Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 8
Aldarminning Samúel Eggertsson kennari „Hver er sælan lífsins sanna, _ sigur þess og aðalmið? Það er framsókn frumherjanna, frelsissporið upp á við. Það er vitsins blóðug braut, brotin gegn um hverja þraut, sigurleið hins sannleiks sterka, sigurgæzka og kærleiksverka!“ Matthías Jochumsson. f gær, mánudaginn 25. þ. m. er ðld liðin frá fæðingu Samúels Egg ertssonar. Hann var fæddur að Melanesi 25. maí 1864 í Rauða- sandshreppi í Barðastrandarsýslu. Hann lézt í marz 1949. Samúel var bróðursonur Matt- híasar Jochumssonar skálds. Árs- gamall fluttist Samúel frá for- eldrum sínum til hjóna er bjuggu í Munaðstungu í Reykhólasveit. Húsmóðirin á heimilinu var frænka Samúels og mun hann af þeim ástæðum hafa verið komið á þetta heimili. En sérstök óhöpp steðjuðu að heimili foreldra hans um þetta leyti og mun taka drengs Ins hafa verið gjörð til þess að létta þeim afkomuna. Á þessu heirn ili dvaldi Samúel fram yfir tvítugt. Fósturforeldrar Samúels voru efnalítil,’ eins og reyndar flest heimili á landinu á þessum tím- um. Húsbóndi heimilisins var fall aður á hendi og bagaði það hann mikið við heimilsstörfn. Samúel ólst upp við venjuleg sveitastörf. smalamennsku og fjárgæzlu og önnur heimilisstörf. Lítið var um tilsögn unglinga á þessum árum í byggðarlaginu og mun það hafa verið eins á þessu heimili. 9 ára gamall var Samúel læs og mun hann hafa orðið að bjarga sér að mestu sjálfur við það nám 10 vikna kennslu fékk hann fyrir fermingu hjá Jóni stúdent frá Steinnesi. Tiksögn í danskri tungu fékk hann hjá séra Ólafi Ólafssyni í Garpsdal. Það var árið 1886. Ár- ið eftir 1887 fór hann í búnaðar skólann í Ólafsdal til Torfa, sr stofnaði þar búnaðarskóla og rak hann um alllangt skeið, með hinum mesta myndarbrag. Þar lauk Samúel námi 1888. Samúíl gekk vel námið í Ólafsdal. Hann var flugnæmur og stundaði það at áhuga og kappi. Og mikið dálæti hafði hann á Torfa skólastjóra. Og jafnan minntist hann Ólafsdals- heimilisins með mikilli virðingu og þakklæti. Næstu árin eftir skólanámið stundaði Samúel jarðyrkjustörf á mörgum bæjum. í Haga var Samú- el 1891. Þar kynntist hann konu sinni, Mörtu Elísabet Stefánsdótt- ur. Þau giftust 1892. Það ár fluttu þau x Flatey. Samúel var fenginn þangað til að kenna bömum. Ekk ert barnaskólahús var þá í Breiða fjarðareyjum, en Flateyingar ráð gerðu að byggja bamaskóla, þeg- ar þeir réðu Samúel til kennara- starfsins, en ekkert varð úr þeirri framkvæmd. Samúel varð að ferð- ast um eyjamar við kennsluna og kenna á mörgum stöðum. Kennsl- una annaðist hann í tvö ár, en ekki féll honum þetta fyrirkomu- lag við starfið og hætti því og flutti að Stökkum á Rauðasandi og hóf þar búskap. Þar bjuggu hjónin til 1903. Þá fluttu þau til Kollsvikur og byggðu þar nýbýli Samúel fékkst við kennslu á vetrum og tók þátt í margvíslegum störfum að sveitamálum með sveit. ungum sínum. 