Tíminn - 10.05.1964, Side 15

Tíminn - 10.05.1964, Side 15
A FÖLSKU (Framtiald aí 9. síðu.} Og sá, sem á eftir kom, Helgi Sigurðsson frá Melum, var í læknisfræðinámi. En Þor- stein frá Hlíð ætlaði að verða atvinnumálari. En hans örlög urðu þau, að hann gerðist fyrst 'húsamálari til að bjarga sér, og féll svo meira að segja úr þeim söðli og fór að mála kven- söðla, og endaði þannig sína Iistbraut. Af því má sjá, að ekkj var upörvunin mikil eða hinn þjóðfélagslegi bakhjarl. Eins fór um Helga frá Melum og Sigurð Guðmundsson, hann lagði penslana frá sér á miðj- um aldri, og er sorgarsaga hans kunn. í þessari bók reyni ég eftir viti og getu að sýna hin- ar þjóðfélagslegu hræringar, bókstaflega efnahagslegar, sem standa á bak við það sem tekst og það sem misheppnast. Ég trúi því ekki, að það sé alltaf í manninum sjálfum, heldur að það séu þjóðfélagslegar að- stæður, sem ýmist bjóða hon- um, eigi hann hæfileika til mikilla afreka eða algjörrar uppgjafar. Svo koma aldamótin síðustu, þessi yndistíð þegar Iífið kviknar, stórhugurinn rís, og við einir allra Norðurlanda- þjóða, eignumst brautryðjend- ur, sem eru alóskyldir hver öðrum, Ásgrím, Kjarval, Jón Stefánsson og Einar Jónsson; þetta eru eins og menn, sem standa hver í sínum heimi og eru fulltrúar hver síns þáttar- ins í íslenzku þjóðareðli. Hjá öðrum þjóðum, eins og t.d. Finnum, er listamönnum þjapp að saman í sama mótið, sömu stefnuna. En við fáum þessa gríðarlegu breidd, þetta er eins og herfylking, sem sækir fram, hver með sína battaljón. — Hvað veldur svo þessu? — Það er- fyrst og fremst ungmennafélagshreyfingin, þessi nývakning, sem er ekki í einu byggðarlagi, heldur eru mennirnir kallaðir utan úr sveitunum, Kjarval úr Meðal- landi, síðar austan úr Borgar- firði, Jón Stefánsson frá Sauð- árkróki, Ásgrímur austan úr Flóa og síðar frá Bíldudal, Ein-j ar Jónsson úr Hreppunum, þeir j eru kallaðir utan úr þjóðlífinu, j en eru ekki allir uppvaxnir í| einum og sama listskóla, þröngi um listskóla í höfuðstaðnum, j eins og gerðist í Finnlandi, svo j annað land sé tekið sem dæmi,: nú eða Danmörk. Þetta er það, j sem gefur íslenzkri list svoj merkilegan karakter, víðfeðmi | hennar og það, hve menn eru ólíkir innbyrðis, sem stafar| bæði af þessu og svo hinu, aðj menn verða að fara til útlanda i til að menntast en ganga ekki| allir inn urn einu og sömu j heimasmíðuðu dyrnar. Erlend- j ir starfsbræður mínir verða! furðu lostnir, þegar þeir sjá ís-[ lenzk verk á sýningu. Raunar hafa allar þessar myndir ein- hver áreiðanleg íslenzk sér- kenni. Þessir listamenn hafa í grundvelli sínum eitthvað sam-[ eiginlegt, en þar sleppir því. En flstæðan er aulðvitað sú, eins og á miðöldum, að ef fs- lendingur ætlaði að menntast, varð hann að fara til útlanda, og þeir halda í ýmsar áttir. Því hafa legið hér um svo marg- víslegir straumar, þeir koma frá Norðurlöndum, Englandi, Frakklandi, Ítalíu, alla leið frá Afríku og Ameríku, þar sem i íslenzkir listamenn hafa gengið j í skóla, hver kemur svo heim i með sitt lítið pund og bræðir i það saman við sitt íslenzka blá- grýti. Þess vegna er okkar list svo fjölbreytt, — kannski fyrir sagnritara óþægilega fjöl- skrúðug. Ekið með fram Bláfjöllum KJ-Reykjavík, 9. apríl. í blaðinu í dag er sagt frá sex- menningum, sem óku meðfram Bláfjöllum á Upstiginngardag, frá norðri til suðurs, og þurftu að nota spil sér til aðstoðar. Nú skal þess getið, þeim til hugar- hægðar, sem eiga jeppa án spils, en langar að fara þessa leið, að hægt er að fara hana sunnan frá. Hreinn Halldórsson fór á uppstign ingardag á Willys-jeppa þessa leið að sunnanverðu, og gekk ferðin eins og í sögu. Hreinn og félagar sögðu að uppi í Bollanum og þar í kring, væri stórkostleg náttúru- fegurð, og bættu því við í lokin, eð þangað væri hægt