Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 6
f RÁÐSTEFNA Uffi VERKA- L ÝÐSMÁL Á AKUREYRI VERKALÝÐSMÁLANEFND Framsóknarflokksins gengst fyr ir ráðstefnu um verkalýðsmál. Verðnr hún haldin á Hótel KEA á Akureyri 30. og 31. maí n. k. Dagskráin verður í stórmr, dráttum á þessa leið: LAUGARDAGURINN 30. maí: Kl. 9—12 f.h. — Heimsóttir vinnustaðir á Akureyri. Kl. 1,30—7 e. h. — Setning ráðstefnunnar: Jón D Guð mundsson, verkamaður, for- maður verkalýðsnefndar. Þá verða flutt erindi, fyrirspurn- ir og almennar umræður. — Gert er ráð fyrir að kvöld veður verði borðaður í SCíiða- hótelinu í Hlíðarfjalli. Eng inn fundur verður uen kvöld- ið. SUNNUDAGURINN 31. maí: Kl. 9—12 f.h.: Erindaflutn ingur, fyrirspurnir og umræð ur. Ef tími vinnst til og veður leyfir eftir hádegið verður farið í smá ferðalög um nágrennið. Þeir, sem flytja erindi á ráð- stefnunni eru þessir: Eysteinn Jónsson, for- maður Framsóknarflokksins, Halldór E. Sigurðsson, sveitar- stj., Hannes Pálsson, fulltrúi, Ingvar Gíslason, lögfr. og Jón Snorri Þorleifsson, form. Tré- smiðafélags Rvlkur. Þessir menn munu ræða meðal annars um: Ákvæðisvinnuna húsnæðis- málin, vinnutímann og vinnu- hagræðingu, Framsóknarflokk- inn og verkalýðsmálin og margt fleira. Framsóknarfólk hvar sem er á landinu er hvatt til þess að mæta á þessari ráðstefnu. Allar upplýsingar um ferðir og annað viðvíkjandi ráðstefn- unni er hægt að fá á flokksskrif stofunni í Reykjavfk og á Ak- ureyri. EYSTEINN HALLDÓR HANNES INGVAR JÓN D. JÓN SNORRI Bréf til Peter Hallberg Tyrir skömmu var talað við yð- ur 1 útvarpinu um einhvers konai fþrótt, sem þér temjið yður í norrænum fræðum og helzt var að skQja að væri talning á orðum í Heknsfcringlu og Egilssögu, og virð izt þér efcki vita betur en Heims- 'kringla sé höfundarverk Snorra Sturlusonar. Norræn fræði eru skemmtilegt viðfangsefni, og ekki þykir okkur íslendingum vænna um aðra menn útlenda en þá, sem hafa áhuga á þessu efni og era velviljaðir liðsinnismenn í þessum fornu fræðum. Hins vegar var sorgleg yðar aðstaða í þessu efni, og kom í ljós að yðar áhugi og velvild hafði lent beint í myrkra stofu íslenzkra hásikólafræða, en þaðan er náttúrlega útsýn mintii en engin. ' Eg kem beint að efni máls. Þér vitið sjálfsagt, að engin sönn SÍMI 14970 Litla bifreiða FRÍMERKl OG FRfMERK.IAVÖRUP Kaupum íslenzk frímerki hæsta ver?Si FRÍMERKJA- MIÐSTÖÐIN Týsgötu 1 — Sími 2117t un er fyrir því að Snorri Sturluson hafi ritað Heimskringlu, og það get ur aldrei orðið sannað, því hitt má sanna: að hann hefur ekki gert það. Það hefur enginn- maður á ís landi, fyrr eða síðar, vitað að Snorri hafi ritað Heimskringlu, og það hefur aldrei verið til á ís- landi heimild fyrir því, sem eðli- legt er, því það hefur aldrei stað- ið höfundarnafn á þessari bók. enda fyrirfinnst það ekki á þeim handritum, sem geymzf hafa, cg þýðir ekki að skálda það, að það kunni að hafa- staðið á því hand- riti, sem glatað hefur formálanum. íslendingar töldust aldrei höfund- ar þeirra bóka, sem gjörðar eru, eins og Heimskringla, eftir sögnum og kvæðum annarra manna. Þeir aðeins létu rita þetta, eins og i formála Heimskringlu stendur. Þess vegna er sú heimild, að Snorri sé höfundur bókarinnar hleypisagnir einar. Þér vitið, að þessi vizka, að Snorri sé höfundur Hei.mskringlu, er höfð eftir tveim ur norskum mönnum á 16. öld, og