1907 var Samúel verkstjóri við fiskverkun á Patreks firði (Vatneyri). Þá flutti hann seint á árinu til ísafjarðar og vann í apóteWnu hjá Davið Schev ing lækni í 2 ár. Áður höfðu þeir þekkzt og hafði Samúel kennt börn um hans. Frá ísafirði fluttu hjón in til Reykjavíkur 1909. Frá 1909 til 1935 stundaði Samú- el barnakennslu ávetruim í Reykja vík. Alls mun Samúel hafa stund að barnakennslu um eða yfir 50 ár. Frá 1909 fékkst Samúel við landmælingar á sumrin og korta- gerð. Vestra hafði hann einnig nokkuð að þessum störfum unnið. Árin 1916—1918 vann Samúel við mælingu og kortagerð !;aup- túna með 300 íbúa eða fleiri fyrir Brunabótafélag íslands. Árin 1925—1930 vann Samúel á Veðurstofunni. Samúel samdi landslagsuppdrátt' íslands til kennslu. Samdi ennfremur ritið Saga fslands tneð annálum, línurit um og kortum. Gaf út um 10 tegundir af kortum, mest um söga íslands og landafræði. Vann meira og minna að skrautritun og marg víslegri kortagerð. Öll þau störf er Samúel voru falin, eða hann vann að, voru sér staklega vel af hendi leyst. Vand- virkni hans og trúmennska í stöif um var sérstæð. Kortagerð hans og teikningar voru mörg hrein listaverk. Samúel var sérstakur starfsmað ur. Honum féll aldrei verk úr hendi, og las bækur ætíð er tóm gafst til, mest fræðibækur en einn ig Ijóðabækur og sögu. Hann las mikið stjörnufræði, og ensku lærði hann til þess að geta lesið stjörnu fræði á því máli. Heimili Samúels og Mörtu E. Stefánsdóttur, var fyrirmyndar- heimili og með miklum myndar- brag, sérstaklega gestrisið og alúð legt. Þar ríkti glaðværð og gaman semi og leið gestunum vel í ná- vist þeirra. Þau hjón voru mjög vinsæl hvar sem þau bjuggu og eignuðust marga vini. Þau áttu þrjú böm, son er var elztur bama þeirra er þau misstu ungan, og tvær dætur: Halldóru, húsfreyju í Reykjavík og Margréti húsfreyju, einnig búsett í Reykjavík. Að miklu leyti ólust upp hjá þeim þrjú börn. Þau vom Sigurjón A. Ólafsson, alþm., Jochum M. Egg- ertsson, rithöfundur og Ólína Ól- afsdóttir. Hér að framan hefir lauslega verið drepið á hver störf Samúel innti af höndum. Af því má nokkuð ráða um fjöl- hæfni hans, þó aðeins þeir ar séð hafa handbragðið á verkum hans geti gert sér ljósa grein fyri? hver listamaður hann var. Þegar þess er gætt hvernig ástatt var hjá þjóðinni á þeim tím- um, sem Samúel fæddist og ólst Norsk stúdenta- hljómsveit Norsk stúdentahljómsveit hef- ir verið á ferðalagi hérlendis og haldið tónleika í Keflavík, Akureyri og í Reykjavík þ. 15. maí s.l. í samkomusal Há- skólans. Þ3rna er að verki mestmegn is áhugafólk, ásamt nokkrum atvinnumönnum Strengimir eru. yfirleitt skipaðir góðum kröftum, og vekur það athygli hversu jafnt hlutfallið er milli fyrstu og annarrar fiðlu. Meðal blásaranna eru marg ir prýðilegir kraftar, og sýndi flautuleikarinn Per Öien sér- lega traustan og fallegan leik. í samspili brá víða fyrir fallegum línum, þótt innbyrðis skorti nokkuð á þá rútínu, sem hægt er að krefjast af atvinnu músíköntum. Hins vegar lagði hin einlæga músikgleði sinn skerf til upp færslunnar. Á efnisskránni var eingöngu norsk tónlist að undanskildum þrem Mozart-aríum, sem Eva Prytz óperusöngkona flutti. — Var söngur hennar fínlegur og hófsamur og samlagaðist Moz- art mjög vel. Hin norska tónlist á efnis- skránni var m. a. eftir Groueu, Grieg og Geirr Tveitt — ásamt Sæverud og Suendsen og sin- fónía í B-dúr eftir þann síð- astnefnda, var góð stemming og talsverð tilþrif einkanlega í tveim síðustu þáttunum. Verk Sæveruds var bæði þróttmikið og hressandi. Stjórn hljómsveitarinnar hef ir Harald Brager-Nilsen, haft á hendi frá árinu 