirleiðis, að fólkið sjálft skilji þjóðfélagslegt hlutverk sitt sem hugsandi og ábyrgrar mann eskjur, og auðnist að velja til for- ystu menn, sem eru vanda sinum vaxnir. Hver má segja, hvað hann vill, úr hvaða átt sem er; ég tek engan þátt i að draga járntjald gleymsku og vanmats fyrir augljós og óumdeilanleg afrek þessa mikil- hæfa hugsjóna- og athafnamanns. Fyrir mér stendur Vilhjálmur Þór með ægishjálm yfir alla andstæð- inga sína og óvlldarmenn, svo miklu meira en höfði hærri. Frægasta ferðin. Eftir þetta ekki óviðkomandi inn skot, vil ég aðeins segja þetta: Þótt sjálfstæðismenn séu að sjálfsögðu, ' eins og menn úr öllum öðrum flokk um, í röðum samvinnusamtakanna um land allt, og margir þeirra hinir beztu liðsmenn þar í sveit og sumir forystumenn — er sú snerting og samstarf, sem hér hefir verið minnst á, langsamlega sú umdeild- asta og afdrifaríkasta „blóðblönd- un‘‘ milli samvinnumanna og einka \ rekstursmanna, sem um getur í íslenzku viðskiptallfi. „Aldrei hefir jafn stórfellt fjárglæframál kom- ið fyrir íslenzka dómstóla sem þetta“, segir Visir fyrir fáum dög- um. Ennfremur; „Stærsta fjár- gælframál, sem þekkst hefir á is- landi." Svo á þetta að hafa gefízt. Samt má ekki gleyma því, að einnig hér — í starfsemi Olíufélagsins — er eftirtektarverðra og nytsámra verka að minnast. En í endemis- frægðina hefir hlaupið óviðkomandi ofvöxtur. Þess verður að minnast. Svo er fyrir að þakka formælendum áfellis bókfærðra sektardóma — þóttust allir þessir gripir pólitískt föstum fótum í jötu standa, jafnt fyrir sem eftir uppkyaðningu dóm- anna. En mikið má það nú vera, ef þessir vinir uppskera með fölskva- lausum gleðisöng, þegar til kastanna kemur. „Þrútið er loft . . .“ Það fer vart framhjá neinum, hver urmull hvers kyns afbrota veð ur nú uppi í þjóðfélagi okkar. Skatt svik, gjaldeyrissvindl, sjóðþurrðir, þjófnaðir, falsanir og undandrátt ur margs konar mega nú heita dag legt brauð, að ógleymdum árásum og meiðslum. Sumt svínaríið er meira að segja búið að vinna sér þann þegnrétt í brjóstum annars sæmilegustu manna, að það er bók- staflega hætt að hneyksla, að ég ekki tali um þá, sem afbrotin vekja hjá snert af hrifningu.' Þeir eru því alveg áreiðanlega nokkuð marg- ir, sem búa í glerhúsum núna og ættu bæði sjálfra sín vegna og ann arra að kasta þungum steinum var- lega. Það kann jafnvel að vera ekki lveg örgrannt um, að sæmilega vel hafi sést til þeirra sumra hverra. Réttvísin á ferð. Dagblaðið Vísir talaði nýlega um ákveðna menn í glöðu andvaraleysi ....þar til réttvísin komst á slóð þeirra“. Já, svo er nú það! En er ótímabært að búast við því, að hún muni nú á sinni afmörkuðu braut ekki hafa tekið í hnakkadrembið á öllum, öllum dómtækum, blessun- in? Mun ekki sanni nær, að upp- vís, sönnuð og dæmd lögbrot stór og smá í ýmsum myndum, séú að- eins mjög svo takmarkað „sýnis- hom“ af óhugnanlegri staðreynd — að nokkurn veginn megi slá því föstu, að „sekur sé ekki sá einn, er tapar.“ f geigvænlegri fullvissu um það, leyfi ég mér að lokum að birta merka biblíutilvitnun til kristilegrar hugleiðingar íslenzkum mönnum — bæði þeim, sem (af tilviljun?) hafa fengið yfir sig turn dómsorðanna, og hinum, er sloppið hafa, en voru verðugir. Og ekki sízt geri ég þetta með hliðsjón af því — þegar á allt er litið — að það sé allt annað en ofstækisfull, flokkspólitísk hvat- visi og dómharka, sem fari okkur öllu betur þessa stundina. Biblíufrásögn. í upphafi 13. kapítula Lúkasar- guðspjallas, versunum 1—5, standa þessi umhugsunarverðu orð: „En nm sama leyti, voru nokkr- ir viðstaddir, er sögðu honum frá ★ Fyndnar skopsögur ★ Kvenraþætti ★ Stjörnuspár Galíleumönnunum, hverra blóðl Pílatus hafði blandað við fómir þeirra. Og hann svaraði og sagði við þá: Haldið þér, að þessir Gaifleu- menn hafi verið meiri syndarar en allir aðrir Galfleumenn, af því að þeir hafa orðið fyrir þessu? Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir fyrirfarast á Iíkan hátt. Eða þeir átján, sem turninn féll yfir í Sflóam og varð að bana, hald- , ið þér að þeir hafi verið sekari en allir þeir menn, sem I Jerúsalem búa? Nei, segi ég yður, en ef þér gjörið ekki iðrun, munuð þér allir fyrirfarast á sama hátt.“ Á Pálsmessu 1964. Baldvin Þ. Kristjánsson. PS: Með sérlegri tileinkun til leiðara höfundar dagblðsins VÍSIS dagana 17., 20. og 23. jan. 1964. •jc Spennandi sögur Skák- og Bridgeþætti lír Greinat um menn og málefni o. m. fl. 10 blöð á ári fyrir aðeins 95 kr. NÝIR KAUPENDUR FÁ 3 ARGANGA FYRIR 150 kr. Póstsendið i dag eftirfarandi pöntun Eg undirrit .... óska að gerast áskrifandi að SAMTÍÐINNl og sendi hér með 150 kr. fyrir ár- gangana 1962, 1963 og 1964. (Vinsamlegast sendið þett2 í ábyrgðarbréfi eða póstávúsun). Nafn: Heimili: Utanáskrift okkar er SAMTÍÐfN — Pósthólf 472. ítvm. ORÐSENDING Viðtalstími minn í Neskirkju verður framvegis kl. 4,30 til 5,30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga- Sími fyrst um sinn hinn sami og hjá séra Jóni- Thorarensen — nr. 10-535. Frank M. Halldórsson, sóknarprestur S A M T í Ð I N A heimilisblaðið, sem flytur yður TÍMINN, sunnudaglnn 2. febrúar 1964 —. 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.