Tíminn - 05.03.1964, Síða 6
f
TÓMAS KARLSSON RITAR
1
íiiiiii
RETTIR
HUSNÆÐISVANDANUM
EKKI SKJÓTA Á FREST
Framhald fyrri umræðu um tU-
9ögu Framsóknarmanna um lán-
veitingar til íbúðabygginga var
framhaldið í sameinuðu þingi í
gær, en málið var tekið til um-
ræðu fyrir 3 eða 4 vikum og var
þá frestað eftir ræður framsögu-
manns Einars Ágústssonar og Þoir.
valdar Garðar Kristjánssonar.
Einar Ágústsson kvaddi sér
hljóðs í gær, og kvaðst ekki kom-
ast hjá að svara nokkrum atriðum
í ræðu Þorvaldar Garðars. Þor-
valdur ætti sæti í húsnæðismála-
stjórn og ræða hans hefði valdið
sér miklum vonbrigðum. Það væri
dæmt, þegar þeir„ sem þessum
málum ráða hamra í sífellu á því
að allt sé í lagi í húsnæðismálun-
um á sama tíma og ástandið í
þeim er óbærilegt. Slíkur mál-
flutningur leysir engan vanda, og
það verður enginn minni við það
að viðurkenna staðreyndir. Þá
minnti hann á þau ummæli Þ.G
K., að ástandið í húsnæðismálun-
um væri nú betra en í tíð vinstri
stjórnarinnar. Séu tekin tvö tíma-
bil annars vegar árabilið 1955 til
1958 og hins vegar jafnlangt tíma-
bil 1959—1960, þá kemur í ljós,
að það var byrjað á 2406 færri
íbúðum á síðara tímabilinu og
nemur samdrátturinn 34%. Þor-
valdur Garðar hafði talið þennan
samdrátt eðlilegan, vegna þess
hve mikið hefði verið byggt áður,
en það er fráleitt að halda slíku
fram, þvi ástandið í húsnæðis-
málunum í Reykjavík og víðar,
er óviðunandi. Meðan slíkt vand-
ræðaástand og það brask sem því
fylgir er ríkjandi, er ekki unnt
að halda því fram, að ekki þurfi
að byggja meira.
Þá hafði Þorvaldur haldið því
fram, að notagildi lánanna væri
meira nú en í tíð vinstri stjórnar-
innar. 1958 var hámarkslán frá
húsnæðismálastjóm 100 þús., nú
er það 150 þús. Meðalíbúð 375
rúmmetrar kostaði í okt. 1958 skv.
útreikningum Hagstofunnar kr.
461 þús. en í okt s.l., kostaði slík
íbúð kr. 688 þús. eða hafði hækk-
að um 227 þús. eða 49%. Eigið
framlag manna til að byggja slíka
íbúð, þ.e. kostnaðarverð að frá-
dregnu ríkisláni, þurfti að vera
361 þús. 1958 en nú 538 þús. verð-
hækkunin nemur miklu meiru en
öllu l'áninu. Hagur húsbyggjenda
hefur því stórlega versnað og
hrein fjarstæða að halda því fram
að notagildi lánanna hafi batnað.
Þá taldi Einar, að tölur þær og
samanburður, sem Þorvaldur
hafði gert um hækkun byggingar-
kostnaðar í tíð vinstri stjórnar-
innar, væri rangur og villandi, og
færði hann að því rök, jafnframt
sem hann benti á, að enn eru ekki
komnar inn f byggingarvísitöluna
allar þær hækkanir. sem orðið
hafa á byggingarkostnaðinum síð-
Ingólfur Jónsson raforkumála- I
ráðherra svaraði í gær í samein-
uðu þingi, fyrirspurn frá Ingvari
Gíslasyni, vairðandi Norðurlðnds- j
borinn, sem nú er í Vestmanna-
eyjum. Sagði ráðherrann, að bor-
inn yrði fluttur norður og hafnar
boranir á Akureyrarsvæðinu að
borunum loknum í Vestmannaeyj-
um, en áætllða eir að þær muni
taka um 3 til 4 mánuði.
. Ingvar Gíslason fylgdi fyrir-
spurn sinni úr hlaði, en hún var
í þrem liðum: 1. Hvaða verkefni
eru Norðurlandsbornum ætluð að
lokinni borun í Vestmannaeyjum?
2. Hvað er áætlað að borunin í
Vestmannaeyjum taki langan
tíma? 3. Hvaða áætlanir liggja
fyrir um jarðhitaleit á Norður-
landi nú og í næstu framtíð?
Ingvar rifjaði upp aðdragand-
ann að kaupum Norðurlandsbors- j
ins og þau verkefni, sem unnið.
hefur verið að með bornum norð-
anlands. Sagði hann,: að almenn-
ingur norðanlands liti svo'"á, að
borinn hafi verið keyptur sér-
staklega og einvörðungu til bor-
ana á jarðhitasvæðum norðan-
lands en jarðhita er að finna í
öllum sýslum Norðurlandsfjórð-
ungs. Væri mikill áhugi ríkjandi
á að fá vitneskju um hverra
framkvæmda megi vænta á sviði
jarðhitaleitar norðanlands í næstu
framtíð og um afdrif Norðurlands
borsins.