að komast spillaust á Willýs-jeppum, sunnan- frá. TANKBÍLL Framhald af 16. síðu. í flutningunum með tilliti til þeirrar reynslu, sem fengin er eftir þessa fyrstu daga. Á sama máli var Lárus J. Fjeldsted,bifreið arstjórinn, sem er ánægður með að vera nú laus við alla brúsana og erfiðið, sem þeim fylgdi. Kvað hann undraverðan mun á þessum tveimur aðferðum. Gylfi Jóhannesson mjólkurfræð ingur sagði, að nú væri öruggt, að öll mjólk, sem kæmi til samlags- ins á þennan hátt, væri hrein og 1. fl. mjólk, svo framarlega, sem kýrnar væru sjálfar heilbrigðar. Nú værj næsta skrefið, að bænd- ur kæmu sér upp kæligeymum í mjólkurhúsum sínum, sem hægt væri að koma bílunum að og taka mjólkina beint út í bílgeymana. Heimsoknin á hina 40 bæi tók um 7 klst., og er það að sögn Lár- usar bílstjóra, svipaður tími og þegar hann tók brúsana, því nú þarf að lesa af mælum, taka pruf- ur og færa á skýrslur, það mjólk- urmagn, sem hver og einn fram- leiðandi selur. Mesta mjólkur- magnið virtist mér koma frá Hvít- árbakka, líklegast nærri 300 lítr- ar, og frá Skálpastöðum í Flóka- dal og Geirshlíð. Haft var tal af mörgum bænd- um í þessari för, og luku þeir allir upp einum munni um það, að sú reynsla, sem þegar væri fengin, lofaði góðu og reyndar framar öllum vonum. Ingimundur Ásgeirsson á Hvoli í Flókadal taldi, að ca. 400 1 kæli- geymir ásamt færanlegum útbún- aði myndi kosta hingað kominn með tollum og öllu tilheyrandi um 10 þús. kr., samkvæmt verð- Ýlista frá dönsku fyrirtæki. En víða töldu bændur, að þörf væri bættrar aðstöðu heima við bæina til þess að stór bíll gæti þar at- hafnað sig við mjólkurtöku, og ekki kváðust þeir sjá eftir brúsa- draslinu, — þótt það hyrfi fljót- lega úr umferð. 10—12 ARA BÖRN Framhaid at 1 síðu. viðeigandi opinberra yfir- valda í þessum mánuði til þess að mega lengja skóla- tíma 10, 11 og 12 ára barna um einn mánuð. Einnig hef ur verið talað um að lengja skólatíma barna í gagn- fræðaskólum, en það verður líklega ekki gert í bráð. — Rétt er að taka það fram, að kennarar hafa kannað vilja foreldranna í þessu efni á foreldrafundum og hafa langflestir verið því fylgjandi. Elínborg Jónasdóttir Stykkishólmi EUnbjörg Jónasdóttir í Stykk- ishólmi er 75 ára í dag. Elinbjörg er fædd 10. maí 1889 að Kletta- koti á Skógarströnd, dóttir hjón- anna Pálínu Þorsteinsdttur og Jónasar Márussonar, sem bjuggu allan sinn búskap á Úlfarsfelli og Kárastöðum í Álftafirði. Elinbjörg ólst upp hjá foreldr- um sínum, og vandist snemma mik illi vinnu sem þá var títt í sveit- um landsins. Ung fluttist hún til Stykkishólms hins fagra höfuð- staðar Breiðafjarðar, og hefur þar dvalið lengst af ævi sinnar, nema um níu ára skeið, sem hún bjó í Rifgirðingum ljómandi fallegum eyjum, úti fyrir Hvammsfirði. — Með manni sínum, Þorvarði Ein- arssyni matsmanni í Stykkishólmi og um skeið bónda í Rifgirðingum, eignuðust þau fjögur mannvæn- leg böm, sem eru Steinþór Viggó bifreiðastjóri í Stykkishólmi, Anna býr í Belgsholti, Melasveit, Björg búsett í Kópavogi og Ein- ar veggfóðrarameistari í Kópa- vogi. Eins og áður er að vikið, bjuggu þau hjón rausnarbúi í Rifgirðing- um um nokurra ára skeið, eða á meðan bömin voru í æsku, og með einstökum dugnaði og ráðdeildar- semi tókst þeim hjónum á þeim ámm að komast í allgóð efni, enda voru þessi heiðurshjón samhent og dugleg við búskapinn í Rif- girðingum. Þorvarður, maður Elinbjargar, er nú látinn fyrir nokkrum árum, og hefur ekkjan verið búsett í Stykkishólmi síðan, eða á milli þess sem hún hefur dvalið hjá börnum sínum. Stykishólmsbúar, og aðrir kunn- Nýttskip til Bolungarvíkur KRJÚL-Bolungarvík, 9. maí. HIÐ NÝJA skip, Hugrún ÍS-7, kom hingað á miðvikudagskvölú kl. liðlega 7. Skipið er stálskip smíðað í Marstrand í Svíþjóð og er 206 lestir. Aflvél er Nohab pol