gat sá síðari tekið hinn fyrri trúanleganv en sá fyrri gat þess um 1551, en sá síðari 1599. Þetta þóttust þeir vita á sama tíma og Arngrímur lærði, íslendingur, mik ill bókfræðingur, hafði ekki hug mynd um, hver hefði skrifað Heiimskringlu og telur að Snorri hafi ekki verið höfundur nema Eddu einnar. Þér vitið það, að enga heimild, sem marka má, gáu þessir norsku menn haft u;n höfund Heimskringlu, samanber og framanskráð, að bókin bar það aldrei með sér, og þeirra vitnis burður um þetta verður að teljast á misskilningi byggður, enda vildu þeir Konrad Maurer og Guðbrand ur Vigfússon hann að engu hafa, sem rétt. er. Heimskringla vitnar sjálf um það í fonmálanum, áð hún er elzt konungasagna. Heimildirnar eru konungasögur Ara fróða og sjálí- ! sagt Sæmundar fróða, sem Odd- I ur munkur getur beggja í bók sinni um Ólaf Tryggvason, og svo konungakvæðin, eins og full greín er gjörð á í formálanum. í enga konungasögu, er síðar var gerð, vitnar formálahöfundur, og gat hann þó ekki komizt hjá því, ef Heimskringla er útdráttur og stytt ing úr eldri sögum, eins og þeir verða að álykta, sem halda að Snorri hafi gjört bókina eftir 1230 og hafa síðan orðrétt upp úr þeim bókum, eins og Fagurskinnu og fleiri konungasögum. Heimskringla er elzt konungasagnanna og þar með eitt af forusturitum heims- sögulegrar sagnfræðiritunar, og undraverð að stíl, þar sem efnið er undantekningarlítið ómenning- arlegs eðlis. Þjóðhættir og stjórn- arfar, sem bókin lýsir, báru í sér feigðina, sem fram kom. Mundu glöggir ritskýrendur ekki marka það mest um ritunar tímann, að þá sé lokið við að gera bókina, er efni hennar sleppir, í miðri sögu Magnúsar Erlingsson ar, utn 1173—77, eða er önnur skýring fremur fyrir hendi um þessi einkennilegu bókarlok? Á þeim tíma fellur frá mikill bóka gjörðarmaður í landinu, Klængnr biskup, gott skáld, sjálfsagt höf- undur margra Eddukvæða. Gissur Hallsson, þá í Skálholti, gat ekki „rétt“ bók Odds munks nemn nema með ritsamanburði, um og fyrir 1190. Það er mikið mál, sem hér ligg- ur fyrir, í margs konar rannsókn- um, samanburði og ritskýringum, og getur ekki orðið grein á því gjörð í þessu máli. Ég er ekki viss um að ég komi þar neinu teljandi í verk, og ekki þarf ég að gera ráð fyrir aðstoð íslenzkra háskólamanna í þessu efni, og get- ur þó hver maður hér mikið unn- ið, sem ekki er í myrkrastofu. Þess vegna langar mig að biðja yður að gera mér þann heiður að hafa samband við mig á heimili mínu, Sigtúni 31, Reykjavík. Með virðingu og fyrir fram þökk. Renedikt Gíslason frá Hofteigi. Gullbrúðkaup Þann 12. apríl áttu hjónin Pái- ína Jónsdóttir og Eyþór Guð- mundsson, Syðri-Löngumýri í Blöndudal, gullbrúðkaup. í tilefni þessa merkisdags i lífi þeirra hjóna vil ég geta þeirra með ör- fáum orðum. Eyþór Guðmundsson er fæddur að Guðlaugsstöðum í Blöndudal, 19. febr. 1894, sonur hjónanna Guðmundar Björnssonar og Stein unnar Jónsdóttur, sem þá voru í húsmennsku á Guðlaugsstöðuen en bjuggu síðar á Höllustöðum í sömu sveit. Pálína Jónsdóttir, er fædd að Fremri-Hnífsdal í Norður-ísa- fjarðarsýslu 9. febrúar 1889, dótt ir Jóns Björnssonar og Jóhönnu Pálsdóttur ,en alin að langmestu leyti upp hjá móðurbróður sínum Guðmundi Pálssyni og konu hans Margréti Kristjánsdóttur í Fremri- Hnífsdal. Pálína kom fyrst hingað austur sumarið 1912, sem kaupakona til Jóns