Ingólfur Jónsson sagði, að ætl-
unin væri að flytja borinn norður
aftur að loknum borunum í Vest-
mannaeyjum og hefja boranir á
Akureyrarsvæðinu, en borunin í
Eyjum er áætluð að muni taka
3—4 mánuði Margar áætlanir
liggja fyrir um jarðhitaleit og
boranir norðanlands. Frekari
rannsóknir þurfa að fara fram á
Húsavík áður en borunum verður
haldið þar áfram og unnið er að
rannsóknum á fleiri stöðum. Ekk-
ert af þessum verkefnum vár tíl
búið til borunar og því var bor-
inn fluttur til Vestmannaeyja, en
hann var talinn mjög heppilegur
við þær boranir. Las ráðherrann
síðan úr skýrslu Gunnars Böðv-
arssonar um jarðhitarannsóknirn-
ar norðanlands Kom m.a. fram,
að þó árangur hefði ekki orðið
sem beztur við tilraunaboranirnar
á Húsavík, þá væri sjálfsagt að
halda borunum þar áfram. Lík-
legt þætti að finna mætti jarð-
hita í námunda Akureyrar, sem
nægja myndi til hitaveitu, en ekk-
ert væri unnt um þetta að full-
yrða, þar sem enn er ekki full-
vitað um Eyjafjarðarsvæðið.
Ingvar Gíslason taldi, engin
gild rök því til stuðnings að flytja
borinn frá Norðurlandi til ann-
arra verkefna þar sem borinn var
sérstaklega keyptur til jarðborð-
ana norðanlands og verkefni þar
næg.
an 1. okt. 1963. Séu tekin 4 ára
tímabilin frá okt. 1955 til okt.
1959 og okt. 59 til 63, kemur í ljós,
að á fyrra tímabilinu hefur bygg-
ingarvísitalan hækkað um 32 stig,
en á hinu síðara um hvorki meira
né minna en 65 stig.
Það heldur því enginn fram,
að byggingarmálin hafi verið al-
fullkomin í tíð vinstri stjórnar-
innar, en vinstri stjórnin tók stórt
skref í rétta átt og setti löggjöf
um byggingarmálin Þessi löggjöf
hefur reyndar ekki leyst þessi
mál til frambúðar, og ástandið í
húsnæðismálunum er óbærilegt
orðið, og því er þessi tillaga nú
flutt. Þá ræddi Einar um þá mót-
báru, sem fram hefur komið gegn
tillögunni, að tillagan væri óþörf
vegna þess að félagsmálaráðherra
hefði beðið húsnæðismálastjórn
að endurskoða húsnæðismálin.
Auðvitað á húsnæðismálastjórn sí-
fellt að hafa húsnæðismálin til
endurskoðunar og leita nýrra úr-
ræða. Langt er nú liðið síðan
skýrsla Hofmanns bankastjóra
norska Husbankans barst, en enn
er.„ekk;erjt farið að heyrast frá
húsnæí5ismálastjórn um skýrsluna
og sógjá má óeðliíé'gt að húsnæðis
málastjórn fjalli um tillögur
norska bankastjórans, þar sem
hann leggur meðal annars til
breytingar á yfirstjórn húsnæðis-
mál'anna. Eðlilegra væri að sér-
stök nefnd athugaði þessi mál öll
og gerði tillögur. Vitnaði Einar
til ályktana, sem aðalfundur Sam-
bands ungra Sjálfstæðismanna
gerði um húsnæðismálin nú fyrir
nokkrum dögum, en ályktunin er
nærri samhljóða tiliögu Fram-
sóknarmanna.
Húsnæðismálinu verður ekki
lengur á frest skotið. Þetta er
eitt stærsta vandamálið, sem
þjóðin á við að glíma og hús-
næðiskostnaðurinn stærsti liður í
útgjöldum fjölskyldunnar og eng-
inn liður annar ræður meir um
afkomu manna.
Eggert G. Þorsteinsson sagði að
talnasamanburðui væri aðeins til
að blekkja fólk, sem ætti um sárt
að binda vegna þess að ekki hef-
ur tekizt að leysa þessi mál, sem
eru mestu hagsmunamál launþega
og þjóðarinnar allrar. Eggert
sagði hins vegar að slík nefnd,
sem tillaga Framsóknarmanna
gerði ráð fyrir, myndi engan
vanda leysa Vandamálið, sem við
er að etja, er að fá aukið fjár-
magn inn í íbúðalá.nakerfið.
Þorvaldur Garðar Krlstjánsson
sagðist aldrei hafa sagt, að allt
væri í lagi í húsnæðismálunum.
Nauðsynlegt að gera endurbætur,
sérstaklega að bæta lánskjörin og
Framhald á 15. siSu.