1926, og hef- ir hann leyst sitt starf af hendi með ágætum. Fróðlegt hefði verið að fá efnisskrána breytilegri til þess að víðara yfirlit fengist yfir hæfni og getu hljómsveitar- innar. Nemendafónleikar Hinir árlegu nemendatónleik- ar Tónlistarskólans fóru fram 16. maí s.l. Þessum tónleikum fylgir alltaf mikill gróandi, og er ævinlega fróðlegt að fylgj- ast með því sem miðar í fram- faraátt. Á þessum tónleikum koma fram margir nemendur, og þ. á. m. tveir söngvarar, sem er nokk ur nýjung. Sigríður Erla Magnúsdóttir söng tvö lög eftir Brahms og Schubert og fór hún mjög lag lega með ljóð og lag. Systkinin Sigríður og Páll Einarsson fluttu konsert í a- moll eftir Vivaldi fyrir celló og píanó, og sýndi Páll þar talsvert öryggi. Þóra Kristín Johansen lék Rondo capriccio- so eftir Mendelssohn af góð- um skilningi. Gunnar Valtýsson sýndi eink ar áferðarfallegan leik í tveim préludíum eftir Debussy. Þá lék Stella Reyndal, vorsónötu Beethovens með aðstoð Ágústu Hauksdóttur, og sýndu þær furðu gott samspil. Eygló H. Haraldsdóttir lék sjö smáþætti fyrir píanó eftir Honegger af myndugleik. Söngvarinn Halldór Vilhclms son fór með þrjú Brahms-söng lög, og sýndi hann þroska og skilning auk góðrar radd-skól- unar. í Introduction et rondo cap- riccioso fyrir fiðlu eftir Saint Saens, sýndi Rut Ingólfsdótt- ir fínlegan leik og létta tækni og var píanóundirleikur Láru Rafnsdóttur ágætur. Scherzo í cis-moll eftir Chop- in flutti Sigríður Einarsdóttir áferðarfallega og af vand- virkni. Að lokum léku svo nokkrii nemendur 1. þátt úr silunga- kvintett Schuberts. Það unga fólk, sem þarna kom fram átti allt sammerkt í því að gera kennurum sín- um sóma með prúðri og fall- egri framkomu, og hver um sig með tiltölulega góðri frammi- stöðu. Unnur Arnórsdóttir J Nýr Mosfellssve Starvegu r Eitt af næstu meiri háttar verk efnum í vegagerð, er nýr vegur um Mosfellssveit, eða nánar til- tekið sá hluti af veginum til Vestur- og Norðurlands, sem ligg ur frá Elliðaánum að Kollafirði. Þessi vegur er einhver sá fjöl- farnasti á landi hér næst Kefla- víkurveginum og líklega meiri þungaflutningur á þessum vegi en nokkrum öðrum. Er þetta auðskilið þegar vitað er, að á honum mæðir öll umferð milli Reykjavíkur og Vestur-, Norður- og Austurlands allt til Horna- upp, gegnir furðu hvað langt hann komst í þeim verkum er hann tók sér fyrir hendur og hvert snilldar bragð á þeim var. En Samúel Egg- ertsson var líka alveg sérstæður maður um margt. Hann var fjöl- hæfum gáfum gæddur, sístarfandi að þeim viðfangsefnum er hann hafði með höndum, hvort sem það voru verkleg viðfangsefni eða andlegs eðlis. Þrá hans eftir meiri og meiri þekking, var ástríðuþrungin, og hann notaði hvert tækifæri til að afla sér hennar. Hann unni þjóð sinni innilega og hafði trú á því að því aðeins gæti hún sótt hratt fram til verklegra framfara og bættra lifskjara, að hún menntað ist og mannaðist. Og aukin mennt un væri frumskilyrðið til. sliks. Þess vegna var honum svo ljúft að leiðbeina ungmennunum og áhugasamur um að vekja áhuga þeirra og skilning á lífinu og ekxi sízt hinni lifandi náttúru. Það gerir líka hvort tveggja í senn, það gleður og göfgar sál ungmenn isins. Það gerir það áreiðanlega að meiri og betri þegni þjóðar sinnar. Slíkt