ar 675 hestöfl, en Ijósavél er Bol- inder 71 hestafla. Áðalspil, Nor- ving, 11 tonn. Hugrún er búin öll- um nýjustu siglingatækjum. — í reynsluför reyndist ganghraði 10,5 til 11 sjómílur. Eins og áður hefur verið getið í blaðinu, kom Hugrún við í Færeyj um og heim hreppti skipið frem- ur slæmt veður og segir áhöfnin að skipið hafi reynzt hið bezta sjó- skip. Skipstjóri á heimleið var Leifur Jónsson, og er þetta 6. skipið, sem hann siglir hingað til Bolungar- víkur. Annars verður Hávarður Olgeirsson skipstjóri á Hugrúnu Stýrimaður er Jón M. Egilsson og 1. vélstjóri Benedikt Jakobsson. í dag er unnið við að landa saltinu og verður síðan hafizt handa að útbúa skipið til síldveiða. ingjar og vinir Elinbjargar, böm hennar og venzlafólk, munu í dag hugsa með velvild og þakklæti til hennar á sjötíu og fimm ára af- mælinu, og óska henni að ævi- kvöldið verði bjart og heiðríkt. Ég, sem þessi fáu orð rita, á- samt konu minni, óskum henni hjartanlega til hamingju með af- mælið, og árs og friðar. Frú Elinbjörg er nú stödd hjá syni sínum Einari Þorvarðarsyni, Bjarghólastíg 17 A, Kópavogi. Gamall HóJmari. KLÁFFERJAN Framhald af 1. síðu. og að þeim stað, þar sem kláfur- inn verður nú settur. Ekki er ólíklegt, að kláfferjan anni ekki umferðinni yfir Tunknaá þegar fram ,i sækir, og hverjir sem eru geta farið akandi yfir Sprengisand og norður í land. Þá verður að setja brú á ána, ekki sízt ef til stórvirkjana kemur í Búrfelli, og lögð verður raflína norður. England og Uruguay léku! landsleik í knattspyrnu á mið- vikudaginn á Wembley-leik- vanginum í Lundúnum. Leikar fóru svo, að Englendngar sigr- uðu með 2:1 í lélegum leik og var það heldur lítið eftir gangi leiksins. Miðherjinn, Byrne, skoraði fyrra mark Englands rétt fyrir hléið, og bætti öðru | við strax í síðari hálfleik. — Bjuggust áhorfendur þá við stóru tapi Uruguaymanna, Eng lendinguin tókst ekki að bæta við fleiri mörkum, en Uruguay lagfærði töluna í 2:1. Myndin hér á síðunni er frá leiknum. Markvörður Uruguay grípur knöttinn eftir skalla Paine (nr. 1), m Greaves bíður til- búinn ef ‘iíthvað skyldi út af bregða. Teikninga- og málverkasýning GB-Reykjavík, 9. maí. Sýningu á 87 teikningum og mál verkum opnar Guðrún Jacobsen, i Ásmundarsal við Freyjugötu í dag, og verður sýningin opin dag- íega kl. 14—22 til 18. maí. M.a. sýnir Guðrún 14 skopteikn- ingar við gamansöguna Alþýðu- heimilið. sem kom út eftir hana í fyrra, og enn fremur tíu teikn- ingar, sem hún hefur gert við eig- ið smásagnasafn, er væntanlega verður gefið út í haust. STÝRIMANNASKÓLI Framhald af 16. síðu. fiskimannaprófi frá skólanum í jainúar og 13 brautskráðust frá námskeiSI í Vestmannaeyj um og 14 frá Eyrarbakka. — Haestu einkunn vlS farmanna- próf, 7,03 hlaut Pálmi HlöS- versson og fékk hann verð- launabikar Eimsklpafélags ís- lands, sem nú var afhentur í fyrsta sinn. Hæstu einkunn við fiskimannapróf, 7,52 hlaut Pét ur Guðmundsson og fékk hann verðlaunabikar Öldunnar. — Hæstu einkunn á minna fiskl- mannaprófi hlaut Björn Jó- hannsson, 7,17. Á öllum þess- um prófum »r hæst gefið 8. Eftir að skólastjóri hafði af- hent skírte’mi ávarpaði hann nemendur og þakkaði » jafn- framt ýmsar gjafir, sem skói- anum bárust. Kleifarvatn er 96 m djúpt KJ-Reykjavík, 9. apríl Sigurjón Rist vatnamælingamað- ur hefur að undanförnu unnið að dýptarmælingum nokkurra vatna hér skammt utan við Reykjavík. Er ekki ólíklegt að borgarbúum mörgum hverjum þyki fróðlegt að vita hvert er mesta dýpi vatn- anna sem þeir aka svo oft að um helgar og öðrum frídögum. Nið- urstöður Sigurjóns eru þær að Hafravatn í Mosfellssveit er 28 metra djúpt, Hlíðarvatn í Selvogi fimm metrar og Kleifarvatn 96 metra djúpt. T í M I N N . sunnudaoinn 10. maí 1964 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.