RETTINDI
UTLENDRA
Hermann Jónasson hafði í
gær framsögu fyrir tillögu er
hann flytur ásamt beim Ólafi
Jóhannessyni, Karli Kristjáns
syni og Birni Fr. Björnssyni
um endurskoðun laga um
eignarrétt og afnotarétt fast-
eigna. Tillaga þessi og ýtar-
leg greinargerð, er henni
Skipting brezka lánsins
Gunnar Thoroddsen, fjármála-
ráðherra, svaraði í gær fyrirspurn
frá Halldóri E. Sigurðssyni um
skiptingu 240 milljón króna fram-
kvæmdalánsins, sem ríkisstjórnin
tók í Bretlandi, svo og lánskjör á
endurlánum. Rakti Halldór efni
bréfs ríkisstjórnarinnar til fjár-
veitinganefndar, þar sem getið
var um skiptingu lásins í stórum
dráttum, en meirihluti nefndar-
innar samþykkti þá skiptingu
þann 20. apríl 1963.
Gunnar Thoroddsen sagði, að
skipting lánsins hefði verið sem
hér segir í stærstu dráttum: Til
raforkuframkvæmda vegna fram-
kvæmda fyrir árslok 1962 40 millj-
ónir og á árinu 1963 44 milljónir.
Til virkjunarrannsókna 6 milljón-
ir, til byrjunarframkvæmda við
virkjanir 20 milljónir, hafnar-
gerða í heild 50 milljónir. Þar af
til Landshafnar í Rifi 17 milljónir
og landshafnar í Keflavík 5 millj-
ónir, 16,2 milljónum af hafnar-
gerðafé er enn óskipt en veitt
hefur verið tii þessara hafna: Ár-|
skógsstrandarhreppur 1 milljón,
Bolungarvík 7.3, Reyðarfjörður
1.5, Dalvík 1.2, Eyrarbakki 0.5,
Grundarvík 0.5, Haganesvík 0.8,
Hrísey 1.0, Neskaupstaður 0.5, Ól-
afsfjörður 0.5. Sandgerði 0.5, Suð-
árkrókur 1.0, Skagaströnd 0.5, Suð
ureyri 1.0, Tálknafjörður 1.0,
Vestmannaeyjar i.O, Þórshöfn 0,5.
Til fiskiðnaðar voru veittar 50
milljónir. Þar af 41.3 milljónir í
síldarverksmiðjur og þar af 8.5
milljón til Síldarverksmiðja rík-
isins. Taldi ráðherrann síðan upp
hinar síldarverksmiðjurnar.
Til fiskvinnslustöðva var veitt
8.7 milljónum og auk þess 12.3
milljónum af öðru fé eða samtals
21 milljón. Taldi ráðherrann fisk-
vinnslustöðvarnar ekki upp.
Til iðnaðar var veitt 10 milljón
um til h.f. Iðngarða í Reykjavík.
Skuldabréf eru öll í sterlingspund
um, vextir 7%% og lántökugjald
1%% Hafnarlánin eru til 20 ára,
fiskiðnaðarlánin til 10 ára, raf-
orkulánin afborgunarlaus þar til
1. maí 1967 og greiðast á á 20
árum.
Halldór E. Sigurðsson fann að
því, að ráðherrann skyldi ekki
gefa sundurliðaða skýrslu um það
til hvaða fiskvinnslustöðva lánum
hefði verið veitt.
fylgir var birt þegar tillaga
bessi var lögð fram fyrir ára-
mótin en tillaga bessi var einn
ig flutt á síðasta bingi-
Hermann Jónasson sagði, að
flestar þjóðir hefðu löggjöf um
hvaða skilyrðum menn þyrftu að
fullnægja til þess að ,fá atvinnu-
rekstrarréttindi í ríkinu. Okkar
skilyrði eru í lögum frá 1919, og
er í þeim mjög lítill hemill á
það, að útlendingar geti eignazt
hér eignir og rekið atvinnurekst-
ur. Eru okkar skilyrði mun minni
og linari en hjá flestum þjóðum
öðrum. Vegna fámennis þjóðarinn
ar ættum við þó a.m.k. að hafa
eins ströng ákvæði hér að lút-
andi og aðrar mun stærri þjóðir.
— Hingað hefur ekki verið mikil
ásókn útlendinga, en tímarnir eru
gjörbreyttir. Við vorum afskekkt-
ir og einangraðir, en nú erum við
komnir í þjóðbraut og atvinnu-
rekstraraðstaðan er nú allt önnur,
og vitað. að útlendingar líta hing-
að hýru auga Mörg lönd eru nú
fullsetin og það ct leitað eftir
hverjum auðum bietti. og við meg
um gera ráð fyrir að leitað verði
hingað Því þurfum við að ákveða,
hvaða réttindi við viljum veita út-
lendingum hér á landi.
T í M i N N, fimmtudaginn 5. marz 1964 —
6