Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1964, Blaðsíða 2
4 l mor Mánudagur, 25. maí. NTB-Vientiane. — Pathet Lao-kommúnistar héldu í dag áfram sókn sinni á Krukku- slétt'u og hafa unnió flestar stöðvar hlutlausra þar. NTB-Peking. — Aðalmál- gagn kínverskra kommúnista. „Dagblað alþýðunnar", skrifaði í dag, að tillaga Bandaríkjanna um að fá SÞ með í friðarstarf- ið í Suðaustur-Asíu, væri illvil; uð. NTB-New York. — Blaðið New York Times skrifar í dag, að Sovétríkin undirbúi að senda mannað geimfar til tunglsins. NTB-Georgetown. — Á mánu dagsnóttina voru 40 hús brennd í fimm þorpum í Brezku Gui- ana. NTB-Cairo. — Nikita Krust- joff hefur Iokið 16 daga heim sókn sinni í Arabíska Sambands lýðvcldinu og hefur veitt land- inu 252 milljón rúbla lán til langs tíma. NTBOsló. — Gerhard Schröd er, utanríkisráðherra V-Þýzka- lands, kom í dag í þriggja daga heimsókn til Noregs. NTB-Durban. — Albert Lut uli, sem fengið hefur friðar- verðla'un Nóbels, hefur á ný verið settur í fimm ára stofu- fangelsi í Suður-Afríku. NTB-Hannover. — Fimm Austur-Þjóðverjar flúðu yfir til V-Þýzkalands um helgina. Einn þeirra missti annan fót- inn, þegar hann lenti á neðan jarðarsprengju. NTB-London. — Dóttir Mar- grétar prinsessu og Snowdons lávarðar, sem fæddist 1. maí s. I., verður skírð Sarah Fran- ces Elizabeth. NTB-Berlín. — A-þýzki 'kommúnistaleiðtoginn Walter Ulbricht fer í opinbera heim sókn til Moskvu á föstudaginn NTB-Belgrad. — Nokkuð harður jarðskjálftakippur varð í norðu’-'-1"*- ■'""óslavíu í dag. Skewi- ” ’-'-'-av á eign um. c" NTB-Moskvu. — Sovétska ut anrikisráðuneytið hélt í kvöld veizlu fyrir sendiherra fslands, Noregs, Svíþjóðar, Danmerkur og FinnJands í Moskvu. Margir helztu Jistamenn Sovétríkjanna voru viðstaddir. NTB-New York — Bretar iýstu í dag yfir stuðningi sín- um við tillögu Bandaríkjanna um, að Sameinuðu þjóðimar taki þátt í því að endurheimta frið í Indó-Kína. NTB-Róm. — Ákveðið var i' dag að halda nýjan fund milli Austurríkis og ftalíu um Týrol- van-damálið einhverntíma seinná i sumar. DASSAULTFUNDIN NTB-París, 25. maí Þrír þeírra, sem rændu frú Madeleine Dassault s. s. laugar- dagsnótt, hafa verið handteknir af Madeleine Dassault lögreglunni í París, en fjórði mað urinn kom sér undan í stolnum bfl. Frú Dassault fannst í gær á bóndabæ um 50 km fyirr norðan París. Frú Daussault sagði lögreglunni að hún hefði verið flutt til bónda bæjarins strax eftir ránið aðfara- nótt laugardagsins. Eigandi bónda- bæjarins heitir Mathieu Costa. — Hann er frá Korsíku og vel þekkt- ur í undirheimum Frakklands. Hinir tveir, sem handteknir hafa verið, eru bræður, Gabriel og Gaston Darmon. Frú Dassault sagði, að ráns- mennimir hefðu verið fjórir og að allt hefði virtzt sMpxflagt. Þeir komust út úr París áður en lög- reglan gat komið á ströngu eftir- liti á öllum vegum út úr borg- inni. MiWð lögreglulið tók þátt í leitinni, sem er talin sú mesta í sögu frönsku lögreglunnar í seinni tíð. Frú Madeleine Dassault er gift Marcel Dassault, sem framleiðir m. a. flugvélar, á banka og gefur út frægt kvennablað. Hann er þing maður og ákafur stuðningsmaður de Gaulles forseta. Slökkvlliðlð að störfum vlð Trésmlð|una h.f. (Tímamynd—GE). ELDUR Á VERKSTÆÐI Barry Goldwater sagðist í gær vilja Kjarnasprengjur - Vietnam NTB-Washington, 2'5. maí. Öfgafulli öldungadeildarþing- maðurinn Barry Goldwater, sem er einn líklegasti frambjóðandi republikana við forsetakosningarn- ar í haust, sagði í gær, að nota ætti litlar kjarnorkusprengjur í Suður-Víetnam til þess að út- rýma skóginum þar og afhjúpa samgönguæðarnar, sem Viet Cong kommúnistar fara um. Goldwater sagði einnig, að; Bandaríkjamenn yrðu að sprengja j upp brýr, vegi og járnbrautarlín-! ur, sem notaðar eru til þess að j flytja vistir frá Norður-Víetnam I og Kínverska Alþýðulýðveldinu til Viet Cong-herliðsins. Goldwater, sem talaði í sjónvarp, kvað auð- velt að framkvæma áætlun sína og ásakaði um leið Johnson forseta fyrir að vera óákveðinn