er mannræktarstarf sem hverja þjóð varðar mest af öllu, og á þessu hafði Samúc.l næman skilning. Samúel stundaði jarðræktar- fjarðar. Og sú umferð vex með ári hverju. Þessi vegarkafli þarf líka ó- hemju mikið viðhald, en er samt tímum saman mjög slæmur yfír- ferðar, einkum í rigningum eins og allir vita, sem um hann fara að staðaldri. Nú undanfarið hafa staðið yfir nýjar mælingar á nýju vegar- stæði á þessari leið, því ráðgert er, að færa hann á köflum, a.m. k. þegar kemur á móts við Lága- fell. Svo virðist kunnugum mönn um, að við þessar mælingar fyrir störf frá því hann var ungur mað- ur og hafði aflað sér þekkingar til þess. Og alla tíð hafði hann áhuga á gróðri og gróðurrækt Hann vildi klæða landið gróðri og bæta fyrir syndir feðranna um meðferð landsins. Samúel var ræktunarmaður í þess orðs beztu merkingu. Hann vildi efla rækt- un landsins og umfraim allt mann ræktina. En þannig hugsa aðeins þeir, sem umfram allt viíja vel og hafa gott og göfugt hjarta. Eg sem þessar línur rita kynntist Samúel töluvert síðari hluta. ævi hans. Um margt fannst mér hann sérstaklega merkilegur maður. Gáf ur hans og eldlegur áhugi fyrir framförum í þjóðlífinu var sér- stakur og því miður ekki eign margra. Ef Samúel hefði notið mik illar menntunar ungur, myndi hann hafa orðið mikill áhrifamað ur í þjóðlífi fslendinga. En þó að hann færi á mis við menntun á unglingsárunum, reyndi hann að bæta sér það upp síðar, eftir beztu föngum, með lestri góðra bóka og athugun þess í líf- inu, er göfgar og þroákar mann- inn. Náttúran var honum skóli og þess naut hann í fyllsta mæli.- Samúels Eggertssonar er gott að minnast. Jönmdur Brynjólfsson. nýju vegarstæði, sé ekkert tillit tekið til snjóalaga né undirstöðu vegarins. Á einum stað er t.d. farið yfir gamalt mógrafastæði, sem að vísu er nú gróið tún, og er hætt við að þungur vegur verðj þar lengi að síga og erfitt að halda honum í hæfilegri hæð. — Snjóavetrar hafa komið í Mosfellssveit eins og annars staðar, og menn muna enn mikil snjóalög á þeirri leið, sem veg- urinn er nú, og einu færu leiðina utan vegar miklu neðar. Miklar snjódyngjur hlóðust þá upp neð- an við Lágafell og undir Hamra- hlíðinni, jafnvel margra metra þykkar. Ofan við Grafarholt varð oft að fara langan sveig utan við veginn, og hefði verið erfitt þá að halda veginum opnum á þess- um köflum, þótt nútíma tækni hefði þá verið fyrir hendi. Um mörg undanfarin snjó- leysisár hefir það auðvitað ekki komið að sök þótt vegurinn væri ekki réttilega staðsettur á þess- ari ieið með tilliti til snjóalaga. En þetta kann nú að villa mönn- um sýn. Tvímælalaust hefur veðurfar- ið breytzt mikið til batnaðar á síðustu áratugum, en þar með er ekki sagt að ekki geti aftur komið snjóavetur, jafnvel margir saman, í líkingu við þá, sem gamlir menn muna. Er því hyggilegt að gera ráð fyrir þeim möguleika þegar ný vegarstæði eru valin. Það er eins með veðráttuna eins og söguna, að hún getur endurtekið sig. Áður en núverandi Mosfells- sveitarvegur var lagður, var al- faraleið miklu neðar við Grafar- vog um Korpúlfsstaðj og fyrir neðan Blikastaði. Tvímælalaust er þar miklu betra vegarstæði Framhatd á 13. síðu. 8 T í M I N N, þrl8|udagur 26. maí 1W4.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.