Gíslasonar, sem þá bjó á Syðri-Löngumýri, en síðar á Ásum. Upp frá því hófust hin fyrstu kynni þeirra Éyþórs og Pálínu, en 12. marz 1914 voru þau gift að Syðri-Lönguimýri. Þó ekki sé nema hálf öld síðan þetta var, var margt þá öðruvísi en nú er. Fyrir ung efnalítil hjón að stofna til heimilishalds og búskapar var ýmsum erfiðleikum háð. Tækifær- in voru fá, daglaunin smá og vont að fá jarðnæði, því flesta- jarðir voru fullsetnar. Það varð því að áeggjan Guðmundar fóstra Pálinu að þau Eyþór fluttu vestur í Hnifsdal, hvar þau voru til 1936 að þau fluttu hingað austur aftur. Eyþóri og Pálínu varð sjö barna auðið, sem öll eru á lífi, s°x synir og ein dóttir. Það þarf ekfci að fara frekar út í æviferil þess ara hjóna til þess að sýna, að hér eru á ferð íslenzk alþýðuhjón, sem háð hafa harða lífsbaráttu. Nægju semin, lífsgleðin og bjartsýnin, hafa verið lífsförunautar þessara hjóna frá fyrstu tíð. í návist þeirra líður manni ætíð vel, þar heyrist aldrei neitt vol eða væl, heldur er slegið á léttari strengi og horft í sólarátt- Það hefur því ætíð verið sólskin í baðstofunni hjá þeim Eyþóri og Pálínu, þó hún hafi stundum verið lágreist og gluggarnir smáir. Nú dvelja þessi öldnu hjón, hjá syni sínum, Halldóri og konu hans Guðbjörgu Ágústsdóttur á Syðri- Löngutnýri. Eru enn við góða heilsu og létt í lund, þó nokkuð skyggi á, að Pálina er því nær alveg blind. En Pálína segir: Það þarf ekki að vorkenna mér, tengda dóttirin er mér með ágætum, íbúð in hlý — og ef í önn dagsins eru fáir til þess að tala við mig, þaif ég ekki annað en opna útvarpið þá get ég fylgzt með öllu sem ger- ist. Þeir sem hafa skapgerð og stillingu til þess að hugsa þannig, þeim líður ætíð vel. Þann 19. febrúar s. 1. var Eyþór sjötugur. Þennan dag heimsóttu göenlu hjónin nær 80 manns, víðs vegar að úr héraðinu, bæði í til- efni afmælisins og gullbrúðkaups- ins, sem þá var á næstu grösum. Voru guðaveigar veittar og margs konar gleðskapur lengi nætur. Eg þakka þessum hjónum, marg ar ánægjulegar samverustundir. og óska að þau eigi enn eftir mörj ár við góða heilsu, en að síðustu að ævikvöldið megi verða þeim rólegt og milt. L. S. rðsending Orðsending frá Ingibjörgu Jóhannsdóttur, skólastjóra á Löngumýri til fyrrverandi kennara og nemenda skólans á Löngumýri. Kæru vinir mínir, gleðilegt sum ar! Þakfca öll góð og skemmtileg kynni og vináttu ykkar og tryggð við Löngumýri. Vil láta ykkur vita, að ákveðið er að halda 20 ára afmæli skólans hátíðlegt nú í sumar. Afmælishófið mun hefjast með sameiginlegum kvöldverði kl. 18, laugardaginn 30. maí n. k. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku ykkar sem fyrst. Hafið með ykkur svefnpoka og handklæði. Fjöknennið vinir mínir. Verið viss um, að gleðin mun sitja að völdum, þegar gamlir og góðir vin- ir hittast. Handavinnusýning nemenda verður opin fyrir almenning, föstu daginn 29. maí, kl. 14—20. Sýning in verður einnig opin fyrir afmæl isgestina. Það skal tekið fram. að kennarar og nemendur, sem hjá mér dvöldu í skólanum á Staðarfelli, eru einnig hjartanlega velkomnir í afmælið, og verða þeir ekki síður auðfúsugestir mínir, en þeir sem hjá mér hafa verið á Löngumýri. • Fréttir frá skólastarfinu á Löngumýri. Skólinn starfar nú aftur eins og Framhald á 13. sfSu. 6 T í M I N N, þriðjudagur 2«. maj 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.