í afstöðu sinni til Vietnam-vandamálsins. „Fyrsta ákvörðunin, sem við verðum að taka, er að við eigum að vinna stríðið“ — sagði hann. „Við erum með öðrum orðum ekki í Suður-Víetnam sem ráðgjafar. Drengirnir okkar eru þar og þeir eru skotnir niður af kommúnist- um. Bandaríkin reka varnarstríð í Suður-Víetnam. Slíka styrjöld er aldrei hægt að vinna“, — sagði Goldwater. KJ-Reykjavík, 25. maí Aðfaranótt sunnudagsins veitti vegfarandi, er leið átti um Vestur- götu, langt gengin í þrjú, athygli reyk sem lagði úr húsi því er Bræðumir Ormson hafa aðsetur sitt í neðst í götunni. Slökkvilið- ið kom fljótlega á vettvang og tókst að kæfa eldinn á um Mukku tíma. Eldurinn kom upp í þurrk- skáp á stilliverkstæðinu, en náði aldrei verulegri útbreiðslu. Verk- stæðiplássið varð allt svart af sóti og reyk, og þar með dýrmætar vélar verkstæðisins. Flestar þeirra reyndust óskemmdar þegar búið var að hreinsa þær upp og athuga. Inni a stilliverksfæSinu, þar sem eldsupptokin voru. (Tímamynd—KJ). 2 ára barn drukknar Eldur í trésmiðju KJ-Reykjavfk, 25. maí Um Mukkan tíu á laugardags- kvöldið var elds vart í Trésmiðj- unni h.f. í Brautanholti 30. Starfs maður fyrirtækisins átti þá leið þar uin og heyrði snark í eldi. Mestar skemmdirnar urðu af vatni og reyk, vegna slökfcvistarfsins, en nálægt eldsupptökunum voru eldfim efni. Talið er að eldsupp- tök hafi verið í hraðsuðukatli, er sMlinn hafði verið eftir í sam- bandi. HF-Reykjavík, 25. maí Tveggja ára drengur, Sigurdór Sverrisson, féll á laugardaginn i Hvolsá að Bessatungu í Saurbæ og drukknaði. Sigurdór, sem er sonur Arndísar Þórðardóttur í Bessatungu, var ásamt öðrum böm um að leika sér við ána, sem er djúp og straumhörð. Strax og votn aðist að hann hafði fallið í ána kom bæjarfólMð á vettvang og bjargaði baminu upp úr ánni og hóf lífgunartilraunir, en allt kom fyrir ekki. Þegar héraðslæknir- inn, Þórhallur Ólafsson kom á staðinn, var drengurinn látinn. VEIÐIFERO TIL GRÆNLANDS Ferðaskrifstofah SUNNA hefir tekið á leigu eina af millilanda- flugvélum Flugfélags ísands, h.f. í tveggja daga veiði- og kynnis- ferð til Grænlands um aðra helgi, 6. og 7. júní. Flogið verður héðan klukkan sjö á laugardagsmorgun og farið vestur yfir meginjökul Grænlands og lent eftir um það bil fjögurra stunda flug á flug- vellinum við Eiríksfjörð á Vest- urströnd Grænlands. Þar verður búið á hóteli dönsku Grænlands- verzlunarinnar. Þarna við Eiríks- fjörð era tvær frægar lax- og silungsveiðiár, og hefir verið afl- að veiðileyfa fyrir alla þátttak- endur að vild þar í ánum, en um þetta leyti árs er fiskigengd hvað mest í árnar á Vesturströnd Græn lands. Þeir, sem ekM óska að eyða öllum timanum við lax- og silungs- veiðar, eiga þess kost að fara með bát til hinna fomu íslendinga- byggða. að Bröttuhlíð þar sem Ei- ríkur rauði bjó handan fjarðar- ins og víðar þar um byggðirnar, m.a. til Garða. Auk þess gefst tækifæri til að ganga á fjöll og jökul en landslag er rómað fyrir náttúrufegurð á þessum slóðum og hrikaleg hin ósnortna náttúra Grænlands. f fyrra var danskur ferðamanna- hópur við veiðar í ánum við Ei- ríksfjörð og kom heim með 1800 fiska eftir tvo daga. Með þessari stuttu Grænlands- ferð gefst fólkj kostur á að heirn- sækja Grænland, kynnast þar hinni stórbrotnu og fögru náttúru, skoða fornar byggðir fslendinga og veiða í lax- og silungsveiðiár. SlökkvlllSsmenn hafa relst upp stiga vlð Liósheima 20. (Tímamynd—KJ) ELDUR í HÁHÝSI KJ-Reykjavík, 25. maí íbúarnir í Ljósheimum 20 fundu reykjalykt leggja út úr einni íbúð inni þar í stigahúsinu um hálf fimm á sunnudaginn, og kölluðu á slökkviliðið. íbúðin var mann- laus, og varð því að brjóta hana upp til að finna orsaWr reyksins. Búið var að hífa brunaslöngur þarna upp á fimmtuhæðina og bú- ist við öflu hinu versta er íbúðin yrði opnuð, en þá kom í ljós að eldurinn var utan dyra í mottu sem var á svölum íbúðarinnar. T f M I N N, þriðjudagur 2&. n»